Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 HHHH „BESTA TARANTINO-MYNDIN SÍÐAN PULP FICTION OG KLÁRLEGA EIN AF BETRI MYNDUM ÁRSINS.“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH „EIN EFTIRMINNILEGASTA MYND ÁRSINS OG EIN SÚ SKEMMTILEGASTA“ S.V. - MBL HHHH - H.G.G, POPPLAND/RÁS 2 FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA Í REYKJAVÍK SÝND MEÐÍSLENSKU TALI EIN ALLRA BESTA DISNEY- PIXAR MYND TIL ÞESSATVÆR ÓLÍKLEGAR HETJUR MUNU FINNA TÝNDA VERÖLD, EN STÆRSTA ÆVINTÝRIÐ VERÐUR AÐ KOMAST AFTUR HEIM STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI SEM ENGIN FJÖLSKYLDA MÁ MISSA AF GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI “BESTA MYND ÁRSINS” HHHH „SKEMMTILEG, HJARTNÆM OG DREPFYNDINN“ - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHH „HÉR ER ENN EITT MEISTARAVERK FRÁ PIXAR, SEM RYÐUR BRAUTINA Í NÚTÍMA TEIKNIMYNDAGERÐ.“ - ROGER EBERT 100/100 – VARIETY 100/100 – THE HOLLYWOOD REPORTER SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK, SELFOSSI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA INGLOURIOUS BASTERDS kl. 5:30 - 8:30- 10:10 16 UP m. ensku tali kl. 83D DIGTAL 3D L INGLOURIOUS BASTERDS kl. 10:10 LÚXUS VIP UP m. ensku tali kl. 3:40 - 5:50 - 8 LÚXUS VIP DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10:10 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:403D - 5:503D L PUBLIC ENEMIES kl. 8 - 10:40 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:40 L G-FORCE m. ísl. tali kl. 3:30 - 5:50 L HARRY POTTER 6 kl. 5 10 THE PROPOSAL kl. 5:50 - 8 - 10:20 L HANGOVER kl. 3:40 síðustu sýningar 12 / KRINGLUNNI UP m. ensku tali kl. 63D - 83D - 10:103D L DIGITAL 3D UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:403D - 5:503D L DIGITAL 3D UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L DRAG ME TO HELL kl. 8:20 - 10:30 16 PUBLIC ENEMIES kl. 10:10 16 G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 43D L DIGITAL 3D THE PROPOSAL kl. 8 L DIGITAL Fyrsta þrívíddarteiknimyndhinna margrómuðu Pix-ar-snillinga var frumsýndhér á landi um helgina og óhætt er að segja að hún auki hróð- ur þeirra enn frekar. Upp er allt í senn ærslafengið ævintýri í anda Indiana Jones, hugljúf ástarsaga og gamansöm fjölskyldumynd. Hún er einnig þrungin boðskap sem á er- indi við alla aldurshópa og ætti því að geta höfðað til flestra áhorfenda. Myndin var opnunarmynd Cannes- kvikmyndahátíðarinnar í ár og hef- ur farið sigurför um heiminn síðan. Sagan segir af óhefðbundinni vináttu bitra ekkilsins Carls sem kominn er á eftirlaun og ofurviljuga skátans Russells sem bankar einn daginn upp á hjá honum. Saman lenda þessar ólíklegu hetjur í óvæntum ævintýrum en í för með fulltrúum æsku og elli slæst vina- legur hundur sem einnig hefur ver- ið skipað á hliðarlínuna í frama- kapphlaupi vinnandi fólks. Russell þráir ekkert heitar en viðurkenn- ingu föður sem virðir hann ekki við- lits og eiginkona Carls dó frá hon- um áður en þau gátu látið drauma sína rætast. Það rennur þó upp fyr- ir Carl að mikilfenglegustu æv- intýri lífsins gerast gjarna meðan maður lætur sig dreyma um eitt- hvað betra. Farsæl ástarsaga og lit- ríkar minningar hjónakornanna eru gulls ígildi og það eina sem hefur aftrað þeim frá því að láta drauma sína rætast er fastmótaður og jarð- bundinn hugsunarháttur. Carl hættir að trega glötuð tækifæri og bölva ævi sem er að fjara út. Hann hefur heimili sitt á loft með hjálp aragrúa litríkra gasblaðra og flýgur með laumufarþegann Russell á vit framandi slóða. Á vegi þeirra verða meðal ann- arra æskuhetja Carls og hunda- hjörð hans. Ævintýramaðurinn Muntz er heltekinn af því að skapa sína eigin goðsögn og því firrtur allri mannlegri hlýju. Hundarnir standa í sama slag og flestir þegnar nútímasamfélags sem eru upp- teknir af því að klífa stigveld- isskiptan metorðastigann í velmeg- unarkapphlaupi. Þeir eru hjörð sem fylgir hirði í blindni og trássi við innrætingu hjartans. Frásögnin er spennandi og per- sónusköpunin einstök, lífleg og trú- verðug en mögnuð og vel heppnuð tölvugrafík skiptir þar sköpum. Áhorfandinn skilur hvatir söguhetj- anna og tjáning þeirra skilar sér jafnt í mæltu máli, atgervi og svip- brigðum. Það telst myndinni einnig til tekna að hún er ekki alveg syk- urhúðuð því sagan er á stundum ógnvekjandi og átakanleg. Áhorfið er þó helst til stýrt. Framvindan er formúlukennd og býður ekki upp á margt órætt fyrir áhorfandann að ráða í. Innlifunin er kerfisbundin þar sem bitastæðir