Morgunblaðið - 09.07.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.07.2009, Qupperneq 18
ÖLLUM unglingum í Sveitarfé- laginu Skagafirði sem ekki fengu sumarvinnu á almenna vinnumarkaðnum var boðið í vinnuskólann. Þannig bættust um 20 unglingar á aldrinum 16 til 18 ára við vinnuskólann sem nú er samfelldur frá 13 til 18 ára aldurs. „Við gerðum könnun í skól- unum í vetur og okkur brá í brún þegar við sáum hvað margir 16 til 18 ára unglingar reiknuðu ekki með að fá vinnu í sumar. Við ákváðum að taka það alvarlega að ungmenni teljast börn upp í átján ára aldur og reyna að tryggja þeim vinnu,“ segir María Björk Ingvadóttir, frí- stundastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hægt var að hagræða í málaflokknum og taka við 30 til 35 unglingum til viðbótar hefðbundnum vinnuskóla sem er fyrir börn í fjórum efstu bekkjum grunn- skóla. Eitthvað rættist úr með vinnu þannig að aðeins sóttu liðlega 20 börn á þessum aldri um vinnu. Útbúin hafa verið ýmis verk- efni. Unglingarnir hjálpa til við námskeiðahald hjá sveitarfé- laginu og eru við starfsþjálfun hjá fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélagsins, svo sem í íþróttamannvirkjum, leik- skólum, menningarstofnunum og við iðjuþjálfun. Þá er hópur að vinna að listsköpun í svo- kölluðu fjöllistaverkefni. „Þetta hefur gengið virki- lega vel. Enn hefur enginn kvartað undan vinnuaflinu og sumir hafa ráðið krakkana í meiri vinnu,“ segir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, starfs- maður Húss frítímans. Nú eru 130 unglingar í hin- um hefðbundna vinnuskóla og alls 150 með hópnum sem bættist við í vor. helgi@mbl.is Enginn kvartar undan vinnuaflinu Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Ferjumaðurinn er á heimleið með væna silunga- kippu, skyggir hönd fyrir augu, enda væntanlega undir sól að sjá, til að gá að hvort nokkur væri á leið vestan sandinn til ferjustaðar. Þannig er lýsing á styttunni af ferjumanninum Jóni Ósmann Magnússyni, en hún var afhjúpuð fyrir skömmu. Það var áhugamannahópur undir forystu Sveins Guðmunds- sonar, hins landskunna hesta- og hrossaræktarmanns, sem hafði forgöngu um gerð styttunnar, en með honum í hópnum voru Stefán Guðmundsson, fyrrverandi alþing- ismaður, Hjalti Pálsson frá Hofi, Sigurður Haraldsson frá Gróf- argili og Árni Ragnarsson á Sauð- árkróki. Styttan er eftir Ragn- hildi Stefánsdóttur myndhöggv- ara. Kristmundur Bjarnason, fræði- maður frá Sjávarborg, hefur ritað sögu Jóns Ósmanns. Hann lýsir honum sem heljarmenni að burð- um. Hann var talinn rífur fjög- urra manna maki. Það var ekki á færi neins meðalmanns að knýja fullhlaðna dragferjuna í sterkum straumi Héraðsvatna og oft í óblíðum veðrum. „Í Jesú nafni“ Í bók Theodórs Friðrikssonar er sagt frá því er hann og tveir aðrir ætluðu að taka af Ósmann ómakið og snúa sveif ferjunnar en urðu frá að hverfa þegar komið var út þar sem straumur var þyngstur, og kom þá Ósmann til skjalanna og tók einn við. Alla sína tíð var Ósmann vín- hneigður þó aldrei kæmi niður á störfum hans. Hann talaði um að „fá sér skudda“ þegar hann bauð gestum að súpa á kútnum. Vini sína, sem oft heimsóttu hann að Furðuströnd, nefndi hann gjarna skuddabræður. En þrátt fyrir að Ósmann væri vinmargur og alla- jafna gleði í hans húsum sótti á hann þunglyndi og síðla aprílmán- aðar 1914 gengur Ósmann frá í byrgi sínu, leggur guðsorðabók á borðið, skrifar á lítinn miða þrjú orð: „Í Jesú nafni“, leggur þar hjá úr sitt og fer síðan í sína hinstu ferjumanns för. Þegar minnisvarðinn var af- hjúpaður sagði Árni Ragnarsson að tvennt hefði vakað fyrir þeim sem stóðu að gerð minnisvarðans um Ósmann, að minnast þess manns sem nánast alla sína