Morgunblaðið - 01.09.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Guðjón Arnar
endurskoðar
veiðilöggjöfina
JÓN Bjarnason
sjávarútvegs-
ráðherra hefur
ráðið Guðjón
Arnar Krist-
jánsson, fv. al-
þingismann, til
sérstakra verk-
efna í sjávar-
útvegs- og
landbúnaðarráðu-
neytinu.
Í fréttatilkynningu ráðuneytisins
segir að Guðjón Arnar muni eink-
um sinna verkefnum sem snúi að
undirbúningi brýnna breytinga á
fiskveiðilöggjöfinni sem ráðherra
hyggist leggja fram á haustþingi í
samræmi við stjórnaryfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar
Guðjón Arnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann myndi m.a.
skoða framkvæmd kvótakerfisins
og nýtingu fiskistofna. „Ég tel mig
þekkja kvótakerfið nokkuð,“ sagði
Guðjón en vísaði að öðru leyti á ráð-
herra þegar hann var spurður um
hvað verkefni biðu hans. Hann
sagðist ekki telja að útgerðarmenn
þyrftu að óttast aðkomu sína að
málinu. „Ég vinn þau verk sem ráð-
herrann felur mér og það er hann
sem hefur síðasta orðið.“
Guðjón Arnar er formaður
Frjálslynda flokksins en flokkurinn
kom ekki manni á Alþingi í þing-
kosningunum í apríl. Steingrímur
J. Sigfússon, sem var sjávarútvegs-
ráðherra í minnihlutastjórn Sam-
fylkingar og VG fyrir kosning-
arnar, sagði í leiðtogaumræðum á
Ríkissjónvarpinu eftir kosning-
arnar, að hann hefði hringt í Guð-
jón, þegar ljóst var að hann var fall-
inn af þingi, og nefnt við hann að ef
hann yrði eitthvað lengur í sjáv-
arútvegsráðuneytinu væri viðbúið
að hann hóaði í hann.
Guðjón Arnar
Kristjánsson
„MIKILVÆGT
er að tilurð þess-
arar nefndar
verði útskýrð,“
segir Höskuldur
Þórhallsson,
fulltrúi Fram-
sóknar í fjár-
laganefnd Al-
þingis. Í
Morgunblaðinu í
gær segir frá
fundi ríkisfjármálanefndar sem for-
ystumenn ríkisstjórnar, fulltrúar
stjórnarflokka í fjárlaganefnd og
embættismenn sitja í. Höskuldur
segir nefndastarfið koma sér
spánskt fyrir sjónir og óeðlilegt sé
að blanda starfi framkvæmda- og
löggjafavalds saman með þessum
hætti. Hann hefur óskað skýringa á
málinu við formann fjárlaganefnd-
ar.
Höskuldur óskar
skýringar á rík-
isfjármálanefnd
Höskuldur
Þórhallsson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„VIÐ teljum þessa lagasetningu
misráðna enda leiðir hún til hækk-
unar neysluvísitölu og leggst mis-
jafnt á vörutegundir. Slíkt skapar
ósamræmi og skekkir samkeppni,“
segir Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
stórkaupmanna.
Gjöld á hreinan safa
Ný lög um vörugjöld taka gildi í
dag, 1. september. Rauði þráðurinn
er sá að auknar álögur leggjast á
matvörur sem innihalda sykur eða
sætuefni. Slíkt er þó ekki algilt. Að
sögn Almars eru dæmi um vörur
sem hafa mikið sykurinnihald séu
undanþegnar þeirri aukningu
álagningu sem lögfest hefur verið á
sama tíma og lögð séu vörugjöld á
sykurlaus matvæli.
„Vörugjöldin áttu að vera syk-
urskattur, en það verður ekki séð
að löggjafinn hafi rökstutt efnislega
hvaða ástæður eru að baki skatt-
lagningunni. Hreinn ávaxtasafi sem
er sykurlaus fær á sig vörugjöld en
ekki jógúrtvörur sem þó geta verið
dísætar. Sojamjólk fær á sig vöru-
gjöld en ekki kúamjólk, sem er
ósanngjarnt til dæmis gagnvart
þeim stóra hópi fólks sem hefur
mjólkuróþol,“ segir Almar.
