Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 16

Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 16
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FRAKKAR lýstu í gær miklum áhyggjum af eldflaugatilraunum Írana og kröfðust þess að stjórnvöld í Teheran byndu þegar enda á „aðgerð- ir sem grafa mjög undan stöðugleika“. Flaug- arnar geta hitt skotmörk í Ísrael og draga alla leið til Evrópu. Vestræn ríki hafa fordæmt aðgerðir Írana sem þeir efna til í kjölfar þess að ljóstrað var upp um smíði þeirra á nýrri leynilegri verk- smiðju til að auðga úran en efnið má nota í kjarn- orkusprengjur. Á fimmtudag hefja Íranar viðræður í Genf við Þjóðverja og þjóðirnar fimm sem eiga fastasæti í öryggisráði SÞ. Öryggisráðið hefur samþykkt nokkrum sinnum viðskiptalegar refsiaðgerðir gegn Íran vegna kjarnorkutilraunanna en vitað er Íranar hvika hvergi Óvíst hvort Rússar samþykkja væntanlegar tillögur Vesturveldanna um mun harðari refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Teheran vegna kjarnorkutilrauna þeirra » Íranar hafa gert tilraunir með meðaldrægar Shahab-3- og Sejil-flaugar sem draga 2000 km og gætu borið kjarnavopn að stjórn Baracks Obama í Bandaríkjunum vill mun harðari aðgerðir. Ein hugmyndin er að stöðva bensínflutninga til Írans; ríkið er ekki sjálfu sér nógt um bensín, þrátt fyrir olíulindirnar. En Kínverjar hafa heitið að selja Írönum áfram bensín og eru andvígir frekari refsiaðgerðum. Obama lagði nýlega til hliðar áform um að reisa gagnflaugakerfi í A- Evrópu en Rússar sögðu flaugunum beint gegn sér. Óvíst er hvort þessi tilslökun Bandaríkja- manna breyti að ráði stefnu Rússa gagnvart Írön- um, að sögn The New York Times. Góð samskipti við Írana séu Rússum svo mikilvæg að þeir vilji ef til vill ekki stofna þeim í hættu. Þýskir kjósendur endurnýjuðu umboð Angelu Merkel kanslara á sunnudaginn og hún fær nú tækifæri til að vinna með Frjálsum demókrötum (FDP) í stjórn sem mun takmarka hlut ríkisins í þessu stærsta hagkerfi Evrópu. 2005 2002 35,2 34,2 9,8 8,7 38,5 38,5 7,4 8,64 8,1 4 *2009 33,8 23,0 14,6 11,9 10,7 6 *spá 3 Kjörsókn NIÐURSTÖÐUR (%) SÆTI 239 146 FDP93 GrænVinstri Aðrir 77,7% 79,1% ÚRSLIT ÞÝSKU KOSNINGANNA Heimild: Bundeswahlleiter 20092005 30% 50% CDU/CSU SPD Vinstri PERSÓNUKJÖR % Breyting München Berlín Hamborg Köln Angela Merkel (CDU-CSU) Sterkustu flokkarnir í kjördæmunum Berlín München Köln Hamborg Kjördæmamörk 2009 VINSTRI 76 GRÆN 68ALLS622 16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 Reuters FELLIBYLURINN Ketsana hefur valdið geysimiklum flóðum og mann- tjóni á Filippseyjum, hér er verið að dreifa matvælum af vörubílspalli í Pasig City, austan við Manila. Stjórnvöld óskuðu í gær eftir al- þjóðlegri aðstoð en ljóst er að minnst 140 manns fórust í flóðunum um helgina. Skortur er á stórvirkum tækjum til að fjarlægja brak úr hús- um á vegum landsins, víða eru lík á floti. Bandarískir sérsveitarmenn björguðu 52 íbúum í austurhluta Manila, þ.á m. vanfærri konu. Hluti höfuðborgarinnar Manila fór undir vatn og urðu hundruð þúsunda manna að yfirgefa heimili sín. Talin er hætta á að fólk í yfirfullum neyð- arskýlum fái ýmiss konar hættulega smitsjúkdóma. kjon@mbl.is Ketsana veldur flóðum SVISSNESKIR fjölmiðlar for- dæmdu í gær handtöku kvik- myndaleikstjór- ans Romans Pol- anskis, sögðu hana „smán- arblett á ímynd þjóðarinnar“. Polanski var handtekinn í Zü- rich á laugardag þegar hann kom þangað til að taka við verðlaunum á kvikmyndahátíð. Leikstjórinn er 76 ára. Hann var ákærður í Kaliforníu 1977 fyrir að nauðga 13 ára stúlku, Samantha Geimer, eftir að hafa gefið henni fíkniefni og áfengi. Polanski játaði en flúði land áður en dómur féll. kjon@mbl.is Fordæma hand- töku leikstjór- ans Polanskis Roman Polanski TVEIR Tyrkir og fjórir menn frá Balkanríkjum hafa verið hand- teknir í tengslum við ránið í Stokkhólmi nýverið. Þyrla var not- uð við ránið. Flugmaðurinn hefur starfað fyrir sænskar sjónvarps- stöðvar og átt samskipti við þekkta stjórnmálamenn. Serb- neska lögreglan segist hafa vitað um áform ræningjanna fyrir mán- uði og varað Svía við en ekkert verið gert í málinu. Mennirrnir voru búnir að kaupa flugmiða til Asíulanda þegar þeir voru handteknir á sunnudag. kjon@mbl.is Meintir ræningjar í haldi lögreglunnar PETER Mandel- son, viðskipta- málaráðherra Bretlands, réðst í gær harkalega á ónefnda „hægri- ofstækismenn“ sem hann sagði nú dreifa orð- rómi um að Gordon Brown forsætisráðherra ætti í erfiðleikum vegna ofneyslu verkjalyfja, að sögn Guardian. Fréttamaður BBC, Andrew Marr, spurði Brown í viðtali um orðróminn en ráðherrann virtist víkja sér undan spurningunni. Hann ræddi þess í stað um augn- vanda sinn en Brown missti sjón á öðru auga í slysi á táningsárunum. Hornhimnan á hinu er auk þess sködduð. kjon@mbl.is Ofnotar Brown verkjalyf? Gordon Brown

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.