Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 ✝ Inga Arnórs-dóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1931 og lést þar 16. september 2009. Foreldrar hennar voru Arnór Guð- mundsson, skrif- stofustjóri, og Mar- grét Jónasdóttir, húsmóðir. Eiginmenn Ingu voru Sigurjón Ein- arsson sem lést árið 1971 og síðar Frank P. Cremona sem lést árið 2007. Börn hennar eru Einar Sig- urjónsson, héraðsdómslögmaður, kvæntur Þóru Bjarnadóttur, Arn- ór Sigurjónsson, sendifulltrúi, kvæntur Guðrúnu Matthíasdóttur, Kolbeinn Sigurjónsson, versl- unarmaður, kvæntur Guðleif M. Þórð- ardóttur, Sturla Sig- urjónsson, sendi- herra, kvæntur Elínu Jónsdóttur, og Inga Sigurjónsdóttir, grunnskólakennari, gift Herði Sigurð- arsyni. Inga Arnórsdóttir starfaði í árdaga hjá Flugfélagi Íslands en síðar lengst af hjá Pósti og síma sem talsímavörður á tal- sambandi við útlönd. Þá var hún um árabil búsett í Bandaríkj- unum. Inga verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 23. sept- ember, og hefst athöfnin klukkan 13. Ég ólst upp við að eiga Ömmu í Ameríku. Hún bjó á paradísareyju með sundlaug í garðinum og sólin skein allt árið. Amma Inga var fag- urkeri fram í fingurgóma og öll skilningarvit fóru í veislu í hennar híbýlum. Jafnvel bílskúrinn var svo spikk og span að hann hefði sómt sér sem betri stofa hjá flestum. Amma lét verkin tala og var óhrædd við að reyna nýja ferska hluti þegar kom að því að breyta í kringum sig. Það var ekkert gam- aldags við hana ömmu, aðeins lek- kert. Ég leitaði ráða hjá henni og álits á hugmyndum þegar ég gerði upp íbúðina mína og það var á þeim stundum þegar við ræddum um stíl og lausnir á rými að ég upplifði hana sem vinkonu. Við gátum líka á góðri stundu rætt um lífið, ástina og breyskleikana og þar fann ég mikinn styrk í að eiga hana að. Ég á dásamlegar minningar frá því að vera hjá henni á paradísa- reyjunni um tvítugt, allt er svo fal- legt og gott, við skáluðum í kampa- víni og ostrurnar runnu ljúflega niður og ég heyri enn röddina hennar ljóma þegar hún sagði al- sæl: „Hrund. Þetta er lífið!“ Takk amma fyrir að kenna mér að meta það sem máli skiptir í lífinu og að lifa því með stæl. Þú varst kona með stíl og eftir þér var tekið. Verðum saman í anda þar til síðar, elsku amma mín. Þín, Hrund. Inga Arnórsdóttir var ekki bara amma okkar barnabarnanna heldur líka góð vinkona. Í nærveru hennar hvarf kynslóðabilið og hún var allt- af jafn ung í anda þótt árin færðust yfir. Um leið notaði hún oft tæki- færið þegar við hittumst til að tengja okkur barnabörnin við þá sem á undan eru gengnir og við það Ísland sem hún kynntist í æsku. Amma var alltaf hefðarfrú og sama hvað bjátaði á, tókst henni alltaf með smekklegum stíl og áhuga á fallegri hönnun að gera heimil sitt að höll. Um leið var hún samkvæmisljón af bestu gerð og hafði yndi af félagsskap við glað- lynt fólk. Hún amma ferðaðist líka um heim allan og átti þar mörg æv- intýri. Frank P. Cremona varð hennar eiginmaður og lífsförunaut- ur. Hann var ömmu mjög góður og okkur barnabörnunnum. Ég man að fyrst fannst okkur mest spenn- andi að hann væri Bandaríkjamað- ur en í tímans rás varð hann ein- faldlega afi. Þau