Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009 EFTIR að hafa horft á ákveðið myndskeið frá um- ræðum á Alþingi ný- lega varð ég beinlínis hryggur í huga. Ástæðan var fram- koma og hegðun þingmanns í ræðu- stóli. Nú tók steininn úr. Fyrir mér er það mikið alvörumál að kjósa til þings. Ég hef borið þá von í brjósti að þangað veldust hinir mætustu ein- staklingar, sem vildu leggja fram vitsmuni sína og krafta til þess að vinna þjóð sinni gagn. Af þessum ástæðum geri ég talsvert meiri kröfur á ýmsan hátt til fólks, sem til þessa er kjörið, en til alls al- mennings. Þær kröfur eru til að mynda að það komi fram af þeirri virðingu sem þessari öldnu stofnun sæmir, vandi mál sitt og mála- tilbúnað og hagi sér í samræmi við góða siði og venjur. Mér er kapps- mál að vegur þingsins vaxi að verðleikum. Sú er hinsvegar ekki raunin að mínu mati, þegar slíkt gerist til sem vitnað hefur verið til. Ef þingmaður er ann- arrar skoðunar og læt- ur henda slík atvik þá er það eindregin skoð- un mín að honum beri þegar í stað að segja af sér og finna sér annan starfsvettvang, því slíkt virðingar- og eða dómgreindarleysi sem sýnt var á ekki heima í sölum Alþing- is. Einföld afsökun dugar ekki, svo alvar- legt tel ég málið vera. Það er væntanlega sameig- inlegur skilningur margra þjóð- félagsþegna og vonandi sem flestra, að nauðsyn beri til að þjóð- þingið vaxi að virðingu og að traust þess eflist, inn á við jafnt sem út á við, vegna vandaðra lausna á oft og tíðum erfiðum og vandasömum verkefnum. Þá væri vel ef sú ósk rættist í sem flestum tilvikum. Mínir þankar Eftir Friðrik Þórðarson Friðrik Þórðarson »Mér er kappsmál að vegur þingsins vaxi að verðleikum. Höfundur er fjármálastjóri. Það er með ólík- indum að heyra í ráð- herrum Samfylking- arinnar, þegar rætt er um húsnæðislán og vanda heimilanna. Al- mennar aðgerðir koma ekki til greina á þeim bæ, heldur á að halda áfram á þeirri braut að leita uppi þá sem eru í vandræðum og beita afar óvinsælli og flókinni greiðsluaðlögun, frystingu lána og öðru í þeim dúr. Það skilur þorra lántakenda eftir í þeim sporum, að þeir sjá fram á að þurfa að nota allar sínar tekjur umfram það sem fer í brýnustu lífsnauðsynjar til að greiða af húsnæðis- og bílalánum fram á grafarbakkann og helzt lengur, ef ráðamenn finna leiðir til þess. Það veldur vonbrigðum, að hinn „óháði“ viðskiptaráðherra, sem miklar vonir voru bundnar við, skuli ekkert hafa til málanna að leggja og styðja framangreint sjónarmið. Hvar í víðri veröld myndi það líðast, að höfuðstóll lána almennings sé látinn hækka upp úr öllu valdi við hrun banka- og fjármálakerfis heillar þjóðar með reiknikúnstum sem byggja á því, að freti maður í Asíu hækka lán á Íslandi? Á sama tíma og greiðslu- geta fólks minnkar með lækkandi tekjum! Það stóð hins vegar ekki á því að tryggja fjármagnseigendur, svo að þeir töpuðu ekki einni krónu. Gjaldeyrislánin eru svo önnur saga, þar sem forsendur lántöku brustu við hrunið. Furðulegt er að heyra frétta- menn tönnlast á því, að það kosti einhver lifandis ósköp að leiðrétta höfuðstól húsnæðislána og hver eigi að borga. Þá er villandi að tala um að gefa eftir skuldir. Það er ekki verið að tala um það, heldur eðlilega leiðréttingu lánskjara- vísitölu og gengisvísitölu erlendra lána vegna hamfara í íslenzku fjár- málalífi. Það þarf enginn að reiða fram neina fjármuni, þótt sann- gjörn leiðrétting eigi sér stað. Það sem breytist er bókfært virði lána- safns banka, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Tökum