Morgunblaðið - 23.09.2009, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
SKUGGINN sem
hvílir yfir íslenskri
þjóð í kjölfar Icesave-
samningsins, fjölda-
uppsagnir, atvinnu-
leysi og verðbólga,
háir vextir svo ekki
sé minnst á verð-
tryggingu lána er sú
hryggðarmynd sem
blasir við íslensku
þjóðfélagi á komandi
hausti. Algjört stefnuleysi stjórn-
valda til að bjarga almenningi frá
gjaldþroti þar sem lánin hækka og
hækka og eignastaðan versnar
með degi hverjum. Gengishrun og
verðtrygging eru draugar sem
draga alla niður í svað skulda og
eymdar. Fyrirhuguð skjaldborg
um hag heimila og loforð um leið-
réttingu lána hafa verið innantóm
orð og fyrirtækin leggja upp laup-
ana eitt af öðru. Þessari harma-
sögu verður að fara að ljúka. Það
er deginum ljósara að aukinni
skattlagningu ríkisins verður
mætt af fullri hörku af hálfu al-
mennings með minni neyslu sem
gerir það að verkum að ríkið fær
ekkert fyrir sinn snúð. Rík-
isstjórnin hlýtur að vera búin að
átta sig á því að aukin skattlagn-
ing á neysluvörur skilar nánast
engu í galtóman ríkiskassann.
Sjávarútvegurinn hagnast á lágu
gengi þessa dagana en hann einn
getur ekki staðið undir þeim
auknu útgjöldum sem ríkið þarf að
standa skil á í framtíðinni.
En það er ljós í myrkrinu. Fyr-
irhuguð olíuvinnsla við Ísland og
bjartsýnar spár um
að þar sé að finna
gríðarlegt magn af ol-
íu og gasi á Dreka-
svæðinu og nánast
allt upp í landsteina
norð-austanlands og
hefur Skjálfandaflói
þar oftast verið
nefndur með Flatey á
Skjálfanda sem bor-
pall á besta stað.
Sterkar vísbendingar
eru um að olíu og gas
sé að finna í setlögum
á hafsbotni undir Skjálfandaflóa
sem gefa þessum málaflokki byr
undir báða vængi. Rétt er að geta
þess að Alþingi veitti á sínum tíma
fjármunum í tvígang fyrr á árum
til að bora eftir olíu í Flatey á
Skjálfanda og skilst mér að holan
standi nú í 300-400 metrum og
hafi verið það lengi. Þarna er verk
að vinna fyrir bormenn Íslands
eða spilar kannski pólitík þarna
inn í? Löng er biðin búin að vera.
Gaman væri að heyra hvað starfs-
menn Orkustofnunar hafa um
þetta mál að segja og skora ég á
þá að gera hreint fyrir sínum dyr-
um í þessu máli frá upphafi – öll
spilin upp á borðið.
Strax og það kæmi í ljós að olíu
og gas væri að finna við Ísland
myndi hagur þjóðarinnar nánast
breytast á einni nóttu. Lánaleiðir
myndu opnast og vextir af erlend-
um lánum lækka. Gjaldeyrir
myndi streyma til landsins og þús-
undir starfa skapast. Fjárhags-
vandi þjóðarinnar myndi leysast
nánast af sjálfu sér. Í framhaldi af
þessu er rétt að benda á þau fá-
ránlegu skattaákvæði sem emb-
ættismönnum þjóðarinnar hefur
tekist að hengja á þennan mála-
flokk og standa þessu verki fyrir
þrifum. Þarna þarf að hengja góða
beitu á öngulinn til að laða að fyr-
irtæki í olíuleit og olíuvinnslu en
ekki gera þeim erfitt fyrir með
skattlagningu sem á sér enga hlið-
stæðu. Þarna verður ríkisstjórnin
að grípa snarlega inní og breyta
þessum fráhrindandi skatta-
reglum. Þá mun komast skriður á
málin og hjólin fara að snúast.
