Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 17

Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 17
Útgáfuhópurinn gaf út fyrsta ein- takið af frétta- blaðinu sínu en komst brátt að raun um að það vant- aði ritstjóra. Konni maríubjalla slóst í hópinn. „Það lítur út fyrir að þeir hafi byggt nýtt stórt hreiður í útjaðri bæjarins, rétt hjá garðinum,“ sagði Rikki til að útskýra nýju fréttina fyr- ir Jónsa. „Hvers konar hreiður?“ spurði Jónsi. „Bláþröstur sagði mér að allan daginn ækju risastórir vörubílar, hlaðnir ávöxtum, inn í hreiðrið en …“ og hér þagnaði Rikki til að leggja áherslu á framhaldið, „á kvöldin snúi þeir til baka … tómir.“ „OK, ég geng í að kanna málið,“ sagði Jónsi og bjóst til að leggja af stað til að rannsaka þessa nýju frétt. „Farðu gætilega, lambið mitt,“ kallaði Kata á eftir honum „Geri það, gamla mín,“ kallaði Jónsi til baka og var horfinn. Skyndilega gaf Maggi margfætla frá sé einkennilegt hljóð. „Neee … hva … uuhh,“ stundi hann upp og starði á eitthvað skrýtið sem hékk niður úr einu horninu í herberginu. Það var grænt og glansandi og leit helst út eins og baunabelgur. Allir komu hlaupandi til að sjá það sem Maggi hafði fundið. „Hvað í ósköpunum er nú þetta?“ spurði Matta. „Hef ekki hugmynd um það,“ sagði Kata, sem aldrei þessu vant hafði ekki skýringu á reiðum höndum, þrátt fyrir sína köngulóarkænsku. Það gerði málið enn dularfyllra í aug- um hinna í útgáfuhópnum. „Ég veit, við skulum spyrja Lenu lirfu,“ stakk Maggi margfætla upp á. „Hún er svo klár, ég þori að veðja að hún veit það. Hann leit í kringum sig á hina í hópnum en tók þá eftir því að Lena var horfin. „Hvert fór hún?“ spurði Matta. „Það er ekki eins og hún geti fallið inn í umhverfið og horfið eins og ég!“ „Og lirfur eru heldur ekki mjög fráar á fæti,“ bætti Konni við. „Rikki, ég er með verkefni handa þér,“ sagði Kata og kallaði mauralið- ið yfir að vefnum sínum. „Já, frú mín,“ sagði Rikki og heils- aði að hermannsið að vanda. „Vilt þú og vinir þínir fara og leita að Lenu í trénu?“ spurði Kata. „Ekkert sjálfsagðara, frú mín, en ertu viss um að þú viljir ekki að við förum og finnum meiri pappír í næsta tölublað af Flugu á vegg?“ spurði hann. „Alveg viss!“ svaraði Maggi marg- fætla. „Við eigum nógan pappír í 10,000 blöð!“ Um leið dreifðu Rikki og lið hans sér um tréð til að leita. Allir fylgdust með þegar þeir þustu út á grein- arnar. Meðan þeir voru að leita sneri Jónsi aftur úr rannsóknarleiðangri sínum. „Hvað gengur á hjá maur- unum?“ spurði hann. „Ja, það vex eitthvað furðulegt þarna í horninu, við ætluðum að spyrja Lenu hvað það væri en þá var hún horfin,“ svaraði Kata, „svo að við báðum maurana að hjálpa okkur að finna hana.“ „Hamingjan góða,“ sagði Jónsi, „hvað eigum við að gera?“ „Við skulum fara að vinna að næsta blaði,“ svaraði Konni. „Ætli hún hafi ekki bara hringað sig saman og fengið sér blund einhvers staðar, hún kemur víst nógu fljótt til að arg- ast í öllum. Og vinnan við fréttirnar verður að hafa sinn gang!“ „Jæja, Jónsi, hvað fannstu?