Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 22
22 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 4 9 6 4 3 5 6 5 9 8 2 5 2 1 4 2 4 6 9 1 8 7 9 7 8 7 1 5 3 4 6 4 9 7 9 2 8 4 7 8 1 2 3 5 4 3 8 9 7 2 5 9 6 3 1 4 9 7 8 3 5 6 6 9 1 3 5 4 3 2 8 3 5 2 9 7 6 4 1 6 1 2 4 3 5 9 8 7 4 9 7 8 6 1 2 5 3 1 2 3 6 5 9 8 7 4 7 4 9 3 1 8 5 2 6 5 8 6 7 4 2 3 1 9 2 6 1 9 8 4 7 3 5 9 5 8 1 7 3 4 6 2 3 7 4 5 2 6 1 9 8 7 6 5 8 9 3 2 4 1 9 8 4 6 1 2 5 3 7 3 2 1 5 7 4 8 9 6 6 4 3 1 8 9 7 5 2 8 7 2 4 6 5 9 1 3 1 5 9 2 3 7 6 8 4 5 9 7 3 2 1 4 6 8 4 3 6 7 5 8 1 2 9 2 1 8 9 4 6 3 7 5 3 7 4 9 6 2 5 8 1 8 9 5 3 4 1 7 6 2 1 6 2 7 8 5 4 9 3 9 5 3 2 7 4 8 1 6 4 8 7 1 9 6 2 3 5 6 2 1 8 5 3 9 4 7 2 4 9 6 3 7 1 5 8 7 3 8 5 1 9 6 2 4 5 1 6 4 2 8 3 7 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 31. ágúst, 243. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Víkverji hefur óbeit á fólki sembirtist með þurrt hár, í þurr- um sundfötum og jafnvel með and- litsfarða og ilmvatn á sundlaugar- bökkum. Þessu fólki fjölgar á Íslandi á sumrin þar sem fjöldi er- lendra ferðamanna virðist ekki átta sig á íslenskum reglum um líkamsþvott í sundlaugum. Sundlaugarstarfsmenn eru mis- árvökulir, margir sinna starfi sínu þó af mikilli sannfæringu. Víkverji fylgdist með því síðasta sumar, sér til mikillar ánægju, þegar sund- laugarvörður í Laugardalslauginni birtist sótrauður á sundlaug- arbakkanum og öskraði á ensku- mælandi konu allt þar til hún lét segjast og fór lúpuleg upp úr laug- inni. Hún hafði nefnilega ekki farið í sturtu og ýmislegt benti til þess að hún hefði átt í útistöðum við sundlaugarvörðinn við sturturnar en náð að lauma sér út í laug. Víkverji fór í sund í sömu laug á laugardaginn var og taldi þar all- nokkra erlenda ferðamenn sem fóru ofan í án þess að hafa baðað sig – nema þeir hafi þurrkað sér og blásið hárið áður en þeir fóru ofan í. x x x Víkverji bjó um skeið í Þýska-landi og fór ógjarna í sund af ofangreindum ástæðum. Þar er fólk víðast litið hornauga sem fer úr sundfötunum í sturtu og engin sápa er í sturtunum, ekki gert ráð fyrir sápuþvotti. Ástandið mun þó vera betra í karlaklefum en kvennaklefum þar sem karlarnir þvo sér iðulega skammlaust skýlu- lausir. Víkverji man sérstaklega eftir einu atviki sem varð til þess að ekki var farið í sund í langan tíma á eftir. Víkverji verslaði iðulega í sömu versluninni þar sem einn starfsmaður vakti athygli fyrir sér- staka framkomu og mikinn líkams- daun. Einn sumardag fór Víkverji svo með fjölskyldunni í hverf- islaugina og hver birtist á bakk- anum? Jú, verslunarmaðurinn, þurr og í skraufþurri sundskýlu. Langt var í næstu sundferð. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 gjörvileg, 8 andar, 9 snaginn, 10 slyng, 11 fiskur, 13 ná- lægt, 15 káta, 18 vísa, 21 lengdareining, 22 fæða handa skepnum, 23 kyns, 24 skreiðar. Lóðrétt | 2 kjökrar, 3 nirfill, 4 ásynja, 5 reiður, 6 spilum, 7 vendi, 12 tímabil, 14 í uppnámi, 15 rola, 16 gera auðugan, 17 ákveð, 18 herði, 19 þverneita, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 málug, 4 skjól, 7 neita, 8 úlfur, 9 fár, 11 traf, 13 maur, 14 lokka, 15 skrá, 17 logn, 20 hné, 22 mokar, 23 takið, 24 asann, 25 mænið. Lóðrétt: 1 mennt, 2 leika, 3 graf, 4 skúr, 5 jafna, 6 lúrir, 10 álkan, 12 flá, 13 mal, 15 summa, 16 rukka, 18 orkan, 19 níðið, 20 hrín, 21 étum. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. Dd2 b5 8. f3 Rbd7 9. O-O-O Bb7 10. Bd3 Hc8 11. g4 b4 12. Rce2 d5 13. Rg3 Re5 14. g5 Rxd3+ 15. Dxd3 dxe4 16. Db3 Rd5 17. Rh5 Da5 18. fxe4 Rxe3 19. Dxe3 Dxa2 20. Rb3 Be7 21. Rxg7+ Kf8 22. Hd7 Bxe4 23. Rxe6+ fxe6 24. Hf1+ Ke8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir nokkru í Martuni í Armeníu. Armenski stórmeistarinn Samvel Ter-Sahaykyan (2.480) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Rinat Jumabayev (2.550) frá Ka- sakstan. 25. Hxe7+! Kxe7 26. Dxe4 Dxb3 27. Db7+ Kd6 28. Hd1+ Ke5 29. Dg7+ Ke4 30. Dd4+ Kf5 31. Df6+ Kg4 32. Hg1+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Óvænt endalok. Norður ♠K742 ♥8 ♦87532 ♣1098 Vestur Austur ♠G53 ♠ÁD10 ♥D97653 ♥G42 ♦ÁKDG ♦10964 ♣– ♣543 Suður ♠986 ♥ÁK10 ♦– ♣ÁKDG762 Suður spilar 5♣. Þessi þraut er á opnu borði, sem þýðir að vinningsleiðin lýtur engum skynsemiskröfum – hún þarf bara að virka, eins og legan er. Útspilið er ♦Á. Lauftvisturinn er í lykilhlutverki og hann þarf að spara til síðari tíma. Út- spilið er því trompað hátt (með ásn- um til að sýna samstöðu), síðan er í tvígang farið inn í borð á tromp til að stinga tígul – auðvitað hátt. Næst er ÁK í hjarta breytt í slagi og ♥10 trompuð í borði. Þá er tígull stunginn í fjórða sinn, sem þýðir að fimmti tíg- ullinn í borðinu er orðinn frír. Kemur sér nú vel að hafa geymt lauftvistinn til mögru áranna, því lokahnykkurinn er að senda austur inn á lauf og láta hann spila frá ♠Á. Fyrir trompslag- inn fást tveir aðrir: einn á ♠K og annar á frítígul. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Breytingar í fjármálum eða varðandi sameiginlegar eignir geta komið þér á óvart í dag. Ekki vera of fljót/ur að afskrifa hlutina. (20. apríl - 20. maí)  Naut Láttu ekki hugfallast og mundu að hver er sinnar gæfu smiður. Vinsældir þínar eru meiri en nokkru sinni fyrr. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú verður að geta þagað yfir leyndarmáli, ef þú vilt halda vináttu gamals félaga. Láttu allar óþarfa áhyggjur lönd og leið. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er spenna í samskiptum þín- um við vini og kunningja. Eins og oftast skiptir fólkið sem hjálpar þér meira máli en fundurinn sjálfur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Reyndu af fremsta magni að forð- ast að vera þrjóskur í deilum við ein- hvern nákominn þér. Breytingatímar eru framundan og þú skalt búa þig und- ir eitthvað nýtt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Yfirburðaárangur næst vegna framúrskarandi frammistöðu þinnar. Framlag þitt fer ekki framhjá yf- irmönnum þínum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Notaðu daginn til þess að flagga dyntum þínum. Endurskoðaðu málflutn- ing þinn því orsökin liggur hjá þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Nú verður ekki lengur und- an því vikist að taka