Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Við munum hittast á ný“ söngVera Lynn á tímum seinniheimsstyrjaldarinnar og
það stóð heima. Það er frábært að
þessi breski söngfugl skuli enn á
ný sjást á vinsældalista plötuútgef-
enda en það munu vera um sextíu
ár síðan lögin hennar sáust á þeim
slóðum síðast. Hún er 92 ára aðl-
aður harðjaxl sem söng sig inn í
hjörtu bandamanna með lögum
sem allir sem komnir eru til vits
og ára þekkja, hvort sem þeir vita
það eður ei. Á þessu ári gaf hún
einnig út þriðju ævisöguna, Some
Sunny Day sem og þessa plötu
með vinsælustu lögum sínum,
We’ll Meet Again - The Very Best
of Vera Lynn. Í tilkynningu frá
útgefanda nýju bókarinnar segir
að nú sé Dame Vera „… komin á
þann aldur að hún hafi yfirsýn yf-
ir ævi sína og geti sett hana al-
mennilega í samhengi“. Ég öfunda
Veru af að hafa náð yfirsýn og
samhengi í eigin ævi, hver kann-
ast ekki við vandann sem fylgir
samhengislausu æviskeiði?
Hin aðlaða Vera hefur í mörghorn að líta, þó að söngferl-
inum hafi lokið upp úr 1970 og
hún hafi ekki sungið opinberlega
síðan 1995 þá hefur hún verið iðin
við að mæta og árita bækur og
diska úti um allar koppagrundir í
sumar. Hún er poppstjarna eldri
borgara og hefur hún hlotið
margar viðurkenningar fyrir söng
og góðgerðarstarfsemi. Merkileg-
ustu upphefðina hlaut hún
kannski þegar beska þjóðin kaus
hana sem holdgerving 20. ald-
arinnar (e. The person who most
represents the spirit of the last
century) árið 2000. Í þeirri kosn-
ingu var ekki boðið upp á neinn
nafnalista og hlaut hún ríflega
20% atkvæða sem segir manni
hversu mikil stofnun þessi kona
er.
Vera Lynn hóf ferilinn sem
barnastjarna og söng í klúbbum
verkamanna í Austur-London. Á
unglingsárunum hélt söngferillinn
áfram og vann hún sömuleiðis við
útvarp. Stríðið braust út þegar
hún var rúmlega tvítug og segir
gamall og fúll brandari að það
hafi verið umboðsmaður hennar
sem startaði stríðinu.
Hún söng fyrir hermenn banda-
manna í Norður-Afríku, Indlandi,
Búrma og víðar og hélt uppi fjöri
við ómögulegar aðstæður og náði
að heilla hinn vestræna heim með
rödd sinni og baráttuanda. Hún
söng þekkt lög á borð við „We’ll
Meet Again“ og „The White Cliffs
of Dover“. Í nýju bókinni sinni
segist hún oft hafa verið sökuð
um að halda við menn sem hún
hafði aldrei hitt þar sem hún var
svo dugleg að árita myndir og
skiptast á bréfum við hermennina.
Eiginkonur og kærustur her-
mannanna hafi síðan átt bágt með
að trúa því að svo stór stjarna
hafi tekið sér tíma í að skrifa
drengjunum án þessa að eitthvað
meira lægi að baki.
Vera átti ekki leið um Ísland ástríðsárunum en fyrir áratug
eða svo fór sá sem þetta ritar í
heimsókn til hennar í Ditchling í
Suður-Englandi til að taka af
henni portrett fyrir tímarit og
birtist sú mynd nú aftur hér. Vera
og eiginmaður hennar voru ákaf-
lega elskuleg og skýrðu þau frá
því að þó að hún væri ekki þekkt
andlit lengur þá þekkti eldra fólk
rödd hennar. „Er þetta hún Vera
okkar?“ var sú spurning sem hún
sagðist fá hvað oftast í stórmörk-
uðum og á götu úti.
Ég leyfi mér að nota fornafn
hennar í þessum pistli, ekki bara
af því að hún bauð mér einu sinni
í te heldur sökum þess að hún hef-
ur alla tíð verið mjög alþýðleg.