dæmi. Segjum að einhver banki eigi 100 milljarða króna í húsnæðislánum til 40 ára. Með því að keyra láns- kjaravísitölu á fullu og viðhalda gengistryggðu lánunum miðað við núverandi gengi er ljóst, að greiðslugeta almennings er að þrotum komin. Líkur á því að innheimta all- ar skuldirnar eru afar litlar og sennilegt, að eignasafnið sé í raun ekki nema um 70 milljarðar að verð- mæti, þegar tekið er tillit til útlánataps. Segjum nú að láns- kjaravísitalan (og hugsanlega geng- isvísitalan) verði leiðrétt þannig, að höfuðstóll lána lækki um 15% (það er ekki verið að tala um að afnema lánavísitölur að svo stöddu, þótt það eigi að vera lang- tímamarkmið). Almenningur á þá auðveldara með að greiða af lánum sínum, bókfært virði lánasafnsins er nú 85 milljarðar og miklu minni líkur á afskrift skulda. Bankinn getur þannig grætt á að lækka höfuðstólinn. Með því að koma til móts við al- menning í landinu með sanngjarnri leiðréttingu skulda vinnst tvennt. Greiðslugeta og vilji skuldara til að standa í skilum eykst margfalt. Og með því að hafa meiri fjármuni milli handanna getur fólk farið að verzla á nýjan leik sem örvar efna- hagslífið í landinu og færir ríkinu meiri skatttekjur. Það er nefnilega ekki einungis atvinnulífið sem þarf á leiðréttingu skulda að halda, til að geta haldið fólki í vinnu. Það er ekki síður nauðsynlegt að örva verzlun, svo að hjól efnahagslífsins fari að snúast. Það gerist með því, að almenningur hafi meira milli handanna. Eða er það ef til vill vilji stjórnvalda, að öll verzlun fyr- ir utan matvöruverzlun leggist nið- ur? Leiðréttum lánin Eftir Edvarð Júlíus Sólnes »Með því að koma til móts við al- menning í landinu með sanngjarnri leið- réttingu skulda vinnst tvennt. Greiðslugeta og vilji skuldara til að standa í skilum eykst margfalt. Júlíus Sólnes Höfundur er prófessor emeritus. NÝLEGA fjallaði Daily Telegraph um könnun sem þekkt bresk lögmannsstofa gekkst fyrir á meðal 60 stórra evrópskra banka sem höfðu tapað á við- skiptum við Íslendinga. 98% telja að íslenska ríkið hafi ekki komið fram við kröfuhafa með sanngjörnum hætti. 2⁄3 telja að meðferð ríkisins á eignum bankanna geti hafa brotið alþjóðlegar reglur er Ísland hafi skuldbundið sig til að virða. Síðast en ekki síst telja 93 sig ekki eiga annarra úrkosta völ en að fara í mál við íslenska ríkið. Lánstraust Íslands þegar ónýtt Íslendingar hafa verið að furða sig á þeirri hörðu meðferð sem við höfum fengið. Einungis Færeyjar hafa veitt okkur neyðarlán án bindandi skil- yrða. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ekki til í lánveitingar án milli- göngu AGS. Í afgreiðslu sænska þingsins var ályktun meirihlutans á þá leið að lán sænska ríkisins til Ís- lands skyldi bundið þeirri kvöð að ekki undir nokkrum kringumstæðum mætti nota það til að borga svokall- aða Icesave-skuld. Í nýlegri heim- sókn til Íslands tók fjármálaráðherra Noregs í svipaðan streng, að ekki kæmi til greina að borga fyrir það sem hún kallaði „afleiðingar hægri- sinnaðra tilrauna okkar“. Það virðist sem sagt ríkja ákveðin fyrirlitning í okkar garð. Umvöndunartónninn er mjög greinilegur. Icesave-málið er greinilega svo ljótt í þeirra augum að þeir vilja hvergi nálægt því koma að aðstoða okkur við að komast úr þeirri súpu. Það er eins og samskipti ald- anna á undan í gegnum bæði súrt og sætt séu nú að engu orðin. Við erum einhvers konar „pariah“ eða óalandi og óferjandi þar til við höfum gengið þann veg alveg hjálparlaust að ráða fram úr Icesave-málinu. Directive 94/19/EC Samkvæmt þessari margumræddu reglugerð, sem einnig gildir á EES- svæðinu, ber aðildarríkjum að stofna a.m.k. einn trygg- ingasjóð er tryggi inni- stæður innistæðueig- enda að lágmarki að upphæð 20.000 evrur. Ekki virðist reglugerð þessi skilgreina hvernig hann á að vera fjár- magnaður. En skv. hin- um íslensku lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98 frá 1999 fer fjármögnun fram með eftirfarandi: „II. kafli. Greiðslur í sjóðinn. 