Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Reuters Opnað UBS gefur upplýsingar um reikninga 4.450 Bandaríkjamanna. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FRAKKAR og Svisslendingar hafa komist að samkomulagi um að svissneskir bankar veiti frönskum skattyfirvöldum upplýsingar um leyni- reikninga franskra ríkisborgara, ef grunur leikur á að um skattundanskot af þeirra hálfu sé að ræða. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, og starfsbróðir hennar í svissnesku ríkisstjórninni, Hans-Rudolf Merz, skrifuðu undir samkomulag þessa efnis fyrir hönd ríkisstjórna landanna tveggja fyrir helgi. Samningurinn sem Frakkar og Svisslendingar hafa gengið frá er svipaður þeim sem hinir síð- arnefndu hafa gert við stjórnvöld í öðrum löndum, þar á meðal bandarísk og bresk stjórnvöld. Það er gert á grundvelli samþykktar leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims, svonefndra G20-ríkja, frá því á fundi þeirra í London í aprílmánuði síðast- liðnum. Þar var samþykkt að draga verulega úr bankaleynd til að freista þess að skera upp herör gegn skattaskjólum. Markmiðið er að fyrirbyggja skattundanskot. Nýlega var gengið frá því að bandarísk skatt- yfirvöld fengju upplýsingar um bankareikninga um 4.450 Bandaríkjamanna hjá svissneska bank- anum UBS. Vilja af gráum lista Eins og í öðrum samningum sem svissnesk stjórnvöld hafa gert varðandi afléttingu á banka- leynd er gert ráð fyrir því í samkomulaginu við frönsk stjórnvöld, að Frakkar gefi upp nöfn á ein- staklingum sem grunaðir eru um skattundanskot. Svissneskir bankar munu í framhaldinu veita upp- lýsingar um bankareikninga þessara tilteknu ein- staklinga. Frönsk skattyfirvöld munu hins vegar ekki geta fengið lista yfir Frakka sem eiga banka- reikninga í Sviss, í þeim tilgangi að finna nöfn á hugsanlegum skattsvikurum. Nöfnin verða því að liggja fyrir og grunur um skattundanskot að vera til staðar. Stjórnvöld í Bern í Sviss eru sögð vonast til þess að aðgerðir þeirra verði til þess að nafn landsins verði afmáð af svokölluðum gráum lista OECD yf- ir skattaskjól, að því er fram kemur í frétt á bresku vefsíðunni TimesOnline. Frakkar fá upplýsingar um leynireikninga  Svissneskir bankar aðstoða frönsk skattyfirvöld við að upplýsa um hugsanleg skattundanskot  Grunur verður að liggja til grundvallar slíkri upplýsingagjöf Fyrstu fjárlög Obamastjórn- arinnar gera hins vegar ráð fyrir því að skatttekjur alríkisins nái 28% meðan á kreppunni standi og fari aldrei niður fyrir 22% eftir það. Í þeim reikningum er ekki gert ráð fyrir auknum útgjöldum almanna- trygginga og heilbrigðiskerfanna tveggja. Fjárlagaskrifstofa bandaríska þingsins gerir ráð fyrir því að á næstu 75 árum muni útgjöld ríkisins fara í allt að 35% af VLF, en þar er ekki gert ráð fyrir vaxtagreiðslum af skuldum ríkisins. Þegar þær eru teknar með gætu útgjöld alríkisins náð 44% af VLF. Treysta fyrirtækjum betur Telur Hummel afar ólíklegt að bandarískur almenningur sætti sig við skattbyrði sem verði umtalsvert meiri en hún var í stærsta stríði, sem þjóðin hefur háð frá upphafi. Hvað varðar skuldahliðina bendir hann á að fjárlagaskrifstofan spáir því að skuldir bandaríska ríkisins muni ná 100% af VLF á næstu tíu árum. Þegar skuldastaða japanska ríkisins fór yfir það mark hafi láns- hæfiseinkunn þess verið lækkuð. Þá segir hann að í febrúar hafi skuldatryggingaálag