Morgunblaðið - 01.09.2009, Page 12

Morgunblaðið - 01.09.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 STANGVEIÐI Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „VIÐ erum að fara í 1.400 fiska og veiðum bara á sex stangir, útkoman er því mjög fín,“ sagði Einar Sigfús- son, eigandi Haffjarðarár. Lítið sem ekkert hefur rignt við Haffjarðará í tíu vikur og sagði Ein- ar að áin hafi haldið vatni ótrúlega vel. Spáð er rigningu og kvaðst Ein- ar mjög bjartsýnn á það sem eftir er af veiðitímanum. Stefnt er að því að veiða til 14. september en venjulega hefur veiðinni lokið 8. september. „Það er auðséð að við förum í ein- hverja 1.500 til 1.600 fiska sem verð- ur annað besta árið okkar frá upp- hafi,“ sagði Einar. „Hjá okkur er mikið af mjög stórum fiski, bolta- fiskum. Við bíðum spenntir eftir að sjá hvað gerist ef hann fer að rigna, hvort þessir fiskar fari þá hugs- anlega að taka.“ Mælst var til þess við veiðimenn í Haffjarðará þegar 1996 að þeir slepptu stórum fiskum og gert að skyldu árið 2000. Einar sagði að nú heimtist mjög vel af stórum laxi. „Þetta er fiskur sem allir vilja draga og allir sækjast eftir – stóri fisk- urinn,“ sagði Einar. Þverá og Kjarrá Veiðin í Þverá og Kjarrá í Borg- arfirði er komin yfir 2.200 fiska í sumar. „Þetta hefur gengið alveg prýðisvel, framundir þetta alla- vega,“ sagði Jón Ólafsson, forsvars- maður Sporðs. „Við erum ánægðir. Þetta er allt í lagi miðað við meðaltöl fyrri ára. Það eru horfur á að þetta verði gott meðalár.“ Jón sagði að nú hafi aðeins hægt á veiðinni vegna kulda. Veitt er á 14 stangir, sjö í hvorri á, og lýkur veið- um 10. september. Jón sagði að ef kæmu hlýindi mætti búast við að veiðin örvaðist. Boltafiskar bíða eftir rigningu Hlýindi og rigning myndu örva veiðina Morgunblaðið/Einar Falur Laxveiðar Víða hefur gengið vel að veiða í sumar. Þótt nú fari að styttast í veiðitímanum í mörgum laxveiðiám bíða enn silfurfægðir laxar í hyljum. Í HNOTSKURN »Haffjarðará á Snæfellsnesirennur úr Oddastaðavatni um 20 km leið niður í Haffjörð. »Þverá og Kjarrá eiga upp-tök í vötnum á hálendinu og renna um 71 km að Hvítá. Efri hluti árinnar heitir Kjarrá og sá neðri Þverá. FRÉTTASKÝRING Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is BREYTINGUM á almennum hegningarlögum er ætlað að taka á skipulagðri glæpastarfsemi, líkt og þeirri sem talin er geta fylgt stofnun Hells Angels-félagsdeildar hér á landi. Frumvarp um slíkar breytingar var lagt fram á Alþingi í þriðja sinn undir lok júl- ímánaðar. Meðferð málsins var þá frestað en Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram að nýju á haust- þingi. „Þar er lagt til að nýtt refsi- ákvæði komi inn í almenn hegn- ingarlög,“ segir Ragna og kveður refsiréttarnefnd dómsmálaráðu- neytisins hafa komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að lögfesta sérstakt refsiákvæði í almenn hegningarlög um bann við þátt- töku í skipulagðri brotastarfsemi. Fjallaði nefndin um þetta álita- efni í sambandi við fullgildingu á Palermó-samningnum gegn fjöl- þjóðlegri, skipulagðri brotastarf- semi frá árinu 2000. Félagsskapur þriggja eða fleiri Í frumvarpinu er að finna nýtt ákvæði um bann við þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Skipu- lögð brotasamtök eru þar skil- greind sem félagsskapur „þriggja eða fleiri manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar minnst 4 ára fangelsi, eða þegar verulegur þátt- ur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað.“ Í frumvarpinu segir ennfremur að: ,,sá er sammælist við annan mann um að fremja verknað sem varðar minnst 4 ára fangelsi og framkvæmd hans er liður í starf- semi skipulagðra brotasamtaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum, nema brot hans varði þyngri refs- ingu samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara eða öðrum lögum.