Morgunblaðið - 09.07.2009, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009
Fréttablaðið greindi hins vegar
frá því í gær að Jóhanna Guðrún
hefði landað dreifingarsamningi
við Warner Bros. um dreifingu á
plötu hennar Butterflies and Elvis
um Norðurlöndin og síðar meir um
fleiri lönd Evrópu. Eins og fram
hefur komið hefur Jóhanna Guðrún
unnið að þessum áfanga leynt og
ljóst og skemmst er að minnast þess
þegar tónleikum hennar í Höllinni
var frestað vegna samningafunda
við erlend plötufyrirtæki. Ætti nú
loks að gefast tími fyrir Ísland.
Jóhanna Guðrún fær
loks frí til að syngja
Fólk
ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í
Reykjavík (RIFF) undirbýr nú í
annað sinn Sound on Sight-
markaðinn en um er að ræða vett-
vang sem settur er á laggirnar fyrir
framleiðendur tónlistartengdra
kvikmynda þar sem kostur gefst á
að kynna hugsanlegum kaupendum
og dreifingaraðilum myndirnar.
Í fyrra mættu m.a. fulltrúar frá
BBC, VH1 og Channel 4. Hrönn
Marinósdóttir, stjórnandi hátíð-
arinnar, segir undirbúning hafinn
og óskar eftir umsóknum frá ís-
lensku kvikmyndagerðarfólki.
„Við auglýsum alþjóðlega eftir
verkefnum í vinnslu og fullbúnum
myndum en erum með fókus á að fá
verkefni frá Norðurlöndunum og
Bandaríkjunum,“ segir Hrönn. „Við
erum að reyna að hjálpa kvik-
myndagerðarmönnum að koma sín-
um verkum á framfæri og fá stuðn-
ing, hvort sem það er að fá
fjármagn eða samning við sjón-
varp.“
Sound on Sight í annað sinn
Morgunblaðið/Heiddi
Hjaltalín Tók þátt í RIFF í fyrra.
Eins og lesendur Fréttablaðsins
hafa ábyggilega rekist á hefur blað-
ið tekið upp á því að bjóða nokkrum
vel völdum einstaklingum í þjóð-
félaginu að skrifa forystugreinar á
leiðarasíðu blaðsins. Það má velta
því fyrir sér hvort forystugrein sé
rétt orð yfir pistla fólks utan úr bæ
en það er kannski önnur saga.
Uppátækið hefur í það minnsta
vakið athygli og einn þeirra sem
fagna þessari stórgóðu hugmynd
Fréttablaðsins er Eiríkur Jónsson,
ritstjóri Séð og heyrt. Segist hann
jafnvel vera að hugsa um að gera
það sama hjá sér og fá þau Geir
Ólafs, Fjölni Þorgeirs, Ásdísi Rán,
Kalla Bjarna og Nylon-stelpurnar
til að skrifa forystugreinar blaðs-
ins.
Séð og heyrt fylgir for-
dæmi Fréttablaðsins
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
BJÖRK er í stuði. Það er létt yfir henni og hálf-
gerður gáski líka, þar sem við spjöllum í einu her-
bergi veitingastaðarins Við tjörnina. Hún er nánast
óðamála þegar hún rifjar upp viðburði síðustu
tveggja ára en hljómleikaferðalagið í kjölfar plöt-
unnar Volta var yfirgripsmikið, svo ekki sé nú
meira sagt. Hún hlær mikið, gefur löng og pæld
svör og undir enda viðtals er hún meira að segja
farin að syngja – „We Are The World“!
Langaði upp í rútu
„Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt,“ segir
Björk þegar síðustu tvö ár koma til tals. Volta var
gefin út vorið 2007 og um svipað leyti var lagt af
stað í túrinn mikla.
„Þetta var alltaf plata, túr, plata, túr, plata, túr.
Og allt mjög þétt. Ég túraði hins vegar ekki Me-
dúllu (2004), það var nokkuð snúið að gera það,
mikið af röddum. Flestar mínar. Mikið af sjálfri
mér (hlær). En svo ákvað ég að slá Medúllu saman
við Voltutúrinn, og lögin af Medúllu voru endur-
útsett fyrir þá sveit og hljóðfæri sem við vorum að
nota þar.“
Björk segir að vinnan í kringum plöturnar Me-
dúllu og Vespertine (2001) hafi einkennst af miklu
hljóðversnostri.
