Morgunblaðið - 31.08.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 31.08.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskveiðar Aðalbjörg RE á leiðinni í land eftir góða veiðiferð og fuglinn fylgir skipinu í von um bita. Nýtt fiskveiðitímabil hefst á morgun. FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is MINNI kvóti í þorski, ufsa og ýsu mun setja mark á fiskveiðiárið sem gengur í garð á morgun, 1. sept- ember. Björn Jónsson, sem sér um kvótamiðlun Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, telur að árið verði erfitt fyrir þá sem þurfa að leigja sér kvóta. „Þeir sem eiga kvóta í einhverri tiltekinni tegund selja hann ekki frá sér nema þeir fái á móti heimild í annarri tegund sem þeir vilja og geta sótt sjálfir. Það getur orðið erf- itt og þá sérstaklega vegna mikils niðurskurðar í þorski, ýsu og ufsa,“ segir Björn. Hann segir að sveigjanleiki afla- markskerfisins hafi sannað ágæti sitt á fiskveiðiárinu sem sé að ljúka. Allir vilji reyna að gera skip sín út eins lengi fram eftir árinu og mögu- legt sé en aðstæður séu breytilegar á milli mánaða. Þorskur á leigumark- aði hafi þornað upp fljótlega eftir páska, ýsan í maímánuði og í raun hafi ekki verið um leigukvóta í stóra kerfinu að ræða tvo síðustu mánuði. Útgerðir hafi því ekki getað bjarg- að sér með leigukvóta og þá hafi sveigjanleiki kerfisins komið mönn- um til góða. Þar á Björn við mögu- leika á tegundatilfærslu í öllum teg- undum nema þorski, geymslurétti milli ára og að veiða megi 5% um- fram upp í kvóta næsta árs. Ýmis mál til skoðunar Þegar ákvörðun um hámarksafla næsta árs var kynnt minnti Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra á að settur hefði verið á stofn breiður vinnuhópur í því skyni að freista þess að ná sátt um stjórn fiskveiða. Þessum starfshópi er ætlað að kynna niðurstöðu sína fyrir 1. nóv- ember. Einnig ætti að skoða frekari tak- mörkun á framsali aflaheimilda og tegundatilfærslur innan núverandi heimilda án þess að sveigjanleiki kerfisins skertist verulega. Aukning á veiðiskyldu yrði skoðuð, knúið yrði á um frekari fullvinnslu afla hér- lendis, verndun grunnslóðarinnar fyrir afkastamiklum skipum verði skoðuð og einnig skoðun á markaði með aflaheimildir. Mikið veitt af karfa og grálúðu Þetta fiskveiðiár hefur mikið verið veitt af karfa og grálúðu. Björn Jónsson segir athyglisvert að í fyrra hefði talsvert verið geymt af karfa- kvótanum og karfi hefði einnig verið færður yfir í aðrar tegundir. Nú væru skipin komin talsvert yfir í karfa og er það þá meðtalið sem geymt var á milli ára. Hann sagði einnig sérstakt hversu mikið hefði veiðst af grálúðu á árinu eða um 14 þúsund tonn. Á sama tíma hefðu Þjóðverjar, í umboði Græn- lendinga, veitt svipað magn af grá- lúðu. Ráðgjöfin væri aðeins fimm þúsund tonn við Ísland. Auk karfa hefur verið veitt um- fram aflamark í fimm fisktegundum á fiskveiðiárinu. Þessar tegundir eru langa, keila, steinbítur, skötuselur og þykkvalúra – reyndar lítilræði í flestum tegundunum og allt innan þeirra marka, sem kerfið býður upp á. Erfitt ár á leigumarkaði  Nýtt fiskveiðár hefst á morgun  Veitt var umfram aflamark í sex tegundum  Mikill karfa- og grálúðuafli  Sveigjanleiki aflamarkskerfisins sannar gildi sitt Í HNOTSKURN »Heimilt er að veiða 150þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári, en heild- araflamark var 162.500 tonn á árinu sem er að ljúka. » Mögulegar strandveiðar2010 eru ekki í þeirri tölu. »Aflamark á ýsu í ár var 93þúsund tonn, en verður 63 þúsund tonn á nýju ári. »Heimilt var að veiða 65þús. tonn af ufsa, en heim- ild næsta árs er 50 þús tonn. Nýtt fiskveiðiár hefst með morg- undeginum. Líklegt er að útgerð- in muni einkennast af samdrætti í nokkrum veigamiklum fiskteg- undum. Þá kemur sveigjanleiki aflamarkskerfisins sér vel.                                       !  Sveiflur Verð á fiskmörkuðum hefur einkennst af miklum sveiflum. Al- gengt verð á kílói af slægðum þorski hefur verið um og yfir 200 krónur. ÓLÖF Áslaug Jó- hannesdóttir er 100 ára í dag, 31. ágúst. Fagnar hún tímamót- unum í dag með fjölskyldu og vin- um á heimili tengdasonar síns í Lundi 1 í Kópa- vogi Foreldrar Ólafar voru Jóhannes Júlínusson, skipstjóri og netagerðarmaður á Akureyri, og Jórunn Jóhannsdóttir húsfreyja. Þau náðu bæði háum aldri, Jóhannes lést árið 1971, 92 ára að aldri, og Jórunn andaðist á 90. aldursári árið 1966. Eiginmaður Ólafar var Áki Kristjánsson, bif- reiðarstjóri á Akureyri, f. 1905, d. 1984. Einkadóttir þeirra var Mar- grét en hún lést árið 2003, 65 ára að aldri. Hún var gift Jóhanni L. Jón- assyni lækni og synir þeirra eru Áki, Jóhann Lárus og Jónas. Barna- barnabörn Ólafar og Áka eru tíu og barnabarnabarnabörnin orðin fjög- ur talsins. Lengst af bjuggu Ólöf og Áki á Akureyri þar sem Ólöf vann hin ýmsu störf auk hefðbundinna hús- móðurstarfa. Hún hafði mennta- skólanema í fæði og húsnæði og vann einnig um árabil bæði á Hótel KEA og í Sjallanum þar sem hún kynntist mörgu því góða fólki sem er vinir hennar enn í dag. Árið 1976 fluttu Ólöf og Áki til Reykjavíkur í Ljósheima 16. Eftir lát Áka bjó Ólöf þar ein, en í mars á síðasta ári flutti hún á Hjúkr- unarheimilið Skjól þar sem hún dvelur nú og nýtur góðrar umönn- unar starfsfólksins. Fagnar 100 ára afmæli Ólöf Áslaug Jóhannesdóttir LÖGREGLAN á Selfossi sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að við rannsókn meints þjófnaðar á gluggum og hurðum úr sumarbústað í Grímsnesi hafi kom- ið í ljós að um var að ræða uppgjör vegna óuppgerðra skulda fyrri eig- anda bústaðarins. Málið tengist þó ekki núverandi eigendum sumarbú- staðarins. Iðnaðarmenn, sem töldu sig eiga óuppgerð vinnulaun frá fyrri eig- anda vegna verka í bústaðnum, tóku umrædda muni úr bústaðnum. Munum þessum hefur nú verið komið í vörslu lögreglu og telst málið upplýst. Uppgjör vegna skulda Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is LANDSSAMBAND smábátaeig- enda hefur varað félagsmenn sína við því að samþykkja breytta skil- mála á erlendum lánum, fyrr en eftir leiðréttingu lánsupphæðar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, segir að málið snúist um erlend lán, sem fryst voru eftir bankahrun. „Fyrst eftir hrunið vissu menn ekki sitt rjúkandi ráð, enda hafði gengi krónunnar hrunið og erlend lán höfðu hækkað til sam- ræmis við það. Þá kom yfirlýsing frá sjávarútvegsráðuneytinu um að heimiluð yrði tveggja ára frysting á þessum lánum.“ Segir Örn að langflestir fé- lagsmanna hans hafi tekið þessu, en margir hafi hins vegar fryst lánin til skemmri tíma en tveggja ára. „Menn vissu náttúrlega ekki hve lengi þetta ástand myndi vara. Núna er frysting hjá þessum mönnum að renna út og hefur Landsbankinn komið að máli við þá og vill breyta skilmálum lán- anna.“ Samkvæmt upplýsingum frá fé- lagsmönnum segir Örn að skilmál- arnir feli t.d. í sér að vaxtaálag sé hækkað úr 2,2% í 3,75%. Segir hann að samkvæmt sínum heimildum hafi Landsbankinn ekki reynt að fá menn til að breyta erlendum lánum í ís- lenskar krónur, en það hafi spari- sjóðirnir hins vegar reynt. „Hefur mönnum verið boðið að breyta í krónur á núverandi gengi og fá svo allt að 20% afslátt af láninu. Ég hef ráðlagt mönnum að hafna slíkum tilboðum, enda væri 50-60% afsláttur nær lagi.“ Sýnist Erni að þrýstingur frá bönkunum hafi aukist síðustu daga. „Ríkisstjórnin hefur ekki afturkallað tilmælin um tveggja ára frystingu og viljum við meina að sú leið sé sú besta við núverandi að- stæður. Menn geta ekki greitt af þessum lánum núna.“ Vara félagsmenn sína við breyttum skilmálum á lánum Smábátasjómenn vilja fá framlengingu á frystingu lána Örn Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.