stærstu fyr- irtækja í Bandaríkjunum, t.d. IBM, Pepsico og McDonalds, verið lægra en á ríkisskuldabréfum bandaríska ríkisins. Með öðrum orðum hafi fjár- festar talið meiri líkur í ár á því að bandaríska ríkið stæði ekki við skuldbindingar sína en að þessi fyrirtæki hlypu undan ábyrgðum sínum. Hagkerfið eða ríkissjóðurinn Skuldastaðan sé því mjög alvarleg og miðað við áætlanir bandaríska ríkisins sé ólíklegt að jöfnuður náist milli útgjalda og tekna ríkissjóðs. Því megi búast við því að bandaríska ríkið hleypi af stað óðaverðbólgu eða hætti að greiða af skuldum sínum. Af þessum tveimur kostum sé sá seinni öllu skárri. Með óðaverðbólgu eyðileggi ríkið bandaríkjadalinn, sem hafa muni gríðarlega slæm áhrif á bandaríska hagkerfið. Árið 1998 hafi rússneska ríkið ákveðið að fara þessa leið, að hafna hluta skulda sinna, í stað þess að eyðileggja rúss- nesku rúbluna alfarið. Vissulega verði mjög slæmt ef bandaríska ríkið hætti að greiða af skuldum sínum, en betra sé að vera með gjaldþrota ríkissjóð en ónýtt hagkerfi. Bandaríska ríkið hætti að greiða af lánum sínum Hagfræðingur segir að miðað við þróun muni Bandaríkin ekki geta staðið í skilum Reuters Forseti Barack Obama Bandaríkjaforseti endurnýjaði á dögunum skipun Bens Bernanke í embætti seðlabankastjóra Bandaríkjanna. FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÚTGJÖLD bandaríska ríkisins munu aukast mjög á næstu árum og áratugum. Eru það einkum greiðslur úr almannatryggingakerf- inu og heilbrigðiskerfunum tveimur, Medicare og Medicaid, sem drífa munu útgjaldaaukninguna. Þær að- ferðir sem ríkisstjórn Baracks Obama hefur valið til að takast á við efnahagskreppuna, gríðarlegir styrkir og lán til einkafyrirtækja og til opinberra framkvæmda, hafa enn aukið á vandann. Ekki er hægt að reka ríkissjóði með halla til eilífðarnóns. Þrjár leið- ir eru fyrir bandaríska ríkið út úr þeim vanda sem við því blasir, að mati hagfræðingsins Jeffreys Rog- ers Hummels, sem skrifaði grein um fjármál ríkisins á vefsíðunni Library of Economics and Liberty. Fyrsta leiðin er sú að jafna rekst- ur ríkisins með skattahækkunum og samdrætti í útgjöldum. Segir hann hins vegar mjög mikla bjartsýni að halda að þessi leið verði farin. Önnur leið er að prenta peninga fyrir skuldum ríkissjóðsins, en hún felur í sér óðaverðbólgu og geng- ishrun bandaríkjadals. Þriðja og síð- asta leiðin er einfaldlega sú að hætta að greiða af skuldum ríkissjóðsins. Telur hann líklegast að þessi leið verði farin, að bandaríska ríkið muni á endanum hætta að greiða vexti af lánum sínum og jafnvel neita að greiða hluta af höfuðstólnum. Skattbyrðin hæst í stríðinu Segir Hummel að frá lokum seinna stríðs hafi skatttekjur alrík- isins aðeins einu sinni farið yfir 20% af vergri landsframleiðslu, en það var um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Skatttekjur á heimsstyrjald- arárunum fóru hæst í tæp 24% af VLF og hefur hlutfallið aldrei farið yfir það mark. Mikill hallarekstur á ríkissjóði bandaríska alríkisins mun annað hvort leiða til mikillar verðbólgu eða vanskila á skuldum. Jeffrey Hummel telur líklegra að seinni leiðin verði farin. „VIÐ verðum aldrei sátt við að fá ekki meira en þetta til baka. Það voru bara ekki margir aðrir kostir í stöðunni,“ segir Árni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gildis líf- eyrissjóðs, um afskriftir sjóðsins vegna falls