Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 01.09.2009, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 Vegur söngkonunnar SigríðarThorlacius hefur farið sí-vaxandi undanfarna mánuðiog munar þar mestu um vinsældir hljómsveitar hennar, Hjal- talín, en einnig vakti frammistaða hennar á Gilligill, hinni stór- skemmtilegu plötu Memfis- mafíunnar, verð- skuldaða athygli. Efniviðurinn sem Sigríður hefur kosið til flutnings á fyrstu sólóplötu sinni samanstendur af lögum Jóns Múla Árnasonar og ljóðum Jónasar bróður hans, og er það einkar vel til fundið hjá henni. Það er ekki hlaupið að því að gera þjóðargersemum þeirra Árna- sona viðeigandi skil þar eð flestir þekkja lögin og hafa þar af leiðandi á því skoðun hvernig fara skuli með, en skemmst er frá því að segja að Sigríð- ur Thorlacius kemst frá sínu með bravúr á plötu sinni sem ber heitið Á Ljúflingshól. Henni til trausts og halds eru held- ur engir skussar, heldur Heið- urspiltar. Þeir eru bræðurnir Guð- mundur Óskar (úr Hjaltalín) og Sigurður (úr Hjálmum) Guðmunds- synir og Daníel Friðrik Böðvarsson og Magnús Trygvason Eliassen úr Moses Hightower. Þeir piltar standa undir nafni því spilamennskan er fyrsta flokks og hinn afslappaði og seiðandi djass sem var aðal Jóns Múla skilar sér áreynslulaust í flutningi Heið- urspilta. Ekki spillir innkoma góðra gestahljóðfæra hér og hvar og heild- arsvipur plötunnar er allur hinn fag- mannlegasti. Enn er ótalinn helsti kostur plöt- unnar, en það er söngur Sigríðar sjálfrar. Hún rennir sér glæsilega gegnum úrval af indælis smellum úr smiðju meistarans – nægir að nefna lögin „Án þín/Með þér“, „Fröken Reykjavík“, „Í hjarta þér“ og „Ást- ardúett“. Rödd Sigríðar er með ein- dæmum áheyrileg, björt og hljóm- fögur, og smellur eins og flís við rass – við Múladjass. Verður að nefna lögin „Sérlegur sendiherra“, sem er dýrðleg og flautuskotin bossanóva, og „Kavat- ína Kristínar“ sem er dáleiðandi fal- legur vals, sem hápunkta í raddbeit- ingu Sigríðar; öryggi hennar og vald yfir söngnum er algert. Í það heila er „Á Ljúflingshól“ frá- bærlega vel heppnuð plata og ekki síst með tilliti til þess að sem sólóverkefni er um frumraun listamannsins er að ræða. En þó verður að fetta fingur út í lokalagið, „Sjómenn íslenskir erum við“. Þar taka Heiðurspiltarnir við hljóðnemanum ásamt gestaspilurum og sleppa sér í einkaflippi sem er ger- samlega á skjön við það sem á undan er gengið; þessi plata hefði betur verið afgreidd án þess. En hvað sem Sigríð- ur Thorlacius tekur sér fyrir hendur næst blasir við að því verður vert að fylgjast með. Hún er ekki einasta gríð- arlegt efni heldur hefur hún hér með tekið sér stöðu í fremstu röð söng- kvenna hér á landi. Á Ljúflingshól Sigríður Thorlacius og þrír heiðurspiltar. Helsti kostur plötunnar er söngur Sigríðar. Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar – Á Ljúflingshól bbbbn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Listilega sungin ljúflingslög Morgunblaðið/Jakob Fannar Blá lýsingin á sviðinu ogreykurinn sköpuðu dulúðog seiðandi andrúmsloft áNasa og Arve hóf hljóm- leikana með dúnmjúkum og hlýjum tónum. Hlutverk Jans Bangs var að umbreyta því sem Arve sendi frá sér og búa til lúppur. Einnig stjórn- uðu þeir Arve upptökum úr hljóð- smölum. Jan tókst að fylla inn í allt tíðni- sviðið með ýmiss konar hljóðum, reglu og óreglu. Hann gerði tónlist- ina dýnamískari og breiddi úr hljóðgjöfunum og breytti þeim svo að áferð blásturshljóðfæris hvarf. Tónlistin minnti á köflum á sam- starf Jons Hassells og Brians Enos þegar Arve og Jan spunnu sinn galdur. Arve hefur einstakt vald á hljóð- færi sínu. Hann skapaði miklu stærri hljóðheim en vant er með því að beita tungunni á marga vegu, hann söng í gegnum trompetinn og vogaði sér jafnvel að setja tréblást- ursmunnstykki á hann. Hann söng einnig á óræðu tungumáli sem svip- aði til arabísku eða þvíumlíku. Sænska sópransöngkonan Anna Maria Friman hefur komið víða við. Hún syngur með Gavin Bryars og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir tónlist sína. Ég bjóst við því að galdur tónleikanna hyrfi þegar hún steig að hljóðnemanum, en sú varð ekki raunin. Anna Maria söng meðal annars á latínu og björt og hrein röddin féll vel að hljóðumhverfinu. Þetta voru eftirminnilegir