Morgunblaðið - 23.09.2009, Síða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
HAGSMUNA-
SAMTÖK heimilanna
(HH) hafa boðað til
greiðsluverkfalls frá
1.-15. október nk. til að
þrýsta á stjórnvöld og
lánveitendur um að
ganga til samninga við
samtökin um hóflegar
og sanngjarnar kröfur
þeirra um leiðréttingu
veðlána neytenda. Að-
dragandi málsins er að
í kjölfar efnahagskreppunnar og
gengishruns íslensku krónunnar
með tilheyrandi verðbólguskoti hef-
ur höfuðstóll gengis- og verð-
tryggðra lána rokið upp úr öllu
valdi á brostnum forsendum. Sam-
tökin hafa lagt áherslu á að leiðrétt
skuli staða umræddra lána með al-
mennum aðgerðum. Lánin verði
þannig niðurfærð verulega. Í því
skyni hafa samtökin lagt það til að
gengistryggðum lánum verði breytt
í verðtryggð krónulán frá og með
lántökudegi og samhliða verði verð-
bótaþáttur verðtryggðra lána tak-
markaður við 4% frá og með 1. jan-
úar 2008. Eins hafa samtökin tekið
undir tillögu talsmanns neytenda
um gerðardóm. Nýlega létu sam-
tökin Capacent-Gallup framkvæma
könnun vegna þessara mála og eru
niðurstöður afar at-
hyglisverðar. Enginn
ætti því að þurfa að
velkjast í vafa um af-
stöðu fólksins í land-
inu: yfirgnæfandi
meirihluti er hlynntur
almennum aðgerðum
og afnámi verðtrygg-
ingar.
Hvers vegna al-
mennar aðgerðir?
Rökin fyrir almenn-
um aðgerðum eru
margvísleg. Út frá
lagalegu sjónarmiði ber að horfa til
efasemda um lögmæti geng-
istryggðra lána en í greinagerð með
frumvarpi sem varð að lögum nr.
38/2001 um vexti og verðbætur seg-
ir: „Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14.
gr. frumvarpsins verður ekki heim-
ilt að binda skuldbindingar í ís-
lenskum krónum við dagsgengi er-
lendra gjaldmiðla. Er talið rétt að
taka af allan vafa þar að lútandi.“
Eins hefur verið bent á 36. gr. laga
um samningsgerð, umboð og ógilda
löggerninga nr. 7/1936. Vegna þess
forsendubrests sem upp er kominn í
lánasamningum, m.a. vegna stöðu-
töku lánveitenda gegn krónunni,
efast margir um að lánveitendum sé
stætt á að innheimta kröfurnar að
fullu. Í lögunum segir m.a.: „Samn-
ingi má víkja til hliðar í heild eða að
hluta, eða breyta, ef það yrði talið
ósanngjarnt eða andstætt góðri við-
skiptavenju að bera hann fyrir sig.
… Samningur telst ósanngjarn
stríði hann gegn góðum við-
skiptaháttum og raski til muna jafn-
vægi milli réttinda og skyldna
samningsaðila, neytanda í óhag.“
Með setningu hinna svokölluðu
neyðarlaga voru innstæður tryggð-
ar umfram skyldu. Eins var bætt í
peningamarkaðssjóði til að bæta
tjón þeirra sem þar áttu hlut í. Með
þessum aðgerðum var sett fordæmi
fyrir almennum aðgerðum til að
bæta neytendum tjón vegna efna-
hagskreppunnar á Íslandi. Nýlega
kom fram í málstofu á vegum Seðla-
bankans að fordæmi fyrir almenn-
um aðgerðum við endurskipulagn-
ingu skulda eru til staðar frá öðrum
löndum sem gengið hafa í gegnum
efnahagskreppu.
Þjóðhagslega séð er nauðsynlegt
að koma hjólum efnahagslífsins aft-
ur í gang. Leiðrétting lána skapar
svigrúm fyrir lántaka til að ráðstafa
tekjum sínum á fleiri stöðum í hag-
kerfinu en til afborgana af lánum.
Þannig verjum við störf, sköpum
jafnvel ný og komum jafnframt í
veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila og
fyrirtækja og mikinn landflótta.
Almennar aðgerðir eru auk þess í
anda norræns velferðarkerfis, hvers
megineinkenni er að allir eiga sama
rétt til þjónustu og aðstoðar óháð
efnahag, en hins vegar greiðir fólk
skatta í samræmi við tekjur og
eignir. Með því að grípa til al-
mennra aðgerða má skapa þjóð-
arsátt um efnahagsvanda heim-
ilanna og auka traust almennings á
fjármálastofnunum og stjórnvöld-
um.
