Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.09.2009, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009 Í SJÖ ár sat Rick Moody við skriftir og gaf afraksturinn síðan út í doðrantinum The Di- viners fyrir stuttu. Í sem stystu máli segir bókin frá undirbúningi að tökum á sjónvarps- þáttaröð um dúfara (sem telja sig geta fundið vatn með spákvisti) og það engri smáseríu: sögusvið- ið er aldir mannkyns allt frá Mongólíu á fornöld til Utah okkar daga. Hug- myndin kviknaði hjá auðnuleysingja sem var að reyna að ganga í augun á kærustu sinni, en smám saman spinnst áhugi manna upp í hálfgerða geggj- un; ekki vegna þess að menn telja að hug- myndin sé svo góð heldur vegna þess að þeir halda að aðrir telji hana svo góða og vilja ekki missa af neinu, því þótt hugmyndin nái aldrei að rata almennilega á blað öðlast hún sjálfstætt líf og fjölmargir virðast til í að fylgja henni eftir algjörlega ganrýnislaust. Það er þó meira undir en sjónvarps- þáttaröðin, því Moody er að velta fyrir sér bandarísku samfélagi í upphafi 21. ald- arinnar, glys og glamúr og venjulegu fólki og vandamálum þess – það er mikið undir. Persónur í sögunni eru fjölmargar, eitt- hvað á annan tug, og getur verið snúið að fylgja þeim eftir, hvað þá halda þræðinum. Reyndar fær maður snemma á tilfinn- inguna að Moody hafi ekki tekist að skrifa þá bók sem hann ætlaði sér, að andinn hafi sigr- að efnið, og í lokin er eins og hann hafi eig- inlega gefist upp á bókinni – hún bara klár- ast, þ.e. það er enginn eiginlegur endir. Að því sögðu þá er Moody frábær höf- undur og í The Diviners eru fjölmargir skemmtilegir sprettir. Á stundum gleymir hann sér í orðaleikjum, en margt er svo vel skrifað að maður dundar sér við að lesa það aftur og aftur. Og svo er bókin þrælfyndin. Leit að vatni og tilgangi The Diviners, skáldsaga eftir Rick Moody. 492 bls. Faber and Faber gefur út. ÁRNI MATTHÍASSON ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. The Lost Symbol – Dan Brown 2. The Associate – John Grisham 3. Paths of Glory – Jeffrey Archer 4. True Detectives – Jonathan Kellerman 5. Tailspin – Catherine Coulter 6. New Moon – Stephenie Meyer 7. The Girl With The Dragoon Tattoo – Stieg Larsson 8. Brisingr – Christopher Paolini 9. Keeping the Dead – Tess Gerritsen 10. Breaking Dawn – Stephenie Meyer Eymundsson 1. The Last Song – Nicholas Sparks 2. South Of Broad – Pat Conroy 3. The Help – Kathryn Stockett 4. Alex Cross’s Trial – James Patterson og Richard DiLallo 5. Spartan Gold – Clive Cussler 6. Dark Slayer – Christine Feehan 7. The White Queen – Philippa Gregory 8. Dexter By Design – Jeff Lindsay 9. The Girl Who Played With Fire – Stieg Larsson 10. Dead And Gone – Charlaine Harris The New York Times 1.The Lost Symbol – Dan Brown 2.The Lost Symbol (eBook) – Dan Brown 3.The Death of Bunny Munro – Nick Cave 4.Jamie’s America – Jamie Oliver 5.The Greatest Show on Earth – Richard Dawkins 6.Influence Professor – Robert B. Cialdini 7.The Official Highway Code Great Britain 8.The Time Traveler’s Wife – Audrey Niffenegger 9.The Complaints – Ian Rankin 10.The Girl Who Kicked the Hornet’s Nest – Stieg Larsson Waterstone’s Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Á SÍNUM tíma lágu tugmillj- ónir manna um allan heim yfir Da Vinci-lyklinum. Fjölmargir áttu í erfiðleikum með að sinna daglegum nauðsynjaverkum vegna spennu bókarinnar og hringdu á vinnustað til að til- kynna veikindi. Þeir samvisku- samari vöktu heila nótt til að ljúka við bókina og mættu slæptir