Morgunblaðið - 01.09.2009, Side 16
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Ég er mjög þakklátur fyrirað hafa fengið að upplifaþann draum sem tiltölu-lega fáir fá að upplifa, að
spila með heimsfrægri hljómsveit
stóran hluta af ævinni. Margir eiga
erfitt með að höndla það þegar slík-
um ferli lýkur, en fyrir mig var það
ótrúlega lítið mál,“ segir trymbillinn
Anthony Leonard Woolnough, eða
Tony eins og hann er ævinlega kall-
aður. Tony er sultuslakur náungi,
einstaklega æðrulaus og með glitr-
andi skopskyn. Sem er vel við hæfi,
því hann var trommari stóran hluta
af ævi sinni í hinni frægu bresku glit-
rokksveit The Glitter Band. Tony
flutti til Íslands fyrir rúmum þremur
árum, en hann fann ástina óvænt hér
í norðrinu. „Örlögin leiddu mig og
núverandi sambýliskonu mína sam-
an, hana Láru Hönnu Einarsdóttur,
en hún var leiðsögumaður minn í
þessari ferð minni hingað til lands.
Núna vil ég hvergi annars staðar
búa en á Íslandi. Ég er líka í tveimur
vinnum og hlýt því að vera orðinn
sannur Íslendingur,“ segir hann og
glottir skelmislega.
Ellefu ára strákur í hljómsveit
Tony ólst upp í bænum Great
Yarmouth á austurströnd Bretlands,
þar sem veiðar á fiskinum í hafinu og
verkun hans var aðaluppistaða at-
vinnulífsins. Ekki vann hann þó
sjálfur mikið við fisk en tónlistar-
hæfileikar hans komu aftur á móti
fljótt í ljós. „Enginn vissi hvaðan
þessi tónlistargáfa mín kom, því það
var ekkert tónlistarfólk í minni fjöl-
skyldu nema móðurafi minn sem
hafði spilað á harmonikku. For-
eldrar mínir studdu mig heilshugar
og ég byrjaði að læra á fiðlu þegar ég
var sjö ára og var í klassísku fiðlu-
námi til fimmtán ára aldurs. Ellefu
ára gamall var ég kominn í hljóm-
sveit sem hét The young ones, en við
vorum allir 11 ára sem skipuðum þá
hljómsveit. Við komum fram op-
inberlega nokkrum sinnum og allt
frá því ég var 11 ára hefur tónlist
verið mitt aðalviðfangsefni,“ segir
Tony sem er jafnvígur á ýmis hljóð-
færi, en hann var gítarleikari í þess-
ari fyrstu hljómsveit sinni. „Ég spil-
aði í mörgum böndum fram til
rúmlega tvítugs og þegar ég var sex-
tán ára var ég byrjaður að túra með
Emi Sun, sem var hópur tónlistar-
fólks sem ferðaðist um og spilaði op-
inberlega.“
Áheyrnarprufan örlagaríka
Þegar Tony var 22 ára urðu vatna-
skil í lífi hans. „Það var í nóvember
árið 1973 og ég á henni Barböru, þá-
verandi kærustu minni og seinna
eiginkonu minni, að þakka þetta
hlutskipti, en hún rak mig á lappir og
nánast skipaði mér að fara í áheyrn-
arprufu til London hjá Gary Glitter
sem þá var nýkominn úr tónleika-
ferð til Ástralíu. Hann vantaði annan
trommara í bandið sitt en ég vissi að
rúmlega þrjú hundruð manns kæmu
í þessa prufu og ég hafði enga trú á
að ég hreppti hnossið, svo ég ætlaði
Orðinn sannur Íslendingur
Morgunblaðið/Eggert
Nýtur hvers dags Tónlist hefur verið aðalviðfangsefni Tonys frá því hann var ellefu ára strákur. Hann flutti stúdíóið sitt með sér til Íslands frá London.
Hann var á tónleika-
ferðalögum tíu mánuði á
hverju ári í 13 ár. Það
var á árum glitrokksins
þegar hann var með-
limur í hljómsveitinni
The Glitter Band. Nú býr
hann á Íslandi og unir
hag sínum vel.