Kröfugerð HH í boðuðu
greiðsluverkfalli og þátttaka
Kröfur samtakanna, ásamt ofan-
greindum sanngirniskröfum um
lánaleiðréttingar, eru að við inn-
heimtu veðlána verði ekki gengið
lengra en að kröfuhafar leysi til sín
þá eign sem upprunalega var sett að
veði, að við uppgjör skuldar fyrnist
eftirstöðvar innan fimm ára og verði
skuldin ekki endurvakin þar eftir,
að gerð verði tímasett áætlun um
afnám verðtryggingar lána innan
skamms tíma og vaxtaokur verði af-
lagt. Þátttaka í greiðsluverkfallinu
getur m.a. falið í sér að hætta að
greiða af lánum og/eða draga
greiðslur í tiltekinn tíma. Einnig að
takmarka greiðslur af lánum við
upphaflega greiðsluáætlun. Eins er
hægt að taka fé út úr bönkum og
flytja innstæður, segja upp korta-
viðskiptum, takmarka neyslu, mót-
mæla opinberlega o.fl. Nánari upp-
lýsingar er að finna á heimasíðu
samtakanna www.heimilin.is.
75% hlynnt almennri nið-
urfærslu húsnæðislána
Eins og áður kom fram hafa sam-
tökin nýlega látið kanna hug lands-
manna í þessum málum. Markmiðið
er m.a. að skoða viðhorf til aðgerða.
Niðurstöður eru afgerandi. Meðal
annars kemur fram að 87% að-
spurðra segjast tilbúin að taka þátt
í að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir
í þágu heimilanna. Alls 64% segjast
tilbúin til að greiða eingöngu af lán-
um í samræmi við upphaflega
greiðsluáætlun og 56% eru til í að
taka þátt í hópmálsókn gagnvart
fjármálafyrirtækjum. Að auki eru
80% svarenda hlynnt hugmyndum
um afnám verðtryggingar og 75%
eru hlynnt hugmyndum um almenn-
ar niðurfærslur gengis- og verð-
tryggðra húsnæðislána. Hinn þögli
meirihluti hefur talað, eru stjórn-
völd að hlusta?
Hagsmunasamtök heimilanna eru
málsvari hins þögla meirihluta
Eftir Þórð Björn
Sigurðsson » Samkvæmt nýrri
könnun … er yf-
irgnæfandi meirihluti
hlynntur almennri nið-
urfærslu húsnæðislána
og afnámi verðtrygg-
ingar.
Þórður Björn
Sigurðsson
Höfundur er formaður Hagsmuna-
samtaka heimilanna.
ÍSLENSKA ríkið stendur frammi
fyrir því að mörg hundruð milljarða
skuldbinding falli á tryggingasjóð
innistæðueigenda, án þess að inni-
stæða sé fyrir skuldbindingunni. Til
þess að sjóðurinn geti staðið undir
skuldbindingum sínum þarf ríkið að
afla honum fjár með því að ganga til
samninga við lánveitendur. Dóm-
stólar hafa ekki skorið úr um skyld-
ur íslenska ríkisins til að ábyrgjast
tryggingasjóðinn. Þó verður að líta
svo á að skyldur ríkisins samkvæmt
EES-rétti til að innleiða með full-
nægjandi hætti tilskipun um inn-
stæðutryggingar geri það að verk-
um að íslenska ríkið verður að
standa á bak við tryggingasjóðinn.
Ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra
stjórnvalda á alþjóðavettvangi ýta
undir þessa túlkun. Einungis með
því að standa við alþjóðlegar skuld-
bindingar ríkisins og gæta jafnræðis
innistæðueigenda, óháð búsetu, má
gera sér vonir um að Ísland fái þá
aðstoð frá alþjóðastofnunum sem
þarf til að fara að vinda ofan af af-
leiðingum hrunsins.
Takmörkun á
greiðslubyrði stendur
Megininntak fyrirvara fyrir veit-
ingu ríkisábyrgðar með lögum nr.
93/2009 er að tryggja að komi til
þess að það reyni á ábyrgðina verði
greiðslubyrði ríkissjóðs ekki svo
þungbær að endurreisn fjár-
málakerfis og efnahagslífs verði
stefnt í voða. Ekki
reynir á ríkisábyrgð
á láninu ef trygg-
ingasjóður innstæðu-
eigenda stendur í
skilum. Ef eignir
sjóðsins duga ekki til
er það lykilatriði að
greiðslubyrði ríkisins
verði ekki hærri en
sem nemur ákveðnu
hlutfalli af vexti
vergrar landsfram-
leiðslu. Íslendingar
hafa ekki ákvarðað einhliða hversu
mikið þeir greiða á ári hverju. Þessi
uppstilling gerir það að verkum að
það er hagur kröfuhafa að íslenska
ríkið nái sér hratt út úr kreppunni,
ella verður tæplega um fulla endur-
greiðslu á lánunum að ræða á til-
skildum tíma.
Skilið milli lána og ábyrgðar
Mikilvægt er að skilja á milli
lánasamninganna annars vegar og
ríkisábyrgðarinnar hins vegar enda
er ríkisábyrgð ekkert annað en
trygging fyrir tilteknum skuldbind-
ingum. Það er Breta og Hollendinga
að meta hvort ábyrgð skv. lögum nr.