Afsláttur á jafnræði
Þegar vörugjaldafrumvarpið kom
fram taldi Félag íslenskra stór-
kaupmanna það illa unnið enda þótt
það hefði skánað við umfjöllun Al-
þingis.
„Meginmálið er aukin fjárþörf
ríkisins. Til að brúa það gat eru
farnar ýmsar leiðir og á því höfum
við skilning. Hið mikla misræmi
sem er í álagningu vörugjaldanna
er hins vegar óþolandi. Þótt illa ári
fyrir ríkissjóð á það ekki að gefa af-
slátt af jafnræðisreglu í skatta-
málum,“ útskýrir Almar sem segir
stórkaupmenn mælast til þess að
fjármálaráðherra endurskoði vöru-
gjöldin meðal annars svo neyt-
endum sé ekki mismunað.
„Meiri niðurskurður útgjalda er
leið sem ríkið hefði getað notað til
að minnka hallarekstur ríkissjóðs í
stað þess að leggja á skatta sem
mismuna. Skattahækkanir séu ekki
líklegar til að auka tekjur ríkissjóðs
að ráði,“ segir Almar.
Engar grundvallarbreytingar
Indriði H. Þorláksson, aðstoð-
armaður fjármálaráðherra, segir að
þegar endurskoðun á vörugjöld-
unum hófst hafi verið ráðgert að
færa matvörur sem voru fyrir
tveimur árum færðar niður í lægra
þrep virðisaukaskattsins aftur upp í
hærra þrepið. Við nánari athugun
hafi hins vegar orðið að ráði að taka
aftur upp vörugjaldakerfið, sem af-
lagt var fyrir tveimur árum en sam-
kvæmt því miðast álagningarstuðull
ýmis við lítra eða klíó. „Hér eru
engar grundvallarbreytingar á ferð-
inni,“ segir Indriði. Hann segir bú-
ist við að vörugjöldin muni skila
ríkissjóði nokkur hundruð millj-
ónum króna í tekjur á ári en ná-
kvæmar tölur þar um liggi þó ekki
fyrir. Þá hefur komið fram hjá
Indriða að sykurskattssjónarmiðið
hafi aldrei verið ráðandi í ákvörð-
unum um vörugjaldið, þótt það við-
horf hafi verið undirliggjandi.
Beint út í verðlagið
„Við eigum ekkert val og verðum
að velta breytingum á vörugjöldum
beint út í verðlagið,“ segir Valdimar
Hafsteinsson, framkvæmdastjóri
Kjöríss í Hveragerði. Þannig verða
nú lögð vörugjöld á ís sem nema 16
kr. á hvern lítra. Þá hækka vöru-
gjöld á íssósur um að jafnaði 80 kr.
á hvern lítra en innihaldi sósan
kakómalt nemur hækkunin 100 kr.
á hvern lítra. „Það mætti halda að
kakómaltið væri stórhættulegt,“
segir Valdimar. Vörugjöldin og op-
inber afskipti segir hann stjórn-
endum Kjöríss vel kunn enda hafi
þau litað alla starfsemi fyrirtæk-
isins í fjörutíu ár.
Skattur á sætindin en
sumt hækkar þó ekki
Vörugjöld leggjast á matvæli í dag Sykurskatturinn er með undantekningum
Sykurskattur Dæmi um vörur sem sykurskatturinn verður lagður á.
Veigamiklar breytingar á vöru-
gjöldum taka gildi í dag. Syk-
urskattur með undantekningum.
Mjólkurvörurnar sleppa. Hærra
ísverð beint út í verðlagið, segir
framkvæmdastjóri Kjöríss.
Undanþegin Sykursætar vörur sem innihalda mjólk eru ekki skattlagðar.