ekkert að fara. En sem betur fer þá
sparkaði Barbara mér fram úr rúm-
inu og eftir það gerðist allt mjög
hratt. Þetta var frekar óraunveru-
legt fyrir mig, ungan drenginn. Ég
var ráðinn trommari í The Glitter
Band á sunnudagskvöldi, glitrandi
búningar voru saumaðir á okkur á
mánudegi og á þriðjudegi vorum við
komnir í stúdíó í upptöku fyrir hinn
fræga tónlistarsjónvarpsþátt Top of
the Pops. Næsta dag vorum við
staddir í París að halda tónleika og
fljótlega eftir það í Rainbow Theatre
í London að spila á tónleikum. Þetta
var „instant fame“ og ég var í raun
skelfingu lostinn.“
Djamm og stuð í glitrokkinu
Framundan voru þrettán ár, frá
1973-1986, þar sem Tony var á tón-
leikaferðalögum tíu mánuði á hverju
einasta ári. „Þetta var ævintýra-
legur tími og ótrúleg lífsreynsla. Við
túruðum um allan heim. Afríka er
eina heimsálfan þar sem við héldum
ekki tónleika. Reyndar stóð það til
árið 1975 en þeim var aflýst vegna
þess að heimamenn vildu hafa
tvenns konar verð á tónleikamið-
unum, eitt fyrir hvíta og annað fyrir
svarta. Við vildum ekki taka þátt í
því.“ Tony játar fúslega að rokklífið
og frægðin hafi vissulega einkennst
af djammi og ekki hafi verið skortur
á kvenfólki. „En ég hætti að túra ár-
ið 1986 þótt ég héldi áfram að spila
með þeim og ég kom síðast fram með
bandinu árið 2002 í Rússlandi.“
Missti besta vininn
Skömmu eftir tónleikana í Rúss-
landi greindist Gerry Shephard,
einn af meðlimum hljómsveit-
arinnar, með krabbamein. „Gerry
var ekki bara besti vinur minn í
hljómsveitinni, hann var minn besti
vinur. Þetta var mjög átakanlegt en
hann kvartaði aldrei. Ég sat yfir
honum og annaðist hann ásamt kær-
ustu hans á þessu lokatímabili lífs
hans, en hann lést ári eftir að hann
greindist. Það var mikil eftirsjá í
honum. Auk þess að vera frábær vin-
ur þá var hann mjög hæfileikaríkur
tónlistarmaður og lagahöfundur.“
Tony segir að óhjákvæmilega sé
mikil samvera og nánd meðal hljóm-
sveitarmeðlima sem ferðast og spila
svo mikið saman sem raunin var hjá
þeim í The Glitter Band. „Við lifðum
hver í annars vasa í fjöldamörg ár og
því var það virkilega mikið áfall þeg-
ar söngvari hljómsveitarinnar var
dæmdur fyrir vörslu barnakláms í
tölvu sinni og seinna fyrir að misnota
börn á Taílandi. Við höfum ekki tal-
ast við síðan þetta gerðist og ég skil
ekki hvernig honum tókst að halda
þessari sjúklegu hneigð sinni leyndri
fyrir okkur í öll þessi ár, því nægar
voru freistingarnar.“
Á sitt eigið stúdíó
Þegar Tony flutti til Íslands seldi
hann trommusettið sitt en hann
flutti aftur á móti með sér hingað til
lands upptökustúdíó sitt frá London
sem hann hafði átt og rekið allt frá
1980. Hann hefur unnið fyrir Saga
Film og Pegasus frá því hann flutti
hingað. „Ég er aðallega í því að fá
umboð eða leyfi fyrir tónlist sem not-
uð er í auglýsingagerð, en þá er
nauðsynlegt að vera vel tengdur inn
í tónlistarheiminn. Það getur til
dæmis verið nokkurra daga vinna að
fá leyfi til að nota tónlist látins
manns,“ segir Tony, sem vinnur
einnig sem næturvörður á hóteli í
Reykjavík. „Ég kann því vel og hef
eignast marga góða vini í gegnum þá
vinnu. Það hentar mér vel að vinna
næturvaktir aðra hverja viku og
„Þetta var „instant fame“
og ég var í raun skelfingu
lostinn.“
sinna stúdíóvinnunni þess á milli. En
vissulega var skrýtið að fara aftur að
vinna undir stjórn einhvers, því ég
hafði ekki gert það frá því ég var 22
ára, þegar ég vann á gasstöð í Man-
chester.“
Sonurinn vill spila á Airwaves
Tony heimsækir heimalandið
Bretland árlega, þar sem hann á
tvær systur og tvo bræður sem og
aldraða móður. Þar býr líka eina
barn hans, sonurinn Rory, sem er 23
ára. „Hann er á kafi í tónlist, rétt
eins og ég. Hann er trommari í
hljómsveitinni Rotary Ten en auk
þess er hann laga- og textahöfundur.
Hann og hljómsveit hans hafa áhuga
á að spila á Airwaves hér á landi og
vonandi verður af því einn daginn.
Ég á von á honum í heimsókn í fyrsta
sinn hingað til lands á þessu ári eða
næsta og hlakka til að sýna honum
Ísland.“
Tony er bjartsýnn á framtíðina og
hann segir lífið vera gott. „Mitt lífs-
mottó er að láta hverjum degi nægja
sína þjáningu og njóta hans. Við höf-
um fengið að kynnast því síðustu
misserin að allt er breytingum háð
og ekkert er öruggt, svo það er eins
gott að njóta þess sem við höfum,“
segir Tony og brosir breitt.
Breska glitrokksveitin The Glitter
Band hét upphaflega The Glittermen
og spilaði þá fyrst og fremst sem með-
spilarar fyrir söngvarann Gary Glitter.
En frá árinu 1973 fór hljómsveitin að
gefa út hljómplötur undir eigin nafni
og margoft sátu lög The Glitter Band á
toppi breska vinsældarlistans. Dæmi
um vinsælustu lög þeirra er: Angel
face, Goodbye My Love og The Tears I
Cried.
Hljómsveitina skipuðu auk söngv-
arans Gary Glitters, þeir Gerry Shep-
hard, John Springate, Pete Phipps,
Tony Leonard, Harvey Ellison og John
Rossall. Enn þann dag í dag eru tvær
hljómsveitir starfandi undir þessu
nafni og í þeim eru gömlu hljómsveit-
armeðlimirnir að Tony og Gerry Shep-
hard frátöldum.
Í þá gömlu
góðu daga
16 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Glitrandi Þeir voru skrautlegir strákarnir í hljómsveitinni The Glitter Band.
Trommarinn
Tony á hátindi
frægðar sinnar.