93/2009 veiti fullnægjandi trygg-
ingar fyrir láninu og þá jafnframt
hvort unnt sé að líta svo á að á gild-
istíma laganna sé um fullnægjandi
tryggingu að ræða. Verði lánið ekki
að fullu greitt 2024 hafa lánveit-
endur væntanlega heimild til þess
að gjaldfella eftirstöðvar enda er þá
skilmálum lánasamnings – þ.e. að
ríkisábyrgð sé fyrir hendi – ekki
fullnægt. Íslenski löggjafinn hefur
jafnframt á þessum tíma möguleika
á því að lengja gildistíma ábyrgð-
arinnar ef þörf krefur eða leggja
fram aðrar tryggingar sem kröfu-
hafar geta samþykkt.
Skuldbinding til staðar þótt
ábyrgð falli niður
Breskum og hollenskum stjórn-
völdum er í lófa lagið að samþykkja
þau skilyrði sem Alþingi hefur sett
við veitingu ríkisábyrgðar. Skuld-
bindingin samkvæmt lánasamning-
unum er til staðar óháð gildistíma
ábyrgðarinnar enda miða lánasamn-
ingarnir við að skuldin verði að fullu
greidd innan þess tíma. Nauðsyn-
legt er að hafa í huga að sjóðurinn
mun hafa tækifæri til að afla sér
fjár á gildistíma ábyrgðarinnar. Það
er ekki óeðlilegt að bresk og hol-
lensk stjórnvöld séu ekki tilbúin til
þess að fallast á það að íslenska rík-
ið geti einhliða lýst því yfir að eft-
irstöðvar lánanna, ef einhverjar
verða, muni falla niður að 15 árum
liðnum. Vandfundinn er væntanlega
sá kröfuhafi sem veitir samþykki
fyrir slíkri ráðstöfun enda hefur
skuldari þá tæplega mikinn hvata til
þess að reyna að standa skil á láninu
á lánstíma.
Dómstólaleiðin
Svokölluð dómstólaleið er alltaf
opin fyrir þá innstæðueigendur sem
telja sig vera hlunnfarna. Rétturinn
til að fara með mál fyrir dómstóla er
grundvallarmannréttindi og m.a.
tryggður af ákvæðum Mannrétt-
indasáttmála Evrópu. Hvorki Bret-
ar, Hollendingar né Íslendingar
geta takmarkað þann rétt með
samningum sín á milli. Réttarstaða
flestra innstæðueigenda núna er sú
að þeir hafa fengið greitt frá breska
eða hollenska tryggingarsjóðnum
og þar með framselt kröfur sínar til
þeirra sjóða. Með því að ganga til
samninga um hvernig endurgreiða
eigi bresku og hollensku trygg-
ingasjóðunum er því verið að koma í
veg fyrir að afgreiðsla málsins drag-
ist á langinn. Að auki vakna mun
áleitnari spurningar með því að
skjóta málinu til dómstóla, til dæmis
um heimild íslenska ríkisins til að
mismuna innstæðueigendum eftir
búsetu. Komist dómstólar til að
mynda að þeirri niðurstöðu að rík-
inu hafi borið að tryggja allar inni-
stæður að fullu, líkt og gert var hér
á landi, verða skuldbindingarnar
mun hærri. Málaferli til að skera úr
um þetta munu að öllum líkindum
leiða til þess eins að ríkinu verður
áfram synjað um erlenda aðstoð og
að endurreisnin dragist á langinn.
Mikilvægari verkefni blasa við
Alþingi og ríkisstjórn geta ekki
snúið sér að því að sinna vanda
heimila og fyrirtækja fyrr en þetta
mál er frá. Í upprunalega samn-
ingnum var kveðið á um að hann
skyldi staðfesta fyrir lok sumar-
þings. Þurfi að taka lögin aftur upp
á þingi þýðir það að samningurinn
fer í uppnám. Greiðslur erlendra
lána halda áfram að frestast og ekki
verður hægt að takast á við bráðan
vanda. Með því að viðurkenna heim-
ild lánveitenda til að gjaldfella eftir-
stöðvar samningsins um leið og rík-
isábyrgðin rennur út, án þess að
ætla að hafna því að greiða eftir-
stöðvar skuldanna, er hægt að loka
málinu. Þá verður hægt að sinna
þeim málum sem mestu máli skipta.
Eftir Dóru Sif Tynes og
Silju Báru Ómarsdóttur
»Einungis með því að
standa við alþjóð-
legar skuldbindingar
ríkisins og gæta jafn-
ræðis innistæðueigenda,
óháð búsetu, má gera
sér vonir um að Ísland
fái þá aðstoð frá al-
þjóðastofnunum sem
þarf …Silja Bára Ómarsdóttir
Dóra Sif er héraðsdómslögmaður og
LLM í Evrópurétti. Silja Bára er al-
þjóðastjórnmálafræðingur.
Icesave – nú er mál að linni
Dóra Sif Tynes