Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 09.07.2009, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 ✝ Guðni Elís Har-aldsson fæddist á Siglufirði 18. júlí 1976. Hann lést 1. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Þuríður Vigfús- dóttir, f. í Reykjavík 15.5. 1951 og Karl Haraldur Bjarnason, f. á Siglufirði 24.8. 1949. Þuríður og Har- aldur slitu samvistum. Eiginmaður Þuríðar er Ólafur Árnason, f. í Bandaríkjunum 8.6. 1951 . Alsystir Guðna er Dagný Rut, f. 28.10. 1983. Hálfsystir Guðna sam- mæðra er Vigdís Arna Jóns- og Þur- íðardóttir, f. 4.7. 1969. Systkini Guðna, samfeðra, eru Auður, f. 3.1. 1967 og Bjarni Bjarkan, f. 20.3. 1971. Stjúpsystur eru þær Tinna, f. 19.8. 1976 og Stella, f. 27.2. 1984, Ólafsdætur. Guðni eignaðist þrjár dætur. Dótt- ir hans og Rebekku Símonardóttur er Rakel Birta, f. 28.10. 1996. Hinn 27.10. 2000 eignuðust hann og Jóna Jak- obína Þorgeirsdóttir tvíburadæturnar Thelmu Rut og Diljá Sif. Guðni fæddist og ólst upp á Siglufirði en flutti síðar til Reykja- víkur og lauk grunn- skólagöngu sinni þar. Eftir menntaskóla lá leið hans í Háskóla Ís- lands en síðar flutti hann til Noregs þar sem hann bjó og stundaði nám. Síðar lá leið hans aft- ur til Íslands og lauk hann sínu námi við Háskólann á Akureyri. Höf- uðborgin kallaði aftur á hann og réð hann sig þá til starfa við Lands- banka Íslands. Guðni verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 9. júlí, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Í dag kveðjum við yndislegan vin og samstarfsfélaga með miklum söknuði. Ekki verður hægt að fylla það skarð sem Guðni skilur eftir sig í lífi okkar allra. Guðni hóf störf í Landsbankanum í Smáralind árið 2006. Hann passaði strax inn í hópinn og sýndi fljótt hversu úrræðagóður og hjálplegur hann var. Einnig var hann gáskafullur, stríðinn, mikill keppnismaður og ávallt var stutt í húmorinn. Ein af mörgum ógleymanlegu minningum um Guðna er kollhnísa- keppnin á Hótel Hvolsvelli þar sem hann tapaði 17-2 á gangi hótelsins. Ekki var hann sáttur við það enda keppnismaður mikill. Einnig minn- umst við 5-mínútna-föstudagsfýl- unnar þegar hann vann ekki rauð- vínspottinn, alltaf varð hann jafn hissa að vera ekki dreginn út en góða skapið kom ávallt strax aftur. Guðni var drífandi í félagslífinu og hafði oft frumkvæði að því að skipuleggja partí, golf- og tennismót utan vinnu- tíma sem vakti mikla lukku meðal samstarfsfélaga hans. Við minnumst Guðna af virðingu og munum heiðra minningu hans um ókomna tíð. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Við viljum votta dætrum, foreldr- um og öðrum aðstandendum Guðna okkar dýpstu samúð. Megi Guð veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Kveðja, fyrir hönd samstarfsfólks í útibúi Landsbankans, Smáralind, Guðrún B. Ægisdóttir. Við samstarfsfólkið í Landsbank- anum í Bæjarhrauni viljum kveðja góðan vin og samstarfsfélaga og minnumst við Guðna með söknuði. Guðni hóf störf hjá okkur í lok október 2008 og var hann fljótur að aðlagast hópnum enda leist okkur strax vel á þennan hávaxna og glæsi- lega mann. Fyrir stuttu komu sam- starfsfélagarnir saman til þess að gleðjast. Upp kom sú hugmynd inn- an hópsins að lýsa hvert öðru í fáein- um orðum sem síðan var lesið upp. Við viljum vitna í nokkra punkta sem skrifaðir voru um Guðna sem lýsa honum svo vel: „Guðni er traustur, skemmtilegur, fráleit eldhúsdama, prakkari, partý b. og húmoristi.