Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 13

Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 13
13mbl.is/hrun Reuters Reiði Mótmælt í því er Richard Fuld, forstjóri Lehman Brothers, mætir til yfirheyrslu um fall bankans í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Þung skref Hörður Felix Harðarson og Lárus Welding mættu í Seðlabankann á sunnudagskvöldi 28. september. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÞEGAR Sara Margareta Fuxén mætti til vinnu í höfuðstöðvum Glitnis snemma á mánudagsmorgni fyrir ári var hún strax boðuð á fund ásamt vinnufélögum sínum þar sem tilkynnt var að vinnustaður þeirra væri ekki sá sami og fyrir helgi; rík- ið hefði tekið yfir bankann. Þar með voru starfsmenn Glitnis orðnir þátttakendur í þungamiðju atburða sem mörkuðu upphafið að miklum breytingum á hag allra Ís- lendinga. Þrátt fyrir að vera mjög brugðið og uppfull af spurningum segir Sara að ekki hafi verið annað í boði en að drífa sig að skrifborðinu strax að loknum fundi þar sem símalínur voru rauðglóandi löngu fyrir afgreiðslutíma bankans. „Hvernig get ég lýst þessu? Við trúðum þessu ekki, það var bara þannig. En það var rosalega mikið að gera svo það var ekkert í stöð- unni annað en að bretta upp ermar og halda áfram að vinna.“ Í sumum útibúum bankanna var nánast eins og ríkti stríðsástand á þessum haustdögum í fyrra, þegar viðskiptavinir flykktust í bankann til að fá upplýsingar eða til að taka út sparifé. Reyndu að hughreysta fólk „Við þurftum að búa til fleiri stúkur til að geta tekið á móti við- skiptavinum,“ segir Sara, sem er ráðgjafi í eignastýringu sem nær m.a. yfir lífeyrissparnað, verð- bréfasjóði og hlutabréf. „Á þessum dögum streymdu inn viðskiptapantanir á meðan fólk var að reyna að selja eignir sem við gát- um ekkert selt því það var búið að loka fyrir viðskiptin. Við vorum með bunka af við- skiptafyrirmælum sem lágu og biðu eftir að markaðirnir yrðu opnaðir aftur en því miður opnuðust þeir ekki. Við vissum ekki meira en það sem kom fram í fréttatilkynn- ingum. Það lýsir kannski hvernig ástandið var þessar vikur að við reyndum að miðla áfram þeim upp- lýsingum sem við höfðum fengið, en það voru litlar upplýsingar til.“ Eins og gefur að skilja ríkti oft mikil geðshræring innan veggja bankanna enda óttuðust margir um sparifé sitt. „Fólk vissi ekkert hvort eignin þess myndi rýrna og hversu mikið, eða hvort hlutabréfin væru einskis virði. Þetta var mjög erfitt því það var svo mikill sparnaður þarna sem fór. Það voru mörg símtöl og margar heimsóknir þar sem við reyndum bara að hughreysta fólk, við gátum ekkert annað gert, við gátum ekki breytt því að verðbréfin þess hefðu rýrnað og sum væru jafnvel einskis virði, það var búið og gert.“ Reiðin stundum mjög mikil Að sögn Söru spönnuðu viðbrögð fólks allt tilfinningarófið. Allir voru áhyggjufullir, en hjá sumum kom það fram í ótta og örvæntingu á meðan aðrir voru reiðir. Margir sýndu þó þröngri stöðu hins al- menna bankastarfsmanns skilning. „Það voru margir sem sögðu „ég veit að þetta er ekki þér að kenna, en …“ segir Sara. „En því miður var reiðin svo mikil stundum að fólk gat ekki hlustað, sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið enda erfitt þegar til- finningarnar eru svona miklar.“ Sjálf komst Sara í gegnum þess- ar vikur með því að hugsa um einn viðskiptavin í einu, einn dag í einu. Að vinnudegi loknum dvöldu marg- ir starfsmenn áfram í bankanum því þá gafst loksins andrými til að ræða málin sín á milli og reyna að skilja hvað væri eiginlega að gerast. Gríðarleg lífsreynsla „Það voru nokkrar vikur sem allir voru í lausu lofti og vissu ekki hvort þeir yrðu ennþá með vinnu á morg- un,“ segir Sara. Þá hafi skipt öllu máli hversu mikil umhyggja og samstaða ríkti meðal starfsfólksins. „Það var gríðarleg lífsreynsla að fara í gegnum þetta, ég lærði ým- islegt um sjálfa mig og samskipti við fólk líka,“ segir hún aðspurð hvort hún hafi upplifað þessa vinnu- daga sem sögulega atburði. Má þá líta á þessa daga sem ein- staka upplifun? „Já, þetta var mjög sérstakur tími en ég vona svo sann- arlega að ég þurfi ekki að ganga í gegnum svona lagað aftur.