Hún var að mörgu leyti drottning
almúgafólks í hinu stéttskipta
Bretlandi eða öllu heldur sendi-
herra þeirra í Buckingham-höll
því hún var tíður gestur þar. Vera
var fyrsti breski tónlistarmað-
urinn til að koma lagi í fyrsta sæti
vinsældalista beggja vegna Atl-
antshafsins samtímis og hver veit
nema nú sé hennar tími kominn,
aftur.
dagurg@mbl.is
Hún Vera okkar rokkar á ný
»Hún er 92 ára aðlað-ur harðjaxl sem söng
sig inn í hjörtu banda-
manna með lögum sem
allir sem komnir eru til
vits og ára þekkja, hvort
sem þeir vita það eður
ei.
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
Öðluð alþýðuhetja Dame Vera Lynn er komin á vinsældalistana eftir nokkurt hlé.
AF LISTUM
Dagur Gunnarsson
MARGRÉT LÁRA
VIÐARSDÓTTIR
SARA BJÖRK
GUNNARSDÓTTIR
EDDA
GARÐARSDÓTTIR
GRÉTA MJÖLL
SAMÚELSDÓTTIR
HÓLMFRÍÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
KATRÍN
JÓNSDÓTTIR
FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“
KEMUR EIN FLOTTASTA
STÓRMYND SUMARSINS
HASAR OG TÆKNIBRELLUR
SEM ALDREI HAFA SÉST ÁÐUR
FRÁ LEIKSTJÓRA
QUENTIN TARANTINO
KEMUR HANS MAGNAÐASTA,
VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA
ÆVINTÝRI TIL ÞESSA.
HHHHH
- H.G.G,
Poppland/Rás 2
HHHHH
“Besta Tarantino-myndin
síðan Pulp Fiction og
klárlega ein af betri
myndum ársins”
T.V. - Kvikmyndir.is
HHHHH
“ein eftirminnilegasta
mynd ársins og ein
sú skemmtilegasta”
S.V. - MBL
Í REYKJAVÍK
HHHH
„Skemmtileg,
hjartnæm og
drepfyndinn“
– T.V. kvikmyndir.is
HHHH
„Hér er enn eitt meistaraverk
frá Pixar, sem ryður brautina
í nútíma teiknimyndagerð.“
– Roger Ebert
100/100
The Hollywood
Reporter
100/100
Variety
Tvær ólíklegar hetjur munu
finna týnda veröld, en stærsta
ævintýrið verður að
komast aftur heim
Stórkostlegt ævintýri
sem engin fjölskylda má missa af
Sýnd
með
íslen
sku o
g
ensk
u tali
Ein allra bestaDisney-Pixar myndtil þessa
Gagnrýnendur eru á einu máli
“Besta mynd ársins”
Einstök kvikmyndaperla
sem engin má missa af!
Stórbrotin mynd um óvenjulega sögu!
HHH
“Með öllum líkindum
frumlegasta ástarsaga
sem hefur komið út
síðustu misseri.”
T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
HHHH
„mögnuð og vel heppnuð“
– H.S. MBL
850 kr.
500 k
r.
500 kr.
500 k
r.
500 k
r.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
ATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS OG 3-D MYNDIR Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBOGANU
M 500kr.
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓÍ OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
Inglorious Basterds kl. 6 - 9 B.i.16 ára
The Taking of Pelham 123 kl. 8 - 10 B.i.16 ára
G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 6 B.i.12 ára
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 á. G.I. Joe kl. 10 B.i.12 ára
Time Travelers w... kl.5:30-8-10:30 B.i.12 á. Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Stelpurnar okkar kl. 6 - 8 LEYFÐ
The Goods, live hard... kl. 5:50 - 8 - 10:10 500 kr B.i.14 ára My Sister‘s Keeper kl. 5:50 - 8 500 kr. B.i.12 ára
The Time Traveler´s Wife kl. 5:30 - 8 - 10:30 500 kr. B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 10:10 500 kr. B.i.16 ára
Taking of Pelham kl. 5:30 - 8 - 10:30 500 kr. B.i.16 ára