Morgunblaðið - 29.09.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009
SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur hef-
ur falið skipulagsstjóra að gera
samantekt á þeirri bótaskyldu sem
sveitarfélög gætu skapað sér sam-
kvæmt núverandi skipulags- og
byggingarlögum. Skipulagsstjóri
geri jafnframt tillögur að leiðum
sem geta skapað skipulags-
yfirvöldum meira svigrúm við gerð
skipulagsáætlana.
Júlíus Vífill Ingvarsson, formað-
ur skipulagsráðs, segir það mik-
ilvægt að gerðar verði breytingar á
skipulags- og byggingarlögum, þar
sem skipulagsyfirvöldum verði
veitt meira frelsi til að móta nýjar
skipulagsáætlanir.
Aukið frelsi í
skipulagsmálum
LANDSFUNDUR Ungra vinstri
grænna var haldinn á Hvolsvelli um
helgina. Steinunn Rögnvaldsdóttir
hætti sem formaður og var Jan Eric
Jessen kosinn í hennar stað. Ásamt
honum sitja í stjórn Guðrún Axfjörð
Elínardóttir, varaformaður, Tómas
Gabríel Benjamin, ritari og Þórunn
Rögnvaldsdóttir, gjaldkeri.
Nýr formaður UVG
Í DAG, þriðjudag, kl. 20 verður hald-
inn borgarafundur á Hótel Selfossi
um málefni nýrrar Ölfusárbrúar.
Framsögumenn verða Garðar Ei-
ríksson, fulltrúi íbúa á Selfossi,
Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar, Björn Ingi Gísla-
son, Ragnheiður Hergeirsdóttir,
bæjarstjóri Árborgar, Einar Elías-
son, og Kristján Möller samgöngu-
ráðherra. Fyrirspurnir og almennar
umræður verða eftir á.
Ölfusárbrú
ÍSLANDSMEISTARAKEPPNIN í
ökuleikni var haldin á laugardag sl.
við Forvarnarhúsið í Kringlunni.
Ökuleiknin var haldin á vegum
Brautarinnar - Bindindisfélags
ökumanna, en í keppninni er einnig
prófað í umferðarreglum. 25 kepp-
endur voru skráðir til leiks og var
þeim einnig boðið að skipta sér í lið.
Sigurvegarinn í kvennaflokki var
Birgitta Pálsdóttir, en í karlaflokki
Ævar Sigmar Hjartarson.
Ævar er reyndur rallökumaður
og raunar fyrrum Íslandsmeistari í
ralli á óbreyttum bílum.
Leikni Ýmsar þrautir þurfti að leysa.
Íslandsmeistarar
í ökuleikni
UM helgina var nýjum sorptunnum
dreift í Fljótsdalshéraði. Í þéttbýl-
inu munu íbúarnir flokka sorpið í
þrjá tunnur þannig að almennt sorp
fari í gráa tunnu, endurvinnanlegt í
græna og lífrænt sorp í brúna
tunnu, en í dreifbýlinu fer lífrænt
sorp í sérstakt jarðgerðarílát.
Nýjar sorptunnur
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær tvo karlmenn, Jónas
Inga Ragnarsson og Tind Jónasson,
í tíu og átta ára fangelsi. Dómurinn
taldi sannað að mennirnir hefðu í
sameiningu staðið að framleiðslu
amfetamíns og að úr upphafsefnum
sem fundust í húsnæði framleiðsl-
unnar hefði mátt fá rúm fjórtán kíló
af hreinu amfetamíni. Mennirnir
munu báðir áfrýja dómnum til
Hæstaréttar.
Mismun á refsingu má rekja til
þess að Jónas Ingi var jafnframt
sakfelldur fyrir að hafa í vörslu sinni
rúm átján kíló af maríjúana og tæp
700 g af amfetamíni.
Hvað varðar amfetamínfram-
leiðslu neituðu báðir sök og bentu á
að þeir hefðu aðeins framleitt upp-
hafsefni, P-2-NP og P-2-P, sem í
sjálfu sér eru ekki fíkniefni. Þá hafi
vantað nauðsynleg efni til fram-
leiðslu amfetamíns. Fram kom í mál-
inu að umrædd efni sem slík gangi
kaupum og sölum á svörtum mark-
aði.
