Morgunblaðið - 23.09.2009, Page 18

Morgunblaðið - 23.09.2009, Page 18
Jónsi og fé- lagar hans hefjast handa við fyrstu út- gáfu Frétta- blaðsins Fluga á vegg og þeir nota upplýsingar sem þeir fengu hjá bjöllu. „Mættur til starfa, herra minn,“ sagði sá stærsti í maurahópnum, um leið og hann heilsaði Jónsa að her- mannasið. „Við heyrðum að þú kynnir að þurfa aðstoð við að koma út blaði.“ „Ja, Rikki maur, Lena var að kvarta yfir því að við ættum engan pappír til að prenta á,“ hvíslaði Jónsi. „Heyriði félagar! Við verðum að útvega pappír! hrópaði Rikki, og all- ir maurarnir röðuðu sér samstundis að baki honum. Þeir marséruðu í þráðbeinni röð niður trjástofninn og hurfu á braut. Matta beiða og Kata könguló voru að rífast um fyrirsögnina á fyrstu fréttinni. Kata stakk upp á MANNAHREIÐUR Í VÆNDUM. En Möttu leist betur á eitthvað til- þrifameira eins og ALMENNINGS- GARÐI EYTT. Þegar þær höfðu komist að sam- komulagi um fyrirsögnina AL- MENNINGSGARÐUR Í HÆTTU voru Rikki og mauragengið hans komnir tilbaka. Hver einasti maur hélt á risastórum pappírsbút yfir höfðinu á sér. „Vá, takk, strákar!“ sagði Lena og velti fyrir sér hvar hún ætti að geyma allan pappírinn sem þeir höfðu fundið. „Okkar var ánægjan, frú. Við bíð- um bara eftir næstu fyrirskipun,“ sagði Rikki og tók ofan fyrir Lenu. Um leið og Lena afhenti Magga pappírinn hófst hann handa. Hann hreyfði fæturna svo hratt yfir papp- írinn að allir störðu á með aðdáun. Stundum hreyfði hann sig þó of hratt og meiddi sig óvart. Hann var til dæmis næstum búinn að reka blýantinn í augað á sér. „Hægan, hægan Maggi,“ sagði Kata blíðlega um leið og hún setti plástur fyrir ofan hægra augað á honum. En nokkrum mínútum seinna þurfti hún að hreinsa skrámu á hnénu, og skömmu síðar þurfti hún að draga hefti úr bakinu á honum. Ekkert skordýranna gat skilið hvernig honum hafði tekist það! „Fyrsta tölublað Fréttablaðsins Fluga á vegg – er tilbúið! tilkynnti Maggi um leið og Lena setti síðasta plásturinn á bústna, græna magann hans. „Jæja Rikki, nú þurfum við aftur á ykkur maurunum að halda, sagði Lena um leið og hún gerði genginu viðvart. „Getið þið borið út fyrsta fréttablaðið til allra vina okkar í garðinum?“ „Samstundis herra minn, ég meina frú,“ sagði Rikki. Jónsi frétta- ritari og Maggi veltust um gólfið af hlátri. Þeir ákváðu að héðan í frá yrði Lena alltaf kölluð „herra“. Svo virtist sem Rikki og félagar hans hefðu aðeins verið í burtu í ör- skotsstund þegar fréttin MANNA- HREIÐRIÐ var á allra vörum í trénu. Það setti ugg að öllum en Jónsi og vinir hans voru ánægðir yf- ir því að hafa komið fréttinni á fram- færi. „Okkur tókst það! sönglaði Kata kónguló. „Það er okkur að þakka að allir vita hvað er á seyði. „Ja, þið komuð fréttinni á fram- færi … en fréttin er röng, sagði mar- íubjalla um leið og hún flaug inn í fagnandi hópinn. „Hvað áttu við með ‘röng’? spurði Jónsi þetta gljáandi skordýr. „Við heyrðum öll hvellinn mikla og ég hlustaði á tal mannanna.“ „Ég veit ekki hverjir eru heimild- armenn ykkar, en sagan ykkar er einfaldlega ekki rétt,“ sagði mar- íubjallan og hélt áfram að eyðileggja ánægjuna fyrir öllum. „Sjáið þið til, ég heyrði líka á tal mannanna, en ég var nógu lengi á staðnum til að heyra alla söguna. Í stað þess að eyðileggja almenningsgarðinn okkar eru þeir að reyna að hjálpa okkur. Þeir eru að skipuleggja verkefni til að hreinsa ruslið í garðinum, og einn þeirra bakkaði vörubílnum sínum óvart á myndastyttu. Styttan datt og brotnaði í þúsund mola með miklum gauragangi.“ Fyrstu skref fréttablaðsins Print 3. kafli MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þegar svartnætti kreppunnarætlar að verða yfirþyrm-andi með öllum sínum efna-hagsörðugleikum, atvinnu- leysi og áhyggjum er gott að vita til þess að í gegnum tíðina hefur safnast upp þekking í ákveðnum hópum á því hvernig best sé að takast á við slíka erfiðleika. Geðsjúkir og fólk með geð- raskanir eru í raun sérfræðingar í að finna leiðir að ljósinu í myrkrinu og sú sérfræðiþekking er gríðarlega mikils virði í dag. Þetta vita þau Elín Ebba Ás- mundsdóttir og Héðinn Unn- Tekist á við glund- roðann með reynslu Morgunblaðið/Golli Ráðagóð Elín Ebba Ásmundsdóttir og Héðinn Unnsteinsson segja lykil- atriði að vera virkur eftir atvinnumissi og hafa dagskipulag . Mörg bjargráðanna sem geðsjúkir hafa þróað og nýtt í gegnum tíðina eru mikilvægur vísdómur fyr- ir þá sem í dag glíma við strembnar afleiðingar efnahagsþrenginga og at- vinnuleysis. Geðheilsa, mikilvægi þess að til- heyra heild, samvinna, samstaða og sjálfsefling eru meðal þeirra atriða sem rætt er um á málþing- unum, sem eru á vegum Hlut- verkaseturs, Rauða kross Íslands og félags- og tryggingamála- ráðuneytisins. Þau eru ókeypis og ætluð öllum; fagfólki sem og almennum borgurum, stjórn- málamönnum, fræðimönnum, fótboltamönnum... öllu litrófinu. Þingin taka einn dag en einnig má sækja stöku fyrirlestra. Næsta málþing verður í Vest- mannaeyjum á morgun en önnur eru fyrirhuguð á Selfossi og í Borgarnesi í nóvember. Nánari upplýsingar má finna á www.hlutverkasetur.is Ætlað öllu litrófinu – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 5. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um tísku og förðun föstudaginn 9. október 2009. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2009 í hári, förðun, snyrtingu og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Meðal efnis verður : Nýjustu förðunarvörurnar. Húðumhirða. Haustförðun. Ilmvötn. Snyrtivörur. Neglur og naglalökk. Hár og hárumhirða. Tískan í vetur. Flottir fylgihlutir. Góð stílráð. Íslenskir fatahönnuðir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Tíska og förðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.