Morgunblaðið - 23.09.2009, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2009
Umslag plötunnar White Lun-ar gefur lítil fyrirheit uminnihaldið, þekki menn ekki
karlana tvo sem prýða það. Tveir
miðaldra menn, hárprúðir mjög, í
fallegum skyrtum sem opnar eru
niður á bringu. Um háls bera þeir
festar, annar með kross en hinn e.k.
stein eða bein. Sá hárprúðari horfir
beint í linsu myndavélarinnar en
hinn horfir annars hugar til hliðar,
líkt og hann viti ekki af myndatök-
unni. Það er einhver illútskýr-
anlegur töfraljómi yfir myndinni
nema þá kannski að aðdáun und-
irritaðs á myndefninu sveipi hana
töfraljóma, það skyldi þó aldrei
vera. Mennirnir tveir eru nefnilega
ekki alveg „venjulegir“ því þeir búa
yfir mikilli sköpunargáfu þegar
kemur að tónlist. Þetta eru Ástr-
alarnir Nick Cave og Warren Ellis.
Cave og Ellis hafa starfað saman í
fimmtán ár, í sveitunum The Bad
Seeds, Grinderman og The Dirty
Three. Þeir sem séð hafa þessa tvo
galdramenn á sviði verða vart samir
aftur, eins og sannaðist á tónleikum
þeirra á Broadway fyrir sjö árum. Á
þeim gátu hörðustu aðdáendur setið
í nokkurra metra fjarlægð frá Cave
og Ellis og felldu þar einhverjir tár í
tónlistaralgleymi. Undirritaður
fékk ítrekað gæsahúð og missti
tímaskynið. Það kemur nú ekki oft
fyrir á tónleikum.
Og nú er komið frá þeim enn eittsnilldarverkið, safnplatan
White Lunar með tónlist sem þeir
sömdu fyrir kvikmyndirnar The As-
sassination of Jesse James by the
Coward Robert Ford, The Proposi-
tion og The Road og heimild-
armyndirnar The English Surgeon
og The Girls of Phnom Penh auk
tveggja laga verka sem þeir Cave
og Ellis segja koma „úr hvelfing-
unum“. Þeir sem séð hafa myndina
um vígamanninn Jesse James hljóta
að hafa tekið eftir magnaðri tónlist-
inni sem small fullkomlega við
magnaða myndatöku og lýsingu í
myndinni. Tónlist Caves og Ellis
fyrir þá mynd nær yfir allan tilfinn-
ingaskalann, frá undirblíðu stefi
sem tileinkað er Jesse, með við-
kvæmu klukkna- og sílófónspili í
bland við píanóleik Caves á hæstu
nótum. Með hverju laginu sem líður
magnast upp tilfinningin fyrir því
að Jesse fljóti sofandi að feigðarósi.
Þá er ekki síðri tónlistin fyrir hálf-
vestrann blóðuga, The Proposition,
þar sem seiðmagnaður fiðluleikur
Ellis er meira áberandi, ekki síst í
hinu stórkostlega stefi „The Pro-
position no. 1“ þar sem hlustandi
fær sterklega á tilfinninguna að
blóðugt uppgjör sé í vændum. „The
Rider Song“ er svo afskaplega Bad
Seeds-legt, sé litið til seinustu
platna Caves og félaga.
Hinni tvöföldu White Lunar verð-
ur seint lýst með orðum, ekki frekar
en fullu tungli. Þetta er skyldueign
fyrir alla aðdáendur Caves og Ellis.
Eigum við eitthvað að ræða það? Ég
hélt ekki. helgisnaer@mbl.is
Fullt tungl hjá Cave og Ellis
» Þeir sem séð hafaþessa tvo galdra-
menn á sviði verða vart
samir aftur, eins og
sannaðist á tónleikum
þeirra á Broadway fyrir
sjö árum.
White Lunar Ellis og Cave eitursvalir á ljósmynd Steve Gullick.
