Morgunblaðið - 01.09.2009, Qupperneq 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Þetta helst ...
● GENGISVÍSITALA krónunnar lækkaði
lítillega í gær, eða einungis um 0,06%,
og er vísitalan nú 231 stig. Styrktist
krónan því sem þessu nemur, sam-
kvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði
Íslandsbanka.
Í lok síðustu viku styrktist krónan um
rúm 3%. Gengi Bandaríkjadollars er
um 124,7 krónur og evru 179 krónur.
gretar@mbl.is
Lítilsháttar styrking
● Íbúðalánasjóður
(ÍLS) gæti tapað
3,5 milljörðum
króna á falli
SPRON og
Straums Burðar-
áss. Sjóðurinn á
innlán hjá þessum
bönkum, en sam-
kvæmt tilkynningu
frá ÍLS er ágreiningur um skilgreiningu
innlána hjá þeim.
Segir í tilkynningunni að ef innlánin
verði skilgreind sem almennar kröfur í
þrotabú bankanna tveggja megi reikna
með að tap Íbúðalánasjóðs geti numið
um 3,5 milljörðum. gretar@mbl.is
ÍLS gæti tapað 3,5
milljörðum króna
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
MEIRI afgangur varð á vöruskipt-
um við útlönd í júlí en bráðabirgða-
tölur Hagstofu Íslands frá því í byrj-
un ágústmánaðar gerðu ráð fyrir.
Var afgangurinn 6,8 milljarðar
króna en ekki 6,4 milljarðar eins og
bráðabirgðatölurnar sögðu til um.
Afgangur á vöruskiptum við út-
lönd á fyrstu sjö mánuðum ársins
var 39,8 milljarðar króna. Þetta er
mikil breyting frá fyrra ári en þá
voru vöruskiptin neikvæð um 71,3
milljarða. Því er útkoman á fyrstu
sjö mánuðum þessa árs 111,1 millj-
arðs króna hagstæðari en í fyrra.
Minni eftirspurn
Mikill samdráttur í innflutningi á
þessu ári varpar ljósi á hve eft-
irspurn hefur dregist mikið saman
frá fyrra ári. Á tímabilinu frá janúar
til júlí á þessu ári voru fluttar út
vörur fyrir um 253 milljarða króna
og inn fyrir um 214 milljarða. Á
sama tímabili í fyrra voru hins vegar
fluttar út vörur fyrir um 355 millj-
arða og inn fyrir um 427 milljarða.
Útflutningur á föstu gengi dróst
saman um tæp 29% á milli ára en
innflutningur hins vegar um 50%.
Útfluttar iðnaðarvörur námu um
50% alls útflutnings á fyrstu sjö
mánuðum þessa árs. Verðmæti
þeirra var hins vegar um 30% minna
á föstu gengi en á sama tímabili í
fyrra. Verðmæti útfluttra sjávaraf-
urða var um 45% alls útflutnings og
var verðmæti þeirra um 14% minna
en á síðasta ári.
Verðmæti vöruinnflutnings á
tímabilinu frá janúar til júlí í ár var
um 50% minna en á sama tíma árið
áður, reiknað á föstu gengi. Sam-
dráttur varð í flestum liðum inn-
flutningsins. Þar munar mest um
innflutt flutningstæki, hrá- og
rekstrarvörur og fjárfestingarvörur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innflutningur Minna er nú flutt inn.
Vöruskiptin
áfram jákvæð
Meiri afgangur en áður var spáð
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SKILANEFND Glitnis er lang-
stærsti kröfuhafinn í þrotabú Fons
ehf., sem áður var í meirihlutaeigu
Pálma Haraldssonar. Alls nema
kröfur í búið 34,5 milljörðum króna,
en þar af eru kröfur Glitnis 23,7
milljarðar króna, eða 68,7% allra
krafna í búið. Af kröfum Glitnis eru
aðeins 570 milljónir veðkröfur.
Nýi Landsbankinn, NBI, er næst-
stærsti kröfuhafinn, með 4,8 millj-
arða kröfur. Kröfur NBI eru allar
veðkröfur á meðan langstærstur
hluti krafna Glitnis er almennar
kröfur. Almennar kröfur fást ekki
greiddar fyrr en veðkröfur og for-
gangskröfur hafa verið greiddar, en
til forgangskrafna teljast t.d. laun.
Vill fá aðgang að upplýsingum
Vilhjálmur Bjarnason hefur farið
þess á leit við Héraðsdóm Reykja-
víkur að dómurinn úrskurði um
skyldu skilanefndar Glitnis og
skiptastjóra Fons um að veita Vil-
hjálmi aðgang að upplýsingum er
varða kröfur Glitnis á hendur þrota-
búinu. Vilhjálmur rekur nú mál fyrir
Hæstarétti á hendur stjórn Glitnis
vegna meðferðar þeirra á fjármun-
um bankans.
Hafa skilanefnd og skiptastjóri
bæði hafnað beiðni Vilhjálms um að-
gang að þessum upplýsingum.
Skiptastjóri þrotabúsins, Óskar Sig-
urðsson, vísar í bréfi á skilanefndina,
en skilanefndin ber hins vegar við
bankaleynd.
Telur Vilhjálmur að ákvæði um
bankaleynd eigi hins vegar ekki við í
þessu tilfelli, annars vegar vegna
þess að þrotabú Fons sé annar lög-
aðili en Fons sjálft og hafi aldrei ver-
ið í viðskiptum við bankann. Þá hafi
Vilhjálmur einkaréttarlega hags-
muni af því að fá umrædd gögn, þar
sem hann telji að þau geti nýst hon-
um í dómsmálinu.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Óskar Sigurðsson, skiptastjóri
þrotabúsins, að forgangskröfur í bú-
ið muni að öllum líkindum fást
greiddar og veðkröfur sömuleiðis.