6. gr.: Heild- areign innstæðudeildar sjóðsins skal að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönk- um og sparisjóðum á næstliðnu ári.“ … „Nái heildareign ekki lág- marki skv. 1. málsl. skulu allir við- skiptabankar og sparisjóðir greiða eigi síðar en 1. mars ár hvert gjald til sjóðsins sem nemur 015% af með- altali tryggðra innstæðna í hlutaðeig- andi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári sbr. þó viðmið- unarmörk skv. 1. málsl.“ Það eru við- skiptabankar og sparisjóðir sem fjár- magna sjóðinn. Ástæða kröfu Breta og Hollendinga er klár Sú regla sem gilti um fjármögnun TI skv. hinum íslensku lögum var augljóslega fullkomlega ónóg. Eftirlit hérlendis virðist hafa verið nánast gagnslaust. Bankarnir óðu á súðum og pólitíkusar brostu með og létu eins og allt væri í lagi. Stjórnvöld gáfu að auki ítrekað í skyn að þau myndu hlaupa undir bagga með sjóðnum ef hann skorti fjármagn. Þó eru þetta ekki lagalega bindandi yfirlýsingar þótt margir telji þær siðferðislega bindandi. Forsagan skýrir hvers vegna enginn treystir okkur erlendis. Við skulum ekki lítilsvirða tjón annarra Okkar tjón er geigvænlegt þ.e. óvið- ráðanleg skuldastaða. Stór hluti inn- lendra fyrirtækja á gjaldþrotsbrún- inni. Á sama tíma telur fólk erlendis að forsaga máls hafi skapað siðferðislega kröfu á hendur okkur að borga það tjón sem framferði bankamanna okkar olli þeim. Margir virðast telja að við séum samsek vegna þess hags sem við nutum í góðærinu af framferði bank- anna og vegna yfirlýsinga fyrri rík- isstjórna er gefnar voru er partíið var í gangi. Hluti landsmanna tekur undir þessi sjónarmið og að okkur beri án skilyrða að samþykkja núverandi Ice- save-samkomulag sem nokkurs konar form sameiginlegrar refsingar ef ég skil rétt afstöðu þess hóps. Fjölmargir aðrir segja þetta af og frá, að við eig- um ekki að borga þar sem engin skýr lögformlega rétt krafa um það sé fyrir hendi. Bæði sjónarmið eru rétt, þ.e. siðferðislega krafan og einnig að engin lögformleg skilyrði séu fyrir hendi. Jörð til deilenda Þótt krafan sé hugsanlega siðferð- islega rétt kemur önnur siðferðisleg spurning á móti, en þ.e. réttur fram- tíðarkynslóða Íslands og barna okkar til mannsæmandi lífs. Sú krafa er einnig siðferðislega rétt. Athuga ber að Holland og Bretland hafa bætt sín- um borgurum sitt tjón að fullu. Tap- inu er því deilt jafnt á þeirra skatt- borgara og dreifist þá á margar herðar. Tap útlendinganna er þegar komið fram og verður ekki tekið aft- ur. En tap okkar barna og framtíðar- kynslóða er enn hægt að takmarka. Að fórna rétti þeirra til mannsæm- andi lífs skilar á engan hátt auknu réttlæti. Niðurstaða Bretar og Hollendingar hafa ekki lagalega réttmæta kröfu á okkur. En reiði þeirra er réttmæt og ákveðin siðferðisleg krafa er réttmæt. En hún er ekki æðri siðferðislegri kröfu okk- ar barna og framtíðarkynslóða. Ekki má semja með þeim hætti að börn okkar og barnabörn tapi. Eftir Einar Björn Bjarnason » Tap barna okkar og framtíðarkynslóða