Morgunblaðið - 29.09.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.09.2009, Qupperneq 12
Hrun12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 Hér var fundað þegar allt var við það að hrynja Morgunblaðið/Ómar Hér ræddi Davíð Oddsson við forsvarsmenn bankanna þegar bankarnir voru á barmi hruns. Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn hélt greiðslu- miðlun gangandi í þessu her- bergi. Starfsmenn úr föllnu bönkunum hjálpuðu til. Morgunblaðið/Ómar Starfsmenn sem hafa eftirlit með gjaldeyrishöftunum hafa skopmyndir Halldórs Bald- urssonar uppi á vegg hjá sér. Morgunblaðið/Ómar Hér biðu banka- og stjórn- málamenn eftir því að fá viðtal við stjórn Seðlabanka Íslands. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Hvað þýðir þetta fyrir mig?“var spurning sem glumdilíklega í höfði flestra Ís-lendinga þegar tilkynnt var snemma á mánudagsmorgni 29. september að ríkið myndi taka yfir 75% hlut í Glitni. Hvað þýðir gjaldþrot banka fyrir þjóð? Í tilfelli Glitnis þýddi það dóm- ínóspil sem fór af stað á ógnarhraða þar til allir stóru viðskiptabankarnir lágu í valnum svo stoðir samfélagsins nötruðu. Enn hefur enginn enda- punktur verið sleginn í þessari hrinu sem riðið hefur yfir Íslendinga síð- ustu 12 mánuði og enn eru ekki allar upplýsingar á borðinu. Yfirtaka ríkisins á Glitni var og er enn umdeildur gjörningur sem þáver- andi ríkisstjórn kynnti sem aðgerð til að tryggja stöðugleika í fjármálakerf- inu hér á landi. Sú tilraun reyndist því miður lítils megnug því aðeins viku síðar var fjár- málakerfið íslenska allt rjúkandi rúst, fyrst með falli Landsbankans og loks Kaupþings síðla kvölds 8. október. Aðgerðin reyndist ekki nógu trúverð- ug í augum umheimsins, traust á ís- lensku bönkunum var á bak og burt og lánalínur lokuðust. Ótrúlegt má heita að takast skyldi yfir höfuð að halda útibúum bankanna opnum og greiðslumiðlun gangandi. Engin skjöl – allt munnlegt Við vinnslu þessa greinaflokks ósk- aði Morgunblaðið eftir því við Seðla- bankann að fá að nálgast gögn um yf- irtöku Glitnis og fá upplýsingar um vinnuferlið sem fór af stað eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórn- arformaður í Glitni, gekk á fund seðlabankastjóra fimmtudaginn 25. september í fyrra og óskaði eftir 600 milljóna evra, um 85 milljarða króna, lánafyrirgreiðslu vegna lausa- fjárvandræða bankans. Lánið sem Glitnir þurfti á að halda jafngilti um 1⁄3 af gjaldeyrisforða seðlabankans og beiðninni var hafnað. Ósk Morgunblaðsins um nánari upplýsingar fékkst ekki uppfyllt enda er það staðreynd að fá eða engin formleg skjöl eru til um þessa alvar- legu aðgerð sem þjóðnýting einka- rekins banka er. Má segja að það sé til marks um hraðann sem var á málum, þessa helgi þegar ákvörðun um yfirtökuna var tekin, að nánast öll framkvæmd hennar var á munnlegu formi. Þrátt fyrir langar fundasetur um möguleika í stöðunni eru engir pappírar um það til utan eitt minnisblað sem Seðla- bankinn hefur neitað að birta með vís- an í upplýsingalög. Lykilgerendur fáir Ekki fer á milli mála að mikil átök voru að tjaldabaki þessa helgi en þrátt fyrir alvöru málsins voru þátttak- endur fáir. Fram hefur komið að hag- fræðisvið Seðlabanka Íslands tók ekki þátt í því að meta þjóðhagsleg áhrif yfirtökunnar og ráðherra bankamála, Björgvin G. Sigurðsson, var ekki kall- aður til fyrr en undir lok umræðn- anna, í takt við þá staðreynd að hann hafði ekki verið hafður með í ráðum þegar erfið staða bankanna var rædd á sex krísufundum sem Seðlabankinn hélt með ráðherrum fyrir hrunið, og hafði raunar ekki hitt Davíð Oddsson seðlabankastjóra í heilt ár. Stærsta bankarán sögunnar? Frá þeirri stundu sem Glitnismenn gengu inn í Seðlabankann var bankinn í rauninni úr þeirra höndum og seðla- bankastjórn, ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra, tekin við stjórn- artaumunum. Ráðherra, bankastjórar og seðlabankastjóri sáust stinga sam- an nefjum á leynilegum fundum hér og þar um bæinn en þegar fjölmiðlar leituðu skýringa var gefið til kynna að allt væri með felldu. Seint á sunnudagskvöldi var ljós í glugga Seðlabankans hins vegar fyr- irboði um að eitthvað óvenjulegt væri í pípunum og morguninn eftir var landsmönnum kynnt aðgerðin sem Jón Ásgeir Jóhannesson, einn aðal- eigenda Glitnis, kallaði „stærsta bankarán Íslandssögunnar“. Mjög deildar meiningar hafa verið um réttmæti þessara afskipta ríkis- stjórnarinnar, ekki síst til að byrja með. Enn má spyrja sig hvers