Eimskipafélagsins. Hann bendir á að nú séu lífeyr- issjóðirnir í þeirri vinnu að reyna að endurheimta sem mest af kröf- um sínum með það að markmiði að ná sem mestum verðmætum til baka. Gildi þarf að afskrifa um 1,4 milljarða króna sem sjóðurinn átti í skuldabréfum Eimskips. Þetta er svipuð upphæð og Lífeyrissjóður verslunarmanna þarf að afskrifa. Í staðinn fá þessir sjóðir afhent hlutabréf í Nýja Eimskipi að verð- mæti rúmlega 170 milljónir króna. Stjórnendur Nýja Eimskips fundu sjálfir út verðmæti hlutabréf- anna, sem lífeyrissjóðunum og öðr- um kröfuhöfum félagsins eru af- hent. Garðar Garðarsson, hæstaréttar- lögmaður og umsjónarmaður Eim- skipafélagsins í nauðasamningum, bendir á í skýrslu sinni að þetta verðmæti sé miðað við áætlaðan rekstrarhagnað (EBITDU) á árinu 2010 margfaldaðan með tölunni sex. bjorgvin@mbl.is Ekki margir kostir í stöðunni Stjórnendur lífeyrissjóða róa nú öllum árum að því að endurheimta verðmæti "  #$ % &' ( )$ % &  *(+ ++  ++ $ % &' ( ++ #$ % &' ( )## )#,# )$ % &  - + .+ $ % &' ( ++ )$ % &/ ++%& 0& #$ % &' ( 1  (+& ++( ( ++ )$ % &2&3 (+ - + )$ % &' ( 4-+                              0 5 ( )$ % &' ( 1+ ( # 2 ( (4 6  ++3 78  5 ( 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:; 9:;                         $ &'+(                                SVEITARFÉLÖG og fyrirtæki þurfa í auknum mæli að stóla á fjár- mögnun innanlands. Saga Capital hefur undanfarið haft umsjón með sjö útboðum, þar á meðal fyrir nokkur sveitarfélög. Þegar hafa skuldabréf að andvirði tólf millj- arðar króna verið seld í þessum út- boðum. „Miklar breytingar hafa átt sér stað á skuldabréfamarkaðnum síð- ustu mánuði. Fyrir 2002 var þessi markaður mjög lítill en stækkaði svo hratt, sérstaklega árin 2003 til 2006. Skuldabréfaútgáfa fyrirtækja óx þá mjög mikið og var kannski fullmikið af því góða. Um var að ræða háar upphæðir og litlar kröf- ur gerðar til útgefenda. Nú hefur skuldabréfamarkaðurinn hins veg- ar tekið stakkaskiptum. Eigendur fyrirtækjaskuldabréfa, þar á meðal lífeyrissjóðir, hafa þurft að afskrifa mikið af þessum bréfum. Við höfum tekið mið af þessu og einbeitt okkur að því að breyta vinnubrögðum og stöðlum við útgáfu skuldabréfa. Nú eru meiri kröfur gerðar til útgefenda um upplýsingagjöf í söluferlinu og skilmála sem þeir verða að fylgja út líftíma skuldabréfsins,“ segir Ómar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta hjá Saga Capital. Hafa lært af reynslunni Hann bendir á að stjórnendur líf- eyrissjóðanna hafi lært af reynsl- unni sem og aðrir fjárfestar og séu eðlilega mun varkárari í fjárfest- ingum sínum. Skilmálarnir geti því náð yfir kröfur um eiginfjárhlut- fall, skipulag rekstrarins eða veð í greiðsluflæði. „Lífeyrissjóðirnir gegna veigamiklu hlutverki sem lánveitendur til að koma hjólum efnahagslífsins af stað aftur. Við höfum unnið mjög náið með sjóð- unum að því markmiði að bæta þetta ferli. Sú útgáfa sem við höfum komið að undanfarið hefur líka gengið mjög vel en Saga Capital hefur séð um flest skuldabréfaút- boð á meðal fyrirtækja og sveitar- félaga undanfarið,“ segir Ómar. Eftir það sem á undan er gengið á skuldabréfamarkaðnum segir Ómar lántakendur þurfa að greiða hærra álag á bréfin. bjorgvin@mbl.is < + & 2-   / 2 0'8 =(  4=  ,% = +(+  > = 4-       /   /   /   /         !" Fjárfestar eru mun varkárari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.