Morgunblaðið - 01.09.2009, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.09.2009, Qupperneq 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 ÞORLEIFUR Gunnlaugsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur verið kjörinn varaformaður Sambands ís- lenskra sveitar- félaga í stað Svandísar Svav- arsdóttur. Svan- dís lét af störfum í stjórn sambandsins þegar hún tók sæti í ríkisstjórn Íslands eftir al- þingiskosningar sl. vor. Þorleifur hefur setið í borgar- stjórn Reykjavíkur frá 2007 og í stjórn sambandsins frá því í maí sl. Nýr varaformaður sambandsins Þorleifur Gunnlaugsson 89. ráðstefna evrópskra tann- réttingasérfræð- inga verður haldin hér á landi í júní árið 2013. Ráðstefnan verður haldin í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík sem til stendur að vígja í lok árs 2011. Forseti samtakanna árin 2012- 2013 verður Árni Þórðarson, tann- læknir og sérfræðingur í tannrétt- ingum. Árni lauk tannlæknanámi frá Háskóla Íslands árið 1982, sér- námi í tannréttingum frá Ósló- arháskóla árið 1986 og hlaut við- urkenningu The European Board of Orthodontics árið 2003. Hann var stundakennari við tann- læknadeild Háskóla Íslands og síð- ar lektor í tannréttingum við sömu deild til ársins 2000. „Það er mikill heiður og viðurkenning fyrir mig og kollega mína hér á landi að ég skuli hafa verið kjörinn forseti Samtaka evrópskra tannréttinga- sérfræðinga, fyrstur Íslendinga,“ segir Árni í tilkynningu. Fer fyrir tannrétt- ingasérfræðingum Árni Þórðarson YFIR 45 milljónir króna söfnuðust í tengslum við söfnunarþáttinn „Á allra vörum“ sem sýndur var í beinni útsendingu á Skjá einum, mbl.is og á skjarinn.is sl. föstudags- kvöld. Allt söfnunarféð rennur til kaupa á hvíldarheimili handa krabbameinssjúkum börnum en öll skipulagning og framkvæmd var í höndum sjálfboðaliða. 45 millj. söfnuðust ÞESSI myndarlegi lyngbobbi varð á vegi ljósmyndara Morg- unblaðsins í Fossvoginum á dög- unum. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lyngbobbinn sé einkum útbreiddur á Austurlandi á svæðinu frá Gunnólfsvíkurfjalli við Bakkaflóa og suður til Kví- skerja í Öræfum. Landnám hans á höfuðborgar- svæðinu er hins vegar öllu nýrra, en fyrst fréttist af lyngbobba í Örfirisey og lék grunur á að sá hefði borist með timburfarmi frá Eistlandi. „Næst fundust sniglar í húsagarði í Reykjavík 1998 og í óræktarlimgerði við íþróttasvæði í Hafnarfirði 2001. Síðan hefur tegundinni fjölgað mikið á þessu svæði. Það hefur verið á það bent að lyngbobbar á höfuðborgarsvæð- inu séu öllu stærri en ættingjar þeirra á Austurlandi og því sé líklegt að þeir séu afkomendur slæðinga erlendis frá,“ segir á vef stofnunarinnar. annaei@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Snigill Lyngbobbinn á höfuðborgarsvæðinu þykir stærri en sá fyrir austan. Lyngbobbum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum ísle nsk fra mle iðsl a DL-634 3+1+1 Aspen-lux NICE man-8356 3+1+1 ísle nsk fra mle iðsl a Roma Aspen man 8205 relax Tungusófar Sófasett Stakir sófar Hornsófar ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a ísle nsk fra mle iðsl a Bonn Man 8279 Tau bogasófi 199.90 0 kr verð á ður 399.90 0 kr Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Bonn horn takma rkað m agn ef tir HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður sæti þriggja mánaða nálgunarbanni og á þeim tíma fái hann ekki að nálgast barnsmóður sína og þrjú börn þeirra. Sýslumaðurinn á Selfossi krafðist nálgunarbannsins vegna þess að maðurinn hefur á liðnum mánuðum ítrekað raskað friði konunnar og barnanna með símtölum, sms- sendingum og ógnandi framkomu, meðal annars hótunum um líkams- meiðingar. Þá hefur hann ítrekað ruðst inn í íbúð konunnar og rótað þar í dóti ásamt því að hóta henni því að hann muni ,,ganga frá henni“. Í dómi Hæstaréttar er haft eftir manninum að hann hafi aðeins verið að leita eftir umgengni við börnin sem ekki hafi náðst samkomulag um. Hæstiréttur segir að maðurinn njóti úrræða samkvæmt barnalög- um til úrlausnar á ágreiningi um um- gengni við börn sín. Geti sjónarmið hans um þetta ekki réttlætt áreitni hans í garð fyrrverandi sambýlis- konu sinnar og barna þeirra. Hæstiréttur staðfestir nálgunarbann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.