Morgunblaðið - 29.10.2009, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Hinn 25. júnísl. und-irrituðu
ríkisstjórnin og að-
ilar vinnumark-
aðarins svokall-
aðan
stöðugleikasáttamála. Með
þeim sáttmála átti meðal ann-
ars að stuðla að nýtingu orku-
auðlinda landsins til atvinnu-
sköpunar. Sem kunnugt er
hefur ríkisstjórnin síðan gert
flest til að hindra einmitt þessa
gerð atvinnusköpunar. Stöð-
ugleikasáttmálinn reyndist því
marklaust plagg og engin leið
er að draga aðra ályktun af að-
gerðum ríkisstjórnarinnar en
að aldrei hafi staðið til að efna
þennan sáttmála.
Eftir að viðræður rík-
isstjórnar og aðila vinnumark-
aðarins að undanföru um að
lífga upp á stöðugleikasáttmál-
ann skiluðu engum árangri hef-
ur ríkisstjórnin komið með
stórfurðulegt útspil. Hún hefur
nú sent frá sér einhliða yfirlýs-
ingu „um framgang stöð-
ugleikasáttmálans“, sem að því
er virðist er ætlað að koma í
staðinn fyrir samkomulag við
aðila vinnumarkaðarins. Yf-
irlýsingin skilaði þeim fyr-
irsjáanlega árangri að bæði
samtök vinnuveitenda og
verkalýðs hafa andmælt henni
og lýst þeirri skoðun að hún sé
alls ófullnægjandi.
Ríkisstjórnin tekur yfirlýs-
ingu sína um stöðugleikasátt-
málanna aug-
ljóslega jafn
alvarlega og sátt-
málann sjálfan.
Hún gengur jafn-
vel svo langt að
setja fram eftirfar-
andi fullyrðingu í yfirlýsing-
unni: „Ríkisstjórnin stendur
við fyrri heit sín um að greiða
götu þegar ákveðinna og
áformaðra stórframkvæmda á
Suðurnesjum og í Straumsvík.“
Þessi heit hafa sem kunnugt er
verið efnd með því að standa í
vegi fyrir þessum fram-
kvæmdum með öllum tiltækum
ráðum og tefja þær eða jafnvel
spilla varanlega.
Með yfirlýsingunni er haldið
í áform um nýja skatta á orku-
notendur, áform sem þegar
hafa hindrað framgang fjölda
nýrra verkefna. Gefið er til
kynna að þeir skattar sem afla
átti með þessu móti verði að
hluta til fluttir yfir á aðra
tekjustofna, en slíkt mun litlu
breyta. Hættan á hækkun nýju
skattanna er eftir sem áður
fyrir hendi, auk þess sem eng-
inn tekur mark á yfirlýsing-
unni eftir reynsluna af sviknum
loforðum vegna stöðugleika-
sáttmálans.
Eftir framgöngu sína í
tengslum við stöðugleikasátt-
málann er ríkisstjórnin rúin
trausti. Einhliða yfirlýsing,
sett fram í ósátt við aðra aðila
sáttmálans, stuðlar ekki að því
að endurheimta traustið.
Reynslan segir að
ný yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar er
marklaust plagg. }
Engin sátt um
stöðugleikasáttmála
Margur hefurhaft efa-
semdir um gagn-
semi norræns sam-
starfs, að minnsta
kosti á seinustu
tíð. Það hafi vissu-
lega gert verulegt gagn á síð-
ari hluta nýliðinnar aldar. Þá
hafi fjölmörgum hindrunum
verið rutt úr vegi fyrir beinum
samskiptum norrænna borg-
ara og þjóðirnar hafi gengið í
smiðju hver hjá annarri um
skipun stjórnsýslu, umgjörð
um mannréttindamál um leið
og viðskipti á milli þjóðanna
voru gerð lipur og þar fram
eftir götunum. Sjálfsagt er
það rétt að norrænt ríkis-
stjórnarsamstarf skiptir
minna máli en áður, þótt önn-
ur samskipti séu umfangs-
mikil, svo sem á milli fagaðila
ýmiss konar og samtaka borg-
aranna. Því hefur verið haldið
fram að Norðurlandaþjóðir all-
ar myndu draga sama taum, ef
þær væru allar í Evrópusam-
bandinu og notuðu evru sem
gjaldmiðil. En aðeins ein
þeirra gerir það
nú. Ekki er sjálf-
gefið og reyndar
ólíklegt að þær
mynduðu sameig-
inlega blokk á
þeim vettvangi.
Reynsla Íslendinga af nor-
rænu samstarfi, nú þegar mest
á reynir, er afleit. Bræðra-
þjóðirnar hafa af óskiljan-
legum ástæðum notað þá stöðu
að Ísland þarf á hjálp þeirra
að halda um skamma hríð til
að tryggja að Bretar og Hol-
lendingar geti beitt landið
efnahagslegu ofbeldi. Líklegt
er að sú afstaða norrænna rík-
isstjórna hlyti þunga gagnrýni
alls almennings þar, ef honum
yrði staðan ljós. Íslensk ríkis-
stjórn hefur illa brugðist í því
verki að færa fram sjónarmið
þjóðarinnar. Því er framganga
Bjarna Benediktssonar á þingi
Norðurlandaráðs mjög virð-
ingarverð. Og hlutur skáldsins
Knuts Ödegårds má heldur
ekki gleymast. Tillögur hans,
ábendingar og röksemdir voru
drengskaparbragð.