Hins vegar sé ekki hægt að slá á það
á þessu stigi hve mikið af almennum
kröfum fáist greiddar.
Segir hann að meðal þess, sem
verið sé að skoða, sé hvort hægt sé
að rifta samningi, sem þynnti hlut
Fons í Iceland Express, en jók hlut
Fengs ehf., annars félags í eigu
Pálma Haraldssonar.
Nær engin veð fyrir
kröfum Glitnis
Vilhjálmi Bjarnasyni neitað um upplýsingar um lán til Fons
Þrotabú Skiptastjóri þrotabús Fons er með til skoðunar gjörning, sem færði
Iceland Express til Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar.
Morgunblaðið/ÞÖK
Glitnir á tæp 70% krafna í
þrotabú Fons. Lítil veð eru fyrir
kröfunum og alls óvíst hve mikið
af þeim fæst greitt.
Í HNOTSKURN
»Veðkröfur í þrotabú Fonsnema alls 5,34 milljörðum
króna.
»Forgangskröfur nema30,9 milljónum.
»Almennar kröfur nemaalls 29,15 milljörðum.
VERÐ á neyslu-
vörum á evru-
svæðinu hélt
áfram að lækka í
ágústmánuði,
þriðja mánuðinn
í röð. Lækkunin
var þó minni en í
júlímánuði. Seg-
ir í tilkynningu
frá hagstofu svæðisins, Eurostat,
að þetta sé vísbending um að sam-
drátturinn á svæðinu sé á und-
anhaldi.
Vísitala neysluverðs á evrusvæð-
inu lækkaði um 0,2% í ágúst.
Lækkunin í júlí var hins vegar
0,7%.
Ekki hætta á keðjuverkun
Sérfræðingar evrópska seðlabank-
ans telja að verðhjöðnunin yfir
sumarmánuðina á evrusvæðinu sé
ekki upphafið að langvarandi
skeiði samdráttar, að því er fram
kemur í frétt AP-fréttastofunnar.
Segja sérfræðingarnir að ekki sé
hætta á því að sú staða sem nú er
uppi leiði til keðjuverkunar, þ.e.
minni eftirspurnar, lækkandi verð-
lags og enn meira atvinnuleysis,
eins og gerðist í kreppunni miklu á
fjórða áratug síðustu aldar.
Þá segir í frétt AP, að verulega
hafi dregið úr eftirspurn á neyt-
endamarkaði á fyrri hluta þessa
árs. Eftirspurnin sé hins vegar far-
in að aukast á ný með auknum
væntingum neytenda. gretar@mbl.is
Verðlækkun
á evrusvæði
● AÐALFUNDUR Teymis eftir end-
urreisn og nauðasamninga verður hald-
inn á morgun. Teymi á og rekur m.a.
Vodafone á Íslandi, Kögun, Skýrr og
EJS. Eftir fundinn taka kröfuhafar fé-
lagsins formlega við stjórnartaumunum
í Teymi en Nýi Landsbankinn verður
stærsti hluthafinn með 62,16 prósenta
hlut. Eignarhaldsfélagið Vestia, dótt-
urfélag Nýja Landsbankans, mun fara
með eignarhlutinn í Teymi fyrir hönd
bankans. Ekki liggur fyrir hvort breyt-
ingar verða gerðar á framkvæmda-
stjórn Teymis eftir aðalfund en ákvarð-
anir um slíkt verða í verkahring nýrrar
stjórnar. Nýlega átti forstjóri félagsins,
Árni Pétur Jónsson, frumkvæði að því
að eigin laun yrðu lækkuð umtalsvert.
thorbjorn@mbl.is
Landsbankinn stærstur
í Teymi eftir aðalfund
REKSTUR deCODE Genetics hefur
verið einfaldaður og að sögn Kára
Stefánssonar, forstjóra félagsins,
mun fyrirtækið einbeita sér að
greiningartækni í framtíðinni og
draga sig úr lyfjaþróun.
„Við erum hér ennþá og ekki
gleyma því að það eru nú ýmsir
farnir sem menn höfðu nú spáð að
myndu lifa lengur en við. Við höf-
um unnið að endurskipulagningu
og það hefur gengið nokkuð vel,“
segir Kári.
Í janúar á þessu ári keypti Nýi
Landsbankinn safn vaxtaberandi
skuldabréfa (e. portfolio) af de-
CODE, en um er að ræða fjármagn
sem sat fast í Lehman Brothers-
bankanum eftir bankahrunið. Áður
höfðu bæði Kaupþing og Glitnir
hafnað því að kaupa skuldabréfa-
safnið, en með sölu þess tryggði de-
CODE sér 1,4 milljarða króna sem
áttu að duga fyrir rekstrarkostnaði
út annan ársfjórðung þessa árs, eða
út lok júní sl. Ekki var þó öll nótt úti
hjá félaginu. Samkomulag við fyr-
irtækið Celera Corporation hefur
aukið tekjur deCODE nokkuð á
þessu ári og verið meðal þess sem
tryggt hefur áframhaldandi rekstr-
argrundvöll. Fyrirtækið á sem
stendur í viðræðum við fagfjárfesta
um aðkomu að rekstrinum, en Kári
segist ekki geta nafngreint þá að
svo stöddu. „Ég er bjartsýnn á
þessu augnabliki að þetta muni allt
koma til með að ganga upp,“ segir
hann. thorbjorn@mbl.is
„Við erum
hér ennþá“
Morgunblaðið/Golli
DeCODE Kári á í viðræðum við fag-
fjárfesta um aðkomu að rekstri.