Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 36

Morgunblaðið - 29.09.2009, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 272. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-,. */0-+, **1-12 +,-,3 +*-+/. *0-02+ *+4-, *-1/*2 */.-.1 *2+ 5 675 +2# 89 6 +44/ *+,-0. */0-0+ **1-0* +,-3++ +*-13/ *0-21, *+4-0, *-1/3/ */0-++ *2+-3* +1,-1.3. &  :8 *+3-4. */2-+ **,-4, +,-3/, +*-,++ *0-22. *+*-42 *-, */0-2* *21-4+ Heitast 8°C | Kaldast 0°C SV 5-13 m/s, skúrir eða slydduél, en lengst af léttskýjað SA-til. Hlýjast við vestur- ströndina. »10 Íslenski tölvuleikja- framleiðandinn Dex- oris hannaði tölvu- leikinn Peter und Vlad fyrir tvær Apple-græjur. »28 TÖLVULEIKIR» Skapandi Íslendingar AF LISTUM» Harry og Heimir eru fyndnir, alveg satt. »33 Vefsafn.is verður öflug samtímaheim- ild um íslenskt þjóð- líf. Vefsafnið verður opnað í dag og verð- ur opið almenningi. »27 FJÖLMIÐLAR» Vefsíðum safnað KVIKMYNDIR» Fyndið fólk er fjögurra stjarna. »30 TÓNLIST» Raggi söng 87 lög á ein- um degi. »32 Menning VEÐUR» 1. Lét þrettán ára son sinn keyra 2. Ósáttur við þungan dóm 3. 25% lækkun höfuðstóls gengislána 4. Úrskurðuð í gæsluvarðhald Íslenska krónan styrktist um 0,3% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Vel á annað þús- und gestir létu hríðarbylji ekkert á sig fá í Skagafirði á laugardaginn og fjölmenntu í Lauf- skálarétt. Var haldið í góðar hefð- ir með hópsöng undir rétt- arveggnum og meðal fjölmargra þátttakenda þar var Samúel Örn Erlingsson, hestaíþrótta- fréttamaður á Sjónvarpinu og vara- bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, sem gaf skagfirskum hetjutenórum ekkert eftir í söngn- um. Þéttu menn hópinn í kuldanum og sungu hátt sem aldrei fyrr. HESTAR Gaf skagfirskum tenórum ekkert eftir í Laufskálarétt  Viðtal við söng- konuna Margréti Eddu Jónsdóttur Gnarr birtist í bandaríska bæj- arblaðinu Wicked Local Rochester á sunnudaginn. „Ég setti myndband af áheyrnarprufunni minni í Idolinu hér heima á Youtube. Blaðamaðurinn hafði samband við mig því hann var að gera grein um Idolið um allan heim og vildi spyrja mig nokkurra spurninga. Í framhald- inu tók hann viðtal við mig,“ segir Margrét sem vinnur að sólóplötu. TÓNLIST Margrét Edda Jónsdóttir Gnarr í bandarísku blaði  Evrópumeist- aramóti (EM) landsmeistara í keilu lauk nýlega á eynni Krít. Stein- þór Geirdal Jó- hannsson gerði það sem engum öðrum keppanda á mótinu tókst; að fella allar tíu keilurnar tólf sinnum í röð, eða að ná svonefndum 300-leik. Það vakti ekki síst athygli á Evr- ópumeistaramótinu að Steinþór náði þessum frábæra árangri þegar skipst var á um að kasta kúlunum á olíubornum brautum og það með mismiklum olíuburði. KEILA Felldi allar tíu keilurnar tólf sinnum í röð á EM á KrítBANDARÍSKA knattspyrnufélagið Chicago Red Stars vill fá landsliðs- konuna Guðrúnu Sóleyju Gunnars- dóttur í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Chicago hefur öðlast val- rétt á Guðrúnu og hafði þar betur í samkeppni við bandarísku meist- arana Jersey Sky Blue, sem höfðu líka augastað á henni. Forráðamenn Chicago eru búnir að setja sig í samband við KR og Guðrúnu, en hún leikur með Djur- gården í Svíþjóð og er þar í láni frá KR. Hún er samningsbundin Vest- urbæjarfélaginu út næsta ár. „Mér líst rosalega vel á þetta og það er spennandi kostur að fara og spila í þessari sterku deild. Svo spillir ekki fyrir að Chicago er uppáhaldsborgin mín, ég var í Notre Dame-háskólanum skammt frá henni og er enn spenntari fyrir vikið. Mér skilst að liðið spili mjög góðan sóknarleik en þurfi að