Morgunblaðið - 29.10.2009, Side 16
16 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009
Saga Gagnfræðaskóla Akureyrar,
sem er löng og litrík, er komin út á
bók. Skólinn var stofnaður árið 1930
en var lagður niður 1997.
Þrír fyrrverandi kennarar við skól-
ann, Bernharð Haraldsson, Baldvin
Jóh. Bjarnason og Magnús Aðal-
björnsson, skipuðu sjálfa sig í rit-
nefnd fyrir nokkrum árum og árang-
urinn er nú kominn í ljós.
Lengi hafði verið talað um að skrá
þyrfti sögu skólans. Í formála bók-
arinnar segir að það hafi verið á
haustmánuðum árið 2006, að Magn-
ús Aðalbjörnsson vakti enn máls á
nauðsyn þess, enda væri þá hartnær
áratugur frá því skólinn hefði verið
lagður niður og hann mætti ekki
falla í gleymsku.
„Eftir nokkrar vangaveltur
ákváðum við, sem hér köllum okkur
ritnefndina, að engir væru betur til
verksins fallnir en einmitt við, enda
samanlagður tími í Gagnfræðaskól-
anum, fyrst sem nemendur, síðan
kennarar og stjórnendur, alls 87 ár.
Skipuðum við því sjálfa okkur í
nefndina,“ segir m.a. í formálanum.
Ritnefndin segist eiga mörgum að
þakka við gerð þessa ritverks en
engum eins og Sverri Pálssyni, fyrr-
verandi skólastjóra. „Það var ekki
einungis, að hann kenndi okkur öll-
um í þrjá vetur, heldur var hann
samstarfsmaður okkar og skóla-
stjóri um áratuga skeið, vinur okkar
alla tíð. Hann var hvatamaður að
þessu verki, ráðhollur og þegar fyrir
kom, að ljósið varð að tíru, blés hann
í glæðurnar, loginn varð í senn heit-
ur og sýnilegur. Hann lægði líka öld-
ur, þegar þess var þörf.“
Sverrir léði ritnefndinni ritgerð sína
um Þorstein M. Jónsson skólastjóra,
sem birt er í heild í bókinni, endur-
gjaldslaust. Þá rifjar fjöldi nemenda
upp árin í skólanum.
Sverri Pálssyni og eiginkonu hans,
Ellen Lísbet Pálsson, var afhent
fyrsta eintak bókarinnar; í hátíð-
arútgáfu, bundið í skinn.
Ljóst er að þremenningarnar í rit-
nefndinni eru ekki sáttir við að skól-
inn var lagður niður.
„Það kom í ljós, þegar farið var að
kafa í þær heimildir, sem tiltækar
eru, að þær voru fátæklegri en efni
stóðu til. Ýmislegt, sem varðveitt var
í skólanum og til var, þegar hann var
lagður niður, fannst ekki. Það gerði
okkur erfiðara fyrir, að t.d. fundar-
gerðir kennarafunda í hartnær tvo
áratugi voru með öllu horfnar, fund-
argerðir kennararáðs sömuleiðis,“
segir í formálanum.
Margt annað vantaði, sem vitað er
til, að var heilt og óskemmt og varð-
veitt í skólanum, segja þremenning-
arnir í formálanum. „Margir leituðu
og leituðu lengi, allt kom fyrir ekki.
Þá var einnig leitt til þess að vita, að
stjórnmálamenn þeir, sem unnu að
því að leggja skólann niður, gátu
ekki skýrt ýmislegt, sem ritnefndin
vildi fá að vita, svöruðu ekki spurn-
ingum hennar og að skjalavarsla þá-
verandi skólanefndar var með slík-
um fádæmum, að menn setur
hljóða.“
Þess má geta að þremenningarnir
þiggja ekki laun fyrir vinnu sína.
„Laun ritnefndar eru ekki af verald-
legum toga, verkið er tilraun til að
gjalda góðri stofnun fósturlaunin.“
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Útgáfa Baldvin Jóhann Bjarnason, Sverrir Pálsson, Ellen Lísbet Pálsson,
eiginkona Sverris, Bernharð Haraldsson og Magnús Aðalbjörnsson.
