Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 40

Morgunblaðið - 09.07.2009, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2009 Þriðjudagskvöld. Horfi á minn-ingarathöfn um æskugoðiðMichael Jackson með tölv- una í kjöltunni og les um leið pistil Toms Engelhardt um hvernig við gleymum fjöldamorðum í Afganist- an á meðan fréttatímar eru und- irlagðir af dauða poppkonungsins. Og einhvers staðar þarna á milli er vísbending um bresti þessa kaldr- analega heims.    Minningarathöfnin er vel aðmerkja drepleiðinleg áhorfs. Þetta er efni fyrir þá nánustu, þessu á ekki að sjónvarpa, fyrir okkur aðdáendurna ætti að bjóða upp á almennilega tónleika í anda þeirra sem haldnir voru eftir andlát Freddie Mercury, ekki þessa jarð- arfararstemmningu.    Vegna þess að sorg aðdáenda erallt önnur en sorg aðstand- enda. Og dauði frægs fólks er allt annars eðlis en dauði annarra. Ekki fyrir aðstandendur endilega, en fyrir okkur hin – við þekktum þau án þess að þekkja þau, hin þekktum við ekki. Þannig eru flest dauðsföll einkamál, en ekki þegar Michael Jackson deyr. Þessar endalausu analýsur um Jackson (jafn misgóðar og þær eðlilega eru) eru nefnilega frábært efni, einmitt það sem vant- ar alltof oft í fjölmiðla heimsins. Því fjölmiðlar fjalla oftast um nú- ið, þeir segja okkur frá öllum trjánum sem ber fyrir augu þann daginn en verða sjaldnast varir við skóginn. Og Jackson er heill skógur út affyrir sig. Svartur og hvítur, liðamótalaust dansfrík og út- brunnið skar, fullorðið barn og bernskur maður. Og annaðhvort barnaníðingur eða mesti sakleys- ingi veraldarinnar. Svarið finnum við seint, því á einhvern einkenni- legan hátt er Jackson heimurinn allur, jafn ljótur og fallegur sem hann er, og við munum seint skilja hann til fulls. Hann var eins og per- sóna í bók eftir Salman Rushdie, hann eltist ekki eins og við hin. Hann varð fullorðinn of snemma og barn of lengi. Merkilegasta þversögnin er þó að hann var bernskuminning heillar kynslóðar, og merkilegt nokk virð- umst við öll hafa þurft að verja hann. Sveinbjörn Pálsson skrifar í Reykjavik Grapevine um hvernig plötur hans virðast ósjaldan hafa verið fyrsta platan sem meðlimir okkar kynslóðar keyptu, en svo kemur þessi minning: „Skólinn var mitt í leiðindahverfi, krakkarnir voru reiðir og grimmir. Þau fíluðu Prince. Ég man eftir að hafa fylgst með sjö ára strák, sem líklega var að fara í fyrsta skiptið í skólann, stoltur í framan út af nýju Michael Hvergilandið Afganistan AF LISTUM Eftir Ásgeir H Ingólfsson » Í myndbandinusjáum við Rodney King barinn niður, við sjáum grátandi og yf- irgefið barn á götu og loks Jackson sjálfan í fangelsi. Reuters Kista Jacksons Borin út af ættingjum hans undir lok leiðinlegrar minningarathafnar í Staples Center í Los Angel- es í fyrradag. Nær hefði verið að bjóða upp á hressilega tónleika í anda poppgoðsins látna, að mati pistilshöfundar. HEIMSFRUMSÝNING! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SACHA BARON COHEN SNÝR AFTUR Í EINHVERRI SNARKLIKKUÐUSTU OG FYNDNUSTU MYND SÍÐARI ÁRA MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF „BETRI EN BORAT. HHHH COHEN ER SCHNILLINGUR!“ – T.V. KVIKMYNDIR.IS „Þið sem að héldu að The Hangover væri það fyndnasta sem komið hefur út árið 2009, bíðið bara og sjáið hvað Brüno gerir af sér“ – T.V. - kvikmyndir.is ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI BRUNO kl. 4D - 6D - 8D - 9D - 10D - 11D - 12D 14 DIGITAL TRANSFORMERS 2 kl. 6D 10 DIGITAL THE HANGOVER kl. 4 - 6 - 8- 10:20 12 DIGITAL BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8D - 8:30 - 10:10D - 10:30 14 DIGTAL ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LÚXUS VIP THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:30 - 10:20 - 10:50 12 TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8 - 10:50 10 DIGTAL ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L DIGTAL 3D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.