Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009  Kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam, hefur verið valin sem framlag Íslands til Ósk- arsverðlaunanna að þessu sinni. Það er Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían sem stendur að valinu. Aðrar myndir sem komu til greina voru Reykjavík Whale Watching Massacre, Heiðin, Skrapp út, Sveitabrúðkaup og Stóra planið. Nú er það bara spurningin: vinna Íslendingar Óskarinn? Reykjavík-Rotterdam í forval fyrir Óskarinn Fólk Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is DR. Gunni, Gunnar Lárus Hjálmarsson, stefnir að því að gefa út rokkrit sitt Eru ekki allir í stuði?: rokk á Íslandi á síðustu öld, frá árinu 2001, í uppfærðri útgáfu á næsta ári. Dokt- orinn er ekki búinn að finna sér útgefanda en segir það frek- ar spurningu um að velja forlag, því þau muni án efa öll bí- tast um bókina. „Það vilja allir að sjálfsögðu gefa þetta út, ég á bara eftir að ákveða hver verður sá heppni,“ segir dokt- orinn kíminn. „Á næsta ári verður náttúrlega kominn áratug- ur í viðbót og þar sem bókin hefur ekki verið til ár- um saman þá er fínt að koma með hana aftur í endurskoðaðri útgáfu og öðruvísi í lúkki,“ seg- ir hann. „Þótt það hafi nú svosem ekkert gerst af viti á þessum tíu árum,“ bætir hann við og hlær kvikindslega. Stefnan er sett á jólabókaflóðið 2010. Vill fá Bubba og KK í þáttinn Spurningaþætti Dr. Gunna og Felix Bergssonar, Popppunkti, lauk síðasta föstudag með æsispennandi lokakeppni Ljótu hálfvitanna og Jeff Who? þar sem hálfvitar höfðu sigur. „Jú, mér skilst það,“ svarar Dr. Gunni, spurður að því hvort Popppunktur verði ekki sýndur áfram í Sjónvarpinu á næsta ári. „Ég er nátt- úrlega strax búinn að taka saman hvaða bönd eiga eftir að koma og það er alls konar gúmmelaði sem á eftir að detta inn,“ segir doktorinn og segist til dæmis gjarnan vilja fá Bubba Morthens og KK til keppni. Áratugur af rokki bætist við hjá doktornum  Tónlistarmaðurinn Bubbi Mort- hens er ólíkindatól, eins og marg- oft hefur komið fram. Í nýjustu út- gáfu Lögbirtingablaðsins kemur fram að Bubbi hafi stofnað fyrir- tækið B Morthens ehf. Í stjórn fyr- irtækisins sitja hann og eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. Þá segir að tilgangur fyrirtækisins sé meðferð höfundarréttar og tón- listarflutnings, tónlistarstarfsemi, rekstur fasteigna og skyldur rekst- ur. Þegar Bubbi var spurður út í málið sagðist hann ekki geta tjáð sig að svo stöddu. Bubbi Morthens stofn- ar B Morthens ehf.  „Við erum að draga saman seglin fyrir veturinn sem lítur út fyrir að verða erfiður,“ segir Ari Sigvaldason, eig- andi ljósmyndaversl- unarinnar Fótógrafí við Skólavörðustíg, sem flutt verð- ur í minna húsnæði við götuna, í hús nr. 22, og opnuð í byrjun októ- ber. Afgreiðslutími verður eitthvað styttur. Ari er í leit að starfi með- fram verslunarrekstri enda veltan mun lakari að vetri til en sumri, sérstaklega eftir að kreppan skall á. Ari er einn þriggja eigenda versl- unarinnar og segir þá ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir þessar breytingar. Fótógrafí fikrar sig upp Skólavörðustíginn Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA var rosalega skemmtilegt verkefni,“ segir Snorri Sturluson hjá kvikmyndafyrirtækinu Snorri Bros. í New York sem tók nýverið að sér að gera auglýsingu með sjálfum Dennis Hopper. Auk Snorra standa þeir Eiður Snorri Eysteinsson og Einar Snorri Einarsson að Snorri Bros. sem starfrækt er bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu, en Snorri og Eið- ur unnu að auglýsingunni með Hopper. Þeir félagar eru bæði kvikmyndagerðarmenn og ljós- myndarar og vinna sem slíkir að auglýsingum, tónlistarmyndböndum og fleiru. „Við unnum þetta verkefni fyrir bandaríska sjónvarpsstöð, Starz, sem framleiðir þætti sem heita Crash og eru byggðir á samnefndri óskarsverðlaunamynd frá 2004. Þeir fengu okkur sem sagt til að gera auglýsingu fyrir þá þætti,“ segir Snorri og bætir því við að fyrirtækið hafi ekki viljað fara hefðbundnar leiðir og gera stiklu upp úr þáttunum, heldur gera eitt- hvað nýtt. „Þannig að við gerðum bæði sjónvarpsauglýsingu og svo auglýs- ingar fyrir prentmiðla, sem er raunar stærri hlutinn af þessu. New York og Los Angeles eru til dæmis undirlagðar undir þessar auglýsingar, það eru auglýs- ingaskilti úti um allt og svo keyra tveggja hæða strætisvagnar um götur borganna sem þaktir eru þessum auglýsingum. En svo er þetta í sjónvarpi, blöðum, kvik- myndahúsum, á netinu og víðar.