Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
Sitt í hvora áttina Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir hafa ekki alltaf talað einum rómi úr herbúðum ríkisstjórnarinnar en þau voru önnum kafin í viðtölum við sjónvarpsstöðvar-
nar í gær, áður en sameiginlegur þingflokksfundur stjórnarflokkanna hófst á Hótel Nordica. Í upphafi voru þó áhöld um meðal fjölmiðlamanna hvort blaðamannafundur væri eða ekki.
Kristinn
Berlín | Yfirstandandi
kosningabarátta í
Þýskalandi er líkleg til
að hreppa titilinn sú
leiðinlegasta í sögu
sambandslýðveldisins.
Helstu viðbrögð frétta-
skýrenda við sjónvarps-
kappræðunum, sem
haldnar voru tveimur
vikum fyrir kosningar
milli Angelu Merkel
kanslara og áskoranda hennar,
Frank-Walter Steinmeier utanrík-
isráðherra, voru stór geispi. Það er
sérstaklega athyglisvert í ljósi
þeirra sögulegu atburða, sem yf-
irgnæfa kosningarnar.
Fyrir tuttugu árum féll Berlínar-
múrinn og markaði þau vatnaskil,
sem urðu til þess að landamæri
gamla sambandslýðveldisins og
Vestur-Evrópu allrar færðust nokk-
ur hundruð kílómetra til austurs.
Hið víðfeðma sovéska heimsveldi
hvarf af sögusviðinu án þess að einu
skoti væri hleypt af. Þessi ártíð hefði
átt að vera drjúgt tilefni til æsilegra
kappræðna um það hvað hefði
heppnast og misheppnast við sam-
einingu Þýskalands og tækifæri til
að leggja fram sýn fyrir Þýskaland
og Evrópu næstu tuttugu árin.
Helmut Schmidt, fyrrverandi
kanslari, sló einu sinni fram í gamni
að stjórnmálamenn, sem hefðu sýn,
ættu að fara og láta skoða í sér aug-
un. Þessi viðvörun átti rétt á sér á
áttunda áratugnum þegar jafnvel
unga þingmenn í hans eigin flokki
dreymdi um byltingu. En Schmidt
hefði aldrei látið sér detta í hug að sá
tími kæmi að ekki fyndist neinn
stjórnmálamaður, sem þyrfti að láta
skoða í sér sýnina.
Málaflokkur
ósigurs
Sömuleiðis vofðu ekki aðeins fjár-
málaleg ragnarök við Þýskalandi
heldur öllum heiminum haustið 2008.
Hinu versta hefur
verið afstýrt og í raun
falið í auðugu ríkj-
unum með því að
hlaða upp skuldum,
sem eiga sér ekki for-
dæmi, en hver þokka-
lega reyndur maður
áttar sig á að næsta
kynslóð og jafnvel sú
þarnæsta mun gjalda
fyrir öfgar fjárfest-
ingabankamannanna.
Ekki er hægt annað
en dást að því hvað
Merkel og Steinmeier taka varfærn-
islega á þessum málum.
Þegar herfræðingar flokkanna
eru spurðir svara þeir að fjár-
málakreppan sé málaflokkur ósig-
urs; kjósendur vilji heyra eitthvað
jákvætt. Þjóðverjar upplifa nú
mestu efnahagslægð frá 1929 eins og
vondan draum, sem er hálfnaður –
og stjórnmálamenn vilja ekki vekja
þá. Ofbeldisfullir vinstriróttæklingar
í hverfinu Kreuzberg í Berlín
skemmta sér við að kveikja í lúx-
usbílum, en ekki í einum einasta
banka í Þýskalandi hefur gluggi ver-
ið brotinn.
Réttvísin hefur heldur ekki náð til
eins einasta af hinum glæpsamlegu
fjármála-fjárhættuspilurum, sem
drógu fjármálaeftirlitið á asnaeyrum
með því að hagræða tölum. Þvert á
móti leggja þessir gjaldþrota ein-
staklingar nú fram stefnur til að fá
milljón evra kaupaukana, sem þeim
finnst þeir eiga skilið. Nokkrir
þeirra eru nú þegar komnir aftur að
borðinu í fjárhættuspil með peninga
skattborgaranna og pranga með nýj-
ar „fjármálaafurðir“; þeir vita að í
næsta hruni munu skattborgararnir
ekki eiga annars kost en að bjarga
þeim á nýjan leik. Aðeins nokkrir
harðlínumenn vísa til hinnar ögrandi
spurningar, sem Makki hnífur setur
fram í Túskildingsóperu Bertholds
Brechts: „Hvað er bankarán í sam-
anburði við stofnun banka? Hvað er
dýrkaður lás í samanburði við
skuldabréf?“ En þetta slagorð er frá
þriðja áratugnum og hljómar eins og
angurvær áminning um fyrri tíma
umbrot, sem maður kýs fremur að
sjá á sviði.