starfs- ævi þjónaði samborgurunum með ferjuflutningum við eitt erfiðasta og mannskæðasta fljót landsins, en ekki síður hitt að vekja athygli á störfum þeirra manna víðsvegar um land sem önnuðust þennan þátt í samgöngusögu landsins, og nú heyrir sögunni til. Krafturinn geislar af henni Sveinn Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði um árabil átt sér þann draum að láta reisa minnisvarða um Jón Ósmann, afabróður sinn, en Árni Magnússon, faðir Dýr- leifar, móður Sveins, var bróðir Jóns Ósmanns. Sveinn er ánægður með sam- vinnuna við listamanninn. „Ragn- hildur er frábær listamaður. Það ber öllum saman um það að betur virðist ekki vera unnt að ná and- liti ferjumannsins, en af honum eru til margar myndir. Svo er styttan öll á þann veg að aflið og krafturinn geislar af henni.“ Afhjúpuðu styttu af heljarmenninu Morgunblaðið/BB Með ferjumanninum Sveinn Guðmundsson hestamaður og Ragnhildur Stefánsdóttur myndhöggvari ásamt Jón Ósmann ferjumanni. Stytta af ferjumanninum Jóni Ósmann reist við Vesturós Héraðsvatna Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „BÖRNIN velja sjálf það sem þau hafa áhuga á og þegar þau eru að vinna að sínum áhugamálum þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim,“ seg- ir Ingvi Hrannar Ómarsson, verk- efnisstjóri Sumar TÍM, sem er tóm- stunda-, íþrótta- og menningar- dagskrá sem Sveitarfélagið Skagafjörður býður 6 til 11 ára börnum. Fleiri börn stunda íþróttir en áður og í sumar taka 95% barna þátt í námskeiðum. Sumar TÍM er heilsteypt dagskrá sem börnum stendur til boða alla virka daga frá klukkan 8 til 16 í átta vikur. Öll íþróttahreyfingin kemur inn í dagskrána með sínar greinar og áhugafólk heldur námskeið um ýmis viðfangsefni á sviði tómstunda og menningar. Unglingar úr vinnu- skólanum aðstoða við framkvæmd- ina og er það eftirsóttasta viðfangs- efnið þar. Út úr þessu kemur fjölbreytt dagskrá, á þriðja tug námskeiða. Foreldrar og börn geta síðan valið úr og sett saman sína eigin dagskrá. „Það eina sem for- eldrarnir þurfa að gera er að koma með börnin á morgnana, gefa þeim að borða í hádeginu og sækja þau í lok dags. Við sjáum um rest,“ segir María Björk Ingvadóttir, frístunda- stjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Almenn þátttaka Sveitarfélagið niðurgreiðir nám- skeiðin með svokölluðum hvatapen- ingum, 10 þúsund kr. á barn. Skil- yrðið er að barnið taki þátt í tveimur íþróttagreinum í fjórar vik- ur og sæki eitthvert menningar- eða tómstundanámskeið í jafn langan tíma. Frá því Sumar TÍM hófst, fyrir tveimur árum, hefur þátttaka barna í íþróttum og skipulögðu tóm- stundastarfi aukist stórlega, að sögn Maríu Bjarkar. Alls taka um 260 börn þátt í námskeiðunum og er þátttakan almenn. Þannig sækja um 95% barna á Sauðárkróki og Hofs- ósi þessi námskeið og þátttakan er enn betri á Hólum. Engar áhyggjur af börnunum  Sumar TÍM er heilsteypt sumardagskrá fyrir börn í Skagafirði  Börnin geta verið í íþróttum og á námskeiðum allan daginn í átta vikur  Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi hefur aukist stórlega Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kofabyggð Vel miðar við mannvirkjagerð á „Sumar TÍM“ tómstundanámskeiðum enda duglegt fólk að störfum. Ástandið á byggingarmarkaðnum er betra í kofabyggðinni á Sauðárkróki en víðast annars staðar. Sagað Margar fjalir þarf að saga í sund- ur við byggingu kofanna. Auðveldara er að saga beint en á ská og verkfærið bítur. Bryggjuveiði Veiðinámskeiðin eru vinsæl á sumarnámskeiðunum í Skagafirði. Ágæt aðstaða er á flotbryggjunni við nýja Suðurgarðinn. Ekki fer sögum af veiðinni hjá þessum hópi veiðimanna. 18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.