Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 35
SÝNING á verkum franska mál- arans Auguste Renoir var opnuð í Grand Palais í París í gær. Sýn- ingin heitir Renoir á tuttugustu öld, og á henni eru eingöngu verk frá seinni hluta starfsævi málarans. Um fertugt tók Renoir kúrsinn frá impressjóníska málverkinu til ný- klassíkur, en verkin frá impressjón- istatímabilinu eru enn hans fræg- ustu verk. Á sýningunni eru málverk, en líka teikningar og skúlptúrar og sum verkanna eru lítt kunn almenningi í dag. Vildi reyna sig við klassík Renoir var stefnumótandi í im- pressjóníska málverkinu, en um 1880 fór hann í ríkara mæli að mála portrett og konumyndir. Hann hafnaði ekki impressjónismanum, en fann hjá sér þörf fyrir að reyna sig við klassískari gildi í myndlist- inni. Mörg verkanna á sýningunni eru af fjölskyldu Renoirs og vinum og þar á meðal er brjóstmynd af syni hans sem aldrei hefur verið sýnd áður. Á sýningunni í Grand Palais eru einnig verk eftir samtímamenn Renoirs, listamenn sem voru að í upphafi 20. aldar, eins og Picasso, Matisse, Maillol og Bonnard, sem sýna áhrif Renoirs á þá listamenn sem fram komu í kjölfar impress- jónismans. Í einum sal Grand Palais hefur verið komið fyrir myndum af öllum æviskeiðum Renoirs; frá íbúð hans í París, og úr sveitinni, þar sem hann dvaldi einatt með fjölskyldu og vin- um. Sýningin sendur til 4. janúar, en þá fer hún í heimsreisu. Renoir sem færri þekkja Verk frá seinni hluta starfsævi hans til sýnis í París Auguste Renoir Kona við lestur. Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Hann er hins vegar al- gjör snillingur og ótrúlega ljúfur og góður maður 36 » ÞEGAR búið er að svara spurning- unni um það hvernig maður borðar fíl, þá er að svara þeirri næstu: hvern- ig maður búi til sjálfbæra, færanlega, tæknivædda og gervihnattatengda vinnustofu og flytji hana auðveldlega norður til Nunavut á nyrstu strönd- um Kanada... Lorna Err eitthvert vit í því? kann ein- hver að spyrja, en engu að síður er þetta verkefni sem listamenn og vís- indamenn vinna nú að eftir að haldin var alþjóðleg samkeppni um hönnun gripsins. Páll Thayer er raflistamaður og formaður Lorna, félags áhugafólks um raflistir á Íslandi. Hann segir að sá alþjóðlegi hópur sem standi að verkefninu hafi þegar langa reynslu af verkefni sem þessu, en það var uppsetning svipaðrar vinnustofu, Makrolab, sem hafði ekki alla kosti þeirrar sem nú er unnið að. „Verkefnið gengur út á það að hanna þessa visteiningu. Hún þarf að vera færanleg og sjálfbær í 15 daga, framleiða eigin orku og menga því sem næst ekkert. Hún þarf líka að hafa samskiptabúnað; gervihnatta- samband svo hægt sé að hafa síma og nettengingu. Við fengum 103 tillögur í keppninni, en engin ein þeirra var nógu góð. Þrjár tillögur voru viður- kenndar og í framhaldinu ætlum við að reyna að ná þessu fólki saman og púsla hugmyndunum þremur saman í eina góða lausn og nýta afganginn af verðlaunafénu í það,“ segir Páll. Lorna er eini íslenski þátttakand- inn í verkefninu.Menningaráætlun Evrópusambandsins hefur styrkt verkefnið og hefur sá styrkur staðið undir megninu af kostnaðium, en kanadískt félag, C-Tasc