Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 19
„Æi, hvað höfum við nú gert?“ spurði Jónsi. „Þetta verður allt í lagi, Jónsi litli,“ lofaði Kata. „Okkur dettur eitt- hvað í hug.“ „Ég er með frábæra hugmynd!“ sagði Maggi, en um leið og hann lyfti fingri til að leggja áherslu á orð sín rak hann fingurinn óvart í hitt aug- að. „Ég held við byrjum bara á næsta tölublaði. En héðan í frá er nauðsynlegt að við förum yfir frétt- irnar okkar tvisvar eða þrisvar áður en við birtum þær.“ „Við þurfum líka að birta leiðrétt- ingu á fyrstu fréttinni okkar,“ bætti Kata við. „Kannski getur þú verið einn af ritstjórunum okkar,“ sagði Jónsi við maríubjölluna. „Það kæmi sér vel að hafa einhvern með gott auga fyrir smáatriðum. Hvað heitirðu?“ „Ég heiti Konni,“ sagði maríu- bjallan djarfmannlega, tilbúin að taka á móti stríðni þeirra. „En þú ert maríubjalla,“ sagði Matta. „Ég veit að ég er maríubjalla! En maríubjöllur eru ekki allar kven- kyns.“ Konni reyndi að hljóma ekki eins og kennari. „Vá, ykkur vantar líklega ritstjóra, eða hvað?“ „Æ fyrirgefðu,“ greip Jónsi fram í. „Þetta var bara misskilningur. Það myndi gleðja okkur mikið ef þú hjálpaðir okkur!“ „Frábært, mér þætti gaman að vera hluti af hópnum ykkar. Reynd- ar hef ég frábæra hugmynd að næstu frétt!“ sagði Konni um leið og allir söfnuðust saman til að hlusta á hvað hann hafði að segja. Höfundur texta: Cathy Sewell Myndir: Blaise Sewell Styrktaraðili: The Curriculum Clo- set (www.curriculum close.com) Endurprentað í samvinnu við World Association of Newspapers and News Publishing og með leyfi The Curricul- um Closet Productions Inc. Öll rétt- indi áskilin. Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Rúnar Kristjánsson brá sér íborgina og heilsaði meðal annars upp á tengdamömmu, „eins og allir menn eiga að gera af og til“. Fyrir sunnan vistir við var ég fyrir skömmu. Heimsótti að heiðurs sið hana tengdamömmu. Dúnna mín frá Múla er mig ei vön að skamma. Sannar artir í sér ber, ágæt tengdamamma. Meira yrði um mannlífs frið, minna um élin römmu, væri sérhver sáttur við sína tengdamömmu. Á landsmóti hagyrðinga að kvöldi höfuðdags var eitt yrkisefnið höfuðdagur, en þá var Jóhannes skírari hálshöggvinn. Jón Ingvar Jónsson orti: Útrás hefur öllu splundrað, Ísland fært á bólakaf. Núna mættu hiklaust hundrað höfuð fjúka bolum af. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi lagði orð í belg: Það er gamanlaust með það að glettast og grínlaust ef það mundi fréttast. Hún var kannske ekki klók þessi kona sem tók af sér hausinn, því hún vildi léttast. Ingólfur Ómar Ármannsson orti í tilefni af landsmótinu: Látum gjalla ljúfan óð létt á strengi Braga; eykur kæti, örvar glóð ærið slungin baga. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af tengdó og lands- móti steinsson sem miðla þessari þekk- ingu til annarra á málþingum, sem reglulega eru haldin í bæjarfélögum á landsbyggðinni. Bæði eru þau þekkt fyrir starf sitt að geðræktar- málum, en Ebba er framkvæmda- stýra Hlutverkaseturs og dósent við Háskólann á Akureyri og Héðinn starfar nú sem sérfræðingur í heil- brigðisráðuneytinu. Mikilvægt að hafa hlutverk „Þetta snýst fyrst og fremst um virkni,“ segir Héðinn þegar atvinnu- leysið berst í tal. „Þeir sem eru ekki virkir ná ekki að gera það sem þeir gerðu sem börn – að gleyma sér. Og þegar fólk nær aldrei að gleyma sér heldur er bara upptekið af áhyggjum og því sem þarf að gera er það ávísun á þunglyndi og depurð.