“ Það var okkur mikið áfall að frétta af andláti Guðna. Við eigum eftir að sakna þess að sjá hann ekki standa inn á skrifstofunni sinni talandi í sím- ann þannig að rödd hans ómi um allt útibúið að ógleymdum hnitmiðuðum húmor og samverustunda. Elsku Guðni, við söknum þín og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Innilegar samúðarkveðjur sendum við dætrum þínum og fjölskyldu. Megi ljós og friður fylgja þér. Fyrir hönd vinnufélaganna á Hrauninu, Jóhanna M. Sveinsdóttir. Elsku besti Guðni Þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest og það er sko alveg á hreinu í þínu tilviki. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn frá okkur og er stórt skarð komið í Smáralindar- gengið sem ekki verður hægt að fylla, því betri samstarfsfélaga og vin held ég að erfitt sé að finna. Þegar ég byrjaði að vinna í Smáralindinni þá fékk ég þá tilfinningu að þú kynnir nú ekkert of vel við mig en eftir nokkrar vikur þá varstu byrjaður að stríða mér og þá þóttist ég vita að þú værir búinn að taka mig í sátt. Meðal annars gerðir þú mest grín að mér fyrir að vera utan af landi en ég komst svo að því seinna að þú varst nú bara sjálfur utan af landi. Stríðnin og húmorinn einkenndu þig en þér fannst nú ekki leiðinlegt að stríða okkur samstarfsfélögunum og man ég þá sérstaklega eftir því þegar Eg- ill fór að keppa á Siglufirði, þá hafð- irðu mikið fyrir því að redda nælon- sokkabuxum til að láta færa honum í upphafi leiks. Þú varst einnig drifkraftur í ýmsu sem við tókum okkur fyrir hendur og áttir þú meðal annars hugmyndina að því að fara saman í tennis sem endaði svo með mikilli keppni þegar við skoruðum á Ástu og Egil í leik þar sem leikið var um eldhúsvaktir liðsfélaga og tenniskeppnin March madness varð að veruleika. Við tók- um keppnina alvarlega og sáum til þess að hún væri nú lögleg og út- bjuggum samning sem prentaður var út á löggildan pappír og undirrit- aður af öllum keppendum ásamt vottum. Það er skemmst frá því að segja að við unnum þessa keppni að sjálfsögðu, þar sem við vorum nú ansi sigurviss, þó við töluðum um það okkar á milli hvað það væri nú slæmt ef við myndum tapa eftir allar yfir- lýsingarnar. Okkur fannst nú ekki leiðinlegt að núa þeim Ástu og Agli upp úr sigrinum og voru ófáir tölvu- póstarnir látnir ganga um vinnustað- inn til að minna samstarfsfólk okkar á þetta. Golfáhugann áttum við líka sameiginlegan og man ég hvernig hugmyndin að lansasmáramótinu kviknaði heima hjá mér, eftir að við fórum nokkur að fá okkur kaffi kl. fimm um nótt og fórum að tala um golf. Þú gerðir heiðarlega tilraun til að kenna Huldu golfsveifluna með kerti úr aðventukransi. Ég, þú og Egill sáum til þess að mótið yrði að veruleika og að sjálfsögðu vannst þú það. Við vorum nú þegar byrjuð að skipuleggja næsta mót sem verður nú í ágúst og munum við klára þann undirbúning án þín, en þín verður þó sárt saknað og mun mótið verða haldið þér til heiðurs hér eftir. Þrátt fyrir allt grínið og stríðnina sem ein- kenndu þig þá sást stundum í alvar- legu hliðina og áttum við oft góðar samræður um hin ýmsu málefni. Þó svo að við ynnum ekki á sama staðn- um var oft gott að hringja í þig bara til að spjalla og heyra í þér hljóðið og verður erfitt að koma í vinnuna aftur eftir sumarfrí og geta ekki hringt í þig. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Fjölskyldunni sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og þá sér- staklega dætrum hans sem hann var svo stoltur af. Halldóra Brynjólfsdóttir. Elsku Guðni Elís. Hvernig get ég kvatt þig í hinsta sinn? Ég er svo vanmáttug, mér líður eins og hluti af hjarta mínu hafi verið rifinn út með svo nístandi sársauka og honum ætl- ar ekki að linna. Ég bíð eftir að vakna upp frá þessari martröð en ekkert gerist. Hvernig má þetta vera? Ég sakna þín svo mikið! Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa sagt þér hversu ómetanlegur vinur þú varst mér, ég er svo þakklát fyrir að þú hafir vitað hvað mér þykir vænt um þig. Vildi að ég hefði sagt það oftar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér á þann hátt sem við kynnt- umst og fyrir þann tíma sem við fengum. Það var svo gaman að vera í kringum þig, nærvera þín var alveg einstök. Það brást ekki að í hvert skipti er við töluðum saman eða hitt- umst brosti ég ósjálfrátt því þú varst sjarmör að eigin sögn sem var alveg rétt. Það var alltaf stutt í húmorinn, kaldhæðnina og stríðnina. Í hvert skipti er við hneyksluðum þig sem gerðist ósjaldan roðnaðir þú upp úr öllu valdi og stamaðir sem var svo yndislegt. Það var svo gott að tala við þig. Þegar ég velti fyrir mér að hefja nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri sagðir þú mér frá systur þinni sem þú varst svo stoltur af sem myndi bráðum útskrifast. Þú sagðir mér bara að drífa í þessu, það væri ekkert mál. Líkt og þegar þú fluttir skellt- irðu öllu þínu í skottið og keyrðir af stað. Það mun ég gera, mun standa mig vel og þú munt fylgist með og styrkja mig. Mér er minnisstætt er við fórum eina kvöldstund á salsanámskeið ég var svo ánægð að þú skyldir vilja koma með mér. Þú varst svo stífur og klunnalegur, það var alveg yndislegt að horfa á þig. Þetta var ekki eitt- hvað sem þú ætlaðir að gera aftur og sagðist seint ná þér eftir þetta. Eins þegar þú reyndir eitt sinn að kenna mér að halda á golfkylfu með kerti því ekkert annað var við höndina. Það gekk reyndar ekki nógu vel því ég er örvhent. Þú verður búinn að æfa vinstrihandar-gripið þegar við hittumst á ný, þá kennir þú mér tök- in! Það var svo gaman að hlusta á þig tala um dætur þínar því það birti svo yfir þér, þú fylltist af ólýsanlegu stolti sem skein í gegn. Það var svo gott að fá að hitta þig og tvíburana áður en þið fóruð í Húsafell. Ég á svo margar skemmtilegar og ómetanleg- ar minningar sem fljúga hver á fætur annarri í gegnum hugann. Þó tapir vini og hann hverfi þér frá, þá minningu hans ekki gleymum og ég segi þér þá, hver stund svo dýrmæt er í huga vorum geymum. Og mína hugsun í té þér læt, þó lít- ilmótleg virðist flestum, því vináttan sönn hún spinnur sögu og í hjarta þér þarfnastu að fá. Að aldrei ég né þú við gleymum þeim stundum og kjarki er vináttan skóp. Sértu glaður verður hann glaður, sértu dapur, veldurðu kvöl, því sérhver hugs- un verður að himnadvöl sem vinurinn heyrir, þó mælir eigi að vörum og hann hugsun vora fyllir af svörum. Sá tími kemur er þangað við förum og upplifum hans kærleikans náð sem Kristur um Guðsbörn sín hefur stráð. En okkar námi er ekki lokið, því lífið hefur tilgang, þar til honum er náð. (J.R.S.) Ég sendi hlýhug minn og styrk til Rakelar Birtu, Thelmu Rutar og Diljár