Framganga Bjarna
Benediktssonar
í Norðurlandaráði
var virðingarverð.}
Bræðraþjóðirnar brugðust
M
ótlæti má taka á alls kyns vegu
og fæstir mæta því með brosi
á vör enda engin sérstök
ástæða til. Það er í góðu lagi
að syrgja og reiðast og sakna
þess sem var. Hins vegar hlýtur að renna upp
sá dagur að menn jafni sig og takist á við til-
veruna. Menn eru kannski ekki eins kátir og
þeir voru þegar allt gekk þeim í hag en þeir
verða samt að halda áfram að lifa vegna þess
að annað er ekki hægt.
Það er sagt að mótlæti þroski fólk, geri það
göfugra og betra en það var. Þetta hljómar fal-
lega en næstum því of vel til að geta verið satt.
Og sagan sýnir að mótlæti fer misvel í fólk.
Sumir göfgast, aðrir verða enn verri en þeir
voru áður. Því miður virðist ekki sem íslenska
þjóðarsálin hafi upp til hópa þroskast af því
mótlæti sem hún hefur nú glímt við í ár. Þjóðarsálin er
afundin, fúllynd, uppstökk og neikvæð eins og dekurbörn
verða þegar þau hafa eyðilagt dýru leikföngin sín með illri
meðferð og fá ekki önnur ný í staðinn.
Vondu fréttirnar eru alls staðar. Fjölmiðlar keppast við
að segja þær og telja sig þannig vera að sinna upplýsinga-
hlutverki sínu. Það má svo sem segja að það sé ekki hlut-
verk þeirra að koma með lausnir. Í dag þykir heldur ekki
fínt að koma auga á einhverja ljósglætu, það er miklu
betra fréttaefni að láta eins og myrkrið umlyki þessa litlu
þjóð í norðri. Og orðin „Bretar“ og „Hollendingar“ eru
sögð, eða hvæst, svo oft að þjóðin er komin nálægt því að
leggja trú á að útlendingar séu aðallega til
bölvunar.
Það er ekki til að auka þjóðinni kjark og
bjartsýni að í Alþingishúsinu hafa allflestir
kjörnir fulltrúar þjóðarinnar gjörsamlega
misst sjónar á hlutverki sínu og blaðra tím-
unum saman eftir forskrift frá flokksskrifstofu
sinni. Þeir eru harðlæstir inni í sínum litla og
ómerkilega flokkspólitíska heimi og sjá ekki út
fyrir hann. Langfæstir þeirra eru færir um að
leiða þjóðina úr vandræðum. Rétt er þó að
taka fram að einstaka réttlátir eru þarna á
meðal, sem er líka eins gott þjóðarinnar vegna.
Á netinu er umræðan enn verri en á Alþingi.
Þar hafa nafnlausir bloggarar risið upp eins og
draugaher og gusa dag hvern á netið frústra-
sjónum sínum, sleggjudómum og níði. Óneit-
anlega spyr maður sig í hvert sinn sem maður
les illgjörn skrif þessara nafnleysinga hvort vont uppeldi
hafi gert þá svona eða hvort dónaskapur þeirra sé al-
gjörlega sjálfsprottin. Margir sem skrifa undir nafni eru
svo litlu skárri en þessi hópur.
Þegar fólk er reitt eða í uppnámi slæst það ekki í för
með skynseminni fyrr en það er búið að jafna sig. Þá fyrst
nær fólk áttum. Það er vissulega valkostur að festa sig í
neikvæðni og lifa þannig dag hvern. Það má vel gera það
að lífsstíl en það er bara ekkert skemmtilegt. Það er held-
ur ekkert vit í því að haga lífinu á þann veg. Þetta ætti hin
afundna þjóðarsál að minna sig á dag hvern.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Þjóðarsál án skynsemi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
I
nnkauparáð Reykjavík-
urborgar samþykkti sam-
hljóða á síðasta fundi sínum
að óska eftir því við innri
endurskoðun borgarinnar að
hún skoðaði stjórnarhætti og stjórn-
sýslu í tengslum við undirbúning og
framkvæmd forvals og útboðs á upp-
steypu húsa á brunareitnum svokall-
aða á horni Lækjargötu og Austur-
strætis.