önglar kippa í hvert bros og viðbragð óvirks áhorfandans. Hrífandi boðskapurinn er þó eft- irminnilegur og upplífgandi – lífið er samansafn ævintýralegra augna- blika sem vert er að njóta. Carl ferðast með svífandi blöðruhús sitt því hann er ekki tilbúinn að sleppa takinu af fortíðinni og óuppfylltum væntingum. Minningarnar eru ódauðlegar, þær veita honum byr og hefja hann til flugs en á end- anum áttar hann sig á að húsið er umframfarangur sem aftrar honum frá því að upplifa nýja drauma og ævintýri. Ævintýraleg upplyfting Sambíóin Álfabakka og Kringlunni, Smárabíó Upp  Leikstjórn og handrit: Pete Docter og Bob Peterson. Leikraddir: Edward As- ner, Christopher Plummer, Jordan Nagai. Disney/Pixar 2009 HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Upp „Frásögnin er spennandi og persónusköpunin einstök, lífleg og trú- verðug en mögnuð og velheppnuð tölvugrafík skiptir þar sköpum.“ Eftir Dag Gunnarsson dagur@mbl.is „VIÐ höfum verið til og eitthvað að bralla allar götur síðan um 1978 en höfum bara aldrei gef- ið neitt út fyrr en núna,“ sagði Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson sem ásamt Sigurði K. Þórissyni myndar tónlistardúóið Dívan grimma. Þeir félagar hafa nýverið sent frá sér geisladisk með þrettán lögum sem falla trúleg- ast í flokk raftónlistar en þarna gætir einnig áhrifa kvikmyndatónlistar og listrænna hljóð- skúlptúra. Elsta lagið á disknum er frá 1997. „Við eig- um eldra efni en það er allt á einhverjum bönd- um og er kannski svona frumstæðara,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Við ákváðum að gefa þetta út núna og taka síðan svolítið nýja stefnu og fara að spila þetta meira læf og fara kannski að hóa í einhverja menn til að spila þetta með okkur,“ sagði Steingrímur. Valtari og kirkjuklukkur Nýi diskurinn heitir líkt og hljómsveitin, Dívan grimmi, og á honum er notast við fleira en hefðbundin hljóðfæri og tölvur. „Við notum mikið upptökur af allskonar hljóðum, búum líka til hljóð og leikum okkur með það,“ sagði Sigurður. „Þarna eru upptökur af kirkjuklukk- um og þarna er líka hljóð úr gömlum valtara og þetta höfum við meðhöndlað og blandað uns það er óþekkjanlegt,“ sagði Sigurður sem er tónlistarmaður og tölvugrúskari. Steingrímur starfar sem tónlistarmaður, hann hefur spilað með mörgum áhugaverðum hljómsveitum í gegnum tíðina samhliða því að taka upp hljóð fyrir kvikmyndir og semja kvik- myndatónlist. Hann er meðlimur í stórsveit- inni Júpíters, afsprengi hennar Hópreið lem- úranna og leggur einnig stund á sveitatónlist með sveitinni Magnús Ferguson. Lélegur á saxófón „Við fengum gestaleikara með okkur á þessa plötu, það er Eiríkur Stephensen sem spilar á saxófón. Ég spila reyndar sjálfur á það hljóðfæri í einu lagi en ég er svo lélegur á saxó- fón að það er allt tekið í mikla meðferð í tölvu- forritum,“ segir Steingrímur og hlær. Báðir spila þeir Steingrímur og Sigurður á gítar á plötunni en restin eru fundin hljóð, blönduð, mixuð og búin til í tölvum. „Sigurður hefur mjög mikið verið í því að búa til svona hljóð- myndir eða sándskúlptúra í tölvunni og ég hef verið að reyna að búa til skipulegan heim úr því og svo er allur gangur á þessu. Við tökum við hugmyndum hvor frá öðrum og bróderum hluti saman,“ sagði Steingrímur. Hafa þeir félagar stundað reglulega fundi frá 1978? „Já, svona, þetta hefur legið niðri inn á milli og maður fær samviskubit og svo kemur að því að maður reynir að klára eitthvað,“ sagði Steingrímur. Þeir neita því að það sé ein- hver saga á bakvið nafnið. „Ég man það varla lengur, þetta er svo eldgamalt, við kölluðum það sem við vorum að dútla saman í mennta- skóla þessu nafni og það festist,“ sagði Sig- urður. Næst á döfinni segja þeir félagar sé að halda áfram með samstarfið og að vinna úr þeim sjóði laga sem þeir eiga í sarpnum eftir þetta áratugalanga samstarf. Diskinn gefa þeir út sjálfir og vekur athygli hvað gripurinn er fallegur en hönnun hans lá í höndum Ámunda Sigurðssonar. „Við höfum kannski ekki verið nógu duglegir að dreifa þessum diski í verslanir, hann fæst í Tólf tónum, Smekkleysu og Herrafataverslum Kormáks og Skjaldar. Agaður og grimmur grautur frá Dívan Morgunblaðið/Árni Sæberg Grimmir? Steingrímur Eyfjörð og Sigurður K. Þórisson mynda tónlistardúóið Dívan Grimma.  Hljómsveitin Dívan grimmi hefur starfað í mörg ár en ekki gefið út fyrr en nú  Í tónlist sinni notast Dívan við óvenjuleg hljóð úr umhverfinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.