voru ólík en áttu djúpt og fallegt samband sem mað- ur sá best þegar Frank afi varð veikur og féll frá, Þá missti amma sálufélaga. Þau áttu mörg góð ár saman í Flórída en nú verða þau í eilífu sólskini. Amma sýndi okkur að sterk sál getur búið í veikum lík- ama og með jákvæðni og von eina að vopni er hægt að yfirvinna mikla erfiðleika. Kolbeinn og Eva Björk. Þegar ég frétti að amma Inga væri dáin fannst mér sem tíminn stæði kyrr eitt andartak, mér varð þungt fyrir brjósti, tárin trilluðu niður kinnarnar og minningarnar um allar okkar góðu stundir sóttu fast að. Ég man fyrst eftir henni þegar ég var 4ra ára en þá bjó hún á eyju við Flórídaskagann í Am- eríku, steinsnar frá ströndinni, og var auk þess með sundlaug í garð- inum. Fjölskyldan heimsótti hana oft þangað og þar var hún drottn- ing í ríki sínu, glæsileg kona og hrókur alls fagnaðar. Hún tók á móti gestum með mikilli reisn, töfr- aði fram dýrlegar veislur og hjá henni var alltaf glatt á hjalla Við krakkarnir lékum okkur á strönd- inni, busluðum í sundlauginni og fórum stundum í Disneyland og Vota og villta vatnagarðinn með ömmu. Hún flutti frá Ameríku rétt fyrir síðustu aldamót og settist aftur að á Íslandi. Það var gott að fá hana heim enda urðu miklir fagnaðar- fundir. Amma varð nú tíður gestur á heimili okkar og við heimsóttum hana oft og gerðum margt skemmtilegt saman, fórum í versl- anir og kaffihús og spjölluðum um heima og geima. Þó það væru heil 50 ár sem skildu okkur að vorum við alltaf góðar vinkonur enda var amma kannski mesta skutlan í allri fjölskyldunni, hún fylgdist grannt með því sem var efst á baugi, tísk- unni og tíðarandanum, alltaf ung í anda, lífsglöð og kát. Það var alltaf gott að leita til Ingu ömmu enda hafði hún ráð undir rifi hverju þegar eitthvað bjátaði á. Hún var örlát manneskja og leit á björtu hliðarnar á lífinu. Og þegar dró að kveðjustundinni mætti hún örlögum sínum af fá- dæma æðruleysi, var jákvæð og glaðværðin réð ríkjum sem aldrei fyrr. Það er með miklum söknuði og eftirsjá sem ég kveð nú hana ömmu mína. Birna Harðardóttir. Við lát systur konu minnar og mágkonu, Ingu Arnórsdóttur, lang- ar mig til þess að minnast hennar með nokkrum orðum. Kynni okkar eru orðin löng og margt hefur drif- ið á dagana, sem vert er að minnast og þakka. Við tókum þátt í gleði hennar og sorgum, vorum til staðar þegar á þurfti að halda og glödd- umst með henni þegar vel áraði. Foreldrar Ingu voru þau mætu hjón Margrét Jónasdóttir og Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri Fiskifélags Íslands. Þau bjuggu mestallan búskap sinn að Freyju- götu 30 í Reykjavík. Ég hef ávallt talið það gæfu mína að hafa kynnst þessu góða fólki. Þeim hjónum varð fimm dætra auðið. Þrjár þeirra voru þegar giftar og farnar að heiman, Unnur, Svava og Gyða en Hulda og Inga voru enn í foreldra- húsum þegar ég kynntist þeim. Það kom strax í ljós á þessum árum, að Inga hafði sterkan vilja og kom ýmsu í framkvæmd, sem hún hafði hug á. Hún fór á hús- stjórnarskóla í Noregi, lærði að vefa og búa til góðan mat og annað sem laut að húshaldi og gagnaðist henni vel síðar á lífsleiðinni þegar hún fór að reka sitt eigið heimili. Fór þar saman