Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
BÚIÐ var að veiða 16% strand-
veiðikvótans í fyrradag samkvæmt
upplýsingum Fiskistofu, eða 628,5
tonn af 3.955 tonna heildarkvóta.
Veiðin fór rólega af stað en hefur
aukist eftir því sem bátunum hefur
fjölgað. Þannig var heildarafli
strandveiðibátanna í fyrradag 105
tonn.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Valgeirs Guðmundssonar hjá veiði-
heimildasviði Fiskistofu hafa alls
verið gefin út 416 leyfi til strand-
veiða.
Svæði A, sem nær frá Eyja- og
Miklaholtshreppi austur um að
Skagabyggð, hefur algjöra sérstöðu.
Þar hafa verið gefin út 165 leyfi og
þar af hefur 141 bátur landað afla.
Búið er að landa 423,7 tonnum á
þessu svæði eða 43% af heildarafl-
anum fyrir júní og júlí, sem er 987
tonn. Hver bátur má veiða 800 kg af
óslægðum þorski í hverri veiðiferð
og segist Jón Valgeir reikna með að
kvótinn fyrir svæði A klárist á
mánudag eða þriðjudag. Strand-
veiðimennirnir verða svo að bíða í
hálfan mánuð eða til 2. ágúst eftir
því að geta byrjað að veiða ágúst-
kvótann fyrir svæði A. Hann er ekki
nema 263 tonn og gæti því klárast á
2-3 fyrstu dögunum í ágúst.
Á svæði B, sem nær frá sveitarfé-
laginu Skagafirði að Grýtubakka-
hreppi, er búið að veita 62 leyfi. Á
þessu svæði er búið að landa 44
tonnum, sem eru aðeins 6% júní/
júlí-kvótans. Á svæði C, sem nær
frá Þingeyjarsveit að Djúpavogi, er
búið að veita 74 leyfi. Þar er búið að
landa 97,9 tonnum, sem eru 13%
kvótans. Á svæði D, sem nær frá
Hornafirði til Borgarbyggðar, er
búið að gefa út 115 leyfi. Á þessu
svæði er búið að landa 62,8 tonnum,
12% kvótans.
Búið að veiða 16% kvótans
Strandveiðimenn á Norðvesturlandi klára fyrsta skammtinn eftir helgi
Verða síðan að bíða í hálfan mánuð og geta þá aðeins veitt í 2-3 daga
Í HNOTSKURN
»Strandveiðarnar hafafarið rólega af stað nema
á Norðvesturlandi. Þar
keppast menn við að ná
kvótanum og hann mun klár-
ast eftir helgi.
»Á svæðinu hafa 165bátar fengið leyfi til
strandveiða og dagsaflinn
getur því farið mest í 132
tonn.
»Einmuna veðurblíða hef-ur verið á miðunum við
landið undanfarið og strand-
veiðimenn hafa því getað
sótt sjóinn af kappi.
Morgunblaðið/RAX
FRÉTTASKÝRING
Sigrún Erna Geirsdóttir
sigrunerna@mbl.is
FYRIR liggur að landeigendur á
Meðalfelli og í Káraneskoti töldu
ekki ástæðu til að sækja um fram-
kvæmdaleyfi þegar þeir ræstu fram
milli Hurðarbakssefs og Káranes-
sefs með þeim afleiðingum að vatns-
yfirborðið lækkaði verulega. Ef vafi
leikur á um hvort sækja þurfi um
framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar
geta tveir aðilar vísað málinu til úr-
skurðarnefndar um skipulags- og
byggingamál. Annars vegar fram-
kvæmdaraðili og hins vegar sveitar-
stjórn.
Enginn pólitískur vilji
,,Við munum ekki skjóta þessu til
úrskurðarnefndar,“ segir Sigur-
björn Hjaltason, oddviti hrepps-
nefndar. ,,Fyrir því er enginn póli-
tískur vilji hér í sveitinni.“ Mikil ólga
varð innan hreppsins í fyrra þegar
erindi barst frá Umhverfisstofnun
þess efnis að hreppsnefnd bæri að
sjá til þess að votlendið yrði endur-
heimt. Töldu menn að verið væri að
fetta fingur út í hluti sem stofnuninni
kæmi ekki við. ,,Við gerðum það sem
okkur bar skylda til að gera,“ segir
Sigurbjörn. ,,Við höfðum samband
við landeigendur og báðum þá að
taka framkvæmdina til baka. Þeir
höfðu ekki áhuga á því.“ Lítur
hreppurinn svo á að það sé eftirlits-
aðilans, í þessu tilfelli UST, að ganga
úr skugga um að reglum sé fylgt.