Sifjar, foreldra, systkina og fjölskyldu. Ég veit að þú munt vaka yfir þeim og varðveita. Ég mun ávallt geyma minningar mínar um þig innst í hjarta mínu og efst í huga mér uns við hittumst á ný, manni minn! Elska þig og sakna þín. Þín vinkona, Hulda Teitsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja kæran vin og samstarfs- félaga. Í byrjun apríl árið 2006 kom Guðni til mín í ráðningarviðtal. Það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því hvaða mann hann hafði að geyma. Guðni var samviskusamur og vann sína vinnu af nákvæmni en það gat farið í taugarnar á honum ef menn voru með smámunasemi. Hann var fljótur að sjá heildarmyndina og átta sig á hlutunum. Guðni gegndi fyrst starfi sem þjónustufulltrúi í Smára- lindarútibúi en fljótlega tók hann við starfi fyrirtækjasérfræðings. Við þá ráðningu varð samstarf okkar enn meira. Um haustið 2008 var ákveðið að loka útibúinu í Smáralind. Þegar mér var boðið að taka við öðru útibúi kom ekki annað til greina en að Guðni kæmi með mér yfir í útibúið í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Það lýsir því best hvernig starfsmaður hann var hversu mikill fjöldi viðskiptavina ákvað að fylgja okkur í Bæjarhraun- ið. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman í vinnu og síðast en ekki síst fyrir gleðina og húmorinn. Fótboltinn var oft til umræðu hjá okkur. Við gátum deilt um hæfni okkar manna. Guðni mikill aðdáandi Man. United og ég Poolari. Golf var líka sameiginlegt áhugamál. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að spila golfhring með þér og góðum vinum okkar á Hvaleyrarvelli rétt áður en ég fór í fríið. Ég á eftir að sakna þess að sjá þig ekki storma inn á vinnu- staðinn okkar á morgnana, heyra rödd þína þrátt fyrir lokaðar dyr og veggi sem aðskildu skrifstofur okk- ar. Þú talaðir oft hátt og skýrt. Megi friður vera með þér, kæri vinur. Ég sendi allar mínar bænir og styrk til dætra þinna, foreldra og fjölskyldu. Guð verði með ykkur. Guðrún S. Ólafsdóttir. Guðni Elís Haraldsson ✝ Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, GUÐNI ELÍS HARALDSSON viðskiptafræðingur, sem lést miðvikudaginn 1. júlí, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 15.00. Rakel Birta Guðnadóttir, Thelma Rut Guðnadóttir, Diljá Sif Guðnadóttir, Haraldur Bjarnason, Þuríður Vigfúsdóttir, Ólafur Árnason og systkini hins látna. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, RAGNA HARALDSDÓTTIR, Dídí, hjúkrunarfræðingur, Æsufelli 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 15.00. Sigurður Haraldsson, Gunnar Haraldsson, Ragnheiður Eiríksdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐFINNA EUGENÍA MAGNÚSDÓTTIR frá Sjávargötu, Ytri-Njarðvík, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 6. júlí. Magnea Áslaug Sigurðardóttir, Sigurður Bjarnason, Erling J. Sigurðsson, Þórunn Einarsdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Kristinn Hraunfjörð, Gunnar Þór Sigurðsson, Kolbrún Þorgeirsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR MAGNÚSSON bifreiðarstjóri, Meðalholti 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 7. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Jóhannsdóttir, Halldór Þórisson, Jóhanna M. Þórisdóttir, Þórir Þórisson, Halldóra Valgarðsdóttir, Ragna H. Þórisdóttir, Kristján Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.