styrkja vörnina,“ sagði Guðrún Sól- ey við Morgunblaðið í gær. Hún er menntaður fjármála- hagfræðingur og er nýbúin að ráða sig til sænska seðlabankans til sex mánaða. vs@mbl.is | Íþróttir Chicago vill fá Guðrúnu Morgunblaðið/Golli Guðrún Sóley Gunnarsdóttir HAUSTLITIRNIR eru að verða allsráðandi í náttúr- unni. Haustlægðirnar hafa gengið yfir landið hver af annarri síðustu daga en á fögrum degi, eins og í gær, get- ur fólk notið litadýrðarinnar. Það hefur vakið verðskuldaða athygli að ítrekað hafa veðurfréttir RÚV verið það sem mest er horft á allra dagskrárliða sjónvarpsstöðvanna í sumar, samkvæmt mælingum Capacent-Gallup. Ef síðasta tiltæk mælivika er skoðuð hjá Capacent- Gallup, þ.e. 37. vika ársins, 7.-13. september, tróna veð- urfregnirnar á toppnum með 28,3% áhorf fólks á aldr- inum 12 til 80 ára. Er hér miðað við meðaláhorf á mínútu. Veðrið skiptir Íslendinga miklu máli og það hlýtur að vera helsta skýringin á hve mikið fólk horfir á veður- fréttir í sjónvarpi. Einnig hlýtur það að hafa áhrif að veðurfréttirnar eru sýndar á besta tíma hjá RÚV, þ.e. milli kvöldfréttanna og Kastljóssins. Þegar leitað var til sérfræðinga á þessu sviði höfðu þeir ekki tiltækar upp- lýsingar um það hvort áhugi Íslendinga á veðurfréttum ætti sér hliðstæðu meðal annarra þjóða eða væri eins- dæmi. Veðurfréttir RÚV skáka hinum vinsæla spurninga- þætti Popppunkti, sem er næstur með 27,1% áhorf. Í þriðja sæti er kvennalandsleikur í knattspyrnu með 26,6% og síðan kemur þáttur Gísla Einarssonar, Út og suður, með 21,7%. Fréttir RÚV hafa 21,2% áhorf og Kastljós 21,1%. Sér- staka athygli vekur að þessa sömu viku er áhorf á Ísland í dag á Stöð 2 meira en fréttir RÚV, eða 21,5%. Áhorf á fréttir Stöðvar 2 er 19,0%. | 14 Morgunblaðið/Ómar Veðurfréttirnar vinsælastar  Veðurfréttir RÚV hafa ítrekað verið vinsælasta sjón- varpsefnið í sumar  Með meira áhorf en Popppunktur EINSTAKAR frumgerðir íslenskra peningaseðla fyrir seðlaútgáfuna árin 1957 og 1958 verða boðn- ar upp hjá uppboðsfyrirtækinu Spinks í London í dag. Um er að ræða tillögur að seðlum á verð- bilinu 10-5000 krónur sem voru aldrei notaðar, þótt kunnuglegum andlitum bregði fyrir á nokkr- um þeirra. Magni R. Magnússon safnari sá seðlana nýlega þegar hann var á ferðinni í Lundúnum. „Spinks er stórt uppboðsfyrirtæki í London og er með útibú út um allan heim. Þegar ég var með búðina Hjá Magna skipti ég oft við þá.“ Hver seðill er teiknaður í tveimur útgáfum en verðgildin eru 10, 25, 100, 1000 og 5000 krónur. Forkólfar úr íslensku stjórnmála- og þjóðlífi prýða seðlana, s.s. Jón Sigurðsson, Tryggvi Gunn- Frumgerðir seðla á uppboði Áætlað að hátt í milljón fáist fyrir tillögur sem gerð- ar voru fyrir íslensku peningaprentunina 1957-1958 arsson, Magnús Stephensen og Jón Eiríksson, auk þess sem Skúli Magnússon hefur átt að prýða 5000-kallinn, en ekki var lokið við teikninguna af honum. Athygli vekur að á 25 króna seðlinum og annarri gerðinni af 5000 króna seðlinum er talan fimm skrifuð „simm“ og segir Magni það senni- lega benda til þess að teiknarinn hafi verið af þýskum uppruna. „Hann hefur sennilega litið á ís- lenska f-ið eins og gotneska s-ið í þýskunni,“ út- skýrir hann. Á bakhlið seðlanna má sjá ýmiskonar tákn- myndir framfara í landinu, s.s. hafnir, virkjanir, togara og vegaframkvæmdir. Ásett verð á seðlasafninu er 3000-4000 pund, eða um 600-800 þúsund krónur, auk þóknunar uppboðshaldara. ben@mbl.is Tillögur Ekki var lokið við að teikna andlit Skúla Magnússonar á 5000 króna seðilinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.