Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.2009, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 243. DAGUR ÁRSINS 2009 Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgunblaðinu Við höldum með stelpunum okkar »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» HS orka verður í meirihlutaeigu opinberra aðila ef hugmyndir, sem nú eru uppi á borðinu hjá fjármála- ráðuneytinu, ganga eftir. Magma Energy myndi þá eiga tæpan helm- ingshlut í fyrirtækinu. Frestur Orkuveitu Reykjavíkur til að taka tilboði Magma í 32,32% hlut í HS orku rennur út í dag. »Forsíða Kostnaður um 700 milljónir  Kostnaður vegna meðferðar við krabbameini í endaþarmi og ristli fer stöðugt vaxandi með fjölgun greindra tilfella. Kostnaðurinn nem- ur um 700 milljónum. »8 Deilur magnast í Þykkvabæ  Bygg á kornakri, sem stendur nærri bænum Háfi í Þykkvabæ, var eyðilagt, en farið var yfir akurinn með jarðtætara. Jarðskikinn sem um ræðir hefur lengi verið bitbein bóndans á Háfi, Karls Ólafssonar, og kartöflubænda á svæðinu, sem telja sig eiga skikann. Markús Ársælsson í Hákoti segist hafa herfað akurinn á föstudag, enda telji hann Karl hafa sáð í hann í leyfisleysi. »2 HS orka að meirihluta í eigu hins opinbera Heitast 16°C | Kaldast 5°C  Rigning eða súld á austari helmingi lands- ins, en annars úrkomu- lítið. Hlýjast suðvest- anlands. » 10 Dívan grimmi hefur starfað í mörg ár en ekkert gefið út fyrr en nú. Tónlist þeirra fellur í flokk raf- tónlistar. »28 TÓNLIST» Dívan grimmi KVIKMYNDIR» Upp er hrífandi og fær fjórar stjörnur. »28 Playstation var end- urhönnuð og heitir nú PS3. Hún er þriðjungi minni um sig en áður og eyðir minna rafmagni. »27 TÖLVUR» Minni Playstation FÓLK» Margt var um manninn á Akureyrarvöku. »29 FLUGAN» Flugan fór í leikhús og flugan fór á bar. »25 Menning VEÐUR» 1. „Opnum eins fljótt og hægt er“ 2. „Þetta er búið spil“ 3. Unglingapartí leyst upp 4. Stöðvuð í Billund »MEST LESIÐ Á mbl.is Leiðréttum lánin Hver er hin siðferðislega rétta …? Mínir þankar Deiliskipulag Ingólfstorgs … Staksteinar: Mótsagnir í málflutningnum Forystugreinar: Erlent einka- framtak | Ófærur á korti Pistill: Tær snilld Ljósvaki: Ekkert heilagt SKOÐANIR» UMRÆÐAN» Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NÝ LÓFATÖLVA, sem gera á ferðamönnum lífið léttara, hefur verið þróuð og er tilbúin í framleiðslu. Hönnuður tækisins er Pétur Jónasson. „Tölvan ber heitið Einkaþjónn. Upphaflega var hún þróuð með söfn í huga, en safngestur getur flett upp upplýs- ingum um alla gripi í safninu. Í stað þess að tækið leiði gesti um safnið þá er það til reiðu þegar gest- urinn þarf á því að halda og þaðan kemur nafnið. Fyrst kemur upp einföld lýsing á viðkomandi safn- grip ásamt ljósmynd. Svo getur gesturinn sótt meiri upplýsingar.“ Segir hann að þessi tækni eigi einkar vel við ís- lensk söfn, en í þeim sé oft að finna marga smáa hluti, sem geymdir séu í skápum. „Notandi sækir upplýsingarnar á myndrænan hátt, þ.e. hann flettir í gegnum myndir af safngripum á viðkomandi safni þar til hann finnur það sem hann leitar að. Í fram- tíðinni væri hægt að koma fyrir búnaði í hverjum skáp í safninu. Þessi búnaður myndi tala við lófa- tölvuna, láta hana vita hvar í safninu gesturinn er staddur og þar með auðvelda honum leitina að ein- stökum gripum. Auðvelt er að bæta þessari lausn í Einkaþjóninn.“ Pétur segir að þrátt fyrir að Einkaþjónninn hafi verið hannaður með söfn í huga sé nú verið að bæta GPS-staðsetningartæki í tölvuna og þar með mögu- leikanum á að hún geti sinnt hlutverki leiðsögu- manns í ferðum fólks um landið. Hugmynd Péturs er að ferðamenn taki tölvuna á leigu. „Einkaþjónn- inn er tilbúinn í framleiðslu, en ég tel best að fara í þetta verkefni í samstarfi við einhvern ferðaþjón- ustuaðila. Þeir standa ferðamönnunum nær en ég og eiga auðveldara með að markaðssetja vöruna.“ Pétur segir að hafi ferðaþjónustuaðilar áhuga á samstarfi geti þeir haft samband við hann. Rafrænn einkaþjónn  Lófatölva mun geta þjónað hlutverki leiðsögumanns fyrir ferðamenn hér á landi  Tölvan er hönnuð hér á landi og er tilbúin í framleiðslu  Er búin GPS-tækni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnun Pétur Jónasson með eintak af lófatölv- unni á ferð sinni um Árbæjarsafn í gær. FYRIR stuttu ákvað ég að elda ind- verskan karrírétt og þurfti til þess umtalsvert magn af kryddi. Brá ég mér í Heilsuhúsið, því þar hefur verið auðvelt að fá eðalkrydd. Við kassann var mér gert að greiða 2.005 kr. fyrir fimm tegundir af kryddi, sem var töluvert umfram það sem mér hafði reiknast til fyrir framan hillurnar. Kassaverðið var í þremur tilfellum af fimm mun hærra en hilluverð – í heildina munaði heilum 400 kr. eða rétt um 20%. Ég fékk endurgreitt en skýringar afgreiðslufólks á mis- muninum á hillu- og kassaverði voru máttlausar. Þær voru eitthvað á þá leið að verðið hækkaði svo ört þessa dagana að erfitt væri að hafa verðið í hillunum rétt, merkimið- arnir í þær kæmu svo rosalega seint! Þetta er ekki traustvekjandi. Væri ekki frekar ráð að fresta að- eins hækkun á kassaverðinu, svo hægt sé að treysta því að verðmerk- ingar séu réttar? fbi@mbl.is Auratal „STELPURNAR okkar“ luku keppni á Evrópumótinu í Finnlandi í gær þegar þær töpuðu naumlega, 0:1, fyrir heims- og Evrópumeisturunum frá Þýskalandi. Þær fengu ekkert stig í leikjum við þrjú af sterkustu liðum heims en stóðu uppi í hárinu á þeim öllum og sýndu að þær eiga heima í keppni með þeim bestu. | Íþróttir Morgunblaðið/Golli STÓÐU Í HEIMSMEISTURUNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.