Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„VIÐ hefðum viljað vera búin að klára þetta
mál fyrir löngu vegna þess að það er svo
margt sem hangir á þessu máli […] Það
hangir á þessu lánafyrirgreiðsla frá Norð-
urlöndunum og endurskoðun á áætlun okkar
hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þannig að
það er ýmislegt sem hangir á þessu. En hvort
þetta eru nokkrir dagar núna til eða frá, það
skiptir ekki máli og bráðabirgðalög koma
ekki til greina,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra, spurð um stöðu Icesave-
málsins, áður en hún gekk inn á þingflokks-
fund stjórnarflokkanna í gær.
„Fulltrúar þjóðanna eru að tala saman og
ég er að vona að við getum fengið einhverja
niðurstöðu í málið fyrir lok þessarar viku.“
Innt eftir því til hvaða aðgerða stjórnin
hyggst grípa til að styrkja gengið sagði hún
unnið að breytingum á gjaldeyrishöftunum
svo hægt yrði að afnema þau í þrepum.
Þá væri nauðsynlegt að lækka stýrivexti,
meðal annars út af stöðugleikasáttmálanum,
ásamt því sem aðild að ESB væri mikilvægur
upp á teningnum hér. Þá taldi ráðherrann eðli-
legra að leita til nágrannaþjóða.
– Nú liggur fyrir að stór hluti fyrirtækja á
erfitt með að standa í skilum. Hvað ætlar rík-
isstjórn þín að gera til að hjálpa fyrirtækjum
að komast í gegnum þennan skafl og fyrirsjá-
anlegar skattahækkanir?
Fyrst og fremst skuldavandi
„Það er auðvitað alveg ljóst að það er fyrst
og fremst skuldavandi fyrirtækjanna sem er
þeim mikill fjötur um fót,“ sagði Steingrímur.
„Erlend lán hafa hækkað með gengisfalli krón-
unnar og alveg ljóst að það bíður gríðarlegt
verkefni banka og fjármálastofnana að vinna
úr skuldavanda sinna viðskiptavina, heimila og
fyrirtækja.
Það verður eitt allra mikilvægasta verkefnið
í okkar samfélagi um leið og bankakerfið okkar
er komið á fót til fulls og orðið endanlega og að
fullu undir það búið að takast á við þessi verk-
efni,“ sagði Steingrímur og bætti því svo við að
„sýna þyrfti fyrirtækjum og atvinnulífinu um-
burðarlyndi eða mildi eftir því sem hægt er í
sambandi við gjalddaga og aðra slíka hluti“.
„Það höfum við þegar gert,“ sagði ráðherrann.
liður í því að vinna þjóðina út úr erfiðleik-
unum. Hvort og þá hvenær lán yrðu flutt úr
bönkunum yfir í Íbúðalánasjóð, eins og rætt
hefur verið, treysti hún sér ekki til að segja.
Bandamaður í austri?
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra ræddi einnig við blaðamenn en athygli
vakti að þegar sá valkostur var borinn undir
ráðherrann að leitað yrði til Kínverja til að
liðka fyrir endurreisninni upplýsti hann að
samskiptin við stjórn landsins hefðu farið
vaxandi að undanförnu. Kínverjar hefðu
hins vegar keypt upp auðlindir víða um heim
og kvaðst hann andvígur því að sama yrði
Sjá til lands í Icesave-málinu
Forsætisráðherra segir samninga langt komna Vill frekari lækkun
stýrivaxta Steingrímur upplýsir um aukin samskipti við Kínverja
» Stjórnarflokkarnir hitt-
ust á þingflokksfundi
» Jóhanna segir unnið að
afnámi gjaldeyrishafta
UM þrjú hundruð drengir á aldrinum 7-14 ára
spreyta sig nú í söngprufum Þjóðleikhússins fyr-
ir söngleikinn Óliver sem frumsýndur verður í
febrúar. Prufur hófust um síðustu helgi og
standa fram á fimmtudag. Á föstudag ræðst
hverjir fara áfram. Að endingu verða valdir 25-
30 drengir en tveir eru um hvert hlutverk.
Strákarnir hafa haft þrjár vikur til að æfa lag úr
söngleiknum og þóttu standa sig frábærlega.