smekkvísi og fag- urkerinn sem í henni bjó. Hún var líka einstaklega skipulögð, rösk til verka og svo var hún með sér- staklega gott minni og oft gott að leita til hennar, þegar minnið brást hjá manni sjálfum. Annar eiginleiki hennar, sem var einstakur fyrir hana, var hvað hún talaði vel um aðra hvað sem á bjátaði. Á sínum yngri árum áður en hún giftist vann hún sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Seinna vann hún í gestamóttöku á Hótel Sögu en síðasti vinnustaður hennar áður en hún giftist síðara manni sínum var á Talsambandi við útlönd þar sem hún vann í ein sautján ár. Inga Arnórsdóttir var tvígift. Fyrri maður hennar var Sigurjón Einarsson en leiðir þeirra skildu. Með honum átti hún fjóra syni og eina dóttur, sem öll eru hið mesta sómafólk og voru henni til mikillar gleði og var hún sérlega áhugasöm um hagi þeirra og barna þeirra. Síðari maður hennar var Frank Cremona, Bandaríkjamaður, sem nú er látinn. Fluttu þau til Flórída og bjuggu á eyjunni Amelia Island og komu sér þar notalega fyrir á þessari fallegu eyju. Þarna nutu þau lífsins í hálfan annan áratug þar til þau fluttu heim til Íslands rétt fyrir áramótin 2000. Heimsótt- um við þau á hverju ári og nutum ómældrar gestrisni þeirra. Þegar Inga vissi að við vorum væntanleg í heimsókn undirbjó hún komu okkar af mikilli natni og nutum við dval- arinnar hjá þeim hjónum út í ystu æsar, og hver ferð var alltaf til- hlökkunarefni. Nú er komið að leiðarlokum. Við færum henni alúðarþökk fyrir langa og góða samfylgd sem aldrei bar skugga á. Hún lifir í minning- unni um Ingu. Óðinn Rögnvaldsson. Inga Arnórsdóttir var einstak- lega falleg kona, grannvaxin, fín- gerð með koparrautt hár. Fram- koman einkenndist af glæsileik og hlátur hennar var dillandi. Hún bar það ekki með sér að hafa þurft að taka til hendinni og sjá um sig og sína þegar hún varð ein með fimm börn. Hvar sem hún bjó var heim- ilið hennar einstakt, allt fallegt, matargerðin í sérflokki og höfð- ingsskapur svo af bar. Það mætti ætla að þessi orð væru ýkjur en því fer fjarri. Í stuttri grein verður Ingu ekki lýst. Við kynntumst henni þegar hún fluttist í raðhúsalengjuna við Ein- arsnesið þar sem við bjuggum fyr- ir. Þetta var á þeim góðu, glöðu dögum þegar lífið var framundan og mikill samhugur og gleði ríkti í lengjunni. Inga var kærkomin við- bót í hópinn og við höfum haldið vinskapinn þótt flestar hafi flutt og Inga byggi lengi í Ameríku. Þegar hún kom heim í heimsóknir og eftir að hún fluttist heim höfum við treyst vináttuböndin. Tvær okkar nutu gestrisni hennar í Ameríku. Margs er að minnast frá sambúð- arárunum í lengjunni. Bjartra vor- daga þegar Inga bankaði í gluggann sinn og bauð upp á bleikt kampavín fyrir matinn í hvunndeg- inum. Fiskflakið, sem hún var að útbúa, lá á eldhúsborðinu eins og skreyting, allt var skínandi hreint og fallegt eins og í draumahúsi. Einu erfiðleikarnir að fara heim og hugsa að í myndarskap og fegurð- arskyni væri aldrei hægt að ná með tærnar þar sem Inga hafði hælana. Kertaljós og kvöldverðir að vetr- arlagi, sönn vinátta og samhygð þegar á móti blés. Börnin hennar öll bera því vitni að hafa alist upp við bestu skilyrði þar sem heiðarleiki, glæsileiki og gleði réði ríkjum. Allt framundir það síðasta hafði Inga hugann við að fegra umhverfi sitt. Ef eitthvað er hægt að fegra í himnaríki lætur hún áreiðanlega ekki sitt eftir liggja. Við og fjölskyldur okkar sam- hryggjumst fjölskyldu hennar af heilum hug. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Nína Gísladóttir, Sigríður Ragna Sigurðardóttir. Inga Arnórsdóttir Elsku Kaja mín. Mikið þykir mér leiðin- legt að þurfa að kveðja þig. Það verður sárt að geta ekki kíkt til þín næst þegar ég kem til Vopnafjarðar. Það var alltaf mikilvægur hluti þess að heimsækja Vopnafjörð að kíkja til „Stóru Kaju“. Eins og þú veist varst þú í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þótti afar vænt um að bera nafn þitt. Við áttum það alltaf sameiginlegt og mér fannst ég svo heppin. Það var svo gaman að kíkja í heimsókn til þín á Sunnuhvol. Við höfðum alltaf um nóg að tala og í hvert skipti sem maður kom var spennandi að sjá hvað þú varst að búa til í það skiptið. Þú varst nefnilega, eins og allir vita, algjör snillingur að sauma, prjóna og föndra. Þú varst alltaf að kenna okkur Nínu eitthvað sniðugt og við eigum báðar ennþá nælurnar sem þú hjálpaðir okkur að Katrín Vigfúsdóttir ✝ Katrín Vigfús-dóttir fæddist á Sunnuhvoli í Vopna- firði 31. desember 1928. Hún lést 10. september síðastlið- inn og fór útför henn- ar fram frá Vopna- fjarðarkirkju 19. september. Meira: mbl.is/minningar búa til. Svo varstu líka alltaf með eitthvert nammi til að gefa okk- ur. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, eins og við værum afar sér- stakir gestir. Þú varst hæfileika- rík á mörgum sviðum, en alltaf svo voðalega hógvær. Þú vildir ekk- ert að við værum að hrósa þér of mikið, en þér þótti alltaf gaman að gefa okkur það sem þú varst að búa til. Ég á fullt af hlutum, bæði föt og hand- verk, sem eiga alltaf eftir að minna mig á þig. Lampinn sem þú skreyttir og gafst mér er inni hjá Kristínu Björgu og fallegu myndirnar þínar uppi á vegg inni í eldhúsi. Þú gafst mér líka svo fallegan trefil og grifflur sem þú prjónaðir á mig í sumar. Svo auðvitað á ég fullt af góðum minning- um sem aldrei gleymast. Ég er svo ánægð með að hafa komið til Vopna- fjarðar í sumar og kynnt þig fyrir Kristínu Björgu. Hún á eftir að fá að heyra hvað þú varst einstök kona. Þó það sé sárt að kveðja þig, þá er gott að hafa átt þig að í öll þessi ár. Bless, bless, Kaja mín. Kær kveðja, Katrín („Litla“ Kaja). ✝ Bragi Jónssonfæddist á Njáls- götu 46 í Reykjavík 9. október 1925. Hann lést á Landspítalanum að morgni 12. sept- ember sl. 83 ára að aldri. Foreldrar hans voru Jón Grímsson, lengst af sjómaður, f. í Keflavík 12.7. 1892, d. 5.8. 1977 og Lilja Guð- ríður Brandsdóttir, f. í Króki í Hraungerð- ishreppi 22.5. 1889, d. 25.6. 1959. Bragi var næstyngstur 9 systkina og er eitt systkina hans eftirlifandi. Hin eru: Aðalheiður Tryggvadóttir, f. 10.11. 1912, d. 22.9. 1984; Guðný Jónsdóttir, f. 24.6. 1914, d. 25.7. 1918; Vigdís Ó. Jónsdóttir, f. 8.1. 1917, d. 12.10. 1996; Sigurður G.K. Jónsson, f. 23. 1918, d. 8.10. 1972; Jó- hanna Jónsdóttir, f. 20.3. 1920, d. 11.6. 1973; Unnur Jónsdóttir, f. 23.8. 