Leiðbeiningar um amfetamín-
framleiðslu fundust í tölvum
Fjölskipaður héraðsdómur taldi
sannað að um amfetamínframleiðslu
væri að ræða. Litið var m.a. til þess
að í tölvum mannanna fundust ítar-
legar greinar um framleiðslu am-
fetamíns og metamfetamíns, s.s.
sama skráin hjá báðum sem bar heit-
ið Stórfelld framleiðsla metam-
fetamíns (e. Large-Scale Meth-
amphetamin Manufacture).
Dómurinn taldi víst að mennirnir
hefðu getað fengið að minnsta kosti
353 kg af amfetamíni með því að
þynna hreina amfetamínið.
Verjendur mannanna, Sveinn
Andri Sveinsson og Brynjar Níels-
son, voru báðir mjög ósáttir við slíka
útreikninga. Brynjar sagði það
„fabúleringar“, óstuddar rökum.
Í niðurstöðu dómsins segir að brot
mannanna sé stórfellt og verði að
teljast enn alvarlegra en innflutning-
ur eða varsla fíkniefna. Þá hafi
ásetningur þeirra verið mikill og ein-
beittur.
Mennirnir voru einnig dæmdir til
að greiða 2,5 milljónir króna í sak-
arkostnað og um tvær milljónir hvor
til verjenda sinna.
Framleiðsla talin sönnuð
Tveir karlmenn dæmdir í tíu og átta ára fangelsi fyrir amfetamínframleiðslu
Fjölskipaður héraðsdómur telur framleiðslu fíkniefna alvarlegri en innflutning
» Hefði getað framleitt rúm fjórtán kíló af
hreinu amfetamíni eða 353 kg með þynningu
» Sögðust aðeins vera að framleiða upphafs-
efni, ekki hefði staðið til að framleiða amfetamín
HANNA Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, voru
bæði meðal ræðumanna á kynningu á Forvarn-
ardeginum gí Háteigsskóla í gær. Auk þess voru
nemendur og starfsmenn úr Háteigsskóla við-
staddir og tók Ásgeir Beinteinsson skólastjóri
fyrstur til máls. Forvarnardagurinn fer fram í
grunnskólum landsins á morgun, miðvikudag.
Þá verður sýnt myndband sem flutt var á kynn-
ingunni. Tillögum og hugmyndum nemenda sem
fram koma á deginum verður safnað í heil-
steypta greinargerð, sjá forvarnardagur.is.
Morgunblaðið/Ómar
FYRIRMENNI Í FORVÖRNUM Í HÁTEIGSSKÓLA
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„EFTIR mínum upplýsingum er
verið að vinna í þessu. Það er ekki
búið að taka ákvörðun um þetta,“
segir Elís Reynarsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála og rekstrar
hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
um þær sparnaðarhugmyndir að
hætta að gera keisaraskurði á kon-
um í Keflavík og á Akranesi.
„Það var í síðustu viku heilmikill
vinnufundur í heilbrigðisráðuneyt-
inu. Þar voru ýmsar hugmyndir
lagðar fram. Það er verið að vinna
úr þeim og eftir því sem ég best
veit ætla menn að vera búnir að
þeirri vinnu um miðjan október.“
– Hvernig er þessum hugmynd-
um tekið suður með sjó?
„Við tökum þessu misjafnlega
eins og gengur. Það er hins vegar
erfitt að tjá sig um þær á meðan
þær eru í vinnslu. Við erum ekki
komin í þann gír að hafa á þessu
miklar skoðanir.“
– Skiptir máli frá heilsufarslegu
sjónarmiði hvort aðgerðirnar eru
gerðar nærri heimili sjúklinga?
„Já. Ég hefði haldið að út frá
samfélagslegu sjónarmiði væri hag-
stætt að hafa þjónustuna sem næst
sjúklingum,“ segir Elís, sem treyst-
ir sér ekki til að leggja mat á hvort
þetta muni draga úr öryggi sjúk-
linga.
Keisaraskurður
skorinn niður
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Keflavík Heilbrigðisst. Suðurnesja.
Verði hætt á Akra-
nesi og í Keflavík
STUTT