Morgunblaðið - 01.09.2009, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 244. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Er ekki óhætt að
fjarlægja höfuðbún-
aðinn? spurði Pétur
Guðgeirsson, héraðs-
dómari í Reykjavík, í
dómsal 201 í gær. Þar
var kveðinn upp dómur
yfir þremur ungum mönnum, sem
voru ákærðir fyrir íkveikju og fleiri
afbrot.
Tveir mannanna biðu utan við
réttarsalinn með hettur á höfði og
trefla vafða um andlitið til varnar
myndavélum og þannig búnir komu
þeir inn í dómsalinn og settust. Þar
inni hafði Pétur bannað ljósmynd-
urum að mynda og hann mæltist því
til þess að mennirnir tækju ofan áð-
ur en þeir hlýddu á dóminn. Sem
þeir gerðu.
Enga trefla í dómsal
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-./
+/.-/*
**.-0+
+1-/.2
+/-033
*0-,+*
**0-30
*-.1,1
*3,-,0
*02-31
4 564 .*# 647 8 +//3
*+,-9/
+/.-,/
**1-/,
+1-*/2
+/-29/
*0-,0+
**2-./
*-.13.
*39-*,
*03-11
+.+-*92+
&:;
*+,-3/
+/.-33
**1-.2
+1-*02
+/-3+*
*0-9+.
**2-9.
*-.,.+
*39-0.
*03-31
Heitast 15°C | Kaldast 5°C
Dregur úr vætu, úr-
komulítið síðdegis og
styttir upp norðvest-
anlands. Hlýjast á Suð-
urlandi. »10
Vera Lynn er 92 ára
aðlaður harðjaxl
sem slær nú aftur í
gegn. Gaf út ævi-
sögu og plötu á
þessu ári. »30
AF LISTUM»
Drottning
almúgafólks
FÓLK»
Ásdís Rán nýtir sér
Apple-tæknina. »29
Á annan tug verka
sýndur á sjö sviðum
á leiklistarhátíðinni
Lókal sem verður
haldin 3.-6. sept-
ember. »28
LEIKLIST»
Lókal leik-
listarhátíð
KVIKMYNDIR»
Mikið úrval heimild-
armynda á RIFF. »33
TÓNLIST»
Skítamórall og Biggi í
Maus í eina sæng. »33
Menning
VEÐUR»
1. Hálfkaraðar glæsihallir
2. Jaycee starfaði fyrir ræningjann
3. Tveir í langt fangelsi
4. Saka Ólaf F. um fjárdrátt
Íslenska krónan hélst óbreytt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Þegar þetta er lesið
er ný útvarpsstöð um-
boðsmanns Íslands,
Einars Bárðarsonar,
væntanlega komin á
fullt stím. Kaninn,
sem sendir út frá Off-
iseraklúbbnum á Keflavíkur-
flugvelli á tíðninni 91,9, fór í loftið
kl. 8 og er það Gulli Helga sem
mun mæla í míkrafóninn að morgni
til. Í tilefni af opnuninni ætla hann
og samstarfsfólkið að gæða sér á
staðgóðum amerískum morg-
unverði; eggjum, beikoni, pönnu-
kökum með sírópi og öðru tilfall-
andi.
Kani með beikoni og eggi
Ýmir Vigfússon, sem
varði doktorsritgerð
sína í tölvunarfræði við
Cornell-háskóla fyrir
skemmstu, er aðeins 25
ára. Hann er því kom-
inn í hóp örfárra Ís-
lendinga sem hafa afrekað að hljóta
doktorsnafnbót svo ungir að árum. Í
ritgerðinni rannsakaði hann hóp-
samskipti milli tölva sem og not-
enda. Kynnir Ýmir tvö ný kerfi sem
bæta þessi samskipti og nota stór-
fyrirtækin IBM og CISCO þegar
annað þeirra. Foreldrar Ýmis eru
Sigurlaug Hauksdóttir, félags-
ráðgjafi hjá landlæknisembættinu
og LSH, og Vigfús Svavarsson,
vörustjóri hjá EJS hf. Unnusta Ýmis
er Rebecca Mitchell, doktorsnemi í
faraldsfræði og dýralækningum við
Cornell-háskóla. »13
25 ára með doktorspróf
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
EIÐUR Smári Guðjohnsen er orðinn liðsmaður
hjá franska félaginu Mónakó, fyrstur Íslendinga.
