Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GRUNNÞJÓNUSTAN verður varin, skilvirkn- in í ríkisrekstrinum aukin með stærri og hag- kvæmari einingum, stjórnsýslan einfölduð, verkaskipting á milli ríkis og sveitarfélaga endurskoðuð og sveigjanleiki ríkiskerfisins auk- in, meðal annars til að takast á við breytingar. Svona má draga saman áform forsætisráðu- neytisins um endurskipulagningu opinberrar þjónustu en ljóst má vera að hún mun fela í sér verulegan samdrátt í umsvifum hins opinbera sem og breytingar á störfum fjölmargra rík- isstarfsmanna. Ráðuneytum og ríkisstofnunum verður fækk- að með sameiningum og breytingum á skipulagi en fyrir utan þær tillögur sem vikið er að hér til hliðar stendur til að endurskipuleggja og hag- ræða í háskólakerfinu, meðal annars með sam- einingu háskóla, flytja málefni fatlaðra og aldr- aðra frá ríki til sveitarfélaga og gera úttekt á stofnanakerfi umhverfisráðuneytisins og á til- lögum um sameiningu stofnana þess. Inntur eftir því hvort fyrirhuguð endurskipu- lagning muni ekki fela í sér verulega fækkun starfa hjá hinu opinbera segir Dagur B. Egg- ertsson, formaður stýrihóps forsætisráðuneyt- isins um sóknaráætlun um eflingu atvinnulífs- ins í öllum landshlutum, svo ekki þurfa að vera. Sambærilegar hagræðingaraðgerðir erlendis sýni að þær þurfi ekki að leiða til uppsagna. „Fólk getur þurft að flytjast til í störfum eða þá að störfin taka breytingum. Það er alltaf viss starfsmannavelta þannig að ef menn vanda til verka getur það lágmarkað beinar uppsagnir. Starfið er hins vegar ekki komið á það stig að einstaka breytingar hafi verið útfærðar ná- kvæmlega. Í því efni er mikilvægt að virkja starfsfólk og stofnanir til að finna bestu lausn- ir.“ Dagur vísar því næst til þess svigrúms sem fyrir hendi er til breytinga í efri lögum stjórn- sýslunnar, sem þá væntanlega miðar að því að vernda sem flest opinber störf í grunnþjónustu á kostnað hátt launaðra stjórnunarstarfa. Tækifæri til að hugsa þjónustu upp á nýtt Dagur segir vinnu að nýrri svæðaskiptingu til að samræma stjórnsýsluna vera lið í þessu starfi. „Meginhugsunin er sú að í þessum erfiða niðurskurði notum við líka tækifærið til að hugsa þjónustuna og stjórnsýsluna út frá íbú- unum og atvinnulífinu. Og þó að við þurfum að skera niður verði hugsanlega hægt að end- urskipuleggja hana þannig að hún verði ekki síður aðgengileg og jafnvel aðgengilegri en áð- ur.“ Forgangsraðað í ríkisrekstrinum  Ríkisstjórnin brýnir niðurskurðarhnífinn  Ráðist verður í breytingarnar á næstu misserum  Flestar tillögurnar koma til framkvæmda á næsta ári  Tekið til í efri lögum stjórnkerfisins » Lögregluembætti verði endurskipulögð, umdæmi lögregl- unnar stækkuð og um leið fækkað » Sýslumannsembættum fækki með nýrri svæðaskiptingu » Héraðsdómstólar verði sameinaðir í einn, landið gert að einu skattaumdæmi, slysarannsóknanefndir sameinaðar og Varnarmálastofnun lögð niður í núverandi mynd 2010 » Keflavíkurflugvöllur o.hf. og Flugstoðir o.hf. sameinist „ÞAÐ eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál í öll- um flokkum,“ seg- ir Atli Gíslason, varaformaður allsherjarnefndar Alþingis, um frumvarp um per- sónukjör til sveit- arstjórna, sem nú er til meðferðar í nefndinni. Nefndin hefur sent frumvarpið til umsagnar hjá 106 aðilum og hafa svör nú borist frá 29 þeirra. Atli segir að ef vel hefði átt að vera hefði Alþingi þurft að klára málið fyr- ir síðustu jól. „Ég sé ekki fram á að þetta frum- varp verði að lögum í vetur og komi til framkvæmda við sveitarstjórn- arkosningarnar í vor,“ segir Atli. Hann segir að í þingbyrjun nú í október verði mjög erfið og mikil mál til umfjöllunar á Alþingi sem útheimti mikla vinnu. Nefnir hann sérstaklega fjárlagafrumvarpið og mál því tengd. Atli segir að Samfylking og VG hafi náð mjög góðum árangri í að kynja- jafna listana hjá sér, og frumvarpið eins og það liggi fyrir geti breytt því. Þá geti frumvarpið lagt stein í götu sameiginlegra lista þar sem einn hóp- urinn er stór en annar lítill, svo að ekki næðist jafnvægi í framboðs- samstarfinu. Loks nefnir Atli það at- riði sem margir hafi bent á, nefnilega það að prófkjörin gætu færst inn í kosningarnar. Frambjóðendur gætu farið að vinna hver