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
ÍTALSKI múrarinn Ugo Verni, sem talið er
að hafi nýverið fengið tæplega 28 milljarða
króna í ítalska ríkislottóinu, fer huldu höfði og
hafði ekki gefið sig fram þegar síðast fréttist.
Vinningsmiðinn var keyptur á bar einum í
Bagnone, litlum bæ í Toskana-héraði á Ítalíu.
Talið er næsta víst að maðurinn, sem vinn-
ur bæði sem steinsmiður og múrari, sé hinn
heppni, því aðeins fimm keyptu lottómiða á
barnum tiltekinn dag í ágústmánuði og hinir
fjórir munu ekki lengur koma til greina sem
vinningshafar. Íslensk hjón, Ólöf Oddgeirs-
dóttir og Magnús H. Magnússon, eiga hús í
Bagnone og vilja gjarnan, eins og fleiri, ná
tali af milljarðamæringnum. Þau fengu stein-
smiðinn nefnilega til að hlaða fyrir sig arin í
húsinu og vilja koma til skila steypufötum og
múrskeiðum, sem Verni skildi eftir á vett-
vangi.
Margir vilja hitta Ugo Verni
Þau voru að öllu leyti ánægð með fram-
göngu mannsins, sem auk múrverksins lét sig
ekki muna um að gróðursetja nokkur tré í
garði þeirra, þar sem garðyrkjumaðurinn
hafði ekki staðið sig í stykkinu.
Það er hins vegar ekki einfalt að koma
áhöldunum til skila, því múrarinn múraði
virðist hafa horfið af yfirborði jarðar. Þó svo
að fólk í Bagnone viti ýmislegt um náungann
þá virðist enginn vita hvar hinn fimmtugi
múrari, roskin móðir hans og rússnesk unn-
usta halda sig.
Mafían mun hafa lýst yfir áhuga á að fá
hluta fjárins, bæjarstjórinn í Bagnone segist
ekki þurfa nema milljón evra til að bjarga
fjármálum bæjarins og presturinn segist sátt-
ur ef hann fær bara nóg til að endurnýja þak-
ið á gömlu kirkjunni.
Stálheppinn múrari vann viðvik
fyrir Íslendinga í Bagnone á Ítalíu
Fegurð og saga Það er fallegt í Bagnone eins
og víða í Toskana-héraði á Ítalíu.
Beita á verðpólitík sem neyslustýr-
ingu með mun markvissari hátt en
gert hefur verið hingað til. Þá er
mikilvægt er að auka alla fræðslu
um hvaða neysluvörur eru heil-
næmastar, segir Ögmundur Jóns-
son heilbrigðisráðherra.
Hann bindur vonir við hin nýju
lög um vörugjöld, sem breyst hafi
talsvert við umfjöllun Alþingis.
Þau séu ekki sykurskattur með
sama hætti og ráðgert var í fyrstu.
„Verðlagning hefur mikil áhrif á
neyslumynstur og sérstaklega eru
börnin næm gagnvart slíku. Gos-
drykkjaneysla hér á landi er mikil
og raunar meiri en gerist annars
staðar á byggðu bóli. Við þurfum
sem hægt er að koma í veg fyrir
slíkt. Neyslustýring með álögum
er eitt af þeim verkfærum sem við
höfum. Enginn heldur því fram að
við eigum að hætta algjörlega við
sykurinn, sem er meðal margra
næringarefna sem við þurfum. Hér
þarf hins vegar að fara leið skyn-
seminnar og meðalhófs og virkja
meðal fólks viljann til þess að
borða heilnæman mat,“ segir Ög-
mundur Jónasson.
Eigum að beita markvissri verðpólitík
Verðbreytingar
vegna vörugjalda
0 kr.
Velflestar mjólkurvörur
hækka ekkert
16 kr.
Hækkun á hverjum lítra af
ávaxtasafa
50 kr.
Hækkun á hverju kg af
Nóa-konfekti.
4 kr.
Hækkun á hverjum pakka
af Ópal