Bónus
Gildir 29. okt.-1. nóv. verð nú áður mælie. verð
KS frosið sparhakk ..................... 398 498 398 kr. kg
Bónus ferskir kjúklingabitar ........ 398 498 398 kr. kg
Myllu heimilisbrauð, 375 g ......... 98 144 261 kr. kg
Myllu jólakaka, 420 g ................ 198 418 471 kr. kg
SS rosmarinkryddað lambalæri ... 1.399 1.598 1.399 kr. kg
KB ferskt ungnautahakk ............. 974 1348 974 kr. kg
Gv ferskar grísakótilettur ............. 979 1258 979 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 29.-31. október verð nú áður mælie. verð
Hamborgarar, 2x115 g m/brauði 298 398 298 kr. pk.
Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.498 1.878 1.498 kr. kg
Fjallalambs lifrarpylsa, frosin ...... 558 797 558 kr. kg
Fjallalambs blóðmör, frosinn....... 530 757 530 kr. kg
Fjallalambs lambasúpukj., frosið. 535 669 535 kr. kg
Fjallalambs kindabjúgu .............. 741 872 741 kr. kg
FK reykt folaldakjöt .................... 589 917 589 kr. kg
Hagkaup
Gildir 29. okt.-1. nóv. verð nú áður mælie. verð
SS hálfur lambsskrokkur, snyrtur . 974 1498 974 kr. kg
Hamborgarhryggur með beini...... 998 998 kr. kg
Fyllt svínalund ........................... 1.498 1.498 kr. kg
SS frosið lambalæri ................... 1.079 1.079 kr. kg
SS folaldalund grillkrydduð......... 1.805 2.578 1.805 kr. kg
Holta danskur sveitakjúklingur .... 599 998 599 kr. kg
Myllan sérbakað vínarbrauð........ 99 189 99 kr. stk.
Myllan mini vínarbrauðssnúðar ... 279 549 279 kr. pk.
Krónan
Gildir 29. okt.-1. nóv. verð nú áður mælie. verð
Grísahryggur með pöru ............... 899 1.198 899 kr. kg
Grísagúllas................................ 849 1.598 849 kr. kg
Grísakótilettur............................ 849 1.498 849 kr. kg
Grísahnakkasn. úrb. kryddaðar ... 849 1.798 849 kr. kg
Grísasíður pörusteik ................... 498 798 498 kr. kg
Krónu hamborgarhryggur ............ 898 1.498 898 kr. kg
Myllu jólakaka........................... 199 439 199 kr. stk.
Nóatún
Gildir 29. okt.-1. nóv. verð nú áður mælie. verð
Folaldahakk .............................. 298 698 298 kr. kg
Folalda innralæri ....................... 1.695 2.649 1.695 kr. kg
Folaldalundir............................. 2.498 3.389 2.498 kr. kg
Folaldafille ................................ 1.998 2.959 1.998 kr. kg
Folaldagúllas ............................ 1.399 1.798 1.399 kr. kg
Folalda piparsteik...................... 1.798 2.898 1.798 kr. kg
Grísasteik að hætti Dana............ 999 1.998 999 kr. kg
Þín verslun
Gildir 29. okt.-5. nóv. verð nú áður mælie. verð
Ísfugls kjúklingur, heill ................ 620 886 620 kr. kg
Ísfugls úrb. kjúklingabringur........ 2.011 2.873 2.011 kr. kg
Champion rúsínur, 500 g............ 335 439 670 kr. kg
Chicago New York/Deli flatbaka .. 569 798 1.650 kr. kg
Lambi salernispappír, 6 rl. .......... 535 639 90 kr. stk.
Bio Tex blettasprey, 500 ml......... 498 679 996 kr. ltr
Helgartilboð
Folaldakjöt og lambasvið
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Sjálfur er ég talandi dæmi umað það er líf eftir áfall, því éghef öðlast nánast fullan bataeftir að hafa fengið blóð-
tappa fyrir fimm árum,“ segir Þórir
Steingrímsson, formaður Heilaheilla,
en samtökin standa á morgun, laug-
ardag, fyrir svokölluðum slagdegi.