í sína áttina og væru þannig að vinna fyrir sig en ekki hagsmuni flokksins. sisi@mbl.is Persónu- kjörið er ólíklegt Atli Gíslason Skoðanir skiptar ÞAÐ er styttra upp að toppi en niður að grunni Hallgrímskirkju þar sem smiðurinn stendur og virðir fyrir sér útsýnið yfir borgina í blíðskapar- veðri. Viðgerðir á turninum hafa tekið lengri tíma en áætlað var enda reyndist steypan í honum mun verr farin en menn héldu. Standa vonir til að sú nýja endist betur en sú gamla, enda betri steypa í boði nú en „í denn“ þegar kirkjan var tekin í notkun, árið 1974. Kennileiti kemur í ljós á ný Pallarnir teknir utan af turni Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Ómar Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is GENGIÐ hefur verið frá öllum meg- inatriðum í umsókn Byrs um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag frá ríkissjóði í fjármálaráðuneytinu, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Er núna beðið eftir því að skjalagerð ljúki vegna endurskipulagningar sparisjóðsins áður en hægt verður að afgreiða umsóknina formlega. „Umsóknin liggur fyrir fullunnin og næsta skref er að stofnfjáreigenda- fundur í Byr taki hana til afgreiðslu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra. Hann segir að tvennt þurfi að koma til, annars vegar þurfi stofnfjáreigendur að samþykkja nið- urfærslu stofnfjár og hins vegar þurfi Fjármálaeftirlitið að gefa grænt ljós. „Fjármálaeftirlitið þarf að samþykkja að þetta séu fullnægjandi aðgerðir til þess að sparisjóðurinn komist á réttan kjöl,“ segir Steingrímur. Eignast allt að 70 prósentum Gengið er út frá því að ríkissjóður geti eignast allt að 70 prósenta stofn- fjárhlut í sparisjóðnum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Til að það gangi eftir verða eigendur 2/3 hluta stofnfjár að samþykkja að færa niður stofnfjáreign sína. Verður boðað til fundar með stofnfjáreigendum um leið og umsókn sparisjóðsins verður formlega afgreidd. Steingrímur vill ekki tjá sig um hversu stóran hlut ríkissjóður muni eignast. „Auðvitað er alveg ljóst að ríkissjóður mun eignast mjög stóran hlut í sparisjóðnum, einfaldlega vegna þess hvernig hans fjárhag er komið. Það ræðst líka af því hversu miklar af- skriftir kröfuhafar taka á sig og hvaða kröfur verða gerðar um fjárhagslegan styrk sjóðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir það afar góð tíðindi að nú sjáist til lands í endurskipulagningu sparisjóðanna en flestir sparisjóðir á Íslandi nýttu sér heimild í neyðarlög- unum til að sækja um stofnfjár- framlag. Stofnfjáreigendafundur í október Ragnar Zophonías Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, segir að þetta séu afar góð tíðindi. Hann segir að verið sé að ljúka samningagerð vegna endurskipulagningar sparisjóðsins en hún geti tekið nokkrar vikur. „Auð- vitað reyna menn að vinna þetta eins hratt og mögulegt er,“ segir Ragnar. Hann segir að stefnt sé að því að boða til fundar stofnfjáreigenda seinni hlutann í október. Allir erlendir kröfuhafar Byrs, alls nítján að tölu, hafa samþykkt að fella niður verulegan hluta krafna sinna á hendur sparisjóðnum. Umsókn Byrs senn afgreidd í ráðuneytinu Ríkissjóður leggur Byr til 10,6 millj- arða og eignast allt að 70 prósenta hlut Steingrímur J. Sigfússon Ragnar Z. Guðjónsson Í HNOTSKURN »Skilyrðin sem fjár-málaráðuneytið setur vegna umsóknar um stofnfjár- framlag eru m.a. að stofnfé verði skrifað niður og að nei- kvæður varasjóður verði jafn- aður á móti stofnfé. »Jafnframt eru almenn skil-yrði um rekstrarhagræð- ingu og endurskoðun launa- stefnu hjá sparisjóðnum. »Endurreisn fjármálakerf-isins á Íslandi, þar á meðal sparisjóða, er eitt af skilyrð- unum sem Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn setur fyrir frekari lánafyrirgreiðslu til Íslands. EFTIR er að sprengja 421 metra af Óshlíðargöngum milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Í síðustu viku var búið að sprengja 4.735 metra eða 91,8% af heildarlengd ganganna. Misjafnlega gekk að sprengja í síðustu viku. Frá Hnífsdal voru sprengdir 55 metrar en einungis 12 metrar Bolungarvíkurmegin vegna erfiðra setlaga, að sögn bb.is. 91,8% búin af göngunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.