tónleikar, einlægir, fágaðir og framúrstefnulegir. Fágað og framúrstefnulegt Nasa Jazzhátíð Reykjavíkur bbbbn Arve Henriksen, trompet, söngur og elektróník, Jan Bang, elektróník og Anna Maria Friman, söngur. Nasa við Austurvöll, 29. ágúst. ARNLJÓTUR SIGURÐSSON TÓNLIST Rósenberg var þéttsetinnþegar Narodna Muzikasteig á svið undir forystuHauks Gröndals. Narodna Muzika þýðir þjóðleg tónlist og er í raun samnefnari yfir þjóðlega tónlist Búlgaríu, Makedóníu, Serbíu og Bosníu. Músíkin sem spiluð var fyrir okkur var þó mestmegnis frá Búlg- aríu en einnig léku þeir tyrkneska og gríska tónlist. Landamæri tónlistar þessara svæða eru ekki háð girðingum og vegatálmum eins og sást best þetta fimmtudagskvöld. Haukur hefur heimsótt Búlgaríu til að læra að spila eins og innfæddir. Hann hefur til- einkað sér tónlistina af einlægni og spilaði þar til svitinn lak niður ennið. Bandið var einstaklega þétt og samspilið eftir því. Lítið var um stæla og þrátt fyrir að nótnafjöldi hvers lags hafi talist í þúsundum, eins og Haukur sagði, þá var engin keppni eða sýnimennska. Með þeim lék búlgarski harm- onikkuvirtúósinn Borislav Zugorski sem óneitanlega setti sitt mark á kvöldið. Honum er þessi músík í blóð borin og forréttindi fyrir íslenska tón- leikagesti að berja hann augum. Einn helsti ókosturinn var að þetta voru sitjandi tónleikar. Úr því bætti fríður hópur dansara sem notaði litla plássið fyrir framan sviðið til að stíga sín búlgörsku spor. Dansinn og tón- listin eru nefnilega tengd órjúf- anlegum böndum í Balkanlöndunum og hvort mótar annað. Því væri betra að sjá Narodna Muzika á standandi, eða öllu heldur dansandi tónleikum. Tónlist án landamæra Án mæra Narodna Muzika er leidd af hinum fjölhæfa Hauki Gröndal. Sveit- in lék á Jazzhátíð Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld. Rósenberg Jazzhátíð Reykjavíkur bbbbn Narodna Muzika lék á Jazzhátíð Reykja- víkur fimmtudaginn 27. ágúst á Rósen- berg. Haukur Gröndal klarinett, Borislav Zgurovski harmonikka, Erik Qvik slag- verk, Matthías M.D. Hemstock slagverk, Ásgeir Ásgeirsson tambura, Guð- mundur Pétursson gítar, Þorgrímur Jónsson kontrabassi og Matthías Stef- ánsson fiðla. ARNLJÓTUR SIGURÐSSON TÓNLIST HHHH „BESTA TARANTINO-MYNDIN SÍÐAN PULP FICTION OG KLÁRLEGA EIN AF BETRI MYNDUM ÁRSINS.“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH „EIN EFTIRMINNILEGASTA MYND ÁRSINS OG EIN SÚ SKEMMTILEGASTA“ S.V. - MBLHHHH - H.G.G, POPPLAND/RÁS 2 FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA Í REYKJAVÍK SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI EIN ALLRA BESTA DISNEY- PIXAR MYND TIL ÞESSA TVÆR ÓLÍKLEGAR HETJUR MUNU FINNA TÝNDA VERÖLD, EN STÆRSTA ÆVINTÝRIÐ VERÐUR AÐ KOMAST AFTUR HEIM STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI SEM ENGIN FJÖLSKYLDA MÁ MISSA AF GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI “BESTA MYND ÁRSINS” HHHH „SKEMMTILEG, HJARTNÆM OG DREPFYNDINN“ - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHH „HÉR ER ENN EITT MEISTARAVERK FRÁ PIXAR, SEM RYÐUR BRAUTINA Í NÚTÍMA TEIKNIMYNDAGERÐ.“ - ROGER EBERT 100/100 – VARIETY 100/100 – THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH „MÖGNUÐ OG VEL HEPPNUД – H.S. MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, SÝND Í ÁLFABAKKAKEFLAVÍK, SELFOSSI OG AKUREYRI / ÁLFABAKKA INGLOURIOUS BASTERDS kl. 5:30 - 8:30- 10:10 16 UP m. ensku tali kl. 83D DIGTAL 3D L INGLOURIOUS BASTERDS kl. 10:10 LÚXUS VIP UP m. ensku tali kl. 3:40 - 5:50 - 8 LÚXUS VIP DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10:10 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:403D - 5:503D L PUBLIC ENEMIES kl. 8 - 10:40 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:40 L G-FORCE m. ísl. tali kl. 3:30 - 5:50 L HARRY POTTER 6 kl. 5 10 THE PROPOSAL kl. 5:50 - 8 - 10:20 L HANGOVER kl. 3:40 síðustu sýningar 12 / KRINGLUNNI UP m. ensku tali kl. 63D - 8:103D - 10:203D L DIGITAL 3D UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:403D - 5:503D L DIGITAL 3D UPP (UP) m. ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L DRAG ME TO HELL kl. 8:20 - 10:30 16 PUBLIC ENEMIES kl. 10:10 16 G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 43D L DIGITAL 3D THE PROPOSAL kl. 8 L DIGITAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.