Morgunblaðið - 01.09.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
„ÉG ER ánægð-
ur með nýja
stjórn. Það er
ekkert sem heft-
ir okkur í að
vinna áfram að
þeim fjölmörgu
verkefnum sem
eru á okkar
borði,“ segir Ás-
geir Margeirs-
son, fram-
kvæmdastjóri Geysis Green
Energy (GGE). Hann segir fjár-
hagsstöðu GGE vera betri nú á
sumarmánuðum en um síðustu
áramót. „Í lok síðasta árs var eig-
ið fé GGE um tíu milljarðar sam-
kvæmt ársreikningum og sam-
kvæmt okkar mati hefur það
aukist síðan. Þannig að staða fé-
lagsins er með ágætum, þótt hrun-
ið hér á Íslandi hafi vitaskuld
komið við okkur eins og aðra. Ein-
hverra hluta vegna hefur því verið
kastað fram í umræðu um félagið
að það sé ekkert nema skuldir, en
því fer fjarri,“ segir Ásgeir. „Mér
finnst mjög mikilvægt að það komi
nýir hluthafar að HS Orku sem
geta eflt félagið.“
Verðum
að horfa
fram á við
Ný stjórn skipuð
hjá Geysi Green
Ásgeir
Margeirsson
„ÉG LÍT svo á að
þetta sé góð nið-
urstaða fyrir OR,
úr því sem komið
var. Nú er málið
á borði borgar-
ráðs og borgar-
stjórnar,“ segir
Guðlaugur
Sverrisson. Hann
segir stjórn OR
hafa gert allt
sem í hennar valdi stóð til þess að
auðvelda ríkinu að koma að málinu,
ef það vildi. Fundir hefðu farið
fram um málið og upplýsingar
veittar um stöðu málsins. „Að lok-
um var okkur síðan tilkynnt um það
að ríkið gæti ekki skilað inn skuld-
bindandi tilboði innan þess frests
sem gefinn var. Það er mikill léttir
að þessu máli sé lokið frá okkar
hendi. Ég tel þetta góða lendingu
fyrir OR, og þar með íbúa í Reykja-
vík, Akranesi og Borgarbyggð, eig-
enda fyrirtækisins.“
Telur söluna
góða fyrir
Orkuveituna
Guðlaugur
Sverrisson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
ÍSLANDSBANKI, Landsbankinn og
lífeyrissjóðir munu fara með meiri-
hlutaeignarhlut í HS orku eftir að að-
alfundur Geysis Green Energy
(GGE), sem haldinn var í höfuð-
stöðvum félagsins í Reykjanesbæ í
gær, samþykkti breytingar á stjórn-
inni. GGE fer með 55 prósent eign-
arhlut í HS orku, en útlit er fyrir að
kanadíska orkufyrirtækið Magma
Energy muni fara með um 45 prósent
hlut. Eftir breytingarnar á stjórn
GGE er Íslandsbanki með einn mann
í stjórn, Landsbankinn með tvo og líf-
eyrissjóðirnir einn.
Stjórnarmenn Íslandsbanka og líf-
eyrissjóðanna, Einar Sigurðsson og
Gunnar V. Engilbertsson, koma að
GGE í gegnum fjárfestingarsjóðinn
Glaciel Renewable Energy Fund. Ís-
landsbankinn fer með 48 prósent
eignarhlut í honum og lífeyrissjóð-
irnir um 40 prósent hlut. Stjórnar-
menn Landsbankans, Þórður Ólafur
Þórðarson og Steinþór Baldursson,
koma inn í stjórnina þar sem Lands-
bankinn hefur yfirtekið 40 prósent
hlut Renewable Energy Resource,
félags í eigu Atorku, í GGE. Skulda-
staða þess félags var orðin það alvar-
leg að Landsbankinn tók það yfir.
Auk þeirra fjögurra er Eyjólfur Árni
Runólfsson í stjórninni fyrir hönd
Mannvits.
Fyrirhuguð kaup Magma Energy
á liðlega 32 prósenta hluta Orkuveitu
Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar
hafa valdið miklu uppnámi, bæði inn-
an stjórnmálaflokkanna og ekki síst á
Suðurnesjum. Stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur samþykkti tilboð
Magma í hlutinn í gær með fyrirvara
um samþykki borgarráðs og borgar-
stjórnar. Frestur til þess að taka af-
stöðu til tilboðs Magma rann út í gær.
Sérstaklega hefur verið mikill
þrýstingur innan Vinstri grænna og
ályktaði flokksráð flokksins á þann
veg að allt yrði gert til þess að koma í
veg fyrir kaup Magma á hlut OR og
Hafnarfjarðarbæjar, og opinbert
eignarhald á orkufyrirtækjunum
þannig tryggt.
Í sameiginlegri fréttatilkynningu
fjármála- og iðnaðarráðuneytisins,
sem send var út í gær, kemur fram að
viðræðuhópi hafi verið komið á til að
kanna forsendur þess að ganga til
samninga við núverandi eigendur HS
orku um kaup á meirihluta í félaginu.