“ spurði Maggi margfætla. Jónsi tók ákafur upp minnisbókina sína til að deila sögunni með hinum. „Fyrst af öllu fór ég inn í stóra silf- urlitaða og glansandi hreiðrið. Ég settist á vegg og fylgdist með fundi nokkurra manna í skrautlegum föt- um. Ég reyndi að sitja alveg kyrr, al- veg eins og þið kennduð mér,“ sagði Jónsi og kinkaði kolli í áttina til Möttu og Matta kinkaði kolli í við- urkenningarskyni. „Og í þetta skipti sat ég kyrr og hlustaði á allt sam- talið.“ Jónsi fletti með hægð í gegnum blokkina sína og rýndi í minnispunkt- ana. „Áttu erfitt með að lesa skriftina þína?“ spurði Matta og beið eftir að hinir færu að hlæja. „Hann kann þó að minnsta kosti að skrifa!“ hreytti Maggi margfætla út úr sér í áttina að Möttu. „Haltu áfram Jónsi og segðu okkur söguna.“ „Já, ég komst að því að þessi bygg- ing er alls ekki hreiður. Hún er kölluð verksmiðja og þar er búin til … get- iðið hvað … þar er búin til … ...og hlustið þið nú vel …“ Matta þoldi ekki spennuna lengur og hrifsaði minnisbókina af Jónsa og hrópaði: „ÁVAXTASULTA! Allur útgáfuhópurinn missti sig í fagnaðarlátum því öll skordýr vita að sultuverksmiðju fylgir fullt af ávaxta- úrgangi, sem er uppáhaldsfæða allra skordýra. „Ég ætla að fara að vinna!“ til- kynnti Maggi og Kata sótti sér nýjan kassa af plástrum. Jónsi las glósurnar sínar fyrir Magga en hélt sig í hæfilegri fjar- lægð frá iðandi örmum hans og odd- hvössum hlutum. Eftir nokkrar mín- útur og tvö minni háttar meiðsli var Maggi búinn með forsíðuna. Meðan Konni var að lesa söguna yfir komu maurarnir til baka úr leitarleiðangr- inum vonsviknir á svip. „Við leituðum alls staðar!“ sagði Rikki mæðulega. „Hún kemur örugglega aftur,“ sagði Jónsi og klappaði á öxlina á Rikka. „Takk fyrir að reyna að finna hana.“ „En nú við þurfum að koma út blaðinu!“ sagði Kata. „Eruð þið til í að dreifa því aftur?“ „Heldur betur, frú mín,“ sagði Rikki ákveðinn. „Komum maurar!“ „Kata,“ sagði Jónsi þegar maur- arnir voru farnir. „Ég hef áhyggjur af Lenu, geturðu ímyndað þér hvert hún hefur farið?“ Ráðgátan í horninu Endurprentað í samvinnu við World Association of Newspapers and News Publishing og með leyfi The Curricul- um Closet Productions Inc. Öll rétt- indi áskilin. Höfundur texta: Cathy Sewell Myndir: Blaise Sewell Styrktaraðili: The Curriculum Clo- set (www.curriculum close.com) 4. Kafli Daglegt líf 17 ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 Haustið markar alltaf ákveðin tíma- mót í lífinu. Stutta íslenska sumarið er á enda og við tekur rigning og rok. Forstofan fyllist af sölnuðum laufum og sumarskórnir fara að tínast inn í skáp en vetrarbomsurnar koma í staðinn. Sumir segja að með haustinu verði maður einna mest var við að nú sé eitt árið enn að byrja og vísa jafn- framt til verðlagsársins. Börnin eru byrjuð í skólanum og samfélagið verður einsleitara með fækkandi ferðamönnum, þó að einn og einn sé býsna þrautseigur að setja niður tjald í rokinu, eða leiti skjóls í einhverju af gistiheimilum plássins.    Haustið er líka tíminn þegar lömbin þagna. Réttað er víða í héraðinu; t.d. í Grímsstaðarétt, Oddsstaðarétt, Rauðsgilsrétt og Þverárrétt og er upptalningunni ekki nærri lokið. En er ekki eitthvað bogið við það að ekk- ert sláturhús er á svæðinu?    