Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
Hátekjuskattur
8% sérstakur tekjuskattur
Á tímabilinu júlí-desember skulu launagreið-
endur halda eftir 8% sérstökum tekjuskatti
(hátekjuskatti) af stofni sem er umfram kr.
700.000 á mánuði, þ.e. tekjur að frádregnu ið-
gjaldi í lífeyrissjóði. Skattinum skal skila með
annarri afdreginni staðgreiðslu til innheimtu-
manns.
Halda skal eftir staðgreiðslu vegna hátekju-
skatts miðað við tekjur í hverjum mánuði óháð
því hverjar þær eru í öðrum mánuðum.
Sjómannslaun o.fl.
Laun sjómanns fyrir veiðiferð sem hefst í júní,
má telja til júnílauna þó afla sé landað eftir
mánaðamót, enda hafi a.m.k. 1/2 veiðiferðar-
innar verið í júní og uppgjöri lokið 14. júlí. Sjá
nánar á rsk.is um aflahlut og önnur laun sem
ekki koma til uppgjörs innan tekjumánaðar.
Vikulaun
Þegar laun eru greidd vikulega skal halda eftir
8% hátekjuskatti af stofni umfram kr. 161.096*.
Séu vikulaun ýmist innan þessara marka eða
yfir þeim, má jafna launum milli vikna innan
mánaðarins, en ekki milli mánaða.
* (700.000 kr. x 12/365) x 7= 161.096 kr.
Fjármagnstekjuskattur
15% staðgreiðsla
Frá 1. júlí 2009 skulu bankar og aðrar fjár-
málastofnanir reikna og halda eftir stað-
greiðslu af vaxtatekjum ársfjórðungslega.
Skal skattur þessi vera 15%. Sama gildir um
arð sem greiddur er til eigenda af eignarhlut-
um í félögum.
Af fjármagnstekjum sem til falla fyrir 1. júlí
reiknast 10% skattur.
Uppgjör við álagningu
Við álagningu ákvarðast 15% skattur á fjár-
magnstekjur sem til falla á tímabilinu júlí-
desember 2009 og eru umfram kr. 250.000
(eða 500.000 hjá hjónum). Á tekjur undir þeim
mörkum, svo og á allar fjármagnstekjur á
tímabilinu janúar-júní er lagður 10% skattur.
Aðrar fjármagnstekjur
Sem fyrr eru tekjur af söluhagnaði skattlagðar
eftirá, sem og leigutekjur. Frá 1. júlí gilda sér-
stakar reglur um leigutekjur, en frá þeim tíma
mynda 70% þeirra skattstofn en 30% eru
skattfrjálsar.
Breytingar
í staðgreiðslu
ICELANDAIR mun auka ferðir til
Manchester og Glasgow næsta vet-
ur og fljúga þangað fjórum sinnum
í viku. Jafnframt verður sú breyt-
ing gerð á að flug til borganna
tveggja verður sameinað; fyrst
verður flogið til Manchester og síð-
an höfð viðkoma í Glasgow á leið-
inni til Íslands.
Flug Bretlands
Í sýningarsal í Sjóminjasafninu
Víkinni á Grandagarði hafa 18 kon-
ur úr Íslenska bútasaumsfélaginu
hengt upp 24 ný veggteppi. Efnt
var til keppni innan félagsins síð-
asta vetur og var þemað „hafið og
allt sem því tengist“. Litaval var
frjálst nema hvað blár litur varð að
vera í öllum verkum svo að tenging
og heildarsvipur mætti vera á sýn-
ingunni. Sýningin stendur til 30.
ágúst.
Bútasaumsteppi
FYRSTA
plantan í nýj-
um uppeld-
isreit í Esju-
hlíðum var
gróðursett í
fyrradag. Trjá-
ræktarklúbb-
urinn í sam-
vinnu við
Rannsókn-
arstöð skóg-
ræktar á Mó-
gilsá og Skóg-
ræktarfélag
Reykjavíkur
stendur að uppeldisreitnum. Þar er
ætlunin að safna saman og prófa
sem flestar tegundir trjáa og runna
og kanna hvernig þær spjara sig
við íslenskar aðstæður.
Uppeldisreitur
í Esjuhlíðum
GENGIN verður pílagrímaganga
frá Þingvöllum að Skálholti helgina
18.-19. júlí nk. Gangan hefst kl. 10
að laugardegi við Þingvallakirkju.
Gengið verður að Laugarvatni og
gist í Grunnskólanum í Reykholti
og verður lagt aftur að stað kl. 9
daginn eftir.
Pílagrímaganga
STUTT
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
HÓPUR fólks er að reyna að bjarga
gömlu vélsmiðjunni í Neskaupstað
frá niðurrifi. Þar verður opin lista-
smiðja á Eistnaflugi um helgina og
allt iðar af lífi.
Hús vélsmiðjunnar er á Eyrinni,
elstu byggðinni á Norðfirði. Þar
hefur sveitarfélagið tekið hraust-
lega til hendinni við niðurrif húsa,
ekki síst sl. vetur vegna áforma um
að byggja þar nýjan grunnskóla.
„Þessi niðurrifsstefna er hræðileg
og búið að rífa margar fallegar
byggingar á Eyrinni. Þetta hús er
næst á listanum,“ segir Hákon Guð-
röðarson, sem rekur kaffihúsið Frú
LúLú. Hann beitti sér fyrir því að
bæjaryfirvöld gæfu húsinu grið í
bili og fékk jafnframt vilyrði fyrir
því að húsið fengi að standa áfram
ef vel tækist til við að laga til.
Hákon segir að mikil stemmning
sé fyrir þessu verkefni og fjöldi
bæjarbúa hefur síðustu daga að-
stoðað við að laga húsið og mála og
fyrirtæki styrkt framtakið.
Vélsmiðjuhúsið er stórt stein-
steypt hús, byggt um 1930. Við hlið-
ina á því er elsta hús bæjarins,
Gamla Lúðvíkshúsið, sem bærinn
hefur enn ekki fengið leyfi til að
láta rífa. Hin húsin hafa verið rifin.
Um helgina verður opin smiðja í
vélsmiðjunni þar sem listafólki er
boðið að koma með efni og tæki til
að skapa. Hákon sér það fyrir sér
að þarna verði áfram listasmiðja
með þremur vinnustofum og sýn-
ingarsölum.
Reyna að bjarga gömlu vélsmiðjunni
Framtakssamir Norðfirðingar gera
vélsmiðjuna að listamiðstöð
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Björgunarstarf Allt á fullu í málningarvinnu. Veraldarvinir tóku í gær þátt í að mála vélsmiðjuna að utan.