til vinnu. Svo voru auð- vitað aðrir sem lásu bókina og létu sér fátt um finnast. Bækur Dans Browns eru ekki fyrir alla, þótt þær falli afar stórum hópi lesenda í geð. Lítil stílgáfa Það er ýmislegt sem Dan Brown kann ekki. Hann er eng- inn sérstakur stílisti, reyndar má segja að hann kunni lítið fyr- ir sér þegar kemur að þeirri list. Svona rétt eins og J.K. Rowling, höfundur hinnar geysivinsælu Harry Potter-bóka. En stílgáfa rithöfunda er engin trygging fyrir vinsældum, þótt hún sé til marks um ákveðin gæði. J.K. Rowling kann að skapa persónur sem lesandinn lætur sér annt um. Dan Brown kann fátt þegar kemur að persónusköpun. Hetja hans, táknfræðingurinn Robert Langdon, er myndarlegur mað- ur sem minnir á hetju í has- arblöðum, það er engin sérstök dýpt í persónugerð hans. Æsileg atburðarás Hæfileikar Dans Browns liggja á allt öðru sviði. Það er ekki annað hægt en dást að því hversu fimur hann er við að enda flesta kafla í bókum sínum á háspennuatriði þannig að les- andanum finnst að hann verði að lesa áfram. Þetta tókst honum svo vel í Da Vinci-lyklinum að hið margtuggna „bók sem ekki er hægt að leggja frá sér“ átti þar fullkomlega við. Í nýjustu bók Browns, The Lost Symbol, tekst honum ekki jafnvel upp hvað þetta varðar. Þar spyr lesandinn sig stundum að því af hverju Brown hafi ekki gert örlítið betur. The Lost Syn- bol er þó spennandi. Brown er reyndar óvenjulengi að komast í gang en þegar hrottalegt morð er framið á blaðsíðu 153 fer veruleg spenna að færast í verk- ið og helst allt til loka þess. Að þessu sinni er Robert Langdon kallaður til Wash- ington til að halda fyrirlestur í þinghúsinu. Vini Langdons, frí- múrara, er rænt og af stað fer æsileg atburðarás í anda höf- undarins. Frímúrarareglan, launhelgar, dulmál, málverk og alls kyns tákn leika stórt hlut- verk í bókinni. Brown er einkar laginn við að leika sér að þess- um táknum og byggja upp for- vitnilegar skírskotanir og kenn- ingar. Það er engin nauðsyn að taka þær alvarlega en sann- arlega má hafa af þeim gaman. Dan Brown er vissulega form- úluhöfundur en kann sitt fag betur en nær allir aðrir í afþreyingarbransanum. Forvitnilegar bækur: The Lost Symbol Brown kann sitt fag Reuters Dan Brown Fínn í sínu fagi og nýja bókin er spennandi. FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA. HÖRKUSPENNANDI MYND UM METNAÐARFULLAN BLAÐAMANN SEM TEKUR Á SIG SÖK Í MORÐMÁLI TIL ÞESS EINS AÐ UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA SAKSÓKNARA MARTIN HUNTER(MICHEAL DOUGLAS) Uppgötvaðu ískaldan sannleikann um karla og konur Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins SÝND Í REGNBOGANUM Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í RegnboganumSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó The Ugly Truth kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára The Final Destination kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Beyond Reasonable Doubt kl. 5:40 - 8 750 kr. B.i.16 ára Inglorious Bastards kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára Halloween 2 kl. 10:20 750 kr. B.i.16 ára HHHHH - H.G.G, Poppland/Rás 2 HHHHH “ein eftirminnilegasta mynd ársins og ein sú skemmtilegasta” S.V. - MBL HHHH „Gargandi snilld allt saman bara.“ Þ.Þ – DV SÝNDUR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI ALLIR ÞEIR SEM FRAMVÍSA LEIKHÚSMIÐA FRÁ HELLISBÚANUM FÁ 25% AFSLÁTT Á BÍÓMYNDINA: MIÐASALAÍ FULLUMGANGI!theuglytruth FRUMSÝND 18. SEPTEMBER SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.