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
Nokkuð er um liðið síðanEgill Sæbjörnsson gafsíðast úr plötu, reyndarnæstum áratugur, en
hann sendi síðast frá sér breiðskíf-
una Tonk Of The Lawn árið 2000. Á
henni mátti meðal annars finna eitt
af lögum þess árs, hið óborganlega
„I Love You So“. Síðan þá hefur Eg-
ill sinnt listsköpun af ýmsu öðru tagi,
á borð við myndlist og innsetningar
hvers konar, en er hins vegar loks
mættur með nýja músík í farteskinu.
Platan er samnefnd kappanum og er
gefin út á vegum hinnar nýju plötu-
útgáfu sem nefnist Borgin, og taka
verður ofan fyrir kraftinum þar á bæ
strax á fyrstu
metrum starf-
seminnar. En það
er önnur saga.
Eitt af því sem
heillaði svo
marga á fyrri
plötu Egils var
hversu glettilega lunkinn hann var
að semja og spila músík sem hafði til
að bera talsvert af listrænum metn-
aði en var samt aðgengileg og gríp-
andi – enda tók Egill sig bara mátu-
lega alvarlega þegar upp var staðið.
Ekki er metnaður Egils minni á nýju
plötunni heldur er markið þvert á
móti sett hátt. Tónlistin er sem fyrr
gítarpopp, eilítið blúsað, lífrænt
nokk og lítið ber á hljóðgervlum þótt
í þeim heyrist einstaka sinnum. Egill
er naskur á laglínur eins og við var
að búast og bestu lög plötunnar er
hreint afbragð. Upphafslagið „She
Was a Fighter“, „You Take all My
Time“ og „Try To Stay Unhooked“
eru öll fín og lokalagið „I Pray God-
less Today“ er líklega hið sterkasta á
plötunni. Frábært lag, og munar þar
ekki minnstu að Egill tekur virkilega
á söngnum; minnir stöku sinnum
meira að segja á David Bowie fyrir
30 árum og ekki leiðum að líkjast.
Engu að síður er það söngurinn
sjálfur sem stendur stemningunni
stundum fyrir þrifum. Egill hefur
tamið sér frekar afslappaðan söng-
stíl alla jafna og hann verður hrein-
lega letilegur þegar svo ber við. Þá
er þeim mun mikilvægara að tefla
um leið fram grípandi laglínu því
annars er hætt við að athyglin fjari
eilítið út, og það gerir hún einstaka
sinnum. Platan er engu að síður fín
og það er vonandi að fjöllyndi Egils
þegar kemur að því að tilbiðja lista-
gyðjuna kosti ekki aðra níu ára bið
eftir breiðskífu.
Egill snýr aftur
Egill S – Egill S bbbmn
JÓN AGNAR ÓLASON
TÓNLIST
Egill S. „...það er vonandi að fjöllyndi Egils þegar kemur að því að tilbiðja
listagyðjuna, kosti ekki aðra níu ára bið eftir breiðskífu,“ segir m.a. í dómi.
LADY Gaga og Kings of Leon eru
með flestar tilnefningar, fimm
hvor, til evrópsku MTV-tónlist-
arverðlaunanna. Söngkonan og
hljómsveitin keppa m.a. hvor við
aðra í þremur flokkum, fyrir besta
lagið, bestu tónleikana í Evrópu og
bestu tónleikana á heimsvísu. Lady
Gaga er líka tilnefnd sem besta
söngkonan og besta nýstirnið,
Kings of Leon er þá tilnefnd sem
besta hljómsveitin og bestu rokk-
ararnir.
Beyonce Knowles kemur næst á
eftir þeim með fjölda tilnefninga
eða fjórar og Eminem og Green
Day næst með þrjár hvor.