“ Ebba tekur undir þetta: „Fólk er líka reitt en það má ekki festast í reiðinni. Ef við eyðum tímanum í reiði og niðurbrot verðum við lengur að ná okkur út úr þessum hremm- ingum. Við megum heldur ekki verða svo óvirk að við bíðum eftir því að ráðamenn geri hlutina fyrir okkur. Við höfum líka verkefni, hvert og eitt og gegnum hlutverk í nærsamfélag- inu, og það viljum við draga fram.“ Héðinn segir rannsóknir hafa sýnt að hætta sé á að sjálfsmynd, sjálfs- virðing og sjálfstraust fólks molni smám saman niður þegar það glímir við langvarandi atvinnuleysi. „Þetta gerist líka í geðsjúkdómum þegar fólk verður veikt – það fer allt í kaos. Til að fyrirbyggja þetta er mjög gott að taka sjálfur ábyrgð á lífi sínu enda hefur sýnt sig með atvinnulausa að þeir sem sækja námskeið og nýta sér úrræðin sem eru í boði standa sterk- astir.“ Ebba segir aukna hættu á að fólk missi tökin á geðheilsunni í að- stæðum eins og núna. „Við viljum „afsjúkdómsvæða“ eðlilega hluti og setja fram hvað eru eðlileg viðbrögð. Við viljum líka draga fram hvað skiptir máli í umhverfinu, t.d. í vina- hópnum, fjölskyldu og hjá samstarfs- mönnum.“ Héðinn bætir við að líkt og geð- sjúkir glími þeir, sem eru atvinnu- lausir eða eiga í fjárhagserfiðleikum, við mikla fordóma og skömm. „Gildin þurfa að breytast og fólk þarf að end- urskoða viðhorf sitt til ákveðinna hluta. Lífið þarf að einfaldast og – sem geðsjúkir kunna best – það þarf að búa til góðan ramma eða dag- skipulag utan um það.“ Ebba bætir því við að mikilvægt sé að hafa ákveðið hlutverk. Það hafi sýnt sig að ekki nægir að greiða fólki örorkubætur svo það eigi til hnífs og skeiðar og hafi húsaskjól. „Það sama er núna hjá þeim sem verða atvinnu- lausir. Það er ekki nóg að greiða þeim bara atvinnuleysisbætur því ef fólk hefur engan tilgang er hætt við að það fari aldrei aftur út á vinnu- markaðinn.“ Flókin stjórnsýsla Málþingin sem Ebba og Héðinn standa nú fyrir eru sprottin úr stefnumótun Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO), sem unnin var í Helsinki árið 2005, en íslenska félags- og tryggingamálaráðuneytið tók þá stefnumótun inn í sínar áætl- anir. „Hugmyndin var að draga inn reynslu og þekkingu notenda geð- heilbrigðisþjónustunnar og hafa þannig áhrif á þróun hennar. Ákveðið var að fara um allt land og segja frá því hvað hefur áhrif á geðheilsu, og það gagnast ekki síst í núverandi ástandi,“ segir Ebba en Héðinn var einmitt starfsmaður WHO þegar þessi stefnumótun fór fram og átti drjúgan þátt í henni. Honum verður tíðrætt um það bil sem er á milli flók- ins stjórnsýslukerfis sem taki ákvarðanir um þjónustuna og þeirra sem eiga að nota hana, þ.e. almenn- ings. Hann segir bilið á milli þeirra hamla skilvirkni kerfisins. „Ef rjúpnaskytta týnist fer samhæfing- armiðstöðin í Skógarhlíðinni af stað og það er mjög vel samstillt kerfi. En þegar sálrænar hamfarir verða eru einhvern veginn allir að gera allt. Og þetta þarf að laga.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Það hefur sýnt sig með at- vinnulausa að þeir sem sækja námskeið og nýta sér úrræðin sem eru í boði standa sterkastir.“ •Gera dagsskipulag •Halda sér virkum •Stunda iðju sem er nærandi • Borða grænmeti og ávexti • Fara að sofa fyrir miðnætti • Vakna á sama tíma og maður fór í vinnuna • Tjá líðan sína upphátt • Vera innan um fólk •Fara út af heimilinu – velja sér umhverfi sem er hvetjandi •Gera góðverk • Forðast áfengi og önnur vímu- efni • Nota tölvu í hófi •Gleyma ekki að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum Góð ráð fyrir geðið Regnbogi Öll él styttir upp um síðir og þá er mikilvægt að vera í stakk búinn til að halda áfram sínu striki. Margir hafa reynt á eigin skinni að það er hægt að vinna sig út úr erfiðleikunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.