“ Goðsögn Auglýsingarnar voru gerðar í Los Angeles um miðjan ágúst, en þeir félegar fengu aðeins tvo daga í tökur enda stórstjörnur á meðal leikaranna. „Þarna voru leikarar á borð við manni er alveg stórkostleg, og hún smitar út frá sér. Hann er nátt- úrlega stærsta stjarnan í þessum leikarahópi og það var augljóst að hann var „mentorinn“ í hópnum.“ Fyrsti þáttur í þessari annarri þáttaröð af Crash var sýnd í Bandaríkjunum í síðustu viku, en þættirnir njóta töluverðra vinsælda vestanhafs. Aðspurður segir Snorri að verk- efnið geti vissulega vakið aukna at- hygli á þeim félögum. „Já það vekur alltaf athygli ef maður vinnur með svona miklu hæfileikafólki, engin spurning.“ var að gera,“ segir Snorri. En hvernig var að vinna með sjálfum Dennis Hopper? „Hann er náttúrlega ein mesta goðsögnin í þessum kvikmynda- heimi og þegar hann mætti á töku- stað sló þögn á mannskapinn – það myndaðist svona „Mr. Hopper has arrived“-stemning. Það er samt ekki frá honum komið, fólk ber bara svo mikla virðingu fyrir hon- um. Hann er hins vegar algjör snillingur og ótrúlega ljúfur og góður maður,“ segir Snorri, en Hopper er ekkert unglamb lengur – fæddur árið 1936. „En þegar hann er fyrir framan myndavélina og heyrir orðið „action“ yngist hann um 25 ár. Orkan sem kemur frá þessum Dennis Hopper og Eric Roberts. Þau voru öll einstök ljúfmenni en jafnframt miklir atvinnumenn. Það gekk allt eins og smurt enda vissi þetta fólk nákvæmlega hvað það Þögn þegar Hopper mætti Kvikmyndagerðarmennirnir Snorri Sturluson og Eiður Snorri Eysteinsson gerðu auglýsingu með bandaríska leikaranum Dennis Hopper í Los Angeles Með risa Jocko Sims, einn leikaranna í Crash, Eiður Snorri, Dennis Hopper og Snorri Sturluson bregða á leik. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is GUNNAR Traustason, eigandi Apóteksins, mun brátt opna nýjan veitingastað, P, í hluta þess rýmis sem áður hýsti veitinga- og skemmtistaðinn Apótekið. Apótekið verður þó áfram á sínum stað og heldur óbreyttri starfsemi. Gengið verður inn á hinn nýja stað frá Pósthússtræti og vísar nafn stað- arins í heiti götunnar. „Veggurinn sem skilur að þessa tvo staði er hannaður af hljóðverk- fræðingi, sjöfaldur gifsveggur. Þannig að þú getur verið með þotu- hreyfil í gangi öðrum megin en átt ekki að heyra í honum hinum meg- in,“ segir Gunnar. Spurður hvort hann hafi í hyggju að koma fyrir þotuhreyfli segir hann svo ekki vera. Elegant og kósí „P er staður fyrir 25 ára og eldri, opinn á daginn og verður með flotta, létta rétti í hádeginu og svoleiðis. Veitingastaður með létta rétti skulum við kalla það, hannað í svona art deco-/nútímastíl. Ef ég á að lýsa þessu í stuttu máli þá verð- ur þetta elegant, kósí staður. Ég fékk einmitt konu til að hjálpa mér að hanna staðinn, fá þetta kvenlega touch,“ segir Gunnar. Hann stefnir að því að opna P í október en ná- kvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Spurður hvort bílastæðamerkið góðkunna, P-ið, hafi veitt mönnum innblástur við gerð merkis veit- ingastaðarins nýja segir Gunnar svo ekki vera, hann vilji alls ekki að merki staðarins beri keim af bílastæðamerkinu. Þolir hávaða úr þotuhreyfli Morgunblaðið/Frikki Gunnar Fyrir utan Apótekshúsið en í því verður brátt veitingastaðurinn P. Hljóðverkfræðingur hannaði sjöfaldan gifsvegg til að skilja að Apótekið og nýjan veitingastað við Pósthússtræti, P Dennis Hopper þarf vart að kynna, enda ferill hans með ólíkindum. Á meðal mynda sem hann á að baki má nefna Rebel Without a Cause (1955), Giant (1956), Easy Rider (1969), Apocalypse Now (1979), Blue Velvet (1986), True Romance (1993) og Speed (1994). Einn sá flottasti Dr. Gunni Veit nánast allt um rokk og popp. Sjá má auglýsingarnar úr Crash á heimasíðunni snorribros.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.