Ljóst er að samstarf við Norð-
menn er æskilegt til að koma
þessum málum af stað því að
þekking og tækjakostur er til
staðar í Noregi.
Ríkisstjórn Íslands þarf að hafa
hugrekki til að hrinda þessu máli
úr vör. Gríðarlegir hagsmunir
liggja þarna að baki og er þetta
eina ljósið í myrkrinu sem mun
koma íslenskri þjóð úr þeirri
kreppu sem hún er nú í. Það má
engan tíma missa og vænti ég
þess að iðnaðarráðherra gangi í
málið af fullum skörungsskap.
Þetta er eina haldreipið sem við
höfum. Höggva þarf á þann hnút
sem múlbundið hefur íslenska
þjóð.
Leiðin út úr kreppunni
Eftir Sigurjón
Gunnarsson » Fyrirhuguð olíuleit
við Ísland og bjart-
sýnar spár um að þar sé
að finna bæði olíu og gas
– leiðin út úr krepp-
unni.
Sigurjón Gunnarsson
Höfundur er matreiðslumeistari.
FRÁ upphafi verka-
lýðsbaráttu á Íslandi,
á fyrri hluta síðustu
aldar, hefur krafan
um fulla atvinnu verið
ein helsta krafa verka-
lýðshreyfingarinnar.
Sú krafa, ásamt kröf-
unni um lífvænleg
laun fyrir átta stunda
vinnudag, er enn í
gildi. Öllum nýjum at-
vinnurekstri, sem stofnað var til,
hefur verkalýðurinn fagnað þótt
deilt væri um kaup og kjör. Næg
atvinna var grundvallaratriði.
Verkalýðshreyfingin var róttæk
til vinstri. Foringjar hennar voru
jafnframt forystumenn í þeim
stjórnmálaflokkum sem voru lengst
til vinstri í þjóðmálum. Þingmenn
þeirra flokka beittu sér ávallt fyrir
hvers konar atvinnuuppbyggingu
og bættum efnahag þjóðarinnar.
Nú er það liðin tíð. Forystumenn
vinstriflokka nútímans láta sig at-
vinnumál litlu skipta eða þvælast
fyrir nútíma iðnvæðingu. Vinstri
græn, sem þykjast vera lengst til
vinstri íslenskra stjórnmálaflokka,
og málsvari verkalýðsins, berjast af
hörku gegn atvinnuuppbyggingu
nútímans. Lykilorð í stefnu VG er
„stóriðjustopp“ og var kynnt fyrir
síðustu alþingiskosningar af einum
núverandi þingmanni þeirra í
Reykjavík. Lykilorðið
var sagt hafa fjölþætta
merkingu. Einkum þá
að VG krefjast þess að
öllum virkjunar- og
stóriðjuáformum verði
hætt. Öllum rann-
sóknum í þágu orku-
öflunar fyrir stóriðju
verði hætt. Útgefin
rannsóknarleyfi verði
fryst. Aðeins verði
leyft að ljúka rann-
sóknarverkefnum sem
þegar eru í gangi. Og
þessi stefna VG er að ganga fram í
ríkisstjórninni nú á sama tíma og
þjóðin þarf, sem aldrei fyrr, á öfl-
ugri atvinnustarfsemi að halda. VG
halda því auk þess fram að með ál-
framleiðslu Íslendinga sé verið að
menga andrúmsloftið í þágu útlend-
inga.
Í „stóriðjustopp“-stefnu VG felst
meira afturhald í atvinnumálum en
áður hefur sést hjá íslenskum al-
vöru stjórnmálaflokki.
Andstaða VG gegn virkjun orku-
linda landsins er ekki studd nein-
um efnahagslegum rökum sem
standast skoðun. Aðeins er rætt
um eyðileggingu lands og náttúru,
sem er ekki rétt. Undarlegast er
hve margir hafa fallið fyrir ósönn-
um áróðri VG og annarra svo-
nefndra náttúruverndarsinna. Það
er eins og margir skilji ekki að
peningarnir verði til í atvinnulífinu.
