Morgunblaðið - 01.09.2009, Qupperneq 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
✝ SigurvaldiBjörnsson fæddist
á Hrappsstöðum í
Víðidal 21. febrúar
1927. Hann lést á
nýrnadeild, 13 E, á
Landspítala við
Hringbraut 16. ágúst
síðastliðinn eftir 10
daga legu þar.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríður
Jónsdóttir og Björn
Ingvar Jósefsson sem
bjuggu á Hrapps-
stöðum allan sinn bú-
skap eða til 1947. Sigurvaldi var sá
fimmti í röð 11 systkina. 10 kom-
umst upp en eitt lést sem ungbarn.
Þau eru: Tryggvi, f. 1919, d. 2001.
Guðrún Ingveldur, f. 1921, d. 2002.
Stúlka, f. 1922, d. 1923. Jósefína, f.
1924, býr í Kópavogi. Ásgeir
Bjarni, f. 1925, d. 2009. Steinbjörn,
f. 1929, býr í Reykjavík. Tvíbura-
systurnar Álfheiður og Guðmund-
ína Unnur, f. 1931, búa í Garðabæ
og Kópavogi. Sigrún Jóney, f. 1933,
Kristján Heiðar, f. 1957. Þeirra
dóttir Kristjana. 3) Sigríður Bryn-
dís, f. 1959, maki Sævar Rúnar Ein-
arsson, f. 1960. Þau eiga þrjár dæt-
ur: Elínu Sigríði, Hafdísi Elfu og
Eyrúnu Lýdíu. 4) Sigtryggur Ás-
geir, f. 1963, maki Þorbjörg Vigdís
Guðmundsdóttir, f. 1966, þau eiga
eina dóttur, Jóhönnu Helgu. 5) Pét-
ur Hafsteinn, f. 1964, maki Bjarney
Alda Benediktsdóttir, f. 1967, þau
eiga þrjú börn, Ármann, Kristrúnu
og Maríu.
Sigurvaldi ólst upp á Hrapps-
stöðum fyrstu æviárin, en var
snemma sendur til að vinna fyrir
sér sem léttadrengur á ýmsum
stöðum. Hann lauk hefðbundnu
grunnskólanámi þess tíma. Fór síð-
an í vinnumennsku í Hvammi í
Vatnsdal í nokkur ár. Síðan í
Bændaskólann á Hvanneyri í tvo
vetur. Keypti jörðina Litlu-
Ásgeirsá í Víðidal, þar sem þau Ól-
ína bjuggu í 40 ár, en síðustu 16 ár-
in á Hvammstanga.
Útför Sigurvalda fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 1. sept-
ember, og hefst afhöfnin klukkan
14. Jarðsett verður í Víðidalstungu-
kirkjugarði.
Meira: mbl.is/minningar
býr á Blönduósi, og
Gunnlaugur, f. 1937,
bóndi í Nípukoti.
Sigurvaldi kvæntist
27. maí 1956 Ólínu
Helgu Sigtryggs-
dóttur, f. 20.9. 1937 í
Öxnatungu í Víðidal.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Jónína
Pétursdóttir og Sig-
tryggur Jóhannesson.
Börn þeirra eru:
1) Björn Sigurður,
f. 1955. Fyrri sam-
býliskona Anna Heið-
rún Jónsdóttir, f. 1957, þeirra börn
eru tvö: Leó Viðar og Helga Sig-
urrós. Þau slitu samvistir. Seinni
sambýliskona: Anna Heiða Harð-
ardóttir, f. 1972, þau eignuðust þrjú
börn, Sigurvalda sem lést við fæð-
ingu, Björn Gabríel og Brynhildi
Írenu Sunnu. Þau slitu samvistir. 2)
Ingibjörg Guðrún, f. 1956. Fyrri
maki Gísli S. Reimarsson, f. 1949,
lést 1991. Þeirra börn eru tvö:
Gunnar og Jóhanna. Seinni maki:
Elsku pabbi, þá er komið að leið-
arlokum. Baráttan stóð í 10 daga og
var hörð, þú ætlaðir sko að hafa betur.
Að sitja við sjúkrabeð þinn þessa
daga var lærdómsríkur tími, sem ég
þakka fyrir að hafa tekið að mér. Þar
leituðu margar minningar á hugann
og þú ræddir margt úr þinni bernsku.
Að vera sendur í vist af og til aðeins
sex ára hefur bara þýtt eitt í þá daga,
að duga eða drepast, vorkunnsemi
var ekki til. Þetta hefur eflaust mótað
þína barnssál, skrápurinn þurfti að
vera harður til að standast allt sem til
var ætlast af þér.