ÞRJÚ HUNDRUÐ VILJA SYNGJA UM OLIVER TWIST
Morgunblaðið/Ómar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
HAUSTSLÁTRUN er nú í fullum
gangi í sláturhúsum landsins og eru
húsin að langstærstum hluta mönn-
uð erlendum starfsmönnum, eins og
verið hefur seinustu ár. Stóraukið
atvinnuleysi hefur litlu breytt um
þetta og skv. athugun Samtaka at-
vinnulífsins má áætla að um 500 er-
lendir starfsmenn hafi komið til
landsins til starfa hér í sláturtíðinni.
„Við mönnum nánast eingöngu
með útlendingum. Það er ekki mikið
um nýráðningar Íslendinga,“ segir
Gísli Garðarsson, sláturhússtjóri
SAH afurða ehf. á Blönduósi. Í slát-
urtíðinni eru 95 starfsmenn þar við
störf og eru erlendu starfsmennirn-
ir um 70 talsins, flestir frá Póllandi
og Nýja-Sjálandi. Mikill meirihluti
erlendu starfsmannanna hefur
starfað áður í sláturhúsinu.
Að sögn Gísla var gengið frá
ráðningum í sláturhúsið í apríl. „Við
reyndum að fá viðbótarstarfskraft
hjá atvinnumiðlunum fyrir nokkrum
dögum en það gekk ekki neitt,“ seg-
ir Gísli. Hann segir Íslendinga
greinilega ekki sækjast eftir vinnu
við sauðfjárslátrun.
Þrautþjálfaðir við slátrun
„Það er óbreytt, við erum alltaf
með töluvert af erlendum starfs-
mönnum. Þeir eru um það bil 70%
starfsmanna en við erum einnig
með aðeins fleiri Íslendinga en verið
hefur,“ segir Magnús Freyr Jóns-
son, framkvæmdastjóri Sláturhúss
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á
Hvammstanga. Flest sláturhúsin
gengu frá ráðningu erlendra starfs-
manna fyrir mörgum mánuðum.
Um 500 erlendir starfs-
menn í sláturhúsunum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
STJÓRN Árvakurs, útgáfufélags
Morgunblaðsins, kom saman í gær
og ræddi skipulagsbreytingar og
þar með talið ráðningu ritstjóra.
Að sögn Óskars Magnússonar, út-
gefanda blaðsins, er málið í vinnslu.
Það verði unnið mjög hratt og sé
stefnt að því að ljúka því á allra
næstu dögum.
Ritstjóramál ræðst
á næstu dögum
„Ég er auðvitað mjög ánægð með
það að fólk vill hafa mig sem
mest í fjölmiðlum. Ég reyni að
sinna því eftir bestu getu. Ég vil
nú eiginlega fullyrða það að sýni-
leiki minn sé ekkert minni heldur
en annarra forsætisráðherra,“
sagði Jóhanna Sigurðardóttir,
spurð um þá umræðu sem skap-
ast hefur um sýnileika hennar.
Áhugamannabragur á undirbúningnum
Það vakti athygli blaðamanns þegar hann bjó sig
undir að taka viðtal við leiðtoga þjóðarinnar að
starfsfólk hótelsins, Hilton Reykjavík Nordica,
hafði ekki hugmynd um hvað stæði til. Óvissa ríkti
um viðtalsstaðinn og gerðu blaðamenn um hríð ráð
fyrir að ná tali af forsætis- og fjármálaráðherra í
anddyri hótelsins. Þegar Jóhanna gekk inn í hót-
elið kom það henni í opna skjöldu að til stæði að
efna til blaðamannafundar. Að fundinum loknum
var heldur ekki gert ráð fyrir að blaðamenn þyrftu
næði eða stað til að skrifa á netið. baldura@mbl.is
Ekkert síður sýnileg en forverar
hennar í forsætisráðuneytinu
Jóhanna
Sigurðardóttir
LÍKLEGT er tal-
ið að þjófar hafi
rænt munum úr
skipsflaki Pour-
quoi-Pas? sem
liggur á hafs-
botni úti fyrir
Mýrum. Fram
kom í fréttum
Sjónvarpsins í
gærkvöldi, að
ólöglegur köf-
unarleiðangur Íra og Frakka hing-
að til lands væri til rannsóknar í
tengslum við málið.
Haft var eftir Kristínu Huld Sig-
urðardóttur, forstjóra Forn-
leifaverndar ríkisins, að málið væri
grafalvarlegt og m.a. til rann-
sóknar í utanríkisráðuneytinu.
Stolið úr skipsflaki
Pourquoi-Pas?
Úr myndaalbúmi
skipbrotsmannsins.