“ „Ekki þér að kenna, en …“ Hálfgert stríðsástand ríkti í bönk- unum þegar áhyggjufullir viðskipta- vinir streymdu í útibúin við hrunið Morgunblaðið/Heiddi Sara Starfs- mönnum Glitnis var boðið upp á sálfræðihjálp og nudd til að ráða við álagið. Daginn eftir fall Glitnis var lok- að tímabundið fyrir viðskipti með sjóði bankans. Viku síðar, við setningu neyðarlaganna, var endanlega lokað fyrir verðbréfa- og fjárfestingasjóði stærstu bankanna þriggja og töpuðu sumir sparifjáreigendur miklu. Eftir langa óvissu fengu spari- fjáreigendur í Glitni loks endur- greidd 85,12% úr sjóði 9. Minnst fékkst greitt af peninga- bréfum Landsbanka, 68,8%, en 85,3% úr peningamarkaðssjóði Kaupþings og úr skamm- tímasjóði Kaupþings 75,1%. Margir töpuðu sparifé FALL bandaríska fjárfestingabankans Lehman Broth- ers 15. september 2008 hafði víðtæk og alvarleg áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Var það þó einkum sú ákvörðun bandarískra stjórnvalda, einkum banda- ríska seðlabankans, að koma bankanum ekki til að- stoðar, sem skók fjármálaheiminn. Stjórnendur og starfsmenn Lehman höfðu, eins og flestir aðrir, þá trú að bankinn væri einfaldlega of stór til að láta falla. Þessi trú hafði styrkst mjög eftir að bandarísk stjórnvöld ákváðu að koma fjárfestingabankanum Bear Stearns til aðstoðar nokkrum mánuðum fyrr. Í mars 2008 fékk bankinn neyðarlán hjá bandaríska seðlabankanum. Svo fór að það reyndist ekki nægi- legt og var bankinn seldur keppinautnum JPMorgan Chase. Bandaríski seðlabankinn lánaði hins vegar JPMorgan fyrir hluta kaupverðsins. Í september var orðið ljóst að Lehman Brothers átti í alvarlegum vanda og var leitað til annarra lána- stofnana um einhvers konar fyrirgreiðslu eða aðstoð. Áttu stjórnendur bankans m.a. í viðræðum við Bank of America og breska Barclays-bankann um hugs- anlegan samruna. Bandaríski seðlabankinn neitaði hins vegar alfarið að fjármagna slík kaup eða veita kaupendum lán fyrir þeim eins og gert hafði verið nokkrum mánuðum fyrr í tilfelli Bear Stearns. Vegna þessa hlupust BoA og Barclays undan merkjum og Lehman þurfti að óska eftir greiðslu- stöðvun. Gjaldþrot Lehman var stærsta gjaldþrot bandarísks fjárfestingabanka í átján ár og hafði al- varleg áhrif á fjármálamarkaði. Þegar fjárfestum varð ljóst að jafnvel stærstu bankar voru ekki of stórir til að falla, og að ákvarð- anir bandaríska seðlabankans um hvort bjarga ætti fyrirtækjum eða ekki virtust tilviljanakenndar, þurftu þeir að endurmeta áhættu á lánum til slíkra stofnana. Þá verður að taka með í reikninginn að Lehman hafði gefið út mikið af skuldabréfum, sem voru í eignasöfn- um annarra lánastofnana. Þessi bréf voru nú orðin verðlaus og var alls óvíst hve alvarleg áhrif það myndi hafa á eigendur bréfanna. Flestir bankar hættu alfarið að veita ný lán. Nú- tímabankakerfi byggist m.a. á því að bankar veita hver öðrum skammtímalán og flæðir fé þeirra á milli við eðlilegar aðstæður. Þetta flæði fraus eftir fall Lehman og urðu margir bankar í Bandaríkjunum og annars staðar fyrir barðinu á afleiðingum þess. Ís- lensku bankarnir þar á meðal. Ákvarðanir bandaríska seðlabankans í þessum tveimur málum hafa verið harðlega gagnrýndar. Vin- cent Reinhart, fyrrverandi ráðgjafi seðlabankastjór- anna Alans Greenspan og Bens Bernanke, sagði ákvörðun bankans um að koma Bear Stearns til bjargar verstu ákvörðun þessarar kynslóðar. Líkti hann ákvörðuninni við misráðnar aðgerðir seðlabank- ans sem leitt hafi til samdráttarins á fjórða áratugn- um og verðbólgunnar á þeim áttunda. Enn fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysi seðlabankans varðandi Lehman Brothers, enda voru afleiðingar þess augljósari en í tilfelli Bear Stearns. Viðbrögð fjárfesta og markaðarins í heild sinni benda hins veg- ar til þess að það hafi ekki aðeins verið björgun Bear Stearns eða fall Lehman sem hafi valdið usla. Meint stefnuleysi stjórnvalda þegar kom að illa stæðum lánastofnunum hafði einnig alvarleg áhrif. bjarni@mbl.is Hvenær er banki of stór til að mega fara á hausinn? Gjaldþrot Lehman hafði alvarleg áhrif um heim allan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.