Morgunblaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 2009 SOFYA Gulyak, þrítugur píanóleik- ari frá Kasakstan, fór með sigur af hólmi í alþjóðlegu píanóleikara- keppninni í Leeds fyrir skömmu. Þar atti hún kappi við 200 von- arstjörnur svörtu og hvítu nótn- anna frá um 45 þjóðlöndum, og sigraði með túlkun sinni á Píanó- konsert nr. 1 eftir Jóhannes Brahms. Meðal þeirra sem sæti áttu í dómnefnd voru Menahem Press- ler, píanóleikari Beaux Arts tríós- ins, og Ian Hobson, en hann vann sömu verðlaun þegar keppnin var haldin í fyrsta sinn, árið 1961. Keppnin í Leeds er ein virtasta keppni sinnar tegundar í dag og margar skærustu stjörnur píanó- sins hafa hlotið vegsemd þar, eins og Radu Lupu, Murray Peraihia og Andras Schiff. Að launum fær Sofya Gulyak gullmedalíu og andvirði tæpra þriggja milljóna króna í verð- launafé. Hátíðin í Leeds er haldin á þriggja ára fresti. Silfurverðlaunin í ár fékk Úkraínumaðurinn Alexej Gorlatch og bronsið fór til ítalska píanóleikarans Alessandros Ta- verna. Það hefur varla komið mörgum á óvart að Sofya Gulyak yrði sig- urvegari. Árið 2007 var hún sig- urvegari í William Kapell keppn- inni og síðar sama ár deildi hún öðru sæti með Dinöru Nadzhafovu í Busoni keppninni. Sofya Gulyak sigr- aði í Leeds Sópar að sér verðlaun- um og viðurkenningum Langbest Sofya Gulyak. HÁDEGISTÓNLEIKAR í Hafnarfjarðarkirkju hefjast í dag að loknu sumarleyfi. Tón- leikaröðin fór af stað í janúar á þessu ári og féll í afar góðan jarðveg. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og þar flytja Guð- mundur Sigurðsson orgelleik- ari og Hjöleifur Valsson fiðlu- leikari fjölbreytta efnisskrá. Guðmundur og Hjörleifur hafa unnið saman um árabil, haldið fjölda tónleika og komið fram við fjölmargar kirkjulegar athafnir. Efnisskráin er afrakstur þessa samstarfs og spannar allt frá Bach til Chaplins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tónlist Fiðla og orgel í Hafnarfirði Hjörleifur Valsson Hádegisfyrirlestur verð- ur í Opna listaháskól- anum í dag, í Skipholti 1 og hefst kl. 12.10. Vöru- hönnuðirnir Julia Loh- mann og Gero Grund- mann halda fyrirlestur um verkefni sín. Hönn- uðirnir eru þekktir fyrir frumleg verk sem fjalla gjarnan um umbreytingu dýra yfir í vöru. Und- anfarinn mánuð hafa Julia og Gero dvalið í gesta- vinnustofu á Siglufirði og sótt sér innblástur. Í Opna listaháskólanum er boðið upp á hádegisfyr- irlestra um fjölbreytt efni í samvinnu við mynd- listardeild og hönnunar- og arkitektúrdeildir skól- ans. Allir eru velkomnir. Hönnun Vöruhönnuðir með hádegisfyrirlestur Verk eftir Júlíu Lohmann. VALIÐ efni úr DVD-sjónritinu Rafskinnu verður sýnt í Lista- safni Reykjavíkur – Hafn- arhúsi í samvinnu við kvik- myndahátíðina Nordisk Panorama í dag kl. 15 - 17, en kvikmyndahátíðin stendur yfir í Reykjavík dagana 25. – 30. september. Sýnt verður efni úr þeim þremur tölublöðum sem út hafa komið auk áður óbirts efnis. Rafskinna er DVD- sjónrit á íslensku og ensku sem inniheldur stutt- myndir, heimildamyndir, lifandi tónlistarflutning, myndlist, tónlistarmyndbönd og fleira, bæði eftir íslenska og erlenda listamenn. Aðgangur ókeypis. Listir Rafskinna opnuð í Hafnarhúsinu í dag Útgáfu Rafskinnu fagnað. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MENNTAMÁLARÁÐHERRA opnar vefsafn.is formlega kl. 13 í dag í Þjóðarbókhlöðunni. Vefsafnið er einstakt, því þar er að finna allt efni og gögn sem birst hefur á þjóðarlén- inu.is, frá árinu 2004. Ingibjörg Sverrisdóttir lands- bókavörður segir að efnisöflun og opnun safnsins eigi sér langan að- draganda. „Þetta er þróun sem orðið hefur eftir að vefurinn kom til. Fljótlega eftir tilkomu hans fór fólk að spá í það að þarna væri ef til vill efni sem færi forgörðum. Þá varð til í Banda- ríkjunum það sem kallað er Internet Archive, en þar er safnað vefsíðum héðan og þaðan úr heiminum.“ Fellur undir lög um skylduskil Ingibjörg segir að fljótlega hafi fólk áttað sig á því að um efni á vefn- um hlytu að gilda sömu lög og um skylduskil annars efnis til lands- bókasafna í hverju landi. „Það eru ekki öll lönd í heiminum með lög um skylduskil, en mjög mörg. Um alda- mótin varð sú hugmynd almenn að vefefni ætti að hlíta lögum um skylduskil og árið 2003 tóku gildi lög hér á landi sem kveða á um það. Menn sáu að efni á netinu breyttist ört og að margt myndi týnast væri því ekki haldið til haga á einhvern hátt.