Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is FYRIR tveimur árum, eða í nóvember 2007, var Önnu Sigurrós Steinarsdóttur, nemanda í Lang- holtsskóla, farið að leiðast biðin eftir nýrri skólalóð svo mikið að hún hringdi í Dag B. Eggertsson, þá- verandi borgarstjóra. „Hann tók þessu nú bara vel. Mig minnir að framkvæmdir hafi hafist fljótlega,“ segir Anna sem í gær fagnaði því með skólasystkinum sínum að komin væri ný skólalóð með fjölda leiktækja auk sparkvallar og körfuboltavallar. Lengi óviðunandi Anna, sem nú er í 9. bekk, kveðst helst fara í fót- bolta á nýju skólalóðinni. „En ég á tvö yngri systk- ini sem geta leikið sér í rennibrautum og öðrum tækjum. Ég á systur í 4. bekk og bróður sem byrj- ar í skólanum á næsta ári.“ Áður en Anna hringdi í borgarstjórann höfðu foreldraráð og foreldrafélag skólans safnað undir- skriftum um haustið til þess að knýja á um lagfær- ingar á skólalóðinni sem lengi hafði verið óvið- unandi sem leiksvæði barna. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem beðið var um breytingar á lóðinni, að sögn Vilhelmínu Þorvarð- ardóttur, deildarstjóra í Langholtsskóla. „Það hafa stundum heilu bekkirnir farið á fund borgarfulltrúa og borgarstjóra í gegnum árin og beðið um betri skólalóð. Ég man sérstaklega eftir bekk sem fór 1988. Þeir nemendur eru núna orðnir 31 árs. Það er búið að bíða lengi eftir breytingum. Skólinn var byggður 1952 og það var löngu kom- inn tími til þess að lagfæra lóðina og endurnýja,“ segir Vilhelmína sem er hæstánægð með árang- urinn. Nemendur aðstoðuðu Nemendur aðstoðuðu við frágang lóðarinnar á lokasprettinum en framkvæmdir við lóðina hafa staðið í tvö ár, að því er Vilhelmína greinir frá. Nemendur hafa einnig unnið að gerð úti- kennslustofu á skólalóðinni undir leiðsögn heimilis- og smíðakennara. Útikennslustofan verður tekin til notkunar seinna. Morgunblaðið/Golli Við Langholtsskóla Fljótlega eftir að Anna Sigurrós Steinarsdóttir hringdi í borgarstjóra fyrir tveimur árum hófust framkvæmdir við gerð nýrrar skólalóðar. Lóðin var vígð í gær við mikinn fögnuð nemendanna. Fagnar nýrri skólalóð  Anna hringdi í borgarstjóra og bað um nýja skólalóð  Nemendur fengu sparkvöll og fjölda nýrra leiktækja Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is BOÐAÐ hefur verið til aukaárs- funda í Íslenska lífeyrissjóðnum, sem er í umsjá Landsbankans, dag- ana 28. september og 19. október. Á fyrri fundinum verða lagðar fram til afgreiðslu tillögur að breyttum sam- þykktum sjóðsins en þær miða að því að auka sjálfstæði sjóðsins frá því sem er nú. Veigamesta breyt- ingin er sú að sjóðfélagar fái mun meira vægi í stjórn sjóðsins en verið hefur. Lagt er til að sjóðfélagar velji fjóra af fimm stjórnarmönnum sjóðsins. Einn verði skipaður af bankaráði NBI hf. en skv. núverandi samþykktum skipar bankinn þrjá af fimm stjórnarmönnum. Fjármálaráðuneytið þarf að stað- festa breytingar á samþykktum sjóðsins og því er boðað til annars aukaársfundar 19. október þar sem til stendur að kjósa nýja stjórn skv. þessum breytingum. Verði þær samþykktar verða þrír stjórnarmenn kosnir til tveggja ára og tveir til eins árs. Framboðum aðalmanna til stjórn- ar skal skila til stjórnar sjóðsins viku fyrir ársfund samkvæmt tillögunum. Einnig er lagt til að framkvæmda- stjóri sjóðsins verði starfsmaður sjóðsins og að greint verði á milli samtryggingardeildar og séreigna- deildar í samþykktum sjóðsins. Íslenski lífeyrissjóðurinn starfar í tveimur deildum, séreignadeild og samtryggingardeild. Fjöldi sjóð- félaga var 29.450 um seinustu ára- mót og stærð sjóðsins var þá 26,9 milljarðar kr. Vægi sjóð- félaga verði aukið Morgunblaðið/Golli Breytingar Rekstur Íslenska lífeyr- issjóðsins er í umsjá Landsbanka. ENGAR ákvarðanir verða teknar varðandi bólusetningar og skim- anir vegna smitsjúkdóma og krabbameina. Ástæðan er slæmt efnahagsástand, samkvæmt upplýs- ingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Niðurstaða ráðgjafahóps á veg- um ráðuneytisins, sem skilaði til- lögum sínum rétt fyrir hrun bank- anna, var að bólusetningar 12 ára stúlkna gegn leghálskrabbameins- valdandi veirum virtust kostnaðar- hagkvæmar. Vinnuhópur lagði til í fyrra að könnuð yrði hagkvæmni bólusetn- ingar barna gegn pneumókokkum sem er algeng orsök lungnabólgu og eyrnabólgu og jafnframt heila- himnubólgu. Árið 2007 ályktaði Alþingi að fela heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra í samráði við land- lækni að hefja undirbúning að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi þannig að skipulögð leit hæfist á árinu 2008. Sú leit er enn ekki hafin. ingibjorg@mbl.is Ekkert ákveðið með skimanir vegna kreppu ÞÓR Sigfússon hefur sagt form- lega af sér sem formaður Sam- taka atvinnulíf- ins. Hann hefur verið í leyfi frá formennsku