Morgunblaðið - 01.09.2009, Page 5

Morgunblaðið - 01.09.2009, Page 5
Fréttir 5 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 N Ý T T 2 0 % k y n n i n g a r a f s l á t t u r Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com TILBOÐ 2 DUX 1001/Original 90x200cmXtandard yfirdýna 180x200cmAscot höfuðgafl og rykfaldur Aðeins kr. 420.000 3 litir: Beige, brúnt og svart Takmarkað magn Afhentu yfir 9 þúsund áskoranir UNDANÞÁGUR frá friðun margra fuglategunda taka gildi í dag. Þannig er nú leyfilegt að veiða skarf, bæði toppskarf og dílaskarf. Einnig margar andategundir, þ.e. stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávellu og top- pönd. Einnig er aflétt friðun af helsingja, nema í Skaftafellssýslum þar sem hann nýtur friðunar til 25. september. Friðunin þar er til að vernda staðbundinn varpstofn. Helsingjar sem hér eru veiddir eru að langmestu leyti farfuglar sem koma hér við á leið frá varp- stöðvum í Grænlandi til vetrar- stöðva. Þá er nú heimil skotveiði á svartfugli, þ.e. álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda. Skotveiðar á heiðagæs og grá- gæs voru leyfðar frá 20. ágúst og má veiða þessar tegundir til 15. mars. Þungi gæsaveiðanna er þó í september og október. Fyrst á veiðitímanum sækja margir í heiða- gæsina og sitja fyrir henni við tjarnir og polla til fjalla. Þegar kólnar til fjalla og berin falla sækja gæsir, einkum grágæsir, í auknum mæli í ræktunarlönd, bæði akra og tún. gudni@mbl.is Skotveiðitímabil á fuglum er hafið MEÐALLEGUTÍMI hefur heldur styst á sjúkrahúsum undanfarin ár, hann var 5,7 dagar árið 2001 sam- anborið við 5,4 daga árið 2007. Þessi þróun er svipuð og annars staðar í heiminum, þ.e. að legum fer fækk- andi á sjúkrahúsum og meðallengd hverrar legu styttist, að því er fram kemur í Talnabrunni á heimasíðu landlæknis. Aðsókn á legudeildir sjúkrahúsa er mismunandi eftir kynjum og ald- urshópum. Sem dæmi má nefna að fleiri legur eru meðal karla en kvenna í aldurshópnum 5-14 ára, en í aldurshópunum 15-44 ára er fjöldi lega mun meiri meðal kvenna. Mun- ar þar mestu um legur vegna fæð- inga. Aukin þjónusta í heimahúsum gæti skýrt fækkun Þegar dregur nær efri árum eru legur karla hins vegar aftur hlut- fallslega fleiri en kvenna. Legum fækkar umtalsvert í elstu aldurhóp- unum milli áranna 2006 og 2007 og er breytingin mest í aldurhópnum 85-89 ára. Hugsanleg skýring gæti verið aukin þjónusta við aldraða í heimahúsum undanfarin ár auk betri göngudeildarþjónustu. Þessar nýju tölur á vef Landlækn- isembættisins sýna að legum hefur fækkað stöðugt miðað við íbúafjölda frá árinu 2001, en þá voru 50.908 leg- ur skráðar en árið 2007 voru þær 48.635. Meðal skýringa á þessari lækkun gæti verið aukin aðsókn á göngu- deildir sjúkrahúsa og má í því sam- bandi nefna að 19,7% aukning varð á göngudeildarstarfsemi á Landspít- ala milli áranna 2006 og 2007. aij@mbl.is Legutími styttist og sjúkrahús- legum fækkar með hverju árinu Morgunblaðið/Heiddi Landspítalinn Meðallegutími hefur heldur styst á sjúkrahúsum undanfarin ár, hann var 5,7 dagar árið 2001 samanborið við 5,4 daga árið 2007. ÁBYRGÐARMENN vefsíðunnar kjosa.is afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gærdag undirskriftir rúmlega níu þúsund einstaklinga sem tóku undir áskor- un um að forsetinn synji svonefndu Icesave-frumvarpi staðfestingar og vísi því þannig til þjóðaratkvæða- greiðslu. Í áskoruninni segir að rík- isábyrgð vegna samninganna geti raskað lífi þjóðarinnar stórkostlega um mörg ókomin ár. „Að hafna ábyrgðinni getur á sama hátt orðið afdrifaríkt. Ábyrgðin og byrðarnar yrðu þannig lagðar þjóðinni á herðar í báðum tilvikum. Því er rétt að þjóðin sjálf skeri úr um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt fyrir- komulag er ekki aðeins réttmætt og sanngjarnt heldur einnig nauðsyn- legt til að ná sæmilegri sátt um þá leið sem farin verður.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.