Og um leið og dagarnir styttast hellist skammdegisþunglyndið yfir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Við skulum ekki gleyma þeim sem eru atvinnu- lausir eða eiga erfitt í kreppunni. Því miður er atvinnuástandið í Borg- arnesi ekki í þeim blóma sem æski- legt væri og póstburðarmenn segja ítrekanir frá Íbúðalánasjóði aðalpóst- inn þessa dagana auk bréfa frá inn- heimtustofnunum og lögfræðingum.    Í kreppunni hafa menn keppst við að upphefja gamlar hefðir. Karlar og konur prjóna nú eins og þau eigi lífið að leysa, heyrst hefur að fólk sé farið að stoppa í sokka og gera við gamlar flíkur. Sláturgerð er „inni“ og fólk flykkist á námskeið um hagræðingu í heimilishaldi, sparnað og fjármál. Aft- ur til fortíðar er ekki alslæmt því öfg- arnar voru gífurlegar í hina áttina, en nú er að finna jafnvægið í verkaskipt- ingu og rekstri heimilanna. Þ.e.a.s. ef það er hægt.    Börnin verða vör við áhyggjur for- eldranna og skilja umræðuna í þjóð- félaginu á eigin forsendum. Þau finna eflaust mörg hver fyrir niðurskurði því margir foreldrar hafa ekki efni á að hafa börnin í skólamötuneyti, íþróttum og tómstundum, eða jafnvel kaupa nauðsynjar fyrir þau. Það er áhyggjuefni að fræðslunefnd Borgar- byggðar lagði niður stöðu náms- og starfsráðgjafa við grunnskólana í sparnaðarskyni. Skammsýnisleg ákvörðun því hafi börn einhvern tím- ann þurft á tals- og trúnaðarmanni að halda er það nú. Líkt og ríkisstjórnin þurfa forráðamenn Borgarbyggðar að glíma við mikinn fjárhagsvanda. Það er staða sem flestir skilja, en það sem ætti alltaf að vera í forgangi og stað- inn vörður um eru börnin okkar, menntun þeirra og aðbúnaður.    Í vikunni kom inn um lúguna plastpoki frá Rauða krossinum, og eru menn vinsamlega beðnir um að setja notuð föt í hann og skila til endurvinnslu. Hér í bæ tekur Rauða kross deildin við pokunum. Vil ég eindregið hvetja alla til að leggja verkefninu lið, líta upp úr sláturgerðinni og prjónaskap- num og fylla pokann af nothæfum föt- um sem munu ganga í endurnýjun líf- daga annars staðar í heiminum. BORGARNES Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Fegurð Borgarnes er fallegur bær, því verður ekki neitað. UM SÍÐUSTU helgi þreyttu 26 nýliðar úr björgunarsveitinni Ársæli ný- liðapróf, sem er síðasta skrefið í rúmlega árslangri þjálfun fyrir inngöngu í sveitina. Prófið, sem er bæði bóklegt og verklegt, stóð í 31 klukkutíma og fór verklegi hlutinn fram á Snæfellsnesi í ekta íslensku haustveðri. Sveitin á bækistöðvar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Meðal þess sem prófað var úr var rötun, fjallamennska, leitartækni, fyrsta hjálp, rústabjörgun og meðferð slöngubáta. Standist nýliðarnir prófið öðlast þeir rétt til að fara á útkallslista sveitarinnar og bætast í hóp rúmlega 3.000 sjálfboðaliða í um 100 björgunarsveitum um land allt sem standa vaktina árið um kring. Bætast í hóp björg- unarsveitarmanna Ljósmynd/Kolbrún Þorsteinsdóttir Að rata Eftir sjö klukkutíma göngu- og rötunarverkefni beið nýliðanna leit- ar- og hjálparverkefni í nágrenni Gufuskála. Finna þurfti sex „sjúklinga“ í úfnu hrauni sem erfitt var yfirferðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.