„Við verðum með aðstöðu í Smára-
lind, Kringlunni og Glerártorgi á
Akureyri, klukkan eitt til fjögur. Við
ætlum að bjóða fólki upp á að mæla
blóðþrýsting og gera fyrsta mat á
hættu á heilaslagi og vera með al-
menna fræðslu. Læknar og hjúkr-
unarfólk og við sem höfum reynslu af
því að fá slag verðum á staðnum til að
leggja okkar af mörkum við að leið-
beina fólki. Við ætlum að leggja
áherslu á hvað má gera til að koma í
veg fyrir háan blóðþrýsting, en mikil
saltneysla er þar áhættuþáttur. Aðrir
áhættuþættir eru offita, streita, reyk-
ingar, blóð- og eða hjartasjúkdómar.
Allt getur þetta skapað blóðsega sem
veldur súrefnisþurrð í heilanum,
hvort sem það er af völdum blóðtappa
eða heilablæðingar. Í fyrra reyndist
einn af þeim sem komu við hjá okkur
á slagdeginum vera að fá slag og við
sendum hann beint á bráðamóttöku
þar sem hann fékk viðeigandi með-
ferð. Honum fannst hann bara vera
svolítið slappur, sem sýnir okkur
hvað þetta getur verið lúmskt. Því er
nauðsynlegt að vita hvað er hægt að
gera til að prófa sjálfan sig, til dæmis
lyfta upp höndunum og reka út úr sér
tunguna.“ Þegar Þórir fékk blóð-
tappa fyrir fimm árum var hann fíl-
hraustur. „Ég var mikill íþrótta-
kappi, reykti ekki og var ekki of
þungur. Ég sat einn daginn við morg-
unverðarboðið heima hjá mér þegar
allt fór að hringsnúast og mér varð
flökurt. Ég ætlaði bara að leggja mig
en konan mín var sem betur fer
heima og hringdi strax á sjúkrabíl.
Ég lamaðist hægra megin á meðan
ég var í myndatökunum. Það var
skelfileg tilfinning og ég var viss um
að þetta væri mitt síðasta. En blóð-
tappinn var leystur upp og ég var
mikið veikur fyrst á eftir og bundinn
við hjólastól. En ég setti undir mig
hausinn og gekk í það verkefni að ná
bata og læra að lifa með þessu. Við
sem höfum fengið slag eigum ekkert
að vera að velta okkur upp úr því
hvað við gátum gert, heldur einbeita
okkur að því sem við getum gert. Á
einu og hálfu ári tókst mér að þjálfa
upp kraft í lamaða helming líkamans
og þá hóf ég aftur mín fyrri störf,
fyrst í hlutastarfi en núna er ég í fullu
starfi. Eina sem ég finn fyrir er að
hægri ökklinn er stundum að stríða
mér svo ég kemst ekki í fótboltann
eins og ég var vanur, sem gerir ekk-
ert til, ég gat ekkert hvort sem er.
Áfall er ekki endirinn, sumir okkar
verða betri einstaklingar eftir að hafa
fengið þetta skot.“
Morgunblaðið/RAX
Þórir Steingrímsson „Í fyrra reyndist einn af þeim sem komu við hjá okkur
á slagdeginum vera að fá slag og við sendum hann beint á bráðamóttöku
þar sem hann fékk viðeigandi meðferð.“
Fólk getur látið meta
sig á slagdeginum
Þórir Steingrímsson, for-
maður Heilaheilla, hefur
náð fullum bata eftir að
hafa fengið blóðtappa.
Hann ætlar að leggja sitt
af mörkum í dag til að
fræða fólk og upplýsa.
Heilablóðfall
Ráðið getur úrslitum að greina
blóðfall og koma sjúklingnum á
sjúkrahús innan þriggja klukku-
stunda. Sá sem vill komast að því
hvort um slag/heilablóðfall er að
ræða á að spyrja þriggja einfaldra
spurninga:
Biðja viðkomandi að BROSA.
Biðja manneskjuna að TALA,
segja einfalda setningu, t.d. sólin
skín í dag en í gær var rigning.
Biðja hana/hann að LYFTA BÁÐ-
UM HANDLEGGJUM UPP.
Biðja viðkomandi að reka út úr
sér tunguna. Ef hún er bogin til
annarrar hliðar þá getur það verið
merki um slag. Ef viðkomandi á í
vandræðum með eitt eða fleiri af
þessum fyrirmælum hringdu þá í
112 og lýstu einkennunum.
Hvernig hægt er að þekkja slag
holar@holabok.is
Einfalt en fallegt
og ódýrt jólaföndur.
Upp með skærin og
límið!
Skrautlegt og
skemmtilegt jólaföndur