Hann skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samn-
ing við liðið eftir að hafa gengist undir ítarlega
læknisskoðun og Barcelona og Mónakó höfðu
komist að samkomulagi um kaupverðið sem getur
orðið hæst 2 milljónir evra, 360 milljónir króna.
,,Þetta er ný áskorun sem ég tekst á við. Móna-
kó á glæsilega sögu og ég hlakka til. Það sem
þjálfarinn sagði varðandi hlutverk mitt með liðinu
fannst mér áhugavert. Ég get vonandi miðlað af
reynslu minni til liðsins og get vonandi skorað
mörg mörk. Ég vil bara fá að spila fótbolta sem ég
fékk ekki að gera nógu mikið hjá Barcelona,“
sagði Eiður eftir að hafa skrifað undir samninginn
við Mónakó sem er eitt af sigursælli félögum
Frakklands, en liðið hefur sjö sinnum hampað
meistaratitlinum, síðast árið 2000, og fimm sinn-
um hefur það orðið bikarmeistari, síðast árið 1991.
Mónakó kom geysilega á óvart í Meistaradeildinni
tímabilið 2003-04 en liðið komst alla leið í úrslita-
leikinn eftir að hafa slegið út bæði Real Madrid og
Chelsea.
„Þetta er ný áskorun“
Eiður Smári samdi við Mónakó til tveggja ára
Barcelona fær allt að 360 milljónir kr. fyrir Eið
Í HNOTSKURN
»Gengi Mónakó undanfarin ár hefur ekkiverið upp á það besta og til marks um
það spilar liðið ekki í Evrópukeppninni í ár.
»Nýr þjálfari tók við liðinu fyrir tímabil-ið en hinn 54 ára gamli Guy Lacombe
var ráðinn til starfans.
»Eiður leikur sinn fyrsta leik með Móna-kó 12. september en þá fær liðið París
SG í heimsókn á Stade Louis-völlinn í
furstadæminu Mónakó.
Morgunblaðið/Eggert
Ný viðmið Eiður Smári er fyrsti Íslendingurinn
sem semur við franska fótboltaliðið Mónakó. Vil bara fá að spila fótbolta | Íþróttir
FÉLAGARNIR í
hljómsveitinni
Baggalúti fengu
þá prýðilegu hug-
mynd í fyrra að
gefa út plötu með
lögum við ellefu
kvæði vestur-
íslensku skáld-
anna Káins og
Stephans G.
Stephanssonar, eftir að hafa skoðað
sig um á Íslendingaslóðum í Kanada.
Platan ber nafn eins kvæða Káins,
Sólskinið í Dakota, en Káinn bjó í
Pembina í Norður-Dakota og var
lengst af vinnumaður hjá fjölskyldu
Christine Hall sem hann orti margar
vísur til. Christine varð hundrað ára í
sumar og var upphaflega hugmyndin
hjá Baggalúti að færa henni lag að
gjöf við kvæði Káins. Sveitin gerði
gott betur og gaf út heila plötu. | 29
Stína fékk
heila plötu
Fjórir Baggalútar.
SPENNAN á Íslandsmótinu í fótbolta hefur aukist jafnt
og þétt að undanförnu. Forskot FH á toppnum minnkar
jafnt og þétt en 19. umferð lauk í gær. Eftir markalaust
jafntefli Íslandsmeistaraliðsins í gær gegn botnliði
Þróttar glæddust vonir KR-inga sem eru fimm stigum á
eftir FH. Fylkir landaði 3:2 sigri í Grindavík í gær og
Breiðablik sigraði Stjörnuna 3:1 á útivelli. Staða Þrótt-
ar á botni deildarinnar er nánast vonlaus en liðið er
með 12 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af Íslands-
mótinu. | Íþróttir
Morgunblaðið/Eggert
FORSKOT FH AÐEINS FIMM STIG
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í fót-
bolta hefur lokið keppni á Evrópu-
meistaramótinu í Finnlandi. Þrátt
fyrir að liðið hafi tapað öllum þrem-
ur leikjum sínum á mótinu fylgdust
lesendur mbl.is vel með gangi mála
hjá „stelpunum okkar“. Íþróttavefur
mbl.is fékk 95.186 heimsóknir í síð-
ustu viku og er það metfjöldi á þessu
ári. Þegar íslenska handboltalands-
liðið lék til úrslita á Ólympíu-
leikunum í ágúst í fyrra fékk íþrótta-
vefur mbl.is 148.167 heimsóknir.
EM áhugi