Það er kaldhæðnislegt að banda-
rískir listamenn eru með flestar til-
nefningar til evrópsku MTV-
tónlistarverðlaunanna þetta árið;
Jay-Z, Katy Perry, Kanye West og
Black Eyed Peas eru öll með tvær
tilnefningar. U2 eru einu tónlist-
armennirnir sem eru ekki amer-
ískir og með fleiri en eina tilnefn-
ingu, þeir eru tilnefndir fyrir bestu
tónleikana og sem bestu rokk-
ararnir.
Hátíðin fer fram í Berlín 5. nóv-
ember. Meðal þeirra sem koma þar
fram eru Leona Lewis, Green Day
og þýska sveitin Tokio Hotel.
Reuters
Kings of Leon Er tilnefnd til fimm
verðlauna, m.a. sem besta sveitin.
Lady Gaga
og Kings of
Leon berjast
Lady Gaga Fékk verðlaun á
bandarísku MTV- mynd-
bandaverðlununum.
FRÁSAM RAIMI
LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN
ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100
LOS ANGELES TIMES - 100/100
WALL STREET JOURNAL - 100/100
WASHINGTON POST - 100/100
FILM THREAT - 100/100SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
BÓ
THE PSÝND Í ÁLFABAKKA
HHHH
– IN TOUCH
HHH
„HITTIR Í MARK.“
-S.V. MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
PETER JACKSON
KEMUR EIN BESTA MYND
ÞESSA ÁRS!
HHHH
“DISTRICT 9 ER EIN AF ÞESSUM MYNDUM
SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ.”
“KEMST Á BLAÐ MEÐ ALLRA SKEMMTILEGUST
VÍSINDASKÁLDSÖGUM Á HVÍTA
TJALDINU FRÁ UPPHAFI.”
BIO.BLOG.IS
HHHHH
„MADLY ORIGINAL, CHEEKILY POLITICAL,
ALTOGETHER EXCITING DISTRICT 9.“
ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHH
“IT’S A GENUINELY EXCITING AND
SURPRISINGLY AFFECTING THRILLER.”
EMPIRE
HHHH
„EIN AF BESTU MYNDUM SEM
ÉG HEF SÉÐ Á ÞESSU ÁRI.“
„ÞRÆLSKEMMTILEG...
SVARTUR HÚMOR...
OG STANSLAUS SPENNA.“
T.V - KVIKMYNDIR.IS
HHHHH
„A GENUINELY ORIGINAL SCIENCE FICTION FILM
THAT GRABS YOU IMMEDIATELY, NOT LETTING
GO UNTIL THE FINAL SHOT.“
THE HOLLYWOOD REPORTER
HHHHH
SAN FRANCISCO CHRONICLE
HHHHH
WASHINGTON POST
HHHHH
„DISTRICT 9 IS A TERRIFIC ACTION THRILLER,
IT’S A BLAST. . . .“
LOS ANGELES TIMES
ATH. ALLR
A SÍÐUST
U SÝNING
AR
TILBOÐ
350 KR.
-
EKKI MISSA AF VINSÆLUSTU MYND ÁRSINS
EINHVER FYNDNASTA MYND SÍÐARI ÁRA
YFIR 61.000 MANNS
SÝND Í ÁLFABAKKA
/ ÁLFABAKKA
DISTRICT 9 kl. 5:50 - 8 - 10:30 16 BANDSLAM kl. 5:45 - 8 - 10:20 L
DISTRICT 9 kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP UP m. ensku tali kl. 8 - 10:20 L
REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 10:30 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:503D DIGITAL 3D L
DRAG ME TO HELL kl. 10:30 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L
THE PROPOSAL kl. 8 L HARRY POTTER kl. 5 10
THE PROPOSAL kl. 5:50 LÚXUS VIP THE HANGOVER kl. 8:20 12
/ KRINGLUNNI
DISTRICT 9 kl. 8:10 - 10:30 16
FINAL DESTINATION4 kl. 8:303D - 10:303D 16 DIGITAL 3D
BANDSLAM kl. 6 L DIGITAL 3D
REYKJAVÍK WHALE.. kl. 8:30 - 10:30 16
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 63D L DIGITAL 3D