“ Leitarforrit skanna vefinn Tæknilega er efnisöflunin ekki miklu flóknari en notkun leitarvéla að sögn Ingibjargar. Notuð eru leit- arforrit, svokallaðir „crawlerar“ sem skanna netið og safna efninu. „Landsbókasafnið hefur átt í er- lendu samstarfi um þetta, bæði við Internet Archive og IIPC, eða Int- ernational Internet Preservation Council. Við byrjuðum að safna efni árið 2004, en það er núna fyrst að tæknin er orðin þannig að hægt sé að leita í efninu. Þetta er einfalt. Fólk slær inn slóðina sem það leitar að. Það er ekki enn hægt að leita eftir efnis- orðum eða flokkum, en það verður vonandi síðar meir.“ Vefsíðum er safnað þrisvar á ári en öðru vísi er farið með stóra vefi eins og mbl.is, sem breytast oft á klukkustund. „Þegar fram líða stundir verður vefsafnið gríðarlega öflug samtímaheimild um íslenskt þjóðlíf, um það sem skrifað er á vef- inn og í hvaða skyni fólk gerir það. Notin fyrir vefinn verða margvísleg og ekki víst að við sjáum þau öll fyrir nú. Við erum fyrsta þjóðin sem opn- ar öllum almenningi aðgang að slíku safni. Í Danmörku er vefsafnið að- eins opið þeim sem þurfa að rann- saka efni og í Frakklandi er aðgang- urinn aðeins opinn í lestrarsölum þjóðarbókasafnsins,“ segir Ingi- björg Sverrisdóttir landsbókavörð- ur. Slóðin að safninu er vefsafn.is. Menntamálaráðherra opnar vefsafn.is í dag en þar er öllu þjóðarléninu haldið til haga Öflugur aldarspegill Morgunblaðið/Kristinn Einfalt Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður skoðar vefsafnið. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ er ekkert smámál að skipta um rödd,“ segir Hanna Dóra Sturlu- dóttir óperusöngkona, sem hefur söðlað um, er hætt að vera sópran og kynnir sig nú sem mezzó. „Þetta kom smátt og smátt. Frá því ég byrjaði að syngja hef ég verið með dökkan lit á röddinni og kennararnir mínir hér heima í gamla daga vildu ekki ákveða það strax hvað úr mér yrði en vildu bíða átekta og sjá hvernig röddin þróaðist. En svo var ég alltaf svo létt í hæðinni, þannig að niðurstaðan varð að ég væri sópr- an.“ Hanna Dóra segir að fæðing tveggja sona hennar hafi breytt röddinni og hún hafi dýpkað í kjöl- farið. „Ég finn að það á betur við mig að vera mezzó og kennarinn minn úti segir að ég eigi að slá þessu föstu og er ánægður með mig. Ég viðurkenni að stundum langar mig að fara út fyrir rammann aftur, en er búin að ákveða að syngja fyrst og fremst það sem hentar mér, hvort sem það eru mezzó- eða sópranhlutverk. Callas söng hvort tveggja María Callas söng það sem hent- aði henni, og enginn spurði hana að því hvort hún væri sópran eða mezzó. En nú á dögum er fólk frekar sett í skúffur, sérstaklega í þýsku óperuhúsunum, og það myndi rugla þá í ríminu ef ég væri bæði að syngja Ariadne, sem er sópranhlutverk, og Sextus, sem er mezzóhlutverk. Þess vegna ákvað ég að hafa þetta hreint og beint.“ Hanna Dóra hefur sungið við óp- eruhús í Þýskalandi og víðar í á ann- an áratug og átt velgengni að fagna. Með „nýrri“ rödd opnast auðvitað ný tækifæri og ný hlutverk. „Það er til hellingur af glæsilegum hlutverkum og aríum fyrir mezzó, og mér finnst gaman að eiga eftir að kanna það allt saman. Þetta er mjög spennandi.“ Hanna Dóra heldur sína fyrstu tónleika sem mezzósópran kl. 12 á hádegi á fimmtudag í Hafnarborg, og þar syngur hún buxna-aríur – arí- ur samdar fyrir karlpersónur en sungnar af mezzósópran. „Ég ætla að syngja Che faró úr Orfeusi og Evridísi; tvær aríur eftir Mozart, Voi che sapete úr Brúðkaupi Fíg- arós og Parto, parto úr Sextusi, og Orlovskí úr Leðurblökunni.“ Antonia Hevesi leikur með Hönnu Dóru. Hanna Dóra Sturludóttir syngur sína fyrstu tónleika sem mezzósópran Sópran fer í síðbuxur Mezzó Hanna Dóra Sturludóttir. Þetta er góður stökkpallur inn í tölvuleikjaheiminn … 28 » Ísland er meðal fyrstu ríkja í heimi til að safna öllu efni í þjóðarléni sínu og opna al- menningi aðgang að því. Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn hefur safnað ís- lensku vefefni frá árinu 2004 samkvæmt lögum um skyldu- skil en í þeim lögum er ákvæði um að sá sem birtir efni á raf- rænu formi á almennu tölvu- neti skuli veita móttökusafni aðgang að því efni. Í vefsafninu verður efni frá opinberum að- ilum, heimasíður og bloggsíður einstaklinga og má búast við því að safnið verði gríðarlega mikilvæg heimildanáma fyrir t.d. sagnfræðinga og fjölmiðla- fólk framtíðarinnar. Í þeirri námu verða heimildir um frétt- ir, stjórnmál, skoðanaskipti al- mennra borgara, íslenskt mál, viðskipti, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök og hvaðeina sem Íslendingar sjá ástæðu til að setja á veraldarvefinn. vefsafn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.