Auðlindir Íslendinga eru fiskimiðin,
vatnsföllin og jarðhitinn. Þar er
uppruni velmegunar undanfarinna
ára.
Það alrangt, sem ýmsir halda
fram, að framleiðsla áls á Íslandi
auki mengun andrúmsloftsins. Ál-
framleiðsla með vatnsorku eða
jarðhita á Íslandi dregur úr álfram-
leiðslu með mengandi orkugjöfum í
öðrum löndum. Þetta staðfesti dr.
Rajendra K. Pachauri, formaður
nefndar SÞ um loftslagsbreytingar,
í sjónvarpsviðtali á RÚV 19. sept.
sl.
Þörf fyrir ál í heiminum er vax-
andi og aukin notkun þess, t.d. í
bíla, er orkusparandi og dregur þar
með úr mengun. Ál verður því
framleitt í heiminum meðan þörf er
á því og markaður er fyrir það.
Það er því hagkvæmt, vegna minni
mengunar, að framleiða ál á Ís-
landi.
Efnahagur Íslendinga byggir á
viðskiptum við útlönd og hefur allt-
af gert það. Íslendingar efnuðust á
því að veiða fisk fyrir útlendinga.
Afurðir framleiddar með tilstyrk
orkulindanna munu reisa við og
viðhalda góðum efnahag íslendinga,
nái afturhaldsöflin ekki að hindra
það með því að nýta þær ekki eða
selja þær í hendur útlendinga.
Náttúruauðlindir landsins verða
umfram allt að vera í fullri eigu og
umráðum Íslendinga.
Vinstri græn framkvæma nú í
ríkisstjórninni stefnu flokksins,
sem er í raun að viðhalda þeirri
kreppu og atvinnuleysi, sem varð
eftir bankahrunið, enn lengur en
ella. Lykilorð stefnu þeirra, fyrir
síðustu alþingiskosningar, sem var
„stóriðjustopp“, er því að komast í
framkvæmd. Framganga VG í því
að hindra nýtingu íslenskra nátt-
úruauðlinda til hagsbóta fyrir þjóð-
ina í heild er öllum sem vilja end-
urreisn og framþróun íslensks
atvinnu- og efnahagslífs áhyggju-
efni. Það að stjórnmálaflokkur, sem
að verulegu leyti snýst um slíka
afturhaldssemi, hafi veruleg áhrif í
ríkisstjórn hjá jafn upplýstri þjóð
og Íslendingar eru er mjög und-
arlegt. Náttúruvernd er hjá VG
orðin að öfgatrúarbrögðum sem
vilja hindra alla skynsamlega nýt-
ingu náttúrunnar.
Eftir Árna
Þormóðsson » Andstaða VG gegn
virkjunum orkulinda
landsins er ekki studd
neinum efnahagslegum
rökum sem standast
skoðun.
Árni Þormóðsson
Höfundur er næturvörður.
Á afturhald VG að ráða?
Yfir 33.000
heimsóknir á viku– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 28. september.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um vinnuvélar,
atvinnubíla, jeppa, pallbíla,
fjölskyldubíla og fl.
föstudaginn 2. október 2009.
Í þessu blaði verða kynntar
margar þær nýjungar sem í boði
eru fyrir leika og lærða
Meðal efnis verður :
Vinnuvélar
Námskeið um vinnuvélar.
Atvinnubílar.
Fjölskyldubílar.
Pallbílar.
Jeppar.
Nýjustu græjur í bíla og vélar.
Varahlutir.
Dekk.
Vinnufatnaður.
Hreyfing og slökun atvinnubílstjóra.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni og
fróðleiksmolum.
Vinnuvélar
og bílar