Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 25

Morgunblaðið - 29.09.2009, Side 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 Sudoku Frumstig 9 5 4 1 1 7 8 6 9 7 3 6 4 2 4 1 3 5 6 8 3 7 9 9 1 4 6 2 5 2 1 3 7 5 4 9 6 1 4 8 5 7 3 5 8 7 8 5 4 2 6 5 3 5 1 4 6 5 9 4 8 1 4 5 8 9 6 8 7 3 2 8 3 5 6 4 1 9 7 7 5 4 1 2 9 6 8 3 9 1 6 8 3 7 4 5 2 1 3 9 6 4 5 2 7 8 8 4 2 7 9 1 5 3 6 5 6 7 2 8 3 9 4 1 4 2 5 3 1 8 7 6 9 3 7 1 9 5 6 8 2 4 6 9 8 4 7 2 3 1 5 4 5 6 3 1 8 2 7 9 9 8 7 4 5 2 6 1 3 2 1 3 9 7 6 8 5 4 8 4 2 1 6 5 9 3 7 7 6 1 2 3 9 4 8 5 5 3 9 8 4 7 1 2 6 1 9 5 6 8 3 7 4 2 6 7 8 5 2 4 3 9 1 3 2 4 7 9 1 5 6 8 2 3 1 9 4 6 8 7 5 5 7 8 3 2 1 6 9 4 4 6 9 5 8 7 2 3 1 8 4 6 1 7 2 9 5 3 9 5 2 4 3 8 7 1 6 3 1 7 6 5 9 4 2 8 7 9 3 8 6 5 1 4 2 1 8 4 2 9 3 5 6 7 6 2 5 7 1 4 3 8 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 29. september, 272. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.) Það er svakaleg tímaskekkja aðbanna sjónvarpsstöðvum að sýna beint frá kappleikjum í öðrum löndum á sama tíma og loka- umferðin á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu fer fram. Raunar var skaðinn lágmarkaður sl. laugardag með þeim hætti að ís- lensku leikirnir hófust kl. 16 þegar sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni var lokið. Sennilega hefur KSÍ gert þetta af ráðnum hug og að fenginni reynslu til að víkja sér undan reiði áhugamanna um ensku knattspyrn- una. Hver er þess umkominn að segja sparkelsku fólki hvort það á frekar að horfa á Manchester Unit- ed eða Þrótt? x x x Einn leikur í Englandi varð eigiað síður fyrir barðinu á þessari hvimleiðu tímaskekkju á laugardag- inn var, viðureign Fulham og Arsen- al, sem flautuð var á kl. 16.30. Beinu útsendingunni var skolað burt með baðvatninu en leikurinn settur á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 kl. 18. Víkverji nennti ekki að bíða eftir því enda tekur hann sér að jafnaði stöðu fyrir framan grillið milli kl. 18 og 19 á laugardögum. Hann hélt því sem leið lá niður á knattknæpuna Ölver. Það var ekki að sökum að spyrja – fullt var út úr dyrum. Við þetta má bæta að ekkert var í húfi í lokaumferð Íslandsmótsins, fyrir lá hvaða lið er meistari, hvaða lið fara í Evrópukeppni og hvaða lið falla. Hefði Björgólfur Takefusa ekki verið í spartverskum ham hefði sennilega ekki nokkur maður veitt því athygli að lokaumferð mótsins fór fram um helgina. x x x Athygli vekur hvað sænski lands-liðsmaðurinn Zlatan Ibrahimo- vić hefur verið snöggur að laga sig að leik síns nýja félags en kappinn hefur skorað í fimm fyrstu leikjum Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í haust. Og þó? Hver myndi ekki njóta góðs af því að spila við hliðina á Lionel Messi, Thierry Henry, Xavi og Andrési Iniesta? Umkringdur þessum köppum gæti Víkverji jafn- vel komist á blað! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 sax, 4 hnusar af, 7 ekki djúp, 8 kvabbs, 9 tók, 11 tóma, 13 ilma, 14 gálan, 15 bráðum, 17 brúka, 20 hlass, 22 alir, 23 fiskurinn, 24 skyn- færin, 25 hreinar. Lóðrétt | 1 mæla, 2 smyrsl, 3 karlar, 4 görn, 5 stygg, 6 þvaðra, 10 dáð, 12 beita, 13 elska, 15 fást við, 16 næstum ný, 18 heiðursmerki, 19 getur gert, 20 heiðurinn, 21 slæmt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 termítana, 8 fælir, 9 feita, 10 ill, 11 móður, 13 asnar, 15 sögðu, 18 ólgan, 21 Róm, 22 tórum, 23 iðnað, 24 riklingur. Lóðrétt: 2 eplið, 3 mærir, 4 tafla, 5 náinn, 6 ófim, 7 maur, 12 urð, 14 sál, 15 sótt, 16 gerpi, 17 urmul, 18 óm- inn, 19 gengu, 20 næði. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Bd3 0-0 6. 0-0 Rc6 7. d5 Rb4 8. Be2 e5 9. a3 Ra6 10. Re1 Rc5 11. f3 Rh5 12. Be3 f5 13. Rd3 Rxd3 14. Bxd3 f4 15. Bf2 g5 16. b4 Rf6 17. Kh1 Kh8 18. Re2 g4 19. c4 De8 20. Rc3 Dg6 21. De1 Bh6 22. Bh4 Bg5 23. c5 Hg8 24. Hg1 Dh6 25. Bxg5 Hxg5 26. fxg4 Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2009/2010 fór fram um síðustu helgi. Einn liðsmanna Skákfélagsins Máta var svo hjálplegur að senda umsjónarmanni skákhornsins þessa skák sem tefld var á Íslandsmóti skákfélaga 2008/2009 sem lauk sl. vor. Liðsmaðurinn ónefndi var eðlilega hreykinn af fléttu félaga síns, Þórleifs Karlssonar (2.115), sem hafði svart í stöðunni gegn Haraldi Bald- urssyni (1975). 26. … Dxh2+!! 27. Kxh2 Rxg4+ 28. Kh3 Hh5+ 29. Dh4 Rf2+ og hvítur gafst upp enda mát í næsta leik. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þverþjóðlegt mót. Norður ♠ÁD1087 ♥Á94 ♦G874 ♣G Vestur Austur ♠G ♠K93 ♥D1063 ♥G75 ♦10653 ♦9 ♣Á987 ♣D106543 Suður ♠6542 ♥K82 ♦ÁKD2 ♣K2 Suður spilar 4♠. Samhliða HM í Sao Paulo fór fram opin þverþjóðleg keppni með þátttöku 68 sveita. Kunnir kappar fóru þar með sigur af hólmi: Norðmennirnir Helness og Helgemo, Pólverjarnir Balicki og Zmudzinski, ásamt Frökkunum Mul- ton og Zimmermann. Suður varð víða sagnhafi í 4♠ eftir grandopnun og yfirfærslu norðurs. Spilið er léttunnið, nema út komi tígull. Þá er hætta á stungu. Þróunin gæti orðið þessi: Sagnhafi svínar ♠D í öðr- um slag, sem austur tekur og spilar ♣D – kóngur og ás. Vestur gefur makker tígulstungu og síðan fær vörn- in slag á hjarta í fyllingu tímans. Einmitt. En því skyldi suður leggja ♣K á drottninguna? Setji hann smátt lauf gerist annað tveggja: stungan fer fyrir lítið eða ♣K fríast sem niðurkast fyrir hjarta í borði. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Flýttu þér hægt, því flas er sjaldnast til fagnaðar. Ef þú ert mjög já- kvæður og hefur augun opin eru þér allir vegir færir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Gættu þess að ganga ekki fram af þér og þú skalt verða þér úti um eins mikinn frítíma og þú frekast getur. Vertu þér meðvitandi um vald þitt og farðu vel með það. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Lánið mun leika við þig ef þú ert maður til þess að grípa tækifærið þegar það gefst. Vertu raunsær í vali verkefna. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér finnst þú hlaðin(n) orku og áhuga varðandi vinnuna í dag. Farðu í bókabúð, á safn eða eitthvert annað sem þú ert ekki vön/vanur að fara. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú gætir tjáð hugmyndir þínar um að betrumbæta og gera nýjan mann úr nánum vini á lýðræðislegri hátt. Láttu svo ekkert standa á milli þín og ást- arinnar. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Viðræður skila miklum og hag- nýtum árangri í dag. Reyndu að vera fullkomlega heiðarleg/ur bæði við sjálfa/n þig og aðra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Einhver í fjölskyldunni lætur orð falla sem gætu eyðilagt eða bjargað deg- inum. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Af einhverjum undarlegum ástæðum halda vinnufélagar þínir þér fyrir utan nýjasta samstarfshópinn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Fólk sem þú ert innan um núna virðist einstaklega lagið við að lenda í vandræðum. Þú logar af metnaði í augnablikinu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Stattu vörð um heilsu þína og hamingju. Vertu lítillátur og reyndu að verða við væntingum eins og þú frekast getur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ertu að reyna að firra þig ábyrgð? Eða er einhver að reyna að forðast þig? Vertu með á nótunum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Láttu sjálfselskuna ekki ná svo sterkum tökum á þér að þú verðir óal- andi og óferjandi. Svo þekkirðu líka fullt af fólki til að spyrja ráða. Stjörnuspá 29. september 1906 Landssími Íslands tók til starfa við hátíðlega athöfn. Símalínan frá Seyðisfirði norður um land til Reykjavík- ur var 614 kílómetrar. Sent var fyrsta símskeyti milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar (frá ráðherra til konungs). 29. september 1949 „Nýtt söngvasafn handa skól- um og almenningi“ kom út. Friðrik Bjarnason og Páll Halldórsson bjuggu það til prentunar. Þar voru 225 lög við vinsæl ljóð. 29. september 1985 Sigurður P. Sigmundsson, þá 28 ára, setti Íslandsmet í maraþonhlaupi karla í Berlín. Hann hljóp 42,195 kílómetra á 2 klukkustundum, 19 mínútum og 46 sekúndum. Metið stend- ur enn. 29. september 2000 Auðlindanefnd lagði til í skýrslu sinni að sett yrðu ákvæði í stjórnarskrá um þjóð- areign á náttúruauðlindum og að gjald yrði tekið fyrir nýt- ingu þeirra. Forsætisráðherra sagði tillögurnar áfanga í leit að sátt um fiskveiðistjórn- unarkerfið. 29. september 2008 Tilkynnt var að ríkissjóður ætlaði að leggja Glitni til 84 milljarða króna og eignast 75% hlutafjár til að bjarga bankanum frá gjaldþroti. „Hamfarir á fjármálamark- aði,“ sagði Fréttablaðið. „Stærsta bankarán Íslands- sögunnar,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við blaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „ÉG byrja daginn á að funda með Sinfóníu- hljómsveitinni en síðan ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldumeðlimum heim til mín í tilefni dagsins. Þetta verður notalegt, ég ætla að grilla eitthvað gott á svölunum hjá mér handa fólkinu mínu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir sem fagnar 65 ára afmæli í dag. „Þetta verður einfalt og smátt í sniðum í takt við kreppu og breytta tíma. Þegar ég varð sextug hélt ég aftur á móti stóra og eftirminnilega veislu í Iðnó sem var ofsalega skemmtilegt og það komu á annað hundrað manns til að fagna með mér. Hrafn- hildur Hagalín og Steinunn Ólína voru veislustjórar en ég hafði unnið með þeim báðum og mæðrum þeirra beggja. Ræð- urnar voru í bundnu máli og Jagúar spilaði fyrir dansi. Þetta var mikið fjör,“ segir Þórunn sem var til margra ára listrænn stjórnandi Listahá- tíðar en starfar nú sem stjórnarformaður í Ago, sem sér um rekstur og starfsemi Tónlistar og ráðstefnuhússins. Hún segir mjög spennandi að taka þátt í að móta þá starfsemi sem þar verður. „Ég vil vera þar sem þörf er fyrir mig. Þetta verður bara skemmtilegra eftir því sem maður verður eldri. Ég hef aldrei haft eins mikið að gera og núna. Ég hef verið mjög heppin í mínu lífi.“ khk@mbl.is Þórunn Sigurðardóttir er 65 ára í dag Batnar með hverju árinu Nýirborgarar Reykjavík Helgi fæddist 24. mars kl. 7.06. Hann vó 3.260 g og var 50 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Helga Dröfn Helgadóttir og Sigurgeir Trausti Höskuldsson. Reykjavík Lóa fæddist 8. september. Hún var 15 merkur og 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Rún Ingvarsdóttir og Daði Birgisson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.