Á unglingsárunum var hann nokk-
ur ár vinnumaður í Hvammi og Marð-
arnúpi í Vatnsdal, þar lærði hann
margt hagnýtt sem kom honum til
góða síðar í búskapnum. Hann kynnt-
ist mörgu góðu fólki í Vatnsdalnum,
sem alla tíð hefur haldið góðu sam-
bandi við hann, þótt margir séu nú
þegar látnir.
En þú hélst ráði og rænu fram á
síðasta dag. Spurðir mig t.d. hvort bú-
ið væri að semja „gangnaseðilinn“ og
hvort „strákarnir“ væru búnir að
heyja mikla há, og hvort kvígurnar
væru farnar að leggja af. Hugurinn
var lengstum í sveitinni enda unnir þú
æskustöðvum þínum. Þú varst rétt-
arstjóri í Víðidalstungurétt í 26 ár.
Það varð þér mikið áfall þegar þú
þurftir að hætta að fara í göngur ekki
fimmtugur vegna aðgerðar á baki.
Pabbi sat í ýmsum nefndum og ráð-
um eins og sóknarnefnd, barnavernd-
arnefnd var stefnuvottur sýslumanns
í mörg ár forðagæslumaður og
gangnastjóri. Hann var annálaður
fyrir dugnað, ósérhlífni og kappsemi
og geymdi aldrei til morguns það sem
hægt var að gera í dag. Hann lagði
mikla áherslu á að verslun skyldi
haldast í heimabyggð og verslaði
sjálfur allt þar, þótt verðið væri hálf-
skrítið að sjá fyrir aðkomumenn og
launin lítil.
Aldrei flíkaðir þú tilfinningum þín-
um og kvartaðir aldrei. Þú fylgdist vel
með börnum og barnabörnum, varst
umhyggjusamur og úrræðagóður afi
og faðir sem gafst okkur holl ráð og
hvattir okkur til dáða. Pabbi var þrot-
inn að öllum kröftum og hefur eflaust
kvatt saddur lífdaga. Mikil ró og frið-
ur var yfir honum og bros á vör. Ég
veit að vel verður tekið á móti þér af
gengnum vinum, foreldrum, sveit-
ungum og systkinum. Ef til vill verður
farið í reiðtúr og tekið í spil. Ég sé þig
fyrir mér ríðandi á grænum grundum
með tvo til reiðar að fara í göngur.
Missir mömmu er mikill og breyting-
ar miklar sem og okkar allra.
Ég sendi mömmu og systkinum
mínum mökum og öllum öðrum að-
standendum mínar bestu samúðar-
kveðjur. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Ingibjörg Guðrún.
„Við skulum bæta í réttina“ glumdi
við í Víðidalnum er ég kom þar fyrst í
réttir. Þessi orð frá réttarstjóranum
eru mér fersk í minni og átti ég eftir
að heyra þau oftar og kynnast mann-
inum betur en við Ingibjörg dóttir
hans Valda á Litlu Ásgeirsá áttum
eftir að rugla saman reytunum okkar
og ég að koma oft í dalinn hans. Valdi
var oft gangnaforingi og réttarstjóri,
vel virtur við þau störf sem og öll önn-
ur störf sem hann tók að sér. Hann
var annálaður fyrir dugnað, sam-
viskusemi og foringjahæfileika enda
oft falin trúnaðarstörf fyrir sína
heimabyggð.
Um það leyti sem ég fer að kynnast
Valda er hann að hætta búskap og
synir hans Björn og Sigtryggur að
taka við en Valdi hafði ásamt Lóu
konu sinni byggt jörðina upp af mikl-
um myndarskap. Valdi var hygginn
maður og vildi sjáanlega láta syni sína
og tengdadætur taka við jörðinni á
meðan unga fólkið hefði vilja til og
hann hefði fullt þrek og þrótt til að
flytjast á nýjan stað. Alla tíð fylgdist
hann vel með búskapnum hjá sonum
sínum á Ásgeirsá og Pétri syni sínum
á Torfustöðum og gladdist yfir nýjum
áföngum í uppbygginu þeirra.
Valdi sýndist nokkuð hress fram á
það síðasta og hugsun ávallt skýr þótt
sjónin væri orðin döpur. Þá ók hann
um Hvammstanga á bíl sínum og
virðist það vera svo fyrir norðan að
þegar sjóndaprir aka bílum þá víkja
bara sveitungarnir aðeins meir en
venjulega. Að aka um á bílnum hans á
Tanganum var eins og að vera á
sjúkrabíl í forgangsakstri því allir
virtust þekkja þennan litla rauða bíl,
meira að segja þeir sem voru langt að
komnir.