1921; Stefán G. Jónsson, f. 7.5. 1923, d. 4.1. 2000; og Logi Jónsson, f. 29.8. 1928, d. 11.8. 2006. Hinn 13. ágúst 1952 gengu í hjónaband í Ólafsfirði Bragi og Ásta M. Hartmannsdóttir, f. 23.4. 1933. Foreldrar hennar: Hartmann Páls- son sundkennari og síldarmats- maður, f. á Illugastöðum í Fljótum 5.1. 1988, d. 5.7. 1983 og María Anna Magnúsdóttir húsfreyja, f. í Ólafs- firði 17.11. 1909, d. 5.4. 1999. Börn Ástu og Braga eru: 1) Lilja, f. 24.2. 1959, maki Sigþór Hákonarson, f. 23.12. 1951. Þau eiga þrjá syni: a) Braga, f. 30.3. 1969, maki Guðrún Svava Hlöðversdóttir, þau eiga tvö börn, Hjörvar Hans, f. 27.5. 1991 og Lilju, f. 25. 1999; b) Hörð, f. 3.10. 1974, barnsmæður Harðar eru Fanný Sigurþórsdóttir og Mimmy Vágsheyg, börn hans eru Harpa Hrund, f. 16.4. 1996 og Bjartur Hart- mann, f. 28.8. 2006; c) og Hákon, f. 29.3. 1977, maki Barbara Sigthors- son, frv. maki og barnsmóðir Há- kons er Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sonur þeirra er Sigþór, f. 1.5. 2002. 2) Hartmann, f. 8.8. 1954. 3) Örn, f. 5.1. 1956. 4) Ásdís, f. 13.2. 1959, gift- ist Pétri Pálssyni, þau slitum sam- vistum, synir þeirra eru: a) Páll Orri, f. 12.4. 1987 og Pétur Örn, f. 12.3. 1989. Bragi ólst upp í Reykjavík. Hann tók svifflugmannspróf árið 1946. Hann var einn af stofnendum Flug- virkjafélags Íslands ár- ið 1947. Bragi hóf störf hjá Loftleiðum árið eftir, tók einkaflugpróf í Flugskólanum Cumu- lus og flugvirkjapróf hjá Flugmálastjórn Ís- lands, hlaut sveinsprófsréttindi 1953, og réðst sama ár til Flugfélags Ís- lands. Þar vann hann við flug- virkjastörf á verkstæðum félagsins, einnig sem vaktstjóri og síðar aðstoð- arverkstjóri. Hann varð flugvélstjóri á DC-6 Cloudmasterflugvélum fé- lagsins árið 1965 og í sambandi við ís- könnunarflug við Grænland, sem hann tók þátt í meðal annars, aflaði hann sér flugvélstjóraréttinda á DC-4 Skymaster. Bragi var í þeim hópi flugvélstjóra sem hlutu réttindi á fyrstu þotu Íslendinga árið 1967 og flaug Boeng 727 vélunum á meðan þær voru í notkun hjá Flugleiðum. Hann sótti mörg námskeið erlendis, meðal annars hjá Rolls Royce, Fok- kerverksmiðjunum og Boeingverk- smiðjunum í Seattle. Bragi kynntist eiginkonu sinni, Ástu Hartmanns- dóttur frá Ólafsfirði þegar hann, ásamt félögum sínum, annaðist síld- arleit frá Miklavatni í Fljótum og þeir flugu Stinson Relient, fyrstu vél Loft- leiða, sem þeir höfðu fest kaup á. Ásta starfaði þá sem kaupakona hjá frænda sínum, Kristjáni, bónda á Lambastöðum við Miklavatn. Bragi bjó með eiginkonu sinni og börnum lengst af í Reykjavík en árið 2006 fluttu hjónin á Strikið 8 í Garðabæ, þar sem þau bjuggu síðustu árin. Eft- ir starfslok árið 1992 tók Bragi virk- an þátt í félagsstarfi eldri starfs- manna á vegum Flugvirkjafélags Íslands. Útför Braga verður gerð frá Garðakirkju í dag, 23. september, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga; siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður; bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. --- (Jónas Hallgrímsson.) Vertu blessaður, pabbi minn, með þökk fyrir allt og allt. Ásdís Bragadóttir. Örn Bragason. Bragi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.