Morgunblaðið - 01.09.2009, Qupperneq 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
KANADÍSKI rithöfundurinn,
blaðamaðurinn og aðgerðasinninn
Naomi Klein er ósátt við heimild-
armynd sem hinn heimskunni leik-
stjóri Michael Winterbottom vann
upp úr metsölubók hennar The
Shock Doctrine. Klein krefst þess að
leikstjórinn taki nafn hennar af lista
yfir þá sem komu að gerð mynd-
arinnar.
Til stóð að Klein læsi inn á mynd-
ina og veitti jafnframt ráðgjöf við
efnistök. Dagblaðið Guardian telur
að Klein hafi orðið ósátt við fram-
setningu Winterbottoms á ákveðinni
gagnrýni hennar á s.k. hamfarakapí-
talisma (e. disaster capitalism), þ.e.
að Bandaríkin og fleiri lönd nýti sér
náttúruhamfarir og hamfarir af
mannavöldum í þróunarlöndum í
gróðaskyni. Klein er talin hafa viljað
fleiri viðtöl í myndina og draga úr
innálestri. Hún var ekki viðstödd
frumsýningu myndarinnar á kvik-
myndahátíðinni í Berlín í febrúar sl.
og minnist ekki á hana á vefsíðu
sinni.
Í samtali við dagblaðið Independ-
ent segir Klein mikinn ágreining
hafa verið milli hennar, Winterbot-
toms og aðstoðarleikstjóra mynd-
arinnar Mats Whitecross. Þau hafi
ekki getað komið sér saman um efn-
istökin og því sé myndin algjörlega
túlkun Winterbottoms á bókinni.
Deilt um
efnistök
Naomi Klein ósátt við
túlkun Winterbottom
Winterbottom Deildi við Klein um
kvikmyndagerð bókar hennar.
HANN var held-
ur betur heppinn
maðurinn sem
keypti gamalt
málverk á forn-
markaði í Lan-
caster-sýslu í
Fíladelfíu á fjóra
dollara. Þegar
hann tók mynd-
ina úr ramm-
anum kom í ljós
saman brotið
blað sem við nán-
ari athugun
reyndist vera eitt af frumeintökum
Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkj-
anna. Skjalið er um 800.000-
1.200.000 dollara virði, að sögn upp-
boðshússins Sotheby’s í New York,
sem hefur tekið það í umboðssölu.
Skjalið var prentað 4. júlí 1776,
nema hvað, og er eitt 24 frumeintaka
af yfirlýsingunni, að því er vitað er.
Til stendur að selja skjalið á uppboði
í Sotheby’s í júní á næsta ári.
Árið 1990 var annað eintak yfir-
lýsingarinnar slegið hæstbjóðanda í
uppboðshúsinu fyrir metverð,
1.595.000 dollara. Það verður því
spennandi að sjá hvað fæst fyrir hið
nýfundna eintak.
Óvæntur
glaðningur
í málverki
Thomas Jefferson,
aðalhöfundur Sjálf-
stæðisyfirlýsingar
Bandaríkjanna.
SÝNINGAR Kvikmyndasafns
Íslands hefjast á ný eftir sum-
arfrí í kvöld kl. 20. Þá verður
sýnd myndin Strategia del-
ragno (Herkænska köngulóar-
innar) í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Myndin er tilbrigði við smá-
sögu argentínska rithöfund-
arins Jorge Luis Borges. Þar
segir frá eftirgrennslan ungs
manns um afdrif föður síns í
valdatíð fasista á Ítalíu. Fað-
irinn hafði verið andstæðingur Mússólíni og fasism-
ans og sonurinn ræðir við fyrrum ástkonu og vini
föðurins til að komast að því hvað olli aftöku hans.
Sýningar eru á þriðjudagskvöldum kl. 20 og á
laugardögum kl. 16. Miðaverð er 500 kr.
Kvikmyndir
Herkænska
köngulóarinnar
Jorge Luis Borges
FRIÐRIK Vignir Stefánsson
organisti Seltjarnarneskirkju
heldur tónleika í Selfosskirkju
í kvöld kl. 20.30 og hefur þar
með röð tónleika í kirkjunni í
september.
