Morgunblaðið - 01.09.2009, Side 22

Morgunblaðið - 01.09.2009, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 ✝ ÞorsteinnBroddason fædd- ist í Reykjavík, 16. júlí 1948. Hann varð bráðkvaddur við Svarthöfða í Borg- arfirði 24. ágúst sl. Foreldrar hans voru Guðrún Þorbjarn- ardóttir, f. á Bíldudal 10.1. 1915, d. 5.6. 1959, og Broddi Jó- hannesson, f. í Litla- dalskoti í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði 21.4. 1916, d. 10.9. 1994. Systkini Þorsteins eru Guðrún, f. 22.8. 1941, Þorbjörn, f. 30.1. 1943, Ingibjörg, f. 23.6. 1950, Broddi, f. 17.10. 1952, og Soffía, f. 4.6. 1959. Fyrri eiginkona Þorsteins er Sig- ríður Magnúsdóttir, f. 8.2. 1950. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Vin, f. 19.4. 1973, gift Daníeli Karli Ás- geirssyni og eiga þau 2 börn, Stefán Brodda, f. 25.5. 1995, og Eir Lilju, f. 11.7. 2001. b) Daði, f. 22.12. 1974, kvæntur Maríu Helen Wedel, dóttir þeirra er Sunna, f. 19.3. 2000. Árið 1984 kvæntist Þorsteinn Guðríði Steinunni Odds- dóttur, f. 11.3. 1948. Sonur þeirra er Odd- ur Broddi, f. 12.3. 1984. Þorsteinn ólst upp í Reykjavík en fjöl- skyldan bjó öll sumur í Sumarhúsum í Skagafirði. Móðir Þorsteins lést 1959 og faðir hans kvæntist Friðriku Gestsdóttur 1965. Þor- steinn lagði stund á nám í hagfræði við Lundarháskóla 1973-1979. Þor- steinn sinnti ýmsum störfum en kennsla var honum ávallt hugleikn- ust og hann sneri ítrekað aftur til kennslustarfa. Síðustu tíu árin var Þorsteinn kennari við Klébergskóla á Kjalarnesi. Útför Þorsteins fer fram frá Nes- kirkju í Reykjavík í dag, 1. sept- ember, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Pabbi hafði einstakan hæfileika til að finna til með öðrum. Hann hafði sérstaka samúð með börnum og þau hændust að honum. Hann missti mömmu sína ungur og ég held að það hafi orðið til þess að hann skildi að börn þjást meira en þeir sem eldri eru. Hann hugsaði nær aldrei um sjálfan sig en því meir um aðra en var þó hamingju- samasti maður sem ég hef þekkt. Hann fann sér gleðiefni í öllu mögulegu og var alltaf forvitinn og fróðleiksfús. Það er lærdómsríkt fyrir þá sem eru sífellt að reyna að verða hamingjusamir með því „að elska sjálfan sig“ (ég er ekki und- anskilin). Pabbi var hvers manns hugljúfi og kom fram við alla af hlýju og virðingu, því fremur sem þeir stóðu neðar í samfélagsstiganum eða áttu bágt á einhvern hátt. Hann var gíf- urlega vel að sér um flesta hluti og var leikandi skýr og hugmyndarík- ur. Hann hafði einstaka máltilfinn- ingu. Hann átti auðvelt með nám en einhæfni og endurtekningar voru honum kvöl. Pabbi fór í háskólanám í þjóð- hagfræði í Lundi, Svíþjóð árið 1973. Hann sleppti mastersritgerð og fór beint í doktorsnám. Mamma fór með okkur börnin til Íslands jólin 1978 en pabbi sneri aftur til Íslands vorið 1979 til að sjá um okkur og lauk því aldrei námi. Það var dæmi- gert fyrir forgangsröðun pabba. Pabbi var kennari af guðs náð þó ekki hefði hann kennarapróf. Hann vakti alltaf áhuga nemandans með eigin áhuga og skýrði efnið þannig að maður skildi það í sögulegu og fræðilegu samhengi. Hann var allt- af hlýlegur og skemmtilegur en aldrei óþolinmóður þó maður skildi ekki strax. Pabbi reyndist fjölda barna vel og hjálpaði mörgum sem áttu við námserfiðleika að stríða á skrið í námi og uppskar þakklæti foreldra og barna. Hann var hug- myndaríkur og ráðagóður í kennslu. Til dæmis kenndi hann 12 ára stúlku í Hólabrekkuskóla sem var ólæs og óskrifandi að lesa og skrifa með því að tengja stafina við myndir. Það var mikil gleði þegar stúlkan gat skrifað foreldrum sín- um kort. Það er dæmigert fyrir ástand menntamála að þessum góða kenn- ara var sagt upp störfum í vor. Skólinn hafði ekki leyfi til að neita menntuðum kennurum um vinnu en halda manni sem ekki hafði kenn- arapróf. Forgangsröðunin er þann- ig að fagpólitík gengur fyrir heill barnanna okkar. Þjóðfélag okkar verður hvorki vel menntað né rétt- látt