Valdi var oft lánsamur á sinni ævi
en sennilega aldrei eins og þegar
hann náði í sína góðu konu sem stóð
eins og klettur við hlið manns síns til
allra verka. Undir það síðasta varð
Valdi að vera í nýrnavél hálfan sólar-
hringinn og þurfti mikla umönnun.
Lóa stóð vaktina, sá um vélina og að
allt gengi snurðulaust og að hann
hefði það sem best. Sjálf gleymdist
hún þá eins og oft vill verða um maka
sjúklinga sem þurfa mikla aðhlynn-
ingu heima við og kerfið gerir ekki
ráð fyrir. Valdi hugsaði ákaflega mik-
ið og vel um börn sín og barnabörn og
gaf þeim ávallt góð ráð enda voru
hans seinustu orð á banalegunni beint
til þeirra um giftu og samviskusemi út
í lífið.
Ég hef lesið í bókum að Guð taki
unga þá sem hann unni mest. Það er
gott til þess að vita að sá aldur er af-
stæður. Sigurvaldi Björnsson lést á
nýrnadeild Landspítalans þar sem
m.a. dætur hans höfðu vakað yfir hon-
um. Rétt fyrir andlátið gafst honum
tími til að segja að sveitungar hans
væru komnir að sækja hann. Síðan
varð mikil ró og friður. Megi góður
Guð geyma Sigurvalda.
Við minnumst þín og þökkum þér
það sem þú varst okkur öllum. Alltaf
sá leiðtogi sem hægt verður að vitna
til í heiðarleika, orðheldni og kær-
leika.
Ég votta eiginkonu hans, börnum
og barnabörnum og öllum aðstand-
endum mína dýpstu samúð.
Kristján Heiðar.
Sigurvaldi Björnsson
Fleiri minningargreinar um Sig-
urvalda Björnsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Okkar ástkæra
AGNA GUÐRÚN JÓNSSON,
áður til heimilis
Barðavogi 1,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 2. september kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristján S. Sigmundsson, Guðrún H. Guðlaugsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi,
HÖSKULDUR STEFÁNSSON
frá Illugastöðum í Laxárdal,
A-Húnavatnssýslu,
fyrrv. verkstjóri
í Sútunarverksmiðju Loðskinns á Sauðárkróki,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss sunnudaginn 30. ágúst.
Útförin mun fara fram í Reykjavík og verður hún auglýst síðar.
Valný Georgsdóttir,
Erla Höskuldsdóttir,
Sigrún Höskuldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN SÆMUNDSSON
vélstjóri,
Kirkjubraut 17,
Innri-Njarðvík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi
sunnudaginn 30. ágúst.
Guðrún Jónsdóttir, Gylfi Guðmundsson,
Kolbrún Jónsdóttir, Páll Á. Jónsson,
Hrafnhildur Jónsdóttir, Skúli R. Þórarinsson,
afabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær sonur minn, stjúpsonur, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, mágur og afi,
GUÐMUNDUR JÓHANNES TÓMASSON,
Hverfisgötu 125,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 28. ágúst.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
föstudaginn 4. september kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðni Þórðarson,
Vega Rós Guðmundsdóttir, Dylan Kincla,
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
Andreas Guðmundsson,
Guðrún Tómasdóttir,
Hulda Rós Guðnadóttir,
Sunna Jóna Guðnadóttir, Matej Hlavacek,
Brynja Þóra Guðnadóttir, Andri Páll Pálsson
og barnabarn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN ÞORSTEINS HJALTASON,
Glói,
lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 29. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigríður Steindórsdóttir,
Steindór Jónsson, Anna Þórný Jónsdóttir,
Helgi Vigfús Jónsson, Ingibjörg Jónasdóttir,
Lára Magnea Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
INGIBJÖRG ÁLFSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn
20. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
hlýhug við andlát hennar og starfsfólki Sunnuhlíðar þökkum við góða
hjúkrun og umönnun.
Jóhanna Sigurrós Árnadóttir, Svanur Tryggvason,
Gunnar Árnason, Guðný Jónasdóttir,
Helga Elísabet Árnadóttir, Reynir Gústafsson,
Jóhann Árnason, Hafdís Karlsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, mágur og afi,
HÖRÐUR HALLDÓRSSON,
Furugrund 54,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 27. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn
4. september kl. 11.00.
Þórdís Sigtryggsdóttir,
Eiríkur A. Harðarson,
Haukur Harðarson,
Sigtryggur Harðarson, Katrín Helga Reynisdóttir,
Vildís Ósk Harðardóttir, Steindór Guðmundsson,
Svanur Halldórsson, Jóhanna Jóhannsdóttir
og barnabörn.