„Jafnvel of miklu,“ segir hún. „En á Voltu sneri
ég þessu við. Tók bara ár í að vinna hana en tvö ár í
að túra hana. Ég hugsaði þetta sem rosa „blast“-
túr: Tíu brass-stelpur! Öll festivölin! Allar heims-
álfurnar! Pælingin var líka að spila plötuna, sem er
þannig séð frekar hrá, til á túrnum. Þannig að í
endann á túrnum var þetta orðið mjög gott. Betra í
raun en á plötunni.“
Björk viðurkennir líka að það að hafa nánast ver-
ið á tónleikaferðalagi síðan hún var tólf ára hafi
spilað inn í. Hún hafði ekki farið í slíka reisu í fjögur
ár, og hana var farið að lengja eftir því að komast
upp í rútu, ef svo mætti segja.
Andlega gjaldþrota listamenn
Björk hefur valið með sér alls kyns meðreiðar-
sveina og -meyjar á tónleikaferðalögum, fólk sem
kemur úr hinum ólíklegustu hornum tónlistarinnar.
„Ég er alltaf eins og krakki í dótabúð þegar kemur
að því að setja saman hljómsveitirnar fyrir tón-
leikaferðalögin. Ég held að þetta stafi af því að hafa
verið í hljómsveitum í fimmtán ár eða hvað það nú
er, þar sem hljóðfærin voru alltaf þau sömu!“
Björk segist hafa tekið Sigur Rós sér til fyrir-
myndar hvað skipulagið á tónleikaferðalaginu varð-
aði, þ.e. það var túrað í mánuð og svo frí í mánuð.
„Ég hugsaði, „af hverju datt mér þetta ekki í hug
fyrr?“ (hlær). Maður hvíldist betur, líkamlega sem
tilfinningalega. Allir komu saman á ný endur-
nærðir og gátu miðlað einhverju nýju, í stað þess að
vera orðin andlega gjaldþrota sem ég hélt að fylgdi
því einfaldlega að vera tónlistarmaður.“
Kínverjarnir skutu sig í fótinn
„Declare Independence“, eitt laga plötunnar, átti
eftir að vekja gríðarlega athygli. Um er að ræða
kröftugt teknópönk þar sem Færeyingar og Græn-
lendingar voru hvattir umbúðalaust til að lýsa yfir
sjálfstæði. Seinna átti Björk eftir að syngja óðinn
til fleiri þjóða, m.a. Tíbet. Og ekki stóð á við-
brögðum. Og Björk var ekkert hissa á því. Þannig
séð.
„Ég átti reyndar von á miklu meiri viðbrögðum
frá Danmörku. Við vorum að spila á besta tíma á
Hróarskeldu og við keyptum risastóra fána, græn-
lenska og færeyska, af tilefninu. Stelpurnar hlupu
með fánana fremst á svið. Þetta er í eina skiptið
sem ég hef skannað hvern einasta tónleikadóm af
því að ég var svo forvitin um viðbrögðin! Og það var
ekki minnst einu orði á þetta. Var reynt að þegja
þetta í hel? Eða hugsaði fólk bara „æ, týpískt Björk
eitthvað að rífa kjaft“?“
Kínverjar tóku því svo að sjálfsögðu óstinnt upp
þegar Björk tileinkaði lagið Tíbetum á tónleikum í
Sjanghæ.
„Kínverska stjórnin er með 30.000 ungmenni á
launum hjá sér sem blogga á netinu og stjórna þar
umræðunni. Ungt fólk í Kína þekkir ekki einu sinni
orðið Tíbet þannig að Kínverjar klúðruðu þessu
sjálfir þegar ríkisbloggararnir fóru að tala um að
Björk væri ekki „kúl“ að vera að tala um Tíbet. Þá
fyrst byrjuðu lætin. Þeir skutu sig í fótinn.“
Pólitísk lög eru vafasamur pappír
Björk segir að þegar Mark Bell, samstarfsmaður
hennar til margra ára, hafi spilað fyrir hana lagið
fyrst hafi hún fengið hláturskast, henni hafi þótt
það svo fyndið.