nema við breytum þessum hugsunarhætti. Stéttin sem ávöxt bestan bar barni sérhverju stakkinn skar. Prýði þjóðar og perla var próflausir barnakennarar. (Baldur Baldvinsson.) Vin Þorsteinsdóttir. Elsku besti pabbi minn. Það er svo margt sem þú skildir sem ég er bara rétt byrjaður að skilja. Ég vildi að ég hefði fengið meiri tíma til að skilja hlutina með þér. Umfram allt annað skildir þú alltaf hvað skipti mestu máli. Miss- ir okkar eftirlifandi er óbærilegur en ég mun reyna að miðla lífsvisku þinni áfram til hennar Sunnu minnar. Daði Þorsteinsson. Vertu blessaður Steini minn, það var gaman að kynnast þér, þú varst yndislegur maður. Þetta verður ekki auðvelt fyrir dóttur þína, barnabörnin þín eða mig. Það er stórt það skarð sem myndast núna við fráfall þitt. Þú og Lágholt 2b voruð að mörgu leyti miðpunkt- ur hjá „litlu fjölskyldunni“. Hlýja þín var óviðjafnanleg og hafði eng- in takmörk. Börnin og barnabörnin þín voru þér allt. Eitt skýrasta dæmi þess var þegar þú og Systa fluguð til Svíþjóðar til að kveðja okkur áður en við fórum í heims- reisuna, elduðuð handa okkur lambalæri og fluguð svo til baka til Íslands næsta dag. Þér og Systu þótti ekki mikið mál að „skutlast“ 200 km fram og til baka í Stykk- ishólm með Stefán Brodda og Eiri Lilju. Þær voru ófáar umræður okkar við „viskusteininn“ fyrir ut- an Lágholt 2b. Ég hlakkaði alltaf til að koma í heimsókn og ræða málin. Skerpa þín og innsæi voru aðdáunarverð, þú varst svo litríkur í hugsun. Þó hagfræði og pólitík væru venjuleg umræðuefni okkar þá var „pedagógík“ greinilega eitt af uppáhaldsumræðuefnum okkar beggja þar sem umræðan endaði oftast þar. Mér þótti einstaklega gaman að því hve hugfanginn þú varst af rannsóknarverkefni mínu. Því miður varð aldrei af því að ég kæmi upp í Klébergsskóla og tal- aði við nemendur þína um lífeðl- isfræði eins og þú hafðir beðið mig um. Vin, Stefán Broddi, Eir Lilja, Systa, Oddur Broddi, Daði, María og Sunna. Minningar um „afa“ Steina verða okkur sem næring sem mun veita okkur hamingju um ókomin ár, gera okkur að betri manneskjum. Ég var stoltur af því að vera tengdasonur þinn, ég var stoltur af því að vera vinur þinn. Daníel Ásgeirsson. Hann afi Steini (Þorsteinn Broddason) var ótrúlega sérstök manneskja. Hann var alltaf til í að gera allt mögulegt, hann var alltaf ánægður, hann var alltaf til í tusk- ið. Hann var frábær afi sem var alltaf til staðar fyrir okkur, fyrir hvað sem við þurftum. Seinasta skipti sem við sáum elsku afa okk- ar var þegar hann keyrði hring í kringum Stykkishólm og kíkti til okkar og kvaddi okkur þar sem við vorum á dönsku dögunum. Hvern hefði grunað að það væri síðasta sinn sem við fengum að sjá afa. Hann kenndi mér (Stefán Broddi) allt sem ég hef lært í íslensku (allavega 90%) og hjálpaði mér með öll hin fögin, hann hafði ein- staka kennarahæfileika. Hann var maður sem kunni að lifa lífinu og var alltaf ánægður. Bíltúrarnir voru æðislegir. Hann var góð manneskja sem við munum alltaf muna eftir. Við elskum afa og hann mun lifa áfram í minningum okkar um alla tíð. Við söknum hans svo mikið. Það er ekki ennþá liðin vika síðan við sáum hann síðast. Stefán Broddi og Eir Lilja Daníelsbörn Mig langar til að minnast með nokkrum orðum fyrrverandi eig- inmanns míns, hans Steina Brodda. Þótt hjónaband okkar hafi ekki verið langlíft í árum talið urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast saman tvö yndisleg börn, þau Vin og Daða. Sama ár og við giftumst fluttum við út til Lundar í Svíþjóð þar sem Steini fór í háskólanám. Á þessum tíma var Svíþjóð einkar vinsælt land meðal íslenskra námsmanna og flykktust þeir þangað unnvörpum. Fljótlega varð heimili okkar Steina að nokkurs konar umferð- ar- og sálfræðimiðstöð fyrir land- ann. Helgaðist það einkum af því að Steini tók öllum opnum örmum, jafnt að nóttu sem degi, og vildi hvers manns vanda leysa. Var þá oft setið fram eftir nóttum og mál- in rædd í þaula og brotin til mergjar og þá var hann Steini nú í essinu sínu! Og alltaf kom maður í manns stað og sumir dvöldu leng- ur en aðrir, jafnvel svo skipti mán- uðum. Oft fór það svo að náms- lánin þoldu illa þessa gestrisni og ég man að stundum var ekki til nema kannski hálfur hveitipoki og smávegis molasykur í kari og kannski vika í næstu námslán! En alltaf gat hann Steini búið eitthvað til úr þessu, bakað hina ýmsu platta og skonsur sem héldu í okk- ur lífinu síðustu dagana. Samskipti okkar Steina í sam- bandi við börnin hafa alltaf verið mjög góð og svona eftir á að hyggja sé ég að það var ekki síst vegna þess að hann leyfði mér að ráða ferðinni! En það er einmitt svo lýsandi fyrir hann, allar hans gerðir höfðu það eitt að markmiði að vera þeim til góðs, alla tíð. Eins vorum við, ég og dætur mínar þrjár, alltaf velkomnar á heimili hans og Systu og þær minnast hans allar fyrir hans einstöku sósugerðarlist. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en vil að lokum nefna eitt. Að kvöldi 24. ágúst var ég með símann í höndunum að senda skilaboð til einnar dóttur minnar þess efnis að amma hennar, móðir mín, hefði dáið þennan sama dag fyrir 20 árum síðan. Einmitt þá hringdi Vin og sagði mér dán- arfregnina. Þau voru svo góðir vinir, mamma og Steini. Þær eru skrítnar tilviljanirnar stundum. Ég vil svo bara kveðja þig Steini minn og þakka þér sam- veruna. Sigríður Magnúsdóttir Þorsteinn Broddason Blíður glaður, fyrirtaksmaður, aufúsugestur börnunum bestur. Sárt er að kveðja, ekki okkar að velja. „The purpose of life is to have a life of purpose“. Farðu vel, höfðingi, þú gerðir lífið betra. Gott að hafa þekkt þig, þín er sárt saknað biðjum að heilsa. Guðrún (Gunna tunna), Risto og börn. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Broddason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, ERNA MARÍA LUDVIGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þau sem vilja minnast hennar láti líknardeildina í Kópavogi njóta þess, sími 543 1159. Haraldur Sch. Haraldsson, Pétur Albert Haraldsson, Berglind Johansen, Unnur María Haraldsdóttir, Helgi Bjarnason, Haraldur Ludvig Haraldsson, Pétur Ludvigsson, Nína Birgisdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR BRYNJAR SIGURÐSSON, Sunnuhlíð 21a, Akureyri, áður til heimilis á Hellu, Grenivík, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 28. ágúst. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju fimmtudaginn 3. september kl. 13.30. Sigríður Sigurjónsdóttir, Sólveig Brynjarsdóttir, Björn Aðalsteinsson, Elín Brynjarsdóttir, Guðmundur V. Guðmundsson, Bessi Brynjarsson, Hafdís Garðarsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Elskuleg dóttir okkar, móðir og systir, BYLGJA BJARNADÓTTIR, lést mánudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. september kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Angantýsdóttir, Bjarni B. Vilhjálmsson, Aníta Heiða Kristinsdóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, KRISTJÁN PÁLSSON, lést á Landspítalanum í Kópavogi, deild 20, fimmtudaginn 27. ágúst. Viljum þakka starfsfólki vel unnin störf í gegnum árin. Páll Kristjánsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Reynir Gunnarsson, Viðar Örn Pálsson, Hafdís Pálsdóttir, Sandra Pálsdóttir, Erla Pálsdóttir, Jóna Valdís Reynisdóttir, Þóra Dögg Reynisdóttir, Sigurjón Arnar Reynisson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HREIÐAR KARLSSON, Laugarbrekku 5, Húsavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 29. ágúst. Jarðsungið verður frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Húsavíkurkirkju. Gjafakort fást í Blómabúðinni Esar, Húsavík. Jónína Á. Hallgrímsdóttir, Hallgrímur Hreiðarsson, Dagmar Kristjánsdóttir, Kristjana Hreiðarsdóttir, Áki Áskelsson, Herdís Hreiðarsdóttir, Björn Maríus Jónasson, Karl Hreiðarsson, Unnur Ösp Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.