Morgunblaðið - 09.07.2009, Side 31

Morgunblaðið - 09.07.2009, Side 31
um kvenkynsorðið klömbur 2008 og 2009. Textafræðileg nákvæmni og ög- uð vinnubrögð einkenndu allt framlag hans hvort heldur var í sögulegri mál- fræði eða hagnýtri. Baldur var frum- kvöðull á Íslandi við nýtingu tölvu- tækni í málrannsóknum. Hann beitti sér m.a. fyrir gerð orðstöðulykla og orðskiptiforrits, að ógleymdri merkri bakstöðuorðaskrá upp úr orðabók Blöndals. Þessi verk komu að miklu gagni í málfarsráðgjöf Íslenskrar málstöðvar. Afmælisrit Baldurs Jóns- sonar, Málsgreinar, sem Íslensk mál- nefnd gaf út honum til heiðurs sjötug- um, hefur að geyma fjölmargar greinar eftir Baldur og þær sýna helstu einkenni hans sem málfræð- ings og málræktarmanns. Framlag Baldurs til íslenskrar málræktar er svo mikið og merkilegt að engin leið er að gera því skil hér. Ég stenst þó ekki mátið að tæpa hérna á örfáum atriðum. Baldur rit- stýrði Réttritunarorðabók handa grunnskólum 1989 sem er án efa eitt vandaðasta og gagnlegasta leiðbein- ingarrit um íslenska málnotkun sem kom út á seinni hluta síðustu aldar. Baldur bar íðorðastarf ávallt sérstak- lega fyrir brjósti og átti sjálfur sæti í orðanefndum í sérgreinum enda snjall orðasmiður. Honum var sér- staklega umhugað um innbyrðis sam- starf orðanefnda og stofnun rafræns orðabanka 1997. Hann beitti sér fyrir stofnun Málræktarsjóðs 1991 og Ís- lenskrar málstöðvar 1985 en málstöð- in var skrifstofa Íslenskrar málnefnd- ar og hafði einkum það hlutverk að veita málfarsráðgjöf, aðstoða íðorða- fólk og gefa út leiðbeiningarrit um ís- lenska málnotkun. Jafnframt eigin málræktarstörfum var Baldur einstaklega áhugasamur um að halda til haga skrifum og sjón- armiðum forvera sinna á þeim vett- vangi. Má í því sambandi minnast út- gáfna Baldurs á verkum Halldórs Halldórssonar (Íslenzk málrækt, 1971) og Guðmundar Finnbogasonar (Mályrkja Guðmundar Finnbogason- ar, 1976) og greinasafnsins Þjóðar og tungu (2006) þar sem Baldur gaf út ritgerðir eftir ýmsa höfunda frá tím- um sjálfstæðisbaráttunnar. Af sama meiði er útgáfa hans (1993) á sögu Ís- lenskrar málnefndar 1964-1989. Þessi viðfangsefni Baldurs endurspegla þá ríku áherslu sem hann lagði ávallt á að eina leiðin til að átta sig á nútíðinni væri að skyggnast til fortíðar. „Þið megið ekki gleyma því hvernig þetta byrjaði allt saman,“ var hann vanur að segja við okkur yngra fólkið. Ég minnist Baldurs Jónssonar með virðingu og sendi Guðrúnu og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Ari Páll Kristinsson. Ég kynntist Baldri Jónssyni fyrst haustið 1966, þegar ég hóf nám í ís- lensku við Háskóla Íslands. Hann var þá einn af aðalkennurum í málfræði. Baldur var virðulegur og, að því er virtist, strangur í fasi, hafði lært í Ameríku og kennt í Svíþjóð. Þéringar tíðkuðust í kennslustundum og sveitamenn að norðan urðu að til- einka sér þá íþrótt. Það var eins gott að láta ekki út úr sér neina vitleysu, og verst var ef manni varð á í mál- vöndunarmessunni. Virðingin fyrir réttri og hreinni íslensku var ofar öllu, og aginn slíkur að ungum mönn- um þótti stundum nóg um; straumar byltingarhugsjóna og æskuóþreyju áttu að til að togast á við þessar ströngu kröfur. En kennslan var vönduð. Nýr kafli í kynnum okkar Baldurs hófst fimmtán árum síðar þegar ég tók sæti í Íslenskri málnefnd, sem hann fór þá fyrir. Þar var vandvirknin söm, og ekki var enn laust við að nokkurs efa gætti í brjósti undirrit- aðs. Strangar kröfur um vandvirkni bæru innihaldið ofurliði. En við nán- ari kynni lærði ég að meta gildi skoð- ana Baldurs og vinnubragða og það sem meiru skipti, ég lærði að meta mannkosti hans, sem voru ekki litlir. Undir yfirborðinu leyndist hlý mann- eskja, og ég sá að heilsteypt sýn hans á líf og starf olli því að kröfurnar sem hann gerði voru fyrst og fremst til sjálfs hans. Slíkur grandvarleiki er sjaldgæfur í akademísku umhverfi. Telja má að kjarninn í ævistarfi Baldurs hafi verið í þágu málræktar og íslenskrar félagsmálfræði. Þar hafði hann sýn sem margt má af læra. Af eðlislægri þrasgirni hafa Íslend- ingar tilhneigingu til þess að horfa framhjá kjarna hvers máls. Þegar hrópað var sem hæst gegn „málveiru- fræðingum“ og „málræktarpostul- um“ benti Baldur á þá einföldu stað- reynd að löngum hefur ríkt almenn sátt meðal landsmanna um gildi ís- lensks máls og formþróun þess, og það eru ekki postularnir (né andpost- ularnir) sem stýra þróun og gildis- mati, heldur almenningsálitið. Þess- um almannavilja taldi Baldur sig vera að þjóna í störfum sínum í málfars- ráðgjöf og þjónustu við málrækt. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim hugsunarhætti sem að baki því liggur. Þriðji þátturinn í viðkynningu okk- ar Baldurs var nábýli á Tómasarhag- anum, en margt spjallið áttum við þar þegar við hittumst á förnum vegi. Hann og Guðrún fóru í gönguferðir og þegar fundum bar saman var frá nógu að segja. Þar kom meðal annars fram Þingeyingurinn og Akureyring- urinn Baldur. Hann hafði gaman af átthagafræði og ættfræði og rakti saman rætur okkar beggja í Reykja- hlíðarætt „hinni meiri“ og sagði mér frá margvíslegum tengslum skyld- menna og venslafólks. Því miður hef ég gleymt þeim fróðleik að mestu, en vafalaust má ganga að þessu á örugg- um stað, þótt síðar verði. Ég vil að lokum þakka Baldri Jóns- syni fyrir trausta samfylgd og vin- skap, og við Arna sendum Guðrúnu og fjölskyldunni bestu samúðarkveðj- ur. Kristján Árnason. Fyrstu kynni af Baldri Jónssyni voru veturinn 1969-1970 þegar hann leiðbeindi okkur íslenskustúdentum í Háskólanum um handritalestur og málfræðikenningar, m.a. hugmyndir bandaríska fræðimannsins og bylt- ingarhugsuðarins Noam Chomsky. Þetta voru nokkuð harðsnúin fræði og nýstárleg fólki sem hafði alist upp við málfræði Björns Guðfinnssonar, byggðust m.a. á því að finna djúp- strúktur setninga með kvíslgrein- ingu, þannig að taflan var stundum þakin strikum upp og niður og þvers, svo meir líktist flatarmálsteikningum en málfræði. En þetta voru nýjungar og Baldur hafði mikinn áhuga á nýj- um aðferðum, þótt hann hafi í eðli sínu verið staðfastur áhugamaður um varðveislu fornra dyggða og verð- mæta. Hann var einnig manna fyrst- ur til að velta fyrir sér möguleikum tölvutækninnar við rannsóknir á orðaforða, man hann sagði eitt sinn: „Við eigum ekki að láta útlendinga eina um þessar athuganir.“ Það var vor í lofti á þessum árum, menn sáu fram á breytta tíma og vildu bæta þjóðskipulagið, kannski nokkur órói í sumum. Baldur virkaði stundum svolítið feiminn en hafði þann háttinn á að halda vissri fjar- lægð frá nemendum, m.a. með þér- ingum, þegar hann var að temja þessa vormenn Íslands og kenna þeim skipuleg vinnubrögð Nokkuð er nú tekið að fyrnast yfir sumt það sem hann kenndi okkur, en annað gleymist ekki. Þar má taka reglusemi Baldurs og nákvæmni, sem manni fannst að vísu stundum nokk- uð mikil, en ekki síst þá virðingu sem hann bar fyrir íslenskri tungu. Enda snerist lífsstarf hans fyrst og fremst um íslenska málrækt og liggja eftir hann stórvirki á því sviði. Mér reynd- ist hann uppörvandi og afar hjálpfús kennari. Löngu síðar las ég um tíma próf- arkir á dagblaði og þegar hroðvirkni og kæruleysi sumra blaðamannanna gerði mann dapran í hug fékk ég beinlínis áfallahjálp hjá Baldri. Marg- oft síðar leitaði ég til hans um mál- farsleg vandamál og vafaefni. Ætíð tók hann erindum af sömu ljúf- mennskunni og greiddi úr mörgum vanda. Skal nú ljúka þessum fábreyttu þakkarorðum frá gömlum nemanda með samúðarkveðju til Guðrúnar og sona þeirra Baldurs. Jón Torfason. Sem formaður Íslenskrar mál- nefndar og forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar hafði Baldur Jónsson mikil áhrif á störf orðanefnda. Hann beitti sér m.a. fyrir gerð Orðabanka Íslenskrar málstöðvar þar sem fjöl- mörg orðasöfn eru aðgengileg í tölvu. Baldur tók snemma þátt í íðorða- starfi. Árið 1976 kom hann til liðs við Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins, öðru