Endurvakning frjálsra
demókrata
Helsta kraftaverk kosningabar-
áttunnar 2009 er endurvakning
Frjálsra demókrata (FDP). Reyndar
væri fátt betra fyrir þýsk stjórnmál
en raunverulega frjálslyndur flokk-
ur í hinnu bandarísku merkingu
orðsins – málsvari einstaklings-
frelsis. Því miður hefur FDP undir
forustu Guidos Westerwelle, sem
hefur leitt flokkinn allt of lengi,
breyst í flokk, sem er eftirtekt-
arverður fyrir að verja aðeins frelsi
nokkurra forréttindamanna: banka-
og kaupsýslumanna.
Fyrir um ári aðhylltist FDP
dyggilega trúarbrögð hinna svoköll-
uðu nýíhaldsmanna, sem eru þeirrar
hyggju að markaðirnir hemji sig
sjálfir. Því lagðist hann af krafti
gegn hálfvolgum tilraunum til að
setja fjármálageiranum reglur. Ekki
er lengra síðan en í maí að FDP
varði eignarrétt bandaríska millj-
arðamæringsins Christophers Flo-
wers, stórs hlutabréfaeiganda í
Hypo Real Estate, þýskum banka
sem hrundi og var bjargað með rík-
isábyrgð, sem nam meira en hundr-
að milljörðum evra af fé skattborg-
ara.
En þótt nú hafi skugga verið varp-
að á fjármálaheiminn nýtur flokk-
urinn, sem ver frelsi fjárhættuspil-
aranna og tekur fram yfir frelsi
einstaklingsins, meiri fylgis-
aukningar en nokkur annar. FDP
virðist geta treyst á að fá 13-14% at-
kvæða, sem þýðir að hann gæti
myndað samsteypustjórn með kristi-
legum demókrötum, flokki Merkels.
Ég skil ekki öflin, sem eru hér að
baki. Ég trúi ekki á kenningar Karls
Marx um lögmál sögunnar. Eitt lög-
mál virðist þó eiga við: í yfir-
þyrmandi efnahagkreppu halda
kjósendur sig við þá einstaklinga,
sem þeir hafa verið vanir að geta
treyst í efnahagsmálum – það er
sömu einstaklinga og leiddu þá í
hrunið.
Nokkurn veginn það sama
En á hverri reglu er undantekn-
ing. Í þessu tilfelli er það fyrrverandi
PDS, arftakaflokkur valdaflokksins í
gamla
Austur-Þýskalandi, SED. And-
ófsmenn í Austur-Þýskalandi lögðu
skammstöfunina út sem „Nokkurn
veginn það sama“ (Praktisch das
Selbe). Flokkur þessi heitir nú hinu
óskammfeilna nafni Vinstri og hefur
náð fótfestu í vesturhluta Þýska-
lands með glórulausum loforðum um
hærri eftirlaun, 10 evru lágmarks-
laun á tímann, risavaxnar áætlanir
um fjárfestingar með almannafé og
þurrka út atvinnuleysi – í stuttu máli
sagt nákvæmlega sömu sósíalistap-
aradís og brást í Austur-Þýskalandi.
Og vitaskuld krefsti Vinstri, sem
einn er með marga félaga úr leyni-
lögreglunni Stasi á flokksskrám sín-
um, endurmats á sjálfu Austur-
Þýskalandi; margir gamlir flokks-
félagar mótmæla því að orðið
„einræði“ sé notað um þennan kafla í
lífi þeirra. Líkt og FDP græðir þessi
flokkur líka á vettlingatökum flokk-
anna sitthvorumegin við miðjuna á
fjármálakreppunni í heiminum.
Líklegast er að eini „sigurveg-
arinn“ í kosningunum 27. september
verði „flokkur þeirra sem ekki
kjósa“. Ég hef ekki samúð með þess-
um hópi, en geri mér grein fyrir að
þeir, sem ekki kjósa, eiga aðeins von
á einu frá þýskum stjórnmálaflokk-
um þessa dagana: „Nokkurn veginn
því sama“.
Sömu gömlu kosningarnar í Þýskalandi
Eftir Peter
Schneider » Yfirstandandi kosn-
ingabarátta í Þýska-
landi er líkleg til að
hreppa titilinn sú leið-
inlegasta í sögu sam-
bandslýðveldisins.
Peter Schneider
Höfundur er rithöfundur. Nýjasta
bók hans heitir Uppreisn og órar (Re-
bellion und Wahn) og fjallar um mót-
mælin 1968. © Project Syndicate,
2009.
www.project-syndicate.org
Kanslaraefnin Angela Merkel og Frank-Walter Steinmeier.