„Textinn átti í upphafi að vera húmorískur. Mér
hefur alltaf þótt pólitísk lög fremur vafasöm. Þann-
ig að þetta var djók. En svo varð þetta að …
hmmm … að blöndu af gríni og alvöru (glottir).“
Björk segir að einu sinni hafi henni þótt acapella-
tónlist það hallærislegasta í heimi.
„Þannig að ég gerði heila plötu þannig. Þetta er
einhver aulahúmor líka hjá mér, það er erfitt að
skilgreina þetta. Svo fannst mér umhverfisvæn,
pólitísk tónlist mjög bjánaleg. Þá þurfti ég að prófa
það. Ég hef nefnilega aldrei skilið af hverju græn,
umhverfisvæn tónlist þarf alltaf að vera væmin.
Umfjöllunarefnið er nefnilega langt frá því að vera
væmið (spinnur upp væminn náttúrusöng á staðn-
um – og hlær). Af hverju þarf þetta að vera svona?
(syngur „We Are The World“ með hæðnisröddu).“
Eitthvað annað
Björk er nú farin að huga að næsta verki, en
vinnan er afar stutt á veg komin, segir hún.
„Þetta er á hugmyndastigi. En ég get lofað þér
því að ég er búin með acapellupakkann og ég er bú-
in með Joan Baez-réttlætispakkann . Í bili (hlær
innilega). Ég er að fara eitthvað annað núna.“
Björk er búin með
réttlætispakkann … í bili
Björk ræðir um ævintýri
síðustu tveggja ára út frá
safnútgáfunni Voltaic
Tilkeyrsla „Pælingin var líka að spila plötuna ... til á túrnum,“ segir Björk um Voltu.
» „Ég hef nefnilega aldreiskilið af hverju græn,
umhverfisvæn tónlist þarf
alltaf að vera væmin.“
Lagið „Icelandic Woman“, eftir
tónlistarmanninn Kevin Moroney,
hlýtur að vera eitt dýrasta lag Ís-
landssögunnar, kostaði hvorki
meira né minna en 99 dollara á ís-
lenska vefnum Tonlist.com í gær,
um 12.600 krónur. Að sögn höf-
undar átti lagið að kosta 99 sent en
ekki dollara. Moroney er írskur
tónlistarmaður og samdi lagið til ís-
lenskrar unnustu sinnar, Dísu.
99 dollara lag um ís-
lensku konuna Dísu
Voltaic-pakkinn inni-
heldur mynddisk með
tónleikaupptökum frá
París og Reykjavík
(Langholtskirkju),
myndbönd sem voru
gerð í tengslum við
Volta og á geisladiskum
eru endurhljóðblandanir og upptaka sem var
gerð beint í Olympic-hljóðverinu í Bretlandi
rétt áður en Björk og hennar fólk fór á svið á
Glastonbury. Voltaic kemur út í fimm mis-
munandi gerðum, er allt frá stóreflis pakka
niður í einfaldan geisladisk.
„Listamenn eru stundum gagnrýndir fyrir
að leggja það á aumingjans aðdáendurna að
þurfa að kaupa allt klabbið,“ segir Björk. „Ég
hef meiri trú á fólki en það, þetta eru sjálf-
stæðar verur sem geta nú frekar valið þá
stærð sem þeim hentar. Fólk er ekki fífl.“
„Fólk er ekki fífl“
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Sannleikurinn (Litla sviðið)
Söngvaseiður - tryggðu þér miða núna
Við borgum ekki (Nýja sviðið)
Uppsetning Nýja Íslands.
Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone!
Lau 11/7 kl. 19:00 Ö
Fim 9/7 kl. 20:00
Fös 4/9 kl. 19:00 U
Lau 5/9 kl. 19:00 Ö
Sun 6/9 kl. 19:00 Ö
Mið 9/9 kl. 19:00 U
Fim 10/9 kl. 19:00 Ö
Fös 11/9 kl. 19:00
Fös 18/9 kl. 19:00 Ö
Lau 19/9 kl. 19:00 U
Sun 20/9 kl. 14:00 Ö
Lau 26/9 kl. 14:00 Ö
Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust.
Sérstakar sýningar verða í Háskólabíó á Voltaic í
sumar, á laugardögum kl. 16.00 og á mið-
vikudögum kl. 18.00.
Ljósmynd/Bernard Kristin/ILC