frá því í júlí en þá hófst rannsókn á afdrifum Sjóvár, þar sem Þór var forstjóri. Sér- stakur saksóknari lét meðal annars framkvæma húsleit heima hjá Þór og á skrifstofu hans hjá SA. Vil- mundur Jósefsson, fyrrverandi varaformaður SA, verður nú for- maður í stað Þórs. Segir formlega af sér formennsku Þór Sigfússon UM 64% svarenda í símakönnun Capacent Gallup fyrir Hagsmuna- samtök heimilanna vilja eingöngu greiða af lánum í samræmi við upp- haflega greiðsluáætlun. Um 30% voru reiðubúin til að taka þátt í tímabundnu greiðslu- verkfalli og um 16% vildu taka þátt í greiðsluverkfalli til lengri tíma. Rúmlega 87% sögðust vera tilbú- in að taka þátt í að þrýsta á stjórn- völd um aðgerðir í þágu heimil- anna. Könnunin var gerð 25. ágúst til 10. september sl. Úrtakið var 1.678 manns 16 ára og eldri og var svarhlutfall 52,4%. Vilja greiða í sam- ræmi við áætlun Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI dró upp dökka mynd af ástandi mála í undirheimum Íslands á málþingi um skipulagða glæpastarfsemi sem félag laganema við Háskóla Íslands, Ora- tor, hélt í gær. Sagði hann mikil um- skipti hafa orðið í þessum málum á undanförnum árum og eigi áhrifa þess enn eftir að gæta. „Skipulögð glæpastarfsemi er raunveruleiki sem stjórnvöld og allur almenningur verða að horfast í augu við. Veruleiki sem kallar á viðbrögð af margvíslegum toga og síðast en ekki síst er um að ræða þróun sem sjálfsagt og nauðsynlegt er að upp- lýsa fólkið í landinu um,“ sagði Har- aldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri. Hann tók fram að skipulögð glæpastarfsemi væri að sjálfsögðu ekki óþekkt á árum áður. Þannig hafi fíkniefni verið flutt til landsins um áratugaskeið auk þess sem áfengi og tóbaki hafi verið smyglað til landsins og það selt með skipulögðum hætti. „Á undanförnum árum hefur hins vegar orðið grundvallarbreyting á slíkri starfsemi hér á landi. Hún er víðtækari og betur skipulögð auk þess sem nýir aðilar láta til sín taka á þessum vettvangi.“ Haraldur sagði ofbeldi í undir- heimunum daglegt brauð og víst að vopnaburður gerist almennt algeng- ari. Þá hafi þessari þróun fylgt aukið samstarf íslenskra og erlendra glæpahópa. Skoða að banna merkingar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir ljóst að um marga glæpahópa sé að ræða hér á landi. Þeir séu m.a. pólsk- ir, litháískir og íslenskir, hafi tengsl erlendis og fáist við þjófnaði, efna- hagsbrot, fíkniefnabrot, vændi og peningaþvætti. Þessir hópar uppfylli þá skilgreiningu sem sett er af lög- gæslustofnun Evrópusambandsins, Europol, um skipulagða glæpahópa. Mikið samstarf er haft við hin nor- rænu ríkin þegar kemur að baráttu við skipulögð glæpasamtök og -hópa enda barátta sem einskorðast ekki við eitt ríki. Þar er víða lögð áhersla á vélhjólasamtök, og svo virðist sem aukinn þungi færist í þá átt hér á landi einnig. Sá aukni þungi kemur til vegna vélhjólasamtakanna Vítisengla sem á undanförnum fimmtán árum hafa lit- ið á Ísland sem yfirráðasvæði sitt og horft til þess að stofna hér útibú. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur upplýsingar um að vélhjóla- klúbburinn sem áður gekkst undir nafninu Fáfnir MC geti sótt um fulla aðild að Vítisenglunum fyrir haustið 2010. Nú séu meðlimir íslensku samtak- anna í óðaönn við að safna að sér stuðningsmannaklúbbum. Þeir séu því að reyna að auka völd sín á Ís- landi. Ríkislögreglustjóri hefur lagt fram hugmyndir sínar um að banna beri vélhjólasamtökin hér á landi. Það er hins vegar hægara sagt en gert, enda félagaréttur tryggður í stjórnarskrá. Hins vegar er einnig í skoðun að banna félögum að merkja sig. Það er í skoðun í fleiri löndum og var innleitt í Kanada. Með því móti á að draga úr mætti samtakanna enda eru merkingarnar m.a. notaðar til að kalla fram ótta hjá almenningi. Margir glæpahópar hér  Þróun á skipulagðri glæpastarfsemi hefur leitt til aukins samstarfs íslenskra og erlendra glæpahópa Harkan er meiri, ofbeldi daglegt og vopnaburður algengur Haraldur Johannessen Sigríður Björk Guðjónsdóttir MIKIL eftir- spurn er eftir orku og orkufyr- irtækin geta ekki annað eftir- spurninni. Þau hafa ekki mögu- leika á að fara í framkvæmdir vegna skorts á fjármagni og óska því eftir fjármögnun í einstök verkefni með aðkomu innlendra eða erlendra fjárfesta enda ekki önnur leið fær. Þetta kom fram á fundi iðnaðar- nefndar Alþingis í fyrradag en á fundinn komu fulltrúar Landsvirkj- unar, Orkuveitunnar, HS orku, Orkustofnunar og iðnaðarráðu- neytisins. Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, óskaði eftir fundinum. Hann segir að fulltrúar fyrirtækjanna hafi áréttað að um pólitíska ákvörðun væri að ræða, hvort fara ætti í framkvæmdir eða ekki. Aðkoma fjárfesta nauðsynleg Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.