ákvörðun varðandi starfsvettvang. Reyndu að auka þekk- ingu þína og skilning á framandi hug- myndafræði og menningu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það getur komið sér vel að eiga trúnaðarvin sem getur deilt með þér bæði gleði og sorg. Í dag er ágætur dagur til að slappa af og skemmta sér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú talar þínu máli og veist að enginn getur gert það fyrir þig. Tryggðu þér sæti í fremstu röð, þar sem menn veita þér og þínum málum athygli. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert að reyna eitthvað nýtt og ert orðin góð/ur, en kannski ekki frá- bær. Hugsaðu vel þitt ráð og hvað þú vilt að gera. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Brettu upp ermarnar og láttu verða af að gera eitthvað inni á heimili þínu sem hefur dregist aðeins of lengi. Slíkum tíma er vel varið og kemur þér í gott skap. Stjörnuspá Þetta gerðist … 31. ágúst 1947 Septembersýningin var opn- uð. Þar sýndu átta listmál- arar og tveir myndhöggv- arar, sem síðar voru nefndir Septem-hópurinn. 31. ágúst 1980 Silfursjóður, að öllum lík- indum frá landnámsöld, fannst við Miðhús á Fljóts- dalshéraði. Fjórtán árum síð- ar var mikið deilt um aldur silfursins. 31. ágúst 1994 Lengstu viðureign íslenskrar skáksögu lauk með jafntefli eftir 183 leiki. Þetta var skák Jóhanns Hjartarsonar og Jóns Garðars Viðarssonar á Skákþingi Íslands í Vest- mannaeyjum. Eldra met var frá 1988, 163 leikir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Erla Guðrún Hrafnsdóttir, Atli Snær Jóhannsson og Alexander Heiðarsson söfnuðu 1.668 kr. til styrktar Rauða krossinum. Á myndinni eru Erla Guðrún ásamt bróður sínum Breka Hólm, þau af- hentu Rauða krossinum peningana. Hlutavelta Kristín Tómasdóttir, Íris Birna Kristinsdóttir og Harpa Mukta Birgisdóttir stóðu fyrir kökuhapp- drætti og söfnuðu með því 9.618 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta „Ég á alltaf afmæli á djasshátíð,“ sagði Vern- harður Linnet, kennari og djassáhugamaður sem er 65 ára í dag. Hann sagðist vera ánægð- ur með þetta. Hann hefði aldrei gert mikið úr afmælishaldinu sjálfu, en djassinn væri hins vegar líf sitt og yndi og því færi vel á því að gleðjast á þessum tímamótum með því að hlusta á nokkra af okkar bestu tónlistarmönnum spila djass. Á afmælisdaginn stendur Vernharður fyrir Jazz Quiz í Djúpinu. Átta lið keppa og nú eru fjögur lið eftir. Vernharður spyr um viðburði í djasssögunni, en einnig er hann með tóndæmi og fleira. Í fyrra sigraði lið Stórsveitar Reykjavíkur og nú er spurningin hvort lið- inu tekst að verja titilinn. Úrslitakeppnin fer fram á morgun í Djúpinu, en þá lýkur djasshátíðinni. Vernharður er ánægður með djasshátíðina. „Það er búin að vera ótrúleg aðsókn. Það hefur verið fullt á öllum viðburðum.“ Vernharður sagði að áhugi á djassi væri ekkert að minnka. Áhugi á menningu væri sem betur fer almennt mikill. Umrót í viðskiptalífinu og stjórnmálum breytti engu um það. egol@mbl.is Vernharður Linnet kennari og djassáhugamaður Á alltaf afmæli á djasshátíð Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.