“ Fáfnir orðinn félagsdeild Vítisengla 2010? Mótorhjólaklúbburinn Fáfnir mun, samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra, geta sótt um fulla aðild að Hells Angels- samtökunum á seinni hluta næsta árs. Í fréttum Stöðvar 2 nú um helgina kom fram að Fáfnir, sem raunar hefur lagt Fáfnisnafnið niður, hafi nú hlotið stöðu vænt- anlegs félags. Er það lokaskref að fullri aðild sem félagsdeild Hells Angels. Skýrsla greiningardeildar ríkis- lögreglustjóra, sem birt var í febr- úarmánuði sl., greindi frá að Fáfn- ir hefði þá þegar hlotið viðurkenningu sem „stuðnings- klúbbur“ Hells Angels hér á landi. „Þar með hefur hópur manna á Íslandi stofnað til formlegra tengsla við alþjóðleg glæpa- samtök. Fyrir liggur að félagar í Fafner MC-Iceland stefna að fullri aðild að Hells Angels-samtök- unum,“ segir í skýrslunni. Tilraunir vítisengla til að ná fót- festu á Íslandi má rekja a.m.k. sjö ár aftur í tímann og hafa á þeim tíma hópar erlendra liðsmanna vítisengla ítrekað verið stöðvaðir við komu sína til Íslands. Er lög- regla þeirrar skoðunar að þessar aðgerðir hafi tafið fyrir að Fáfnir öðlaðist fulla aðild að samtök- unum. Yfirvöld hér á landi hafa átt í nánu samstarfi við hin Norður- löndin, en þónokkuð er síðan ríkislögreglustjórar Norður- landanna komu sér saman um þá stefnu að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi mótorhjólagengja. Aukin skipulögð glæpastarfsemi hefur enda, að sögn embættis Ríkislögreglustjóra, alls staðar fylgt í kjölfarið þar sem Hells Angels hafa náð að skjóta rótum. Líta á sem sitt svæði Næstu nágrannar Fáfnis í iðnaðarhluta Vallarhverfisins hafa þó ekki enn orðið varir við þá þró- un. Á sex mánaða tímabili, áður en Fáfnir flutti í hverfið voru 30 inn- brot framin í Vallarhverfinu og á tímabilinu mars til ágústloka á þessu ári voru þau 36. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu er þar ekki um teljandi mun að ræða í tíðni innbrota. Heimildir Morgunblaðsins herma engu síður að menn hafi á orði að dregið hafi úr innbrotum í fyrirtæki í iðnaðarhverfinu í næsta nágrenni félagsheimilisins. Þekkt sé erlendis frá að mót- orhjólagengi líti á svæðið í næsta nágrenni við sitt félagsheimili sem sína eign og það kunni ekki góðri lukku að stýra fyrir brotamenn að láta greipar sópa innan þess svæð- is. Skipulögð brota- starfsemi bönnuð Fáfnir getur sótt um fulla aðild að Vítisenglum í lok næsta árs Bann við þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi hluti af frumvarpi um breytingar á almennum hegn- ingarlögum sem lagt verður fram í fjórða sinn á haustþingi. Morgunblaðið/Sverrir Ekki á Íslandi Vítisenglar hafa oft verið stöðvaðir við komuna tll landsins. 1 Fyrsta skref til að verða fé-lagi í Vítisenglunum er aðvera skilgreindur sem áhangandi. Áhangendum er boð- ið að taka þátt í vissum við- burðum eða hitta vítisenglana á þekktum mótsstöðum. 2 Annað skref á þeirri lönguvegferð að öðlast fé-lagsaðild að vítisengl- unum er sem stuðningsfélagi og varir sú staða yfirleitt í eitt til tvö ár. 3 Þriðja skref er svo semvæntanlegur félagi. Þeirtaka þátt í vissum félags- athöfnum, en hafa ekki atkvæð- isrétt á meðan hæfni þeirra fyrir fulla félagsaðild er metin. 4 Til að verða fullgildur fé-lagi þarf væntanlegur fé-lagi að hljóta atkvæði annarra félaga og þarf yfirleitt meira en einfaldan meirihluta til. Liggi samþykki fyrir fer fram formleg innsetning þar sem væntanlegur félagi staðfestir tryggð sína í garð vítisenglanna. heimild Wikipedia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.