Þeir hafi því lagt það til við UST að
stofnunin vísaði málinu til úrskurð-
arnefndar.
Vantar lagaheimildir
Samkvæmt lögum hefur stofnunin
hins vegar ekki heimild þess. UST
segist hafa búist við að hreppurinn
gripi til þeirra úrræða sem laga-
heimildir veittu honum. Það lægi nú
fyrir að stofnunin þyrfti að endur-
meta stöðuna. Í aðalskipulagi kæmi
fram að nauðsynlegt væri að leita
álits UST ef hætta væri talin á veru-
legum umhverfisspjöllum. Ef það er
ekki gert er lítið um lagaákvæði sem
UST getur gripið til. Lagaheimildir
stofnunarinnar til þvingunarráðstaf-
ana væru óljósar.
Hreppurinn krefst ekki álits
Morgunblaðið/Andrés
Fljótandi hreiður Tvö flórgoðapör eru nú í sefinu. Fuglinn er á válista.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps mun
ekki biðja úrskurðarnefnd að
skera úr um nauðsyn fram-
kvæmdaleyfis. Það sé hlutverk
eftirlitsaðila að ganga úr skugga
um að reglum sé fylgt.
TIL að verða góður knapi er ekki nóg að geta
haldið jafnvægi, heldur er nauðsynlegt að til-
einka sér ýmsa tækni og læra að umgangast
hrossin rétt og af virðingu. Krakkarnir sem
sækja námskeið hjá Reiðskóla Reykjavíkur eru
vafalaust með þetta allt saman á hreinu því ef
marka má einbeitingarsvipinn á andliti þeirra
taka þau reiðmennskuna alvarlega. Reið-
námskeið fyrir börn eru víða í boði í allt sumar.
Morgunblaðið/Eggert
TILEINKA SÉR TAUMHALDIÐ
BÚIÐ er að sprengja og grafa um
75% Bolungarvíkurganga eða um
3.800 metra. Lengd ganganna í
bergi verður 5.156 metrar. Rúnar
Ágúst Jónsson, staðarstjóri
Ósafls, segir að stefnt sé að því
að slá í gegn í fyrstu viku nóv-
ember. Opna á göngin næsta
sumar.
Rúnar sagði gangagerðarmenn
hafa lent í mjög miklum setlögum
Bolungarvíkurmegin. „Við erum
komnir í gegnum þau núna en
eigum nú von á að lenda í setlagi
aftur Hnífsdalsmegin,“ sagði
Rúnar. Hann segir mun lengur
verið að brjótast í gegnum setlög-
in en önnur jarðlög. Hvort þeim
takist að slá í gegn í nóvember
ráðist af því hversu setlögin
verða erfið viðureignar. Unnið
verður af fullum krafti við
gangagerðina í allt sumar.
Ósafl gerir jarðgöngin milli
Bolungarvíkur og Hnífsdals.
Ósafl er dótturfyrirtæki Íslenskra
aðalverktaka (ÍAV) og svissneska
verktakafyrirtækisins Marti Cont-
ractors.
Fjórðung-
ur eftir af
göngunum
Erfið setlög í Bolung-
arvíkurgöngum
Samkvæmt skipulags- og
byggingarlögum eru meiriháttar
framkvæmdir, sem ekki eru
háðar byggingarleyfiskyldu,
háðar framkvæmdaleyfi og að
framkvæmdir teljast meirihátt-
ar þegar þær vegna eðlis eða
umfangs hafa áhrif á umhverfið
og breyta ásýnd þess.
Eftirfylgnisákvæði þurfa að
skýrast og vonast UST til þess
að þau verði endurskoðuð í
haust með endurskoðun nátt-
úruverndarlaga.
Í aðalskipulagi fyrir Kjós-
arhrepp segir að forðast skuli
að raska stöðuvötnum og tjörn-
um sem eru stærri en 0,1 ha og
þegar talin sé hætta á að vist-
kerfi raskist skuli í öllum til-
vikum leita umsagnar Umhverf-
isstofnunar fyrirfram.
Lög og reglur
GÍSLI H. Frið-
geirsson kajak-
ræðari gerði í
gær ráð fyrir að
róa frá Raufar-
höfn að Heiðar-
nesi á Langa-
nesi. Gísli
stefnir á að
verða fyrsti Ís-
lendingurinn til
að róa kajak um-
hverfis landið og setja í leiðinni
aldursmet á þessari róðrarleið en
Gísli verður 66 ára síðar á þessu
ári.
Gísli hefur að langmestu leyti
róið leiðina einsamall. Hægt er að
fylgjast með ferðum hans á
www.kayakklubburinn.is.
runarp@mbl.is
Gísli kom-
inn að
Langanesi
Gísli H.
Friðgeirsson