Hópurinn verður skipaður af ríkinu,
lífeyrissjóðum, Grindavíkurbæ, fleiri
sveitarfélögum auk annarra sem rætt
hafa samstarf um kaup á eignar-
hlutum í HS orku að undanförnu.
Ljóst má vera að viðræðuhópurinn
er fyrst og fremst að skoða hvort
mögulegt verði að kaupa hlutinn í HS
orku af GGE, og ná þannig meiri-
hlutaeign í félaginu.
Ólíklegt er að Magma selji hlut
sinn í HS orku, ef kaup félagsins
ganga eftir. Það yrði a.m.k. í mótsögn
við yfirlýsingar forsvarsmanna fé-
lagsins um að byggja félagið upp og
hjálpa því að vaxa og dafna í framtíð-
inni.
Fari svo að GGE haldist áfram
með þeim hætti sem það er nú, þ.e. að
bankarnir og lífeyrissjóðirnir haldi
sínum hlutum í félaginu, þá verður
HS orka að stærstum hluta í eigu
fjárfesta sem teljast til einkaaðila.
Ekki síst ef sú áætlun stjórnvalda
gengur eftir að kröfuhafar Glitnis
eignist Íslandsbanka, og þar með hlut
bankans í GGE.
Morgunblaðið/Heiddi
Stjórnarmenn á fundi Stjórnarmenn hjá Orkuveitu Reykjavíkur tókust á í gær um hvort OR ætti að selja hlut sinn í HS orku til Magma Energy.
Togast á um HS orku
Stjórnarmönnum í GGE var fækkað úr sjö í fimm Íslandsbanki, Landsbanki
og lífeyrissjóðir ráða för í félaginu sem fer með meirihluta í HS orku
Eignarhald félaga sem tengjast HS Orku
Geysir Green Energy (GGE)
Eigendur
HS Orka
Framtíðareignarhald
40%
41%
12%
7%
55% 45%
Glaciel Renewable Energy Fund
Atorka
Minni fjárfestar,
íslenskir, þýskir
og ástralskir
Mannvit
Magma
Energy
GGE
(Fjármála- og iðnaðar-
ráðuneyti kanna
möguleika á kaupum)
Kröfuhafar eigenda GGE fara nú
með meirihluta í HS orku. Enn er
togast á um eignarhald á HS
orku. Fjármála- og iðnaðarráðu-
neyti vilja reyna að tryggja meiri-
hlutaeign opinberra aðila.
Hvers vegna vildi OR selja hlut
sinn í HS orku?
Samkeppnisyfirvöld settu skorður
við eignahlut OR í HS orku með
ákvörðun þar um, og hefur verið
unnið að sölu á hlut fyrirtækisins í
HS orku innan þess frest sem veitt-
ur var.
Auk þess taldi meirihluti stjórnar
OR skynsamlegt selja hlutinn á við-
skiptalegum forsendum.
Þá spilaði inn í, samkvæmt tilkynn-
ingu frá OR, að með sölunni er OR
ekki að selja auðlindir sem HS orka
nýtir til Magma, heldur einungis
orkuframleiðsluhluta fyrirtækisins.
Hvað bauð Magma í 32 prósenta
hlut OR og Hafnarfjarðar
í HS orku?
Magma Energy, sem skráð er á
hlutabréfamarkað í Kanada, bauð
12 milljarða króna. Þar af einn þriðji
greiddur út með reiðufé en afgang-
urinn með skuldabréfi til sjö ára,
sem á eru skilyrði. Þar á meðal að
ekki sé greiddur út arður og veðið
sem OR tekur í er um 130 prósent
að lágmarki, miðað við verðmæti
þess kauptilboðs sem Magma lagði
fram.
S&S
HRAFN Magn-
ússon, fram-
kvæmdastjóri
Landssamtaka
lífeyrissjóða, seg-
ir lífeyrissjóðina
vilja skoða vel að-
komu þeirra að
orkufyrirtækj-
unum. „Allar
fjárfestingar sem
eru skynsamlegar til lengri tíma eru
skoðaðar vel af lífeyrissjóðunum, og
orkugeirinn, þar á meðal eign-
arhlutur í HS orku, er meðal þess
sem vert er að skoða. Við munum
vinna að þessum málum með stjórn-
völdum og kanna með nákvæmum
hætti hvernig við getum átt aðkomu
að málinu.“
Hrafn segir þó forgangsmál að
leysa úr gjaldeyrisskiptasamningum
lífeyrissjóðanna áður en stórar
ákvarðanir verði teknar um aðkomu
þeirra að fjárfestingum. „Áður en
ráðist er í stórar fjárfestingar verð-
ur heildarmyndin að vera skýr. Ég
myndi telja skynsamlegast að leysa
úr gjaldeyrissamningunum.“
Vilja aðkomu
að orkugeira
Hrafn Magnússon
IdeaPad U350 er betri hugmynd og kostar aðeins frá154.900kr.
Kíktu inn á betrihugmynd.is og sjáðu um hvað málið snýst
Sölustaðir •VerslunNýherja -Borgartúni 37 •VerslunNýherjaAkureyri - Kaupangi • SenseCenter -Kringlunni •www.netverslun.is • Söluaðilar um landallt