og þýska borgin Dortmund styrkja einnig verkefnið. En hver er framtíð sjálfbæru vinnustofunnar og hver er tilgang- urinn með smíði hennar? „Til að byrja með ætlum við að koma vinnu- stofunni fyrir í inúítabyggðunum í norðurhluta Kanada og hún er ætluð þeim sem þar búa. Listamenn, vís- indamenn og rannsakendur geta nýtt þá tækni sem er um borð, en ætlast er til þess að þeir fái inúítana í sam- starf. Við vildum hafa vinnustofuna færanlega til þess að virkja Inúítana til að rifja upp þá hefð sína að flakka um, en nýta um leið nútímatækni. Þess vegna vildum við hafa vinnustof- una færanlega.“ Veglegt Vinnustofan verður búin tækni til kvikmyndagerðar og mynd- bandagerðar, til alls konar hljóð- vinnslu og hljóðsmíða og verður því eins og veglegt stúdíó. En á henni verða líka ýmiss konar nemar sem mæla ýmiss konar fyrirbæri í nátt- úrunni, eins og t.d. veðrið. „Svo verðum við bara að sjá til hvað gerist. Það væri gaman að fá veðurfræðing eða annan vísindamann til að túlka upplýsingarnar sem ein- ingin aflar. Svo koma listamennirnir sem spyrja hvað gerist ef þetta er tengt hinsegin og hitt svona. Það gæti orðið skemmtilegt.“ Sjálfbær, færanleg og gervihnattatengd Makrolab Verkefnið heitir Arctic Perspective Initiative og er listræns eðlis. Íslendingar í samkeppni um smíði sjálf- bærrar vinnustofu fyrir listamenn TÓNLEIKARÖÐIN Íslenskt – já takk! heldur áfram í Saln- um á morgun, fimmtudags- kvöld. Röðin hófst í endaðan ágúst og mun ljúka 1. október næstkomandi. Röðinni var hrint úr vör vegna tíu ára af- mælis Salarins og er ókeypis á tónleikana. Það er Jónas Ingi- mundarson sem stýrir röðinni og hefur hann fengið til sín söngvara í fremstu röð og hafa þeir túlkað íslenskar einsöngsperlur af mikilli list. Í kvöld verður það Sesselja Kristjánsdóttir sem hefur upp raust sína. Aukinheldur mun Bjarki Sveinbjörnsson flytja pistil um tilurð laganna. Tónlist Íslenskt – já takk! í Salnum Sesselja Kristjánsdóttir FYRSTA rannsóknarkvöld Fé- lags íslenskra fræða á þessu haustmisseri verður haldið á morgun kl. 20 í húsi Sögu- félagsins, Fischersundi 3. Þar flytur Anna Hinriksdóttir menningarmiðlari fyrirlestur sem hún kallar Ástin á tímum ömmu og afa. Rýnt í þroska- sögu einstaklings og þjóðar. Ástin á tímum ömmu og afa byggist á lokaverkefni höf- undar, Önnu Hinriksdóttur, til MA-prófs í hag- nýtri menningarmiðlun frá HÍ. Háskólaútgáfan gaf verkið út í apríl 2009 í fræðibókaritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Íslensk fræði Ástin á tímum ömmu og afa Anna Hinriksdóttir Í TILEFNI af útkomu tveggja nýrra binda af Kirkjum Ís- lands verður haldin ráðstefna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands á morgun kl. 13:15- 15:00. Flutt verða sjö stutt er- indi, og eru það Þorsteinn Gunnarsson, Jón Torfason, Björk Ingimundardóttir, Sig- ríður Björk Jónsdóttir, Lilja Árnadóttir, Guðrún Harðar- dóttir og Gunnar Bollason sem þau flytja. Ráðstefnustjóri er Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður. Kirkjur Íslands er grund- vallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi ásamt grip- um þeirra og minningarmörkum. Sagnfræði Ráðstefna um Kirkjur Íslands Krýsuvíkurkirkja. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG ætla ekki síður að tala um þær hættur sem steðja að skáldsögunni í dag, en eigin skáldskap. Ég fer um víðan völl og ætla að halda uppi vörnum fyrir skáldsöguna,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, en kl. 12 á há- degi í dag heldur hann fyrirlestur í stofu 102 á Háskóla- torgi, í nýrri fyrirlestraröð Háskólans sem opin er al- menningi og kallast Hvernig verður bók til?. Það var Rúnar Helgi Vignisson, lektor í ritlist í Háskól- anum, sem átti hugmyndina að fyrirlestraröðinni. „Hug- myndin kviknaði þegar ég fór að hugsa um hvað við gæt- um gert í ritlistinni, bæði fyrir nemendur, sem gætu þá hitt íslenska höfunda, og eins til að efla tengsl ritlistar- innar og höfundasamfélagsins,“ segir Rúnar Helgi sem vonast til að fólk fái innsýn í það hvernig skáld vinna. Nefnir dæmi um hnignun skáldsögunnar En hvaða vörnum ætlar Jón Kalman að halda uppi fyrir skáldsöguna, og er varna yfirleitt þörf? „Ég ætla að halda uppi vörnum fyrir skáldsöguna, með því að gagnrýna ákveðna þróun sem hefur verið á síðustu árum og áratugum – bæði í skáldsögunni og um leið í út- gáfumálum – og þá um leið á þeim leiðum sem lesendur hafa valið sér að fara. Það gleymist svo oft að það er les- andinn sem ber ábyrgð á því hvernig bækur koma út. Út- gefendur gefa út það sem fólk les. Ef fólk les ekki ljóð, gefa þeir ekki út ljóð. Þessari þróun ætla ég að velta fyrir mér og gagnrýna. Ég ætla að nefna vinsæla skáldsögu, sem mér finnst dæmi um hnignum skáldsögunnar.“ Þegar Jón er spurður um hvort hann eigi við glæpasög- ur og spennubókmenntir kveðst hann ætla að minnast á þær, en að það sé fleira sem hangi á spýtunni. „Glæpasög- ur eru fínar sem slíkar, en það er ekki gott ef skáldsagan daðrar of mikið við hana.“ Allt einn pottur En er þá skáldið ekki að velta ábyrgð yfir á lesandann? „Ég er ekki að velta ábyrgð yfir á lesandann. Hann ber mikla ábyrgð. Annars vegar verður til eintakið sem höf- undurinn skrifar, hins vegar öll eintökin sem lesandinn býr til þegar hann les bókina. Það er líka of einfalt að tala um vonda útgefendur. Þetta er allt einn pottur. En ég ætla auðvitað líka að tala um það sem ég á að tala um; hvernig ég leiddist út í að skrifa bókina Sumarljós, og svo kemur nóttin. Svo getur fólk spurt í lokin, og ef ein- hver vill vita hvaða skóstærð ég nota, þá svara ég því.“ Lesandinn ber ábyrgð  Jón Kalman Stefánsson fjallar um Sumarljós og svo kom nóttin í nýrri fyrir- lestraröð – Hvernig verður bók til?  Talar líka um hnignun skáldsögunnar Morgunblaðið/Kristinn Jón Kalman Stefánsson „Ég ætla að halda uppi vörnum fyrir skáldsöguna,“ segir skáldið. Fyrirlestraröðin Hvernig verður bók til? er öllum opin. Miðvikudaginn 21. október talar Þórunn Valdimarsdóttir um bók sína Stúlka með fingur, og 18. nóvember segir Einar Kára- son frá tilurð bókar sinnar Ofsa. Eftir áramót segir Auður Ólafsdóttir frá bók sinni Afleggj- aranum, Bragi Ólafsson talar um Gæludýrin og Ingibjörg Har- aldsdóttir um bókina Hvar sem ég verð. Hvernig verður bók til? Ingibjörg Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.