Morgunblaðið - 31.08.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 31.08.2009, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Ljós og skuggar kveðast á Haustið býður oft upp á skemmtilegt sjónarspil ljóss og skugga. Fjölnir og Keflavík áttust við á Fjölnisvelli á laugardaginn og þótt knattspyrnan hafi átt huga flestra, ef ekki allra, áhorfenda greip ljósmyndarinn tækifærið og myndaði knattleikinn frá nýstárlegu sjónarhorni. Hvorugt lið reið feitum hesti frá þessum leik því úrslitin voru slétt 3:3. Árni Sæberg AÐ UNDANFÖRNU hefur geisað umræða um Sements- verksmiðjuna hf. og þá rekstr- arstöðvun sem framundan er í vetur eins og var einnig síðastlið- inn vetur. Stöðvunin nú eins og þá er til- komin vegna mikils samdráttar í þjóðfélaginu. Síðastliðinn vetur var þeirri stöðvun hagað svo að reglubundið ofnstopp til viðhalds var látið standa lengur en til þurfti til að draga úr birgðum. Starfsmenn verksmiðjunnar gengu hins- vegar áfram til ýmissa viðhalds- og endurbóta- starfa í verksmiðjunni. Nú í lok árs er framundan nýtt ofnstopp í verksmiðjunni því enn er mikill samdráttur í þjóðfélaginu að óbreyttu nema til komi nýjar fjárfestingar. Það framleiðslustopp sem framundan er hjá verksmiðjunni veldur nú því óhagræði að það kemur til fyrr en þarf til reglubundins viðhalds vegna hins mikla efnahagssamdráttar og er það miður. Þá er það svo nú að ekki verður unnt að halda starfsmönnum til fullra starfa í vetur og er unnið að samkomulagi við þá um skert starfshlutfall vegna stöðvunarinnar. Af þessu tilefni hafa vaknað umræður um sementsmarkað og samkeppni sem þarfnast heldur vandaðri umfjöllunar en raun ber vitni. Eins og stundum vill verða þá hafa stjórn- málamenn og fulltrúar launafólks blandast inn í þá umræðu og viljað leggja sitt lóð á vog- arskálarnar vegna þess að einn steypufram- leiðandinn í landinu er nú í eigu ríkisbankans Íslandsbanka hf. og kaupir sement af fyr- irtækinu Aalborg Portland hf. Sementsverksmiðjan hf. hefur ekki haft uppi neinar kröfur í þá átt að einhverjum þvingunum verði beitt í því skyni. Ég hef hins- vegar ástæðu til að ætla að þeir forsvarsmenn verksmiðjunnar sem átt hafa viðræður við þetta fyrirtæki í eigu Íslandsbanka telji að það sé að greiða Aalborg Portland hærra verð en því stendur til boða hjá Sementsverksmiðjunni hf. Í umræðunni hefur þetta ekki komist til skila. Forsvarsmaður Aalborg hefur síðan gengið fram og lætur sem Aal- borg sé hér í hlutverki Davíðs í bardaga við Golíat og beita eigi þá ofbeldi og veita Sementsverk- smiðjunni ríkisaðstoð sem er frá- leitt. Lítum á helstu staðreyndir: Aalborg Portland er um það bil 20 sinnum stærra fyrirtæki en Sementsverksmiðjan hf. og er í eigu suður-ítalska sementsrisans Cementir sem aftur er margfalt stærra en dótturfélagið Aalborg. Og þá að íslenskum sements- markaði. Í lok síðustu aldar hófst undirbúningur að einkavæðingu Sementsverk- smiðju ríkisins og í framhaldi af því hóf Aal- borg innflutning í samkeppni við Sements- verksmiðju ríkisins. Það varð strax ljóst að Aalborg verðlagði sement hér lægra en á sínum heimamarkaði í Danmörku og miklu lægra en á einok- unarmarkaði þeirra í Færeyjum og Græn- landi. Í Færeyjum var verðið þá og er enn meira en tvöfalt Íslandsverð þeirra. Sementsverksmiðja ríkisins kærði þessi undirboð til Samkeppniseftirlits sem taldi þá að ekki væri tilefni til aðgerða að sinni. Var helst að skilja úrskurðinn svo að undirboð eða verðmismunun væru ásættanleg tímabundið ef nýr aðili vildi ryðja sér leið inn á nýjan mark- að. Sjá nánar úrskurðinn á vef Samkeppnis- eftirlitsins. Í þessum dansi fór ekki hjá því að steypu- framleiðendum væru gerð tilboð af hálfu Dana án þess þó að stærstu framleiðendurnir, þá BM Vallá hf. og Steypustöðin hf. í eigu þáver- andi eigenda, bitu á agnið. Án þessara tveggja stærstu framleiðenda gekk Aalborg hins vegar heldur illa að ná fót- festu. Því voru góð ráð dýr. Framundan var einkavæðing Sementsverk- smiðju ríkisins og heldur gekk illa hjá Dönum að ná fótfestu. Ýmis gylliboð flugu því fyrir dyr okkar á þessum árum sem ég ætla ekki að dvelja við hér. Undirliggjandi í þessum samkeppnisdansi var ávallt það að tilgangur Dana væri að leggja undir sig markaðinn. Til að glöggva okkur bet- ur ákváðum við forsvarsmenn BM Vallár að heimsækja þá til Álaborgar til að átta okkur betur á stöðunni. Hinn 21.1. 