er enn hægt að tak- marka. Að fórna rétti þeirra til mannsæmandi lífs skilar á engan hátt auknu réttlæti. Einar Björn Bjarnason Höfundur er stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur. Hver er hin siðferðislega rétta niðurstaða Icesave-deilunnar? Í FRÉTTUM á Stöð 2 þann 25. ágúst 2009 var fréttakafli gerður af Lóu Pind Aldísardóttur um byggingu hótels við Ingólfstorg í Reykja- vík. Fréttin dró upp forsögu þannig að nefndur var eigandi lóðar sem hótelið mun standa á og eiginkona hans sem er fyrrver- andi ráðherra. Þannig var gefið í skyn að hér væri um að ræða enn eitt pólitíska bak- tjaldamakkið. Síðar voru tvö mjög stutt viðtöl við konur sem reka nú verslun við torgið. Töldu þær að fá- ránlegt væri að byggja hótel á þess- um stað, torgið sem virkaði nú vel yrði minnkað og hluti þess gefinn einkaaðila. Að lokum var sýnd tölvuk- vikmynd þar sem tvö gömul hús sáust lyftast upp og detta síðan í rykmekki niður á mitt Ingólfstorg. Undirritaður er höfundur þessarar skipulagstillögu.Tillagan er gerð til að styrkja heildarmynd sögulegra húsa við Ingólfstorg og byggja um leið hótel framan við stóra brunagafla sem hafa lengi blasað þar við. Sú hlið torgsins ásamt Vallarstræti hefur verið lýti á þessum mikilvæga stað í miðborginni. Nýtt hótel gegnir meðal annars því hlutverki að skapa framhlið sem er þessum stað til sóma. Tvö gömul timburhús, gamla Hótel Vík við Vallarstræti 4 og Brynjólfsbúðin, Að- alstræti 7, verða varð- veitt og færð inn á suð- urhluta Ingólfstorgs, á svipaðan stað og Hótel Ísland stóð áður á. Hús- in verða einnig færð nær hvort öðru, þau verða gerð upp að utan og innan. Þetta verður til þess að ásýnd Ingólfstorgs batnar mikið, bílaumferð minnkar og bílastæði verða lögð niður. Grunnflötur torgs- ins sem ætlaður er gangandi fólki og allskyns torglífi og hátíðahöldum stækkar. Rétt er að geta þess að húsafriðunarnefnd gerði ekki at- hugasemd vegna færslu húsanna á fundi sinum 26. febrúar 2008. Til- lagan felur líka í sér húsið við Thor- valdsenstræti 2, gamli kvennaskólinn verður varðveittur á sínum stað. Einnig er rétt að taka fram að sam- kvæmt deiliskipulagi sem hefur verið gildandi var heimilt að fjarlægja öll húsin þrjú; kvennaskólann, Hótel Vík og Brynjólfsbúð. Ekki er síður mikilvægt að með þessu opnast Vallarstræti sem skýr tenging milli Austurvallar og Að- alstrætis. Þar verða til ný versl- unarrými sem munu tvímælalaust hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Vall- arstræti hefur verið í mikilli nið- urníðslu. Nú verður það að versl- unargötu. Undanfarin ár hefur Aðalstræti verið endurbyggt og hefur tekist afar vel til. Þangað var meðal annars flutt gamalt hús úr Austur- stræti. Ég lít á mína tillögu sem framhald af því góða starfi. Fram- kvæmdir reyna auðvitað á þolrif ná- granna en ég er sannfærður um að þessar breytingar munu styrkja svæðið verulega. Allir munu græða á því. Nýtt hótel á þessum stað mun hafa jákvæð áhrif. Það er raunar rík hefð fyrir hótelum nákvæmlega þarna. Nægir að nefna Hótel Ísland og Hótel Vík. Einhliða neikvæð umfjöllun um þróun miðbæjarins í Reykjavík eins og sú sem sýnd var á Stöð 2 end- urspeglar kannski almennt vonleysi. En er þar um að ræða leiðarljós inn í framtíðina? Deiliskipulag Ingólfstorgs, Vallarstræti Eftir Björn O. Ólafs » Þannig var gefið í skyn að hér væri um að ræða enn eitt póli- tíska baktjaldamakkið. Björn O. Ólafs Höfundur er arkitekt og skipulags- höfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.