vegna slíkar skyndiákvarðanir voru teknar á örfáum dögum, þegar fyrir lá að Glitnir hafði greiðslufrest fram til 15. október áður en 760 milljóna dollara skuldabréf bankans gjaldfélli og því um tvær vikur til stefnu. Ekki hægt að bíða lengur Stjórn Seðlabankans gaf þá skýr- ingu að þegar viðskiptabanki á annað borð leitaði til seðlabanka eftir neyð- arláni þá væri allt trúnaðartraust bankans þar með fokið út í veður og vind og nauðsynlegt að bregðast strax við. Ekki væri hægt að bíða með aðgerðir ef forða ætti áhlaupi á bank- ann og raunar bankakerfið allt. Eftir á að hyggja og í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram síð- an um veika stöðu bankanna má telja ljóst að þeir hefðu ekki lifað af þau átök sem urðu á fjármálamarkaði úr því sem komið var seinnipart sept- embermánaðar 2008. Deila má um aðferðafræðina í björgunartilraunum ríkisins en full- yrða má að til að bjarga ástandinu hefði þurft að grípa til aðgerða mun fyrr en gert var. Nú ári síðar er almenningur ekki í sama vafa um þýðingu falls Glitnis, Landsbankans og Kaupþings. Gjald- þrot bankanna þýddi dómínóáhrif í fjöldagjaldþrotum bæði fyrirtækja og heimila sem sér ekki fyrir endann á enn. Ekki síst í ljósi þess að endur- reisn nýrra banka á grunni þeirra gömlu er ekki lokið. Málið til rannsóknar Rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins, sem Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir sitja í, hefur sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins lagt mikla áherslu á að rannsaka ákvörðunina um yfirtökuna á Glitni. Allir þeir sem að því komu hafa verið kallaðir til yfirheyrslu, skv. upp- lýsingum frá Páli, formanni nefnd- arinnar. „Við höfum fengið öll sjón- armiðin fram varðandi þessa ákvörðunartöku,“ sagði Páll. Hann gat ekki tjáð sig frekar um málið en niðurstaðan verður birt í nóvember. Meðal þess sem nefndin hefur lagt áherslu á að upplýsa er hvort ákvörð- unin um þjóðnýtingu á Glitni hafi haft úrslitaáhrif um hvernig fór eða hvort dómínóáhrifin umtöluðu hafi verið óumflýjanleg, jafnvel þótt ríkið hefði gripið til annarra úrræða en yfirtök- unnar. Ljóst er þó að nær algjört van- traust ríkti á alþjóðlegum mörkuðum í garð Íslands. Fjárfestar og erlendir seðlabankar gerðu beinlínis ráð fyrir því að íslensku bankarnir gætu allir lent í miklum vanda og í versta falli í þroti eftir fall Lehman. Sem síðan varð raunin. Örþrifaráð sem reyndist til einskis Yfirtaka ríkisins á Glitni hinn 29. september 2008 var og er enn umdeild aðgerð. Atburðarásin var hröð í að- draganda þjóðnýtingarinnar og ekki dró úr hraðanum næstu daga og vikur á eftir. Á augabragði höfðu allir dregist inn í hringiðuna; ríkisstjórnin og seðlabankastjórn, eigendur og stjórnendur bankanna allra, almennir starfsmenn þeirra, viðskiptavinir og almenningur sem fylgdist með og óttaðist um eigin hag. Í byrjun nóv- ember er að vænta skýrslu rannsóknardeilar Alþingis um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Glitnir var fyrstur íslensku viðskiptabankanna til að falla en hinir fylgdu fljótt í kjölfarið. Fá sem engin skjöl eru til um þessa afdrifaríku að- gerð sem skipulögð var í miklum flýti yfir eina helgi til að tryggja að málin væru frágengin áð- ur en markaðir opnuðust að nýju. Yfirtakan á Glitni er meðal þess sem rannsóknarnefnd Al- þingis hefur varið hvað mestum tíma í að skoða. Hvað? Sara Margareta Fuxén vann sem ráðgjafi hjá Glitni þegar bankinn féll og lenti því í þunga- miðju áfallsins sem þjóðfélagið varð fyrir. Við- skiptavinir flykktust í bankana þar sem starfs- fólkið, sem sjálfu var mjög brugðið, reyndi sitt besta til að miðla áfram þeim litlu upplýsingum sem fyrir lágu. Atburðarásin var lærdómsrík lífsreynsla að sögn Söru. Hver? Eftir að bandarísk stjórnvöld ákváðu að koma fjárfestingarbankanum Lehman Brothers ekki til aðstoðar um miðjan septembermánuð í fyrra frusu fjármálamarkaðir um heim allan. Óvissa um afstöðu stjórnvalda hafði þar mikið að segja, en einnig að margir áttu skuldabréf sem Lehman hafði gefið út. Bréfin voru eftir fallið nær verðlaus og staða eigenda mjög veik. Hvernig? ‘‘SEINT Á SUNNUDAGSKVÖLDI VAR LJÓS Í GLUGGASEÐLABANKANS HINS VEGAR FYRIRBOÐI UM AÐEITTHVAÐ ÓVENJULEGT VÆRI Í PÍPUNUM Miðvikudagur: Setning neyðarlaga og beiting hryðjuverkalaga. Morgunblaðið/Kristinn Yfirtaka Forsíðumynd Morgunblaðsins 30. september og mynd ársins 2008. Ár liðið frá falli bankanna mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.