2001 settumst við niður til fundar með þeim og ræddum um sementsviðskipti og möguleg framtíðarsamskipti. Ekki fór á milli mála í þeim samtölum hvað Dönum gekk til, þeir ætluðu sér að drepa Sem- entsverksmiðju ríkisins og leggja niður sem- entsframleiðslu á Íslandi, nokkuð sem síðar fékkst staðfest í viðtali við Sören Winther for- stjóra 17.9. 2002 í NordJyske Stiftstidende sem finna má í heild á vef mbl.is En aftur að fundinum. Við vorum á þessum tíma stærstu kaupendur sements á Íslandi og notuðum þá um 50 þúsund tonn árlega. Á fund- inum vorum við tveir fulltrúar frá BM Vallá og 5 fulltrúar Aalborg, þ.m.t. Bjarni Halldórsson þáverandi og aftur núverandi starfsmaður þeirra á Íslandi. Þarna var okkur grímulaust gert tilboð um að fá að stýra afsláttarkerfi í verðmyndun á sementi á Íslandi með boði um viðskiptasamn- ing til 8 ára þar sem við máttum skilgreina það afsláttarforskot sem við vildum hafa á okkar helsta keppinaut og næststærsta sement- skaupandann í landinu, Steypustöðina hf. Öllum var ljóst í þessum samningaviðræðum að ef við gengjum til samninga við þá frá og með árinu 2002 væri Sementsverksmiðjan lið- in undir lok. „Hvað svo eftir 8 ár?“ spurði ég á fundinum. „Den tid, den sorg,“ var svarið hjá markaðsstjóranum Jörgen Norup. „Men så bli’rdet måske vår sorg,“ var svar mitt þá. Þessum fundi lauk og öllum ljóst að við myndum ekki ganga til samninga þótt við af kurteisi sögðumst svara þeim síðar. Allar götur frá árinu 2000 hefur Aalborg stundað markviss undirboð hér á landi í tilraun til að leggja undir sig íslenska markaðinn sem innflutningsverð þeirra og samanburður við þeirra söluverð í Danmörku sýna glöggt. Því hefur Sementsverksmiðjan hingað til með hagkvæmni og hagræðingu mætt þessari undirboðssamkeppni. Eiga starfsmenn verk- smiðjunnar miklar þakkir skildar hér fyrir þrotlausa og árangursríka vinnu, oft við erf- iðar aðstæður vegna þróunar íslenskra efna- hagsmála. Stundum hafa nefnilega Danirnir sem aðrir erlendir framleiðendur notið hjálpar íslenskr- ar hagstjórnar í sinni samkeppni við innlenda framleiðendur þegar raungengi krónunnar hefur risið til hæstu hæða eins og við kunnum svo vel frá „góðærisiárunum“ fyrir hrun. Skýrt dæmi um þetta má t.d. finna á árunum 2006 og 2007. Þau ár urðu geysimiklar verð- hækkanir á öllum hrávörum í heiminum, þ.m.t. sementi, og gekk svo langt að sement var hvergi að hafa í heiminum umfram gerða samninga. Urðu gífurlegar verðhækkanir á því sem öðrum hrávörum. Fór verðið vel yfir 100 EUR pr. tonn ex works án þess að það hefði áhrif á verðlagn- ingu Aalborg hér á landi. Reyndar brá fyrir til- raun þeirra til hækkana árið 2006 en hún hjaðnaði strax þegar gengi íslensku krónunnar tók þá að veikjast. Nú er hinsvegar svo að raungengið er ís- lenskri framleiðslu hagfellt og þá skal öllu til tjaldað til að hindra það að íslenskir framleið- endur í steinefnaiðnaði þiggi besta verð. Aalborg Portland hefur nú sem fyrr þau sömu markmið og í upphafi, að leggja undir sig markaðinn, og beitir til þess sem áður fjöl- breyttum brögðum. Margt er hér hægt að færa til, svo sem ör- væntingarfulla tilraun þeirra á sínum tíma til að reyna að hindra kaup BM Vallár, Steypustöðvarinnar Björgunar, NORCEM og EFA á Sementsverksmiðjunni árið 2003 með því að aðstoða við skyndilega yfirtöku sér vin- veittra aðila á Steypustöðinni hf. sem er saga sem ekki verður sögð nú vegna lengdar en gerð verður skil síðar ásamt ýmsum öðrum sem til er að taka. Enn er Steypustöðin hf. leiksoppurinn í mál- inu eins og árið 2003, nú hins vegar í óbeinni eigu ríkisins. Öðruvísi mér áður brá. Af hverju er Aalborg á móti heiðarlegri samkeppni? Er ekki rétt að Steypustöðin hf. fái sement á besta verði? Best fer reyndar á því að ríkissteypustöðin verði boðin til sölu og samkeppni fái að hafa sinn gang. Eftir Víglund Þorsteinsson » Þarna var okkur grímu- laust gert tilboð um að fá að stýra afsláttarkerfi í verðmyndun á sementi á Íslandi með boði um við- skiptasamning til 8 ára … Víglundur Þorsteinsson Höfundur er stjórnarformaður BM Vallár. Sögur af samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.