„Með þessu móti verður farið yfir
þetta ferli frá a til ö, frá því að ákveðið
var að fara í lokað útboð og forval
vegna þess og þar til tilboði Eyktar
var tekið um miðjan þennan mánuð,“
segir Stefán Jóhann Stefánsson,
fulltrúi Samfylkingarinnar í inn-
kauparáði Reykjavíkurborgar, sem
bar upp tillöguna. Segist hann vænta
þess að innri endurskoðun muni m.a.
leita svara við þeim spurningum sem
Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðs-
fulltrúi VG, lagði fram á síðasta fundi
borgarráðs. Þar var spurt hvers
vegna innkauparáð hefði hætt við fyr-
irhugað útboð á brunareitnum sem
gert var ráð fyrir því að fimm fyrir-
tæki fengju að taka þátt í. Einnig var
spurt hvenær og hver hefði óskað eft-
ir því við innkaupaskrifstofu að öll
fyrirtæki, sem uppfylltu útboðs-
reglur, fengju að taka þátt í útboðinu.
Og jafnframt hvenær og hver hefði
upplýst að tillagan um val á fimm
þátttakendum í útboðinu væri ekki
með fullnægjandi hætti.
Málið enn ekki kært
Forsaga málsins er sú að síðsum-
ars var ákveðið að fara í lokað útboð
um fyrrgreindar framkvæmdir með
að hámarki fimm þátttakendum. Alls
tóku 16 fyrirtæki þátt í forvalinu og
uppfylltu 11 skilyrði þess. Fljótlega
kom fram gagnrýni á matslíkanið
sem notað var í forvalinu, en líkaninu
var ætlað að meta ákveðna fjárhags-
lega styrkleika og reynslu en kvað
hins vegar ekki á um hvernig meta
skyldi þessa tvo þætti. Þá lagði fram-
kvæmda- og eignasvið til að hætt yrði
við lokaða útboðið og farið í opið út-
boð þar sem öll fyrirtækin 11 mættu
vera með. Þegar sú tillaga kom fyrir
fund innkauparáðs var á það bent að
slík útfærsla væri á skjön við útboðs-
gögnin, málinu frestað og það lagt
fyrir borgarlögmann til skoðunar. Þá
var lagt til að farið yrði í opið útboð
sem síðan var framkvæmt.
Eins og fram hefur komið reyndist
verktakafyrirtækið Fonsi með lægsta
tilboðið í opna útboðinu og Eykt með
það næstlægsta, en tilboði Eyktar var
tekið á fundi innkauparáðs 13. októ-
ber. Tvenns konar rök voru sögð fyrir
því að taka ekki tilboði Fonsa. Þau
voru annars vegar að fyrirtækið upp-
fyllti ekki skilyrði um 30 milljóna
króna eigið fé samkvæmt ársreikn-
ingi síðasta árs og hins vegar að sam-
kvæmt yfirliti yfir fyrri verk í áður
innsendum gögnum Fonsa hefði fyr-
irtækið ekki unnið sem kostaði meira
en 150 milljónir eins og krafa var
gerð um. Í framhaldinu sakaði fram-
kvæmdastjóri Fonsa framsóknar-
menn í borginni um spillingu og íhug-
aði að kæra málið. Hann hafði
samband við lögfræðing Samtaka
iðnarins sem skrifaði borginni bréf
þar sem gagnrýnt var hvernig hún
hefði staðið að útboðinu. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins hefur
engin kæra enn borist borginni.
Morgunblaðið/Júlíus
Stórskaði Eldurinn að Austurstræti 22 sem breiddist yfir í Lækjargötu 2
kom upp á vorið 2007. Húsin sem brunnu voru 150 og 200 ára gömul.
Vilja skoðun innri
endurskoðanda
Óánægja Samtaka iðnaðarins
með útboð Reykjavíkurborgar á
hinum svonefnda brunareit hefur
leitt til þess að innkauparáð
borgarinnar óskar eftir því að
farið verði yfir málið frá a til ö.
Hallur Magnússon, formaður
innkauparáðs Reykjavíkur-
borgar, segir mönnum hafa
þótt við hæfi að fá innri
endurskoðun Reykjavíkur-
borgar til að staðfesta að
verkferlar og vinnulag hafi
verið í samræmi við innkaupa-
reglur borgarinnar og eðlilega
stjórnsýslu.
„Það er alveg ljóst að þegar
samtök eins og Samtök iðn-
aðarins gera athugasemdir við
vinnubrögð starfsfólks á inn-
kaupaskrifstofu Reykjavík-
urborgar sem og á skrifstofu
borgarlögmanns, þótt at-
hugasemdir þeirra hafi verið
hraktar og eigi sér ekki stoð,
þá situr eftir að það hefur
verið vegið að starfsheiðri
þessa starfsfólks Reykjavík-
urborgar.“
Ekki náðist í Hall Sím-
onarson, innri endurskoðanda
Reykjavíkurborgar, við vinnslu
fréttarinnar en hann kemur
aftur til vinnu 4. nóvember nk.
Á skrifstofu innri endurskoð-
unar fékkst hins vegar upp-
gefið að farið yrði yfir málið
þegar Hallur kæmi til baka og
tekin afstaða til þess hvaða
málsmeðferð það skuli fá.
Starfsheiður í húfi