nafni Tölvuorðanefnd. Við sem þetta ritum höfum tekið þátt í starfi þeirrar nefndar frá 1978 og höfum því starfað með Baldri í meira en þrjátíu ár. Á þeim tíma hefur nefndin sent frá sér fjórar útgáfur Tölvuorðasafns, þá síðustu árið 2005, en seinni viðbætur bíða birtingar. Fráfall Baldurs átti sér skamman aðdraganda. Ekki hvarflaði það að okkur þegar við hittumst seint í febr- úarmánuði, að það yrði síðasti fundur okkar með þessum frábæra íslensku- manni. Baldur lagði nefndinni til af óþrjótandi nægtabrunni þekkingar sinnar á íslensku máli. Hann trúði á sköpunarkraft málsins og gafst ekki upp þótt viðfangsefnin virtust stund- um illviðráðanleg. Hugkvæmni hans og smekkvísi var við brugðið og áhrifa hans gætti í öllu því efni sem nefndin sendi frá sér í bókum og á vefsíðum. Íslenskt mál væri fátækara ef hans hefði ekki notið við. Það á ekki aðeins við um tölvumálið því að Bald- ur var mikilvirkur á flestum sviðum íslenskrar tungu. Oft er sagt að maður komi í manns stað, en erfitt mun reynast að fylla það skarð sem hér er orðið. Baldur var öðlingsmaður. Hans verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann. Við þökkum Baldri ómetanlega vináttu og samstarf sem aldrei féll skuggi á. Sigrún Helgadóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Örn Kaldalóns. Kveðja frá íslensku- og menningardeild Baldur Jónsson átti langa samleið með Háskóla Íslands – fyrst sem stúdent í íslenskum fræðum frá 1949 uns hann lauk meistaraprófi 1958, síðar sem lektor og dósent í íslenskri málfræði frá 1965, og sem prófessor frá 1985 uns hann lét af störfum 1999. Hann beitti sér fyrir stofnun Ís- lenskrar málstöðvar og varð fyrsti forstöðumaður hennar frá 1985 til starfsloka. Baldur sinnti fullri háskólakennslu um 15 ára skeið, en frá 1981 starfaði hann einkum að málrækt og kenndi stöku sinnum námskeið á því sviði. Kennslusvið hans var mjög vítt, spannaði allt frá forsögu íslensks máls til ýmissa greina samtímalegrar málfræði. Kennsla Baldurs var vönd- uð, vel undirbúin og skipulögð, og hann naut virðingar sem góður og ná- kvæmur kennari. Snemma á starfsferli sínum, á ár- unum upp úr 1970, gerðist Baldur brautryðjandi í tölvunotkun við mál- rannsóknir og nefndi það svið mál- tölvun. Hann komst þá í samband við fremstu fræðimenn á þessu sviði á Norðurlöndum og víðar í Evrópu og tók virkan þátt í samstarfi þeirra – stóð m.a. fyrir norrænu máltölvunar- námskeiði í Reykjavík og birti bækur og greinar um rannsóknir sínar. Annað helsta áhuga- og rannsókn- arsvið Baldurs var íslensk orðfræði. Hann skrifaði fjölmargar greinar um íslensk orð, uppruna þeirra, sögu, merkingu, beygingu, og framburð. Þessar greinar lýsa vel natni Baldurs við söfnun og túlkun heimilda, áhuga hans og skilningi á því að sérhvert orð skiptir máli og hefur að geyma ómet- anlegar heimildir um sögu, menningu og atvinnuhætti þjóðarinnar. Væntanlega verður Baldurs þó lengst minnst fyrir málræktarstarf hans. Þar fléttaðist saman vönduð fræðimennska og lifandi áhugi á ís- lensku máli. Hann lagði áherslu á að í málrækt þyrfti að gæta að hvoru- tveggja: Varðveislu málsins þannig að komandi kynslóðir ættu greiðan aðgang að menningararfi þjóðarinn- ar, en jafnframt endurnýjun og ný- sköpun svo að málið héldi áfram að nýtast sem tjáningar- og samskipta- tæki í síbreytilegum heimi. Íslensku- og menningardeild Há- skóla Íslands þakkar Baldri Jónssyni samfylgdina og minnist hans með virðingu og þökk. Eiríkur Rögnvaldsson deildarforseti. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Elsku amma mín, Sá dagur sem ég hef kviðið fyrir alla mína ævi rann upp 24. júní síðastliðinn þegar þú andaðist eftir stutt en erfið veikindi. Aldrei hef ég verið eins vanmáttug og þar sem ég stóð þarna við hlið þér og gat ekkert gert fyrir þig. Elsku amma mín var að deyja og ég gat ekkert gert til að stoppa það. Það var mikið áfall fyrir okkur fjölskyldu þína þegar við vissum hversu alvarlega veik þú varst orðin og tók það mig langan tíma að horfast í augu við það að þú værir að kveðja okkur. Það er hins vegar alveg sama hversu langan tíma við hefðum fengið saman, ég hefði alltaf viljað meira því það er erfitt að ímynda sér þennan heim án þín. Þegar ég var barn var ég vön að eyða öllum sumrum á Norðfirði með Jónsdóttur-ömmu og afa. Þið afi voru dugleg að dekra við mig og fékk ég flest allt sem ég bað um enda var ég lítil frekjudolla. Gosi var leigður á vídeóleigunni á hverj- um degi. Oft á síðari árum hef ég heyrt ykkur kvarta yfir þessari teiknimynd og hvernig ég gat skælt yfir henni. Það voru líka ófá ferða- lögin sem ég fór með ykkur í og hótelin sem við gistum á. Þegar ég hugsa um þessi ár á Norðfirði eru hinar fjölmörgu hestaferðir mér of- arlega í huga enda varst þú mikil hestakona. Eftir því sem ég varð eldri fækk- aði heimsóknum austur en þess í stað vorum við duglegar að hittast þegar þú komst í bæinn og skelltum við okkur þá í búðir og á kaffihús þar sem við gátum spjallað enda- laust. Við vorum alltaf svo miklu Halldóra Jónsdóttir ✝ Halldóra Jóns-dóttir fæddist í Neskaupstað 5. sept- ember 1941. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. júní 2009 og var jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju 3. júlí. meira en bara amma og barnabarn, við vor- um vinkonur og alla tíð mjög nánar. Þér fannst alltaf svo gam- an að fara í Ikea og í Kringluna og tókum við ófá verslunarm- araþonin þar. Ef ég hefði vitað að síðasta Kringluferð okkar yrði sú síðasta hefði ég reynt að draga hana á langinn. Ég er svo þakklát fyrir að þú náðir að kynnast litla stráknum mínum og verða langamma en sorgin er svo gífurleg yfir að hann eigi aldrei eft- ir að þekkja langömmu sína á Norð- firði. Þar missir hann af miklu en ég ætla að vera dugleg að segja honum frá þér og hversu vænt þér þótti um hann. Hvernig þú spurðir um hann allt fram á síðasta dag og brostir yfir öllum litlum afrekum sem hann náði. Allar fallegu peys- urnar sem þú prjónaðir á hann, örk- in sem þú handsaumaðir handa honum og allir fallegu dýrgripirnir sem þú gafst honum verða vel varð- veittir. Hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að kveðja þig? Elsku ömmuna mína sem hefur fylgt mér alla mína ævi, allt frá því ég leit dagsins ljós og þangað til ég kvaddi þig fyrir nokkrum dögum á spít- alanum. Þá varstu orðin mjög veik og vissir í hvað stefndi en samt klappaðirðu mér á kollinn og hugg- aðir mig, litlu stelpuna þína sem á eftir að sakna þín svo gífurlega mikið. Sá styrkur og hugrekki sem þú sýndir þessa síðustu daga þína á þessari jörð var ótrúlegur og sýndi okkur enn einu sinni, hversu stór- kostleg manneskja þú varst. Hluti af þér lifir áfram í okkur af- komendum þínum og vinum sem er- um svo miklu ríkari eftir að hafa átt þig að. Ég kveð þig nú, elsku amma mín, og óska þér góðrar ferðar. Þín Halldóra. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR BACHMANN, Grænumörk 5, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands og starfsmönnum þjónustuíbúða Grænumörk 5. Ingi Kr. Stefánsson, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, Fjóla Bachmann, Vígsteinn Gíslason, Guðlaug Bachmann, Þórhallur Árnason, Rósa Bachmann, Sigurgeir Aðalsteinsson, Inga Lára Bachmann, Ólafur Haraldsson, Jónína Bachmann, Eyþór Geirsson, Halldór Bachmann, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, sonur, bróðir, mágur, kærasti og frændi, HRAFN FRANKLÍN FRIÐBJÖRNSSON M.Sc. í klínískri sálfræði, Bylgjubyggð 61, Ólafsfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 28. júní. Útförin hefur farið fram að ósk hins látna. Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir, Rafn Franklín Johnson Hrafnsson, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Friðbjörn Kristjánsson, Kristjana Friðbjörnsdóttir, Óskar Friðbjörnsson, Sigurbára Sigurðardóttir, Anna Kristín Magnúsdóttir, Helgi Eiríksson, Sigríður Gunnarsdóttir og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.