Friðrik hefur á síðustu árum
haldið fjölda orgeltónleika
bæði hérlendis og erlendis. Á
efnisskrá tónleikanna í kvöld
eru orgelverk eftir Buxtehude,
J.S. Bach, Händel, systkinin
Fanny og Felix Mendelssohn, djass-tilbrigði eftir
Johannes Matthias Michel yfir sálmalagið „Eigi
stjörnum ofar“ og nýlegt verk eftir Susanne Kug-
elmeier.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis.
Tónlist
Orgeltónleikar í
Selfosskirkju
Friðrik Vignir
Stefánsson
KJÖRGRIPIR september-
mánaðar hjá Landsbókasafni
Íslands-Háskólabókasafni eru
„bíóprógrömm“ fyrstu talkvik-
myndanna sem sýndar voru í
kvikmyndahúsum á Íslandi.
Hinn 1. september 1930, fyr-
ir 79 árum í dag, voru fyrstu
talkvikmyndirnar sýndar á Ís-
landi. Það voru kvikmyndirnar
Hollywood-Revyan og The
Singing Fool.
Í þjóðdeild Landsbókasafnsins er varðveittur
fjöldi „bíóprógramma“ frá ýmsum tímum auk
fjölda annars konar útgáfuefnis og eru þau kjör-
gripir septembermánaðar í safninu.
Sjá nánar á www.landsbokasafn.is.
Kvikmyndir
79 ár frá fyrstu
talkvikmyndunum
Forsíða á einu
bíóprógrammi.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
LEIKLISTARHÁTÍÐIN Lókal
hefst á fimmtudag og í ár verður lögð
áhersla á að sýna metnaðarfullar ís-
lenskar leiksýningar frá liðnum vetri,
auk þess sem ný verk verða frum-
sýnd. Þá kemur írska leikhúsið Fis-
hamble – New Play Company í heim-
sókn og sýnir einleikinn Forgotten
eftir Pat Kinevane.
Ragnheiður Skúladóttir, deild-
arstjóri leiklistardeildar Listahá-
skóla Íslands, er framkvæmdastjóri
hátíðarinnar sem nú er haldin í annað
sinn.
„Á hátíðina í fyrra komu 37 lista-
menn að utan, allt atvinnufólk sem
fékk greitt fyrir sína vinnu. Núna
þurftum við hins vegar að setjast nið-
ur og hugsa alvarlega okkar gang
miðað við stöðu krónunnar því allt
hafði hækkað um helming. Það var þó
aldrei inni í myndinni að láta hátíðina
falla niður því við undirbúning fyrstu
hátíðarinnar skapaðist mikil þekking
auk þess sem við náðum tengslum við
erlent leiklistarhátíðafólk.“
Útsendurum hátíða boðið að sjá
Útsendari frá leiklistarhátíðinni í
Tampere í Finnlandi, sem er stærsta
leiklistarhátíðin á Norðurlöndunum
kom á hátíðina í fyrra, að sögn Ragn-
heiðar. „Hann tók tvær sýningar af
hátíðinni með sér út, franska sýningu
og svo sýningu Sokkabandsins, Hér
og nú. Þær fóru því báðar til Tam-
pere, og sú íslenska fór í sumar á eina
stærstu leiklistarhátíð í Þýskalandi.“
Ragnheiður segir að vegna þessa
hafi kviknað sú hugmynd fyrir hátíð-
ina nú að bjóða hingað útsendurum
erlendra leiklistarhátíða og sýna
breitt úrval úr íslensku leikhúsi.
„Það koma hingað fulltrúar sex eða
sjö hátíða, meðal annars frá Wiener
Festwochen, Dublin Theatre Festi-
val, listahátíðinni Transamerica í
Montreal sem er risastór; Perfect
Performance Festival í Stokkhólmi,
Black Box Théater í Ósló og Hann-
over Theaterformen í Þýskalandi.
Okkar von er sú að þetta leikhúsfólk,
sem allt er atvinnufólk, sjái íslensku
sýningarnar og það geti í kjölfarið
breikkað starfsgrundvöll íslenskra
listamenn.“
Erlenda sýningin á hátíðinni í ár
kemur frá Írlandi, en Fishamble –
New Play Company í Dublin er eitt
af stærstu sjálfstæðu leikhúsunum
þar í landi með 20 ára merkilega
sögu. Ragnheiður segir síðasta ár
hafa verið óvenju gjöfult í íslensku
leikhúsi og það sé til marks um það
að sýningarnar á hátíðinni spanni
leiklist allt frá nýútskrifuðum nem-
endum úr Listaháskólanum til Sig-
urðar Pálssonar.
Sumar sýninganna á ensku
„Vegna komu erlendu útsend-
aranna ákváðu nokkrir hópanna að
sýna verk sín á ensku, og um leið er
það bæði tækifæri fyrir erlenda
ferðamenn að sjá sýningarnar, en
ekki síður fyrir innflytjendur á Ís-
landi, sem hafa kannski ekki alveg
náð íslenskunni, en skilja kannski
ensku, að fá nasasjón af íslensku leik-
húsi. Það er stemning í því að halda
hátíðina núna, þegar leikhúsin eru að
hefja vetrarstarfið.“
Afrakstur gjöfuls leikárs
Leiklistarhátíðin Lókal haldin frá 3.-6. september Útsendurum erlendra
leiklistarhátíða boðið að koma Á annan tug verka sýndur á sjö sviðum
Leiklist Úr útskriftarverki Hlyns Páls Pálssonar Homo Absconditus.
SÖNGSKÓLINN í Reykjavík mun í vetur starf-
rækja í fyrsta sinn sérstaka söngleikjadeild í skól-
anum og fara inntökupróf í hana fram á morgun
kl. 14. Í því þurfa umsækjendur að sýna færni í
söng og dansi og flytja eitt eða tvö lög að eigin vali
við píanóundirleik. Námið er miðað við fólk á
framhaldsskólaaldri öðrum fremur og stendur
hvert námskeið yfir í 14 vikur og kostar 90.000
krónur. Greiða þarf helming þeirrar upphæðar
fyrirfram.
Á námskeiðinu verður annars vegar kenndur
einsöngur og raddbeiting í einkatímum í um hálfa
klukkustund í viku og hins vegar dans, sviðsfram-
koma og hópsöngur í 2-3 tíma á viku. Stefnt er að
því að setja á svið atriði úr söngleikjum í lok hvers
námskeiðs en hvaða söngleikir það verða liggur
ekki fyrir. Umsjónarkennari hinnar nýju deildar
er Ívar Helgason, en hann á tveggja ára söngleikj-
anám að baki frá Tónlistarháskólanum í Vínar-
borg og hefur komið fram í mörgum söngleikjum.
Hann er því svokallaður söngleikari. Kjartan
Valdemarsson verður tónlistarstjóri, Sibylle Köll
danshöfundur sér um danskennslu og Dagrún
Hjartardóttir hefur umsjón með söngkennslu.
Ívar segir vissulega þörf á söngleikjanámi hér á
landi enda njóta söngleikir mikilla vinsælda og þá
ekki síst meðal framhaldsskólanema. Garðar
Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík, fékk
hann til að stýra hinni nýju deild. Ívar segir fyrstu
námskeiðin aðeins byrjunina enda ekki um einfalt
nám að ræða. Þeir sem vilja kynna sér námið frek-
ar geta gert það á vefsíðu skólans, songskolinn.is,
eða sótt skólann heim á Snorrabraut 54.
helgisnaer@mbl.is
Söngur, dans og leiklist
Morgunblaðið/Golli
Dumbledore Frá sýningu Menntaskólans við
Sund á söngleik um Harry Potter í febrúar sl.
Inntökupróf í nýja söngleikjadeild þreytt á morgun
Sýningarnar
Ódauðlegt verk um stríð og frið
| 3.9. kl. 20 í Listaháskólanum.
Ódauðlegt verk um samhengi
hlutanna | 3.9. kl. 21.30 í Nýló.
Ódauðlegt verk um stjórn og
stjórnleysi | 3.9. kl. 23 í LHÍ.
Homo absconditus | 4.9. kl. 17
á Litla sviði Þjóðleikhússins.
Utangátta | 4.9. kl. 20 í Svarta
kassa Þjóðleikhússins.
Feedback | 4.9. kl. 22 í LHÍ.
Dauðasyndirnar | 5.6. kl. 13
á Litla sviði Borgarleikhússins.
Humanimal | 5.9. kl. 16
í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Forgotten | 5.9. kl. 19 og 6.9.
kl. 20 í Batteríinu.
Þú ert hér | 5.9. kl. 22 og 6.9.
kl. 20 á Litla sviði Borgarleikh.
Red | 6.9. kl.15 á Litla sviði
Þjóðleikhhússins
Nánar á: www.lokal.is
Blá lýsingin á svið